Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 73
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
✝ Halldóra Gísla-dóttir fæddist í
Reykjavík 10. apríl
1920. Hún lést á
Elliheimilinu
Grund 24. sept-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Sig-
urðsson, bóndi og
síðar verkamaður í
Sænska frystihús-
inu, f. á Króki í Ölf-
usi 29.11. 1889, d. 28.7. 1980, og
Anna Einarsdóttir húsfreyja, f.
á Reykjum í Ölfusi 23.11. 1883,
d. 3.11. 1958. Systkini Halldóru
eru: 1) Halldóra Sigríður, f.
13.1. 1914, d. 8.6. 1914. 2) Sig-
urður Óskar, f. 21.1. 1915, fórst
með Jarlinum GK 272 í sept-
ember 1941. 3) Einar, f. 27.4.
1917, d. 31.8. 1998. 4) Guðlaug,
f. 6.1. 1922. 5) Hjörtur Haraldur,
f. 24.10. 1923, d. 22.11. 2005. 6)
Páll Haukur, f. 14.3. 1925, d.
23.9. 2009. 7) Gunnar Björgvin,
f. 16.9. 1926. 8) Magnús Helgi, f.
7.8. 1928, d. 22.10. 1929.
ember 1954, maki Hallgrímur
Gunnar Magnússon húsgagna-
smíðameistari, f. 19. apríl 1955.
Þeirra börn eru a) Halldóra
Ósk, f. 21. mars 1980, maki Dav-
íð Guðmundsson, f. 28. febrúar
1980. Þeirra börn eru Gunnar
Þór, Guðmundur Óli og Bryn-
hildur Anna, b) Ástþór Óli, f. 22.
apríl 1987. 3. Ásta geislafræð-
ingur, f. 29. janúar 1959, sam-
býlismaður Gunnar Gunnarsson
bakarameistari, f. 16. nóvember
1959. Af fyrra hjónabandi á
Ásta Maríu Rúnarsdóttur, f. 17.
júní 1986, sambýlismaður Jou-
nes Hmine, f. 21. mars 1977.
Halldóra ólst upp í Þingholt-
unum í Reykjavík. Að lokinni al-
mennri skólagöngu og síðan
námi í Verslunarskólanum vann
hún við ýmis verslunar- og þjón-
ustustörf, m.a. hjá Fiskimála-
nefnd, umbúðafyrirtækinu
Öskju og sem þerna á m.s. Gull-
fossi. Þá tóku við húsmóðurstörf
en er börnin voru vaxin úr grasi
fór hún aftur út á vinnumarkað-
inn og vann þá við verslunar-
störf og síðan um árabil við
barnagæslu á barnaheimilunum
Garðaborg og Austurborg.
Halldóra verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag, 2. októ-
ber 2015, og hefst athöfnin kl.
13.
Hinn 7.7. 1952
giftist Halldóra
Ástþóri Sveini
Markússyni, verk-
stjóra hjá Steypu-
stöðinni, f. 18.12.
1923, d. 14.7. 2011.
Foreldrar hans
voru Markús Sæ-
mundsson, f. 27.12.
1885, d. 5.4. 1980,
og Guðlaug Ólafs-
dóttir, f. 3.6. 1889,
d. 27.10. 1970. Halldóra og Ást-
þór eignuðust þrjú börn. Þau
eru: 1) Ólafur Svavar sjávarlíf-
fræðingur, f. 3. október 1952,
maki Ásta Guðmundsdóttir
stærðfræðingur, f. 27. janúar
1957. Þeirra dætur eru a) Guð-
laug, f. 10. júní 1989, sambýlis-
maður Tjörvi Alexandersson, f.
29. ágúst 1988, b) Guðrún, f. 17.
júlí 1991, sambýlismaður Davíð
Blöndal Þorgeirsson, f. 16. sept-
ember 1988, c) Ásta, f. 30. októ-
ber 1993, unnusti Kári Brynj-
arsson, f. 5. júní 1993. 2) Anna
Guðlaug ljósmóðir, f. 6 nóv-
Góðar og fallegar minningar
leita á hugann við andlát aldr-
aðrar móður okkar, Halldóru
Gísladóttur. Hún fæddist í
Reykjavík og ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Þingholtunum í
húsi sem hét Klapparholt en
varð síðar Óðinsgata 16. Á
barnmörgu heimilinu gat verið
þröngt þegar frændfólk utan af
landi fékk þar húsaskjól en
mamma sagðist hafa átt gott
heimili, góða æsku og aldrei
hafa skort neitt. Að loknu námi
í barnaskóla lá leiðin í Versl-
unarskólann og síðan tóku við
m.a. verslunar- og verksmiðju-
störf og þernustarf á Gullfossi.
Mamma kynntist pabba í
Reykjavík en hann var fæddur
og uppalinn í Vestmannaeyjum.
Þau bundust tryggðaböndum
og áttu farsælt hjónaband.
Pabbi vann alla tíð langan
vinnudag og því kom það frem-
ur í hlut mömmu að sjá um
rekstur heimilisins, aðstoða við
lærdóm og leysa úr margvísleg-
um málum þegar á bjátaði. Að
loknu barnauppeldi fór mamma
aftur út á vinnumarkaðinn og
starfaði þá við barnagæslu þar
til hún var komin á áttræð-
isaldur.
Foreldrar okkar byggðu rað-
húsalengju í Fossvogi ásamt
fleira góðu fólki og síðar er þau
minnkuðu við sig varð Fossvog-
urinn áfram fyrir valinu. Þar
slitum við barns- og unglings-
skónum og þar var síðar mið-
punktur stórfjölskyldunnar.
Þangað komum við til þess að
þiggja góð ráð varðandi marg-
víslegar ákvarðanir, aðstoð við
barnapössun, í kaffi um helgar
og í veislur á stórhátíðum svo
eitthvað sé nefnt. Mamma var
alla tíð einstaklega natin við
barnabörnin og búa þau að
mörgu sem hún ræddi við þau
og kenndi þeim.
Mamma og pabbi voru ávallt
jákvæð og það er varla að við
munum eftir kringumstæðum
þar sem þau studdu ekki við
eða tóku ekki undir það sem við
hugðumst taka okkur fyrir
hendur. Þeirra svar var ávallt,
„já það skuluð þið gera,“ eða
„það verður gaman“. Ef sér-
stök ástæða þótti til bættu þau
við hollráði eða hughreystingu
eins og „þið farið bara gæti-
lega,“ eða „þetta mun allt
ganga vel“.
Mamma var hógvær, trygg-
lynd og bar virðingu fyrir sam-
ferðafólki og með þau viðhorf
að leiðarljósi vegnaði henni vel
í lífinu. Þegar pabbi lést fyrir
nokkrum árum bárum við
nokkurn ugg í brjósti varðandi
hag og aðstæður mömmu. Þær
áhyggjur reyndust hins vegar
óþarfar því enn og aftur sýndi
hún styrk sinn og jákvæðan
vilja með einlæga Kristna trú
sína að leiðarljósi og átti nokk-
ur ágæt ár.
Seinustu árin hefur mamma
búið á Elliheimilinu Grund og
hlotið þar frábæra umönnun
hjá góðu starfsfólki. Hugurinn
var í lagi fram á síðasta dag
þótt líkaminn væri farinn að
gefa sig. Hún las Moggann sinn
daglega og hafði skoðanir á
mönnum og málefnum. Heim-
sóknir á elliheimilið sýndu hins
vegar að hugsanir hennar snér-
ust fyrst og fremst um hag fjöl-
skyldna okkar sem hún var
mjög stolt af. Hún sagði oft að
„vakað hefði verið yfir velferð
sinni og að ýmislegt sem hún
hefði lent í á lífsleiðinni renndi
stoðum undir það“.
Við kveðjum mömmu með
virðingu og þökkum fyrir nest-
ið sem hún og pabbi útbjuggu
okkur með út í lífið.
En til þess ógrynni elju þarf,
og undur af kærleika sönnum,
að gera dýrlega óvita að
þótt ekki sé nema að mönnum.
(IÞ.)
Ólafur, Anna, Ásta.
Sæl elskan, gaman að sjá
þig. Með þessum orðum hefur
Dóra tekið á móti mér frá því
ég hitti hana fyrst fyrir rúmum
aldarfjórðungi. Þegar ég kynnt-
ist henni, þá vann hún hálfan
daginn á leikskólanum Garða-
borg.
Hún naut þess að vera með
börnunum og mætti ávallt fyrst
á morgnana til þess að taka á
móti þeim. Á tímabili tók hún á
móti dætrum okkar Óla einu
sinni í viku þegar þær komu úr
skólanum. Fyrir utan hjarta-
hlýjuna þá var oft eitthvað úr
bakaríinu meðferðis. Og ekki
var verra að hún var ævinlega
til í að gera eitthvað skemmti-
legt með stelpunum, eins og að
kasta bolta eða spila á spil,
manna eða Ólsen-Ólsen, hvort
heldur nú venjulegan eða einn
upp og niður. Það er ekki sjálf-
gefið að ömmur séu heima við
og geti sinnt barnabörnunum,
en fyrir það er ég henni af-
skaplega þakklát og stelpurnar
eiga margar góðar minningar
um ömmu sína.
Dóra naut þess að vera á
ferðinni og m.a. fara á kaffihús
og fengu dætur mínar stundum
að fara með. Hún var trú vin-
konum sínum, bæði talaði hún
reglulega við þær í síma og svo
heimsótti hún þær, oftast fær-
andi hendi. Þær hafa nú þegar
gengið þann veg sem Dóra
leggur núna undir fót og taka
efalaust vel á móti henni með
hlaðið kaffiborð og bíða þess að
Dóra spái fyrir þær í spil eða
bolla, því það kunni hún lista-
vel. Spilin voru yfirleitt björt
og oftar en ekki var bót eða
ferðalag í bollanum.
Ástþór lést fyrir fjórum ár-
um og það var mikill missir fyr-
ir Dóru. Hún bjó ein fyrst um
sinn eftir andlát hans, en svo
kom að því að hún gat það ekki
lengur og sóttist þá eftir að
komast á Grund, því hún hafði
heyrt að fólki liði þar vel. Það
varð einnig hennar reynsla þau
þrjú ár sem hún dvaldi þar.
Dóra var afskaplega hlý og
huggulega kona. Hún hugsaði
alla tíð vel um sig, var alltaf vel
til fara og fór reglulega í hár-
greiðslu. Þessu hélt hún áfram
eftir að hún kom á Grund.
Dóra fylgdist vel með því
sem var að gerast í þjóðfélag-
inu, alveg fram á síðasta dag.
Þrátt fyrir að augun væru að
plaga hana, þá var alltaf hægt
að lesa Moggann, en hann var
hennar blað.
Margar fleiri góðar minning-
ar leita á hugann, en ég kveð
þig nú með þeim orðum sem þú
hefur kvatt mig með síðustu ár-
in, en þau eru „óska þér guðs
blessunar og þakka þér fyrir
alla þína gæsku“.
Þín tengdadóttir,
Ásta.
Elsku besta amma okkar, í
dag kveðjum við þig með sökn-
uði og þakklæti. Við erum svo
heppnar að hafa átt þig sem
ömmu og vinkonu. Með þér átt-
um við ótal gleðistundir í gegn-
um tíðina og við munum geyma
minningar um þær í hjörtum
okkar til æviloka.
Amma var einstök kona, allt-
af svo hlý og góð. Alla okkar
grunnskólagöngu kom amma til
okkar tvisvar í viku og þá var
spilað á spil, farið í boltaleik
eða bara spjallað. Til hátíða-
brigða tókum við strætó niður í
bæ og amma bauð okkur uppá
McDonalds. Það gleymdist þó
alltaf í seinni tíð að spyrja
ömmu hvort henni hefði þótt
maturinn góður, eða hvort
þetta hefði allt verið fyrir okk-
ur gert.
Amma var ákaflega stolt af
öllum sínum barnabörnum og
sagði oft að í ættinni væru ekk-
ert nema kraftar og gáfur. Og
það sýndi amma okkur sjálf því
hún hafði ótrúlegan lífskraft.
