Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
V-KARÍBAHAF & FLÓRÍDA 8.–20. APRÍL 2016
Sigling á einu stærsta og
glæsilegasta skemmtiferðaskipi
heims Freedom of the Seas. Hin
vinsæla Kristín Tryggva verður
fararstjóri í þessar ferð. 388.900 KR.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
VERÐ FRÁ
12 NÆTUR
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umferð á landinu hefur aldrei mælst
jafnmikil og er hún nú talsvert meiri
en þensluárið 2007. Það á jafnt við
höfuðborgarsvæðið og landið allt.
Friðleifur Ingi Brynjarsson, sér-
fræðingur hjá Vegagerðinni, segir
umferðina veita góðan mælikvarða í
rauntíma á ganginn í hagkerfinu.
Úr umferðartölum megi lesa
margt sem síðar muni koma fram í
opinberum hagtölum.
„Hagvöxtur og umferðartölur eru
samhangandi. Það má enda segja að
umferðarmælar séu hitamælar á
hagkerfið. Hægt er að mæla hagvöxt
milli svæða með umferðarteljurum.
Víða erlendis eru umferðartölur not-
aðar sem vísbending um ganginn í
hagkerfinu í rauntíma,“ segir hann.
Aukning síðustu ára vitnar um
efnahagsbatann. Hrun í olíuverðinu
kann að eiga þátt í meiri umferð.
Hér til hliðar má sjá tvö gröf.
Annað grafið sýnir fylgni milli
meðalumferðar á þremur mælistöð-
um á höfuðborgarsvæðinu og hag-
vaxtarspá Seðlabankans.
Merki um svarta starfsemi?
Línurnar fylgjast að nema hvað ár-
in 2009 og 2010 er umferðin heldur
meiri en hagvöxturinn segir til um.
Kann það að vera vísbending um að
öll umsvif í hagkerfinu á þessum
kreppuárum hafi ekki komið fram í
hagtölum, til að mynda svonefnd
svört atvinnustarfsemi.
Spurður um árin 2009 og 2010
bendir Friðleifur á að ferðalög innan-
lands hafi aukist á þessum tíma. Þá
hafi niðurskurður hjá hinu opinbera
ekki verið að fullu kominn fram.
Þetta tvennt kunni að hafa haft áhrif
á að umferðin var heldur meiri en
vænta mