Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is í rökkurmjúkum mosa situr krummi og speglar sig í augum þínum Þannig hefst fyrsta ljóðabók Bubba Mortens, Öskraðu gat á myrkið, en hún kom út á dögunum. Segja má að Bubbi hafi á sínum tíma öskrað sig inn í íslenskt sviðsljós, þegar hann kvaddi sér hljóðs sem kraftmikill og iðulega ögrandi trúba- dor og rokkari, fyrir hálfum fjórða áratug. Hann hefur verið áberandi listamaður allan þennan tíma, af- kastamikill og fjölhæfur, höfundur hundraða laga og texta sem margir hafa greypst í kjarna þjóðarsál- arinnar. Hann hefur líka komið að þáttagerð í ljósvakamiðlum og á liðn- um árum tekið að senda frá sér bæk- ur; hefur hann þar einkum fjallað um eina af sínum miklu ástríðum, stang- veiðina. En nú stígur hann fram sem ljóðskáld. Öskraðu gat á myrkrið er bálkur 33 óbundinna ljóða, kröftugur og myndrænn, og umfjöllunarefnið er á köflum æði myrkt: martraðar- kenndur heimur vímu og ótta. Þarna er hrafninn í upphafi bálks- ins og horfist í augu við ljóðmæland- ann sem hefur erft myrkrið sem streymir um æðar hans og slóðin sem hann fetar „endar inní mjúkri vímu / sem heldur um laskaða sál þína / og sundurtætt taugakerfið“. Gott fólk með beitta hnífa „Ætli ég sé ekki að færa mig út í ljósið með því að skrifa þessa bók,“ segir Bubbi. „Einhverjir kunna að spyrja hvort þetta verki eigi erindi, og hvaða geðveiki það sé í mér að skrifa heila ljóðabók, og hvað þá byggja á jafn erfiðu tímabili og er þarna undir. En ég held að þannig séð hafi ég engu um það ráðið.“ Við höfum mælt okkur mót á ágætu kaffihúsi í Mosfellsbæ, það er líklega ekki dæmigerður stefnu- mótastaður ljóðskálda en kaffið er gott, staðurinn er hentugur fyrir okkur báða, mitt á milli borgarinnar og heimilis Bubba í Kjósinni – og svo hefur hann heldur ekki ímynd hins dæmigerða ljóðskálds, þótt hann stígi engu að síður af fullri alvöru og miklum metnaði inn í heim ljóðsins. Í upphafi ætlaði hann samt ekki að skrifa ljóð heldur sjálfsævisögu.„En ég fann ekki leiðina inn í hana,“ segir hann. „Fann ekki röddina. Þá byrjaði ég að skrifa einhverjar ljóðlínur og hugsaði mér að gera seríu ljóða um hrafninn. Hann er uppáhaldsfuglinn minn. Ég veit ekkert íslenskara en krumma. En þá opnaðist einhver gátt og ég uppgötvaði að ég ætti enga undankomuleið – ég varð að halda áfram að skrifa.“ – Fannstu þá í ljóðunum farveg fyrir þessa frásögn sem þú ætlaðir að takast á við í sjálfsævisögunni? „Já, ég opnaði einhverjar dyr, það- an opnuðust aðrar og enn einar. Og ég fór að skilja að ég var í rauninni að takast á við áföll sem hafa haft þær afleiðingar að ég endaði inni á Vogi. Í dag er í fíknifræðunum sagt að áföll í æsku, sem ekki hefur verið unnið úr, leiði til hörmunga. Ein- hvernvegin komu þessar línur og þessar myndir til mín.“ Bubbi hugsar sig um og segir svo: „Það er erfitt að tala um svona hluti … ég skrifaði grunninn að þess- ari bók, svo lá hún í óratíma, þá byrj- aði ég að skrifa hana aftur og lét hana svo liggja um stund. Loks fór ég að senda hana til fólks sem ég treysti og sem ég vissi að hefði smekk, getu og hugrekki til að segja mér hvað því fannst. Það verður eng- in list til nema maður hafi gott fólk með beitta hnífa í kringum sig. Þegar maður er kominn út á þenn- an akur þá er ekki nóg að vera einn þar úti með plóginn.