Á þessari kveðjustund þökk-
um við fyrir allar þær sam-
verustundir sem við höfum ver-
ið svo lánsamar að eiga með
ömmu og fyrir allt sem hún
kenndi okkur.
Elsku besta amma, hvíldu í
friði, við munum sakna þín og
hugsa til þín á hverjum degi.
Þínar sonardætur,
Guðlaug, Guðrún og Ásta.
Elsku besta amma mín.
Það er erfitt að kveðja en ég
er óendanlega þakklát fyrir
tímann sem ég fékk með þér.
Þú ert besta amma sem hægt
er að hugsa sér. Ég er heppin
að eiga næstum óteljandi minn-
ingar og þú hefur tekið þátt í
öllum helstu viðburðum í mínu
lífi til þessa. Þú hefur alltaf
haft óbilandi trú á mér og sagt
mér að ég hafi fæðst undir
heillastjörnu, ég held að það sé
rétt vegna þess að þú hefur
fylgt mér.
Mínar fyrst minningar tengj-
ast þér, þú varst þolinmóð og
kenndir mér margt. Þú gafst
þér alltaf tíma fyrir mig, í
fyrstu kenndir þú mér að leika
með bolta, við byrjuðum á að
rúlla bolta, sem síðar var kast-
að á milli. Þegar boltaleikjun-
um lauk tóku við óteljandi
stundir við eldhúsborðið þar
sem við tókum í spil, þú kennd-
ir mér veiðimann og ólsen ólsen
og síðar manna. Það er ómet-
anlegt að hafa svo fengið að
fylgjast með þegar þú kenndir
sonum mínum og dóttur sömu
hluti, allt eftir aldri og þroska
hvers og eins. Þú leyfðir mér
að baka bullkökur og afi borð-
aði þær með bestu lyst, þrátt
fyrir óhefðbundin hráefni. Þú
leyfðir mér alltaf að hjálpa til,
bæði í eldhúsinu og í garðinum.
Við fórum saman í gróðrarstöð-
ina á vorin og keyptum stjúpur
í garðinn og hjálpuðumst svo að
við gróðursetninguna. Þú send-
ir mig svo upp í Grímsbæ og
vegna þess hversu skemmtilegt
mér fannst það, þá leyfðir þú
mér að fara margar ferðir og
kaupa bara einn hlut í hvert
skipti.
Ég gisti ótal sinnum hjá þér
og afa í Búlandinu, þá fékk ég
að vaka með þér yfir sjónvarp-
inu þar til dagskráin kláraðist,
að því loknu fór ég inn í rúm á
meðan þú kláraðir kvöldrútín-
una, trekktir upp klukkuna,
fórst í hitakompuna og lækk-
aðir hitann og að lokum snyrti-
rútínan, ég þekki enga konu
sem hugsaði jafnvel um húðina
og allt til síðasta dags varst þú
snyrtilegasta kona sem ég hef
kynnst.
Þú vannst á leikskólum og
allir krakkarnir kölluðu þig
ömmu Dóru, ég var alltaf svo
montin af því að þú varst amma
mín. Þegar synir mínir byrjuðu
á Austurborg fannst þeim
merkilegt að langamma hefði
einu sinni unnið á Austurborg.
Þú varst einstök langamma og
ég er þakklát fyrir að börnin
mín hafi fengið að kynnast þér,
það eru ekki allir jafnlánsamir.
Frá því ég man eftir mér fór-
um við með mömmu á kaffihús
einu sinni í viku, mamma segir
mér að fyrst hafi ég bara verið
í burðarrúmi, þessu héldum við
áfram allt fram á síðustu ár og
smám saman bættust fleiri í
hópinn, og þú varst einstök
kona og lagðir mikið upp úr því
að rækta samband við fjöl-
skyldu og vini og varst alltaf að
hugsa um að gleðja aðra og ör-
látari konur eru vandfundnar.
Ég held að það hljóti að vera
einsdæmi að senda börnum
hárgreiðslukvenna jólagjafir og
börnum vinkvenna minna
sængurgjafir.
Það er erfitt að kveðja þig,
elsku amma mín, og orð eru of
fátækleg til að lýsa því hversu
þakklát ég er fyrir þig, takk
fyrir allt. Ég kveð þig með orð-
unum sem þú kvaddir mig allt-
af með: „Guð blessi þig“ elsku
amma.
Halldóra, Davíð, Gunnar
Þór, Guðmundur Óli og
Brynhildur Anna.
Halldóra
Gísladóttir
væru kvikmyndir sem voru þér að
skapi, rómantíkin allsráðandi.
Ófáar voru gistinæturnar hjá
þér og alltaf var eftirvænting að fá
að velja mynd og láta dekra við sig,
en það gerðir þú svo vel og eins og
án fyrirhafnar. Að kíkja við hjá
ömmu og fá eina ömmusmurða
fransbrauðssneið með Ali-skinku
var endurnærandi, ekki síst fyrir
sálina. Ég fæ ekki slíka brauðsneið
aftur en ég á hafsjó af yndislegum
minningum sem ég mun geyma og
deila. Takk fyrir allt, amma mín
eina.
Ég kveð þig með söknuði
ömmugull.
Þetta er lagið/ljóðið okkar:
Þú komst í hlaðið á hvítum
hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um besta vin-
inn
og blítt er nafn hans á vörum
mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
(Davíð Stefánsson.)
Þín
Margrét Björk (Maggý).
Það var fallegur og sólríkur
haustdagur þegar amma dó. Börn-
in hennar fylgdu henni alla leið að
þröskuldinum þar sem ég ímynda
mér að foreldrar hennar hafi tekið
á móti henni, ásamt Óla stóra
bróður. Amma Agga var ekki bara
amma mín. Hún var mér sem syst-
ir og móðir ásamt því að vera ein af
mínum allra bestu vinkonum. Allt
frá fæðingu var ég svo heppin að fá
að njóta nærveru hennar mikið og
vorum við mjög tengdar hvor ann-
arri. Hún þekkti mig betur en
margir, jafnvel betur en ég, og
benti mér oft á að ég væri póli-
tískari í hugsun en ég héldi, klárari
en mig grunaði og betri manneskja
en ég gæti nokkurn tíma gert mér
grein fyrir. Hún sagði mér oft að
ég væri dularfull, en hafði einstakt
lag á því að toga fram úr hjarta
mínu tilfinningar sem þær voru
grafnar og skoða þær með mér
þegar þær höfðu verið lagðar á
borðið. Til samanburðar lagði hún
fram sínar tilfinningar og oft voru
mikil líkindi meðal þeirra. Ég
spurði ömmu einu sinni hvað hún
hefði viljað læra ef hún væri ung
kona í dag og sagðist hún hefði vilj-
að vera kennari. Líklega gerði hún
sér ekki grein fyrir því að það er
einmitt það sem hún var, því hún
kenndi mér heil ósköp, um lífið og
mig sjálfa.
Amma var ekki rík af efnisleg-
um hlutum og þjáðist aldrei af
græðgi, en ríkidæmi hennar var
afkomendurnir sem hún hafði allt-
af gaman af að telja upp. Hve mörg
börn hún ætti, barnabörn og meira
að segja barnabarnabörn. Alltaf
hafði hún tíma fyrir alla og dyr
hennar stóðu opnar. Einu sinni
vorum við nokkur barnabörn að
gista og voru sum í hennar her-
bergi og önnur í Lalla herbergi.
Amma sat þá á eldhúskolli á gang-
inum og las fyrir okkur svo allir
gætu heyrt. Svona var amma. Allir
fengu að njóta.
Stundirnar sem við áttum sam-
an voru af öllum toga, búðaráp,
sjónvarpsgláp, læknastúss og inni-
legar samræður, samband okkar
var bæði hversdaglegt og fallegt.
Fyrir það er ég þakklát og rík að
hafa átt þessa konu í lífi mínu.
Hún kunni að meta litlu hlutina í
lífinu og að gleðja hana var bæði
auðvelt og yndislegt. Hvort sem ég
færði henni súkkulaði eða prjónað
silkisjal, alltaf var hún þakklát.