“ Erfiðar minningar Blaðamaður hefur unnið með Bubba að öðrum bókum og viður- kennir að það hafi þá komið sér á óvart hvað Bubbi, sem hefur áratuga reynslu sem áberandi tónlistar- maður, og hefði mátt búast við því að egóið væri fyrir vikið eitthvað bólgið og erfitt, á í raun gott með að treysta öðrum til að fjalla um verk sín, lesa til að mynda skrif sín og gagnrýna þau, og þiggur fúslega faglegar ábendingar og tillögur. „Ef þú leitar ekki ráða eða álits skilar það þér venjulega verstu hugs- anlegri niðurstöðu,“ segir Bubbi og hlær. En var mikill munur á sköp- unarferli ljóðanna og til að mynda því að starfa með hópi tónlistar- manna að plötu og kasta þá til þeirra hugmyndum að meta og vinna með? „Þetta snýst allt um traust,“ segir hann. „Og gæfa mín í músíkinni hef- ur alltaf verið sú að ég hef treyst mönnum algjörlega. Ég hef sett lög- in mín í hendur þeirra og sagt: komið með ykkar hugmyndir, segið mér hvað þið viljið, þannig getum við fengið frábæra niðurstöðu. Ég hafði rosalega flotta yfirlesara með mér sem lásu þennan bálk. Og þeir sem lásu komu allir með sínar hug- myndir, sína punkta, og ég held að ég hafi tekið það sem mér fannst bitastæðast og notað, svo var annað sem ég ákvað að breyta ekki, en nið- urstaðan varð sú að þegar upp er staðið þá hefði þessi bók ekki orðið það sem hún er nema vegna þess hvað ég hafði flott fólk í kringum mig.“ – Þú hefur samið hundruð laga og texta. Hvernig er nálgunin við að semja ljóðabálk sem þennan öðruvísi en textagerðin? „Hún er mjög frábrugðin. Texta- gerðin er mjög spontant og oftar en ekki þarf að laga orðin að heimi tón- listarinnar og þau verða einhvers- konar litur eða partur af þeirri heild- armynd. En í ljóðunum er maður að yrkja sig inn í allt annarskonar ryþma, allt annarskonar veröld. Ég get samið dægurlagatexta á klukku- tíma en þegar ég var að semja þessi ljóð var ég stundum að frá kannski sex að morgni til klukkan tíu og þess- ir fjórir tímar skiluðu mér jafn mörg- um línum, fjórum. Og stundum var ég vikum saman með átta, níu línur. Tókst aftur og aftur á við þær, reyndi nýjan flöt, nýja mynd. Það er allt öðruvísi nálgun – en þetta er sami akur. Úti á þessum akri er mað- ur að hitta allrahanda fólk: málara, rithöfunda, djasstónlistarmenn, heví-metal gengið. Allir listamenn- irnir eru úti á þessum akri. En þetta var lotuvinna. Fyrst og fremst þurftu ljóðin mikla yfirlegu, ég þurfti mikla kyrrð og næði, til að skrifa þau. Á stundum saup ég hvelj- ur, fannst ég vera staddur úti á brún- inni … Auðvitað færi ég umfjöllunar- efni ljóðanna til í tíma og rúmi, ég klæði löngu liðna atburði í einhvers- konar búning – og hvað eru minn- ingar? Röddin sem talar í bókinni er stödd í martröð, sem er samt raun- veruleikinn, og hún er síðan að rifja upp, er í óráði, í fráhvörfum, og til mannsins koma allrahanda erfiðar minningar og myndbrot. Þessi bálk- ur gerist í rauninni á fimm dögum.“ Þráhyggjan er víman Bubbi segist fljótlega hafa séð, þegar ljóðin tóku að spretta fram, að þau kölluðust á við aðrar bækur, önnur ljóð. Hann segir lesendur sem þekkja til geta fundið ýmsa „spegla“ í textanum, einhverja frá Steini Steinari, aðra frá bandaríska skáld- jöfrinum Herman Melville. Og eitt meginefni bálksins sé í raun þrá- hyggja. „Á köflum tengist verkið annarri bók, mögulega rosalegustu þrá- hyggjubók sem hefur verið skrifuð, Moby Dick eftir Melville. Þar sem Akab skipstjóri gefur dauðann og djöfulinn í mannskapinn um borð. Hann er haldinn þessari sturluðu þráhyggju, að þurfa að ná hvíta hvalnum, og steypir við það öllum í glötun með sér. Moby Dick er stór- kostleg saga, kannski sú mesta sem hefur verið skrifuð um þráhyggju. Ljóðin mín kallast á við hluti í henni; í þeim er líka mikil þráhyggja en það er víman.“ – Það er víman og svo flótti frá veruleikanum. Og persónulegar hörmungar og mikið myrkur. „Þú verður fyrir áfalli sem rekur þig af stað. Óttinn og kvíðinn sem barn þarf að takast á við verður þess valdandi að eina leiðin sem virðist fær, eina lausnin við kvíðanum, ótt- anum og áföllum, er flótti. Flótti inn í annan heim, heim sem er samt alveg jafn raunverulegur og hinn heim- urinn; á einfaldan hátt má segja að þeir séu samt hvítt og svart. Þú velur að fara inn í veröld sem er svört með- an aðrir dvelja í veröld sem er hvít. Svo lendirðu á milli tveggja heima og þá byrjar helvítisgangan. Um það er ég að fjalla í þessum bálki. Maðurinn sem talar er staddur milli tveggja heima og reynir að brjóta sér leið úr heimi tortímingar, dauða og þrá- hyggju, inn í ljósið.“ Bubbi þagnar. Segir svo: „Annars er mjög erfitt að útskýra þennan bálk. Líklega er það ógerlegt.“ Lykill að kenndum – Getur ein ástæða þess að þú fannst þig betur með þessa frásögn í ljóðum en sjálfsævisögu verið að ljóð er óræðara? Og kannsi meira á til- finningasviðinu en sú hlutlæga frá- sögn sem ævisagan kallar frekar á? „Ljóðið er snarpara, að einhverju leyti, og býður upp á þagnir. Býður up á vinkla sem ævisaga eða skáld- saga býr ekki yfir. Og býður jafnvel frekar upp á ósagðan veruleika, mað- ur leiðir lesandann inn í rými og seg- ir: Gjörðu svo vel, hér eru fjórar lín- ur og þú getur síðan bætt við eins og liggur á þér. Ljóð er oft bara lykill að kenndum, myndum og tilfinningum sem lesandinn nýtir sér. Skáldsagan skilur minna eftir ósagt. Skáldsagan málar miklu stærri flöt. Svo held ég að henti mér betur að fara leið ljóðs- ins. Þetta er að einhverju leyti ná- lægt textaforminu, sem ég þekki auðvitað vel, en engu að síður tölu- vert öðruvísi. Ljóðið býður upp á myndir. Öðru- vísi myndir en skáldsagan.“ Les gríðarlega mikið – Bubbi, þú lest mikið og hefur alltaf gert. Og mikið ljóð. Í hvað sæk- irðu einkum þegar þú lest? Ertu að leita að einhveru óvæntu? „Það má segja að ég sé marg- þættur hvað þetta varðar. Ég er með nördaáhuga á veiðibókum og hef les- ið gríðarmikið um veiði; sérstaklega póetískar veiðisögur. Ég les gríð- arlega mikið af ævisögum sem fjalla um liðna tíð. Krimma hef ég ekki les- ið í tuttugu ár, það er svipað og að ég borða ekki lengur hamborgara nema endrum og eins. Nú er ég að lesa nýja ljóðabók Lindu Vilhjálms- dóttur, Frelsi, það er ein magnaðasta ljóðabók sem ég hef lesið undanfarin ár. Ég er svo glaður því Linda hefur lengi verið í uppáhaldi. Ég var að klára Mamúsku eftir Halldór Guð- mundsson og hún kemur mér næst- um því jafn mikið á óvart.“ Bubbi heldur áfram að telja upp bækur sem Fyrir mér er stöðnun dauði  „Ég þurfti að finna mér aðrar leiðir en hinir sem eru ekki skrifblindir,“ segir Bubbi Morthens í samtali um sína fyrstu ljóðabók, 33 ljóða bálk sem hann kallar Öskraðu gat á myrkrið Morgunblaðið/Einar Falur Fjölhæfur „Textagerðin er mjög spontant og oftar en ekki þarf að laga orðin að heimi tónlistarinnar … En í ljóð- unum er maður að yrkja sig inn í allt annarskonar ryþma, allt annarskonar veröld,“ segir Bubbi um skrifin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.