Þó að ömmu þætti gaman að
vera fín var hún hógvær kona í
framkomu og látlaus í klæðnaði,
enda skartaði hún fallegu brosi,
tindrandi bláum augum og ein-
staklega hlýju viðmóti. Hlátur
hennar ómar í hjarta mínu, faðm-
lög hennar umvefja mig og lífs-
reglurnar synda um í huga mínum.
Ég mun alltaf sakna ömmu. Alltaf.
En ég veit að nú líður henni betur
og er á góðum stað.
Ég votta fjölskyldunni allri
mína innilegustu samúð.
Áslaug Heiður Cassata.
Fleiri minningargreinar
um Agathu Erlends-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Æskuheimili okkar á Vopnafirði
stóðu að heita mátti hvort á móti
öðru og garðurinn við þorps-
kirkjuna við hlið Sólbakka,
æskuheimili Systu, var vinsæll
vettvangur útileikja okkar
krakkanna. Löngum stundum
eyddum við í leik í barbídúkku-
húsunum sem hún útbjó úr
pappakössum, ævintýraveröld
sem gaf tóninn fyrir það sem
eftir átti að koma, handverkinu.
Áhugi á handverki hefur fylgt
henni alla tíð, þar var hún á
heimavelli. Unglingsárin liðu
með öllu því sem þeim fylgir,
heilu kvöldin setið með plötu-
spilarann í herberginu hennar
og þegar hún fékk dellu fyrir
Ellý syngja Hvíta máva var
hlustað á það aftur og aftur.
Hún var svolítil dellukerling
sem fór sínar eigin leiðir, gat
verið þrjósk, en sannur vinur og
lét sér annt um fólk.
Þegar Systa fékk bílprófið
varð appelsínugula Volkswa-
gen-bjallan okkar annað heimili
og nú var ótæpilega tekið til við
að rúnta. Þegar við fórum að
búa sjálfar stóðu heimili okkar
hvort á móti öðru við Skálanes-
götu, nýjustu götuna í þorpinu
þar sem allt unga fólkið bjó. Þá
var margt brallað og samgangur
oft á dag, stundum var eins og
um eitt heimili væri að ræða, ef
eitthvað vantaði á öðru heim-
ilinu var bara hlaupið yfir göt-
una. Þótt áhugamál okkar væru
ekki endilega þau sömu í þá
daga náðum við vinkonurnar
alltaf vel saman í hekli. Iðulega
sátum við og hekluðum heilu
dagana, hún kannski nýjar eld-
húsgardínur og ég kappa í
svefnherbergin. En þar skildi
leiðir þegar hún af mikilli list
tók til við að prjóna, sauma út,
þar á meðal Riddarateppið
þekkta og stunda bútasaum, allt
unnið af stakri vandvirkni. Í
mörg ár var Systa fastagestur á
handverkssýningunni á Hrafna-
gili við Eyjafjörð þar sem hún
sýndi og seldi handverk. Þá lék
bakstur í höndunum á henni og
voru kaffiboðin sem hún hélt
engu lík.
Hagir breytast og ég flutti til
höfuðborgarinnar en sambandið
hélst alltaf. Seinna flutti Systa
ásamt fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur og þá urðu sam-
skiptin aftur meiri.
Fyrir tæpum þremur árum
fór að bera á þeim sjúkdómi sem
nú hefur með ógnarhraða lagt
hana að velli. Það var sárt að
horfa upp á hvernig þessi
hrausta kona varð undan að láta
og líkaminn allur, þar með
hendurnar sem voru henni svo
dýrmætar, missti smátt og
smátt mátt. Systa tókst á við
sjúkdóminn af æðruleysi og með
styrkum stuðningi fjölskyldu
sinnar sem samhent gerði allt
sem í hennar valdi stóð til að
létta henni lífið, auðnaðist henni
að vera heima þar sem hún fékk
hægt andlát í rúminu sínu inn-
anum fólkið sitt.
Um leið og ég þakka vinkonu
minni samfylgdina sendum við
Kristján og fjölskylda okkar,
Helga, Olgu, Ingimar, Dóru,
litla Kristjóni Helga, Valgerði,
Steinunni og öðrum ástvinum
Systu okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Droplaug Guðnadóttir
(Dodda).
Fleiri minningargreinar
um Svanborgu Björns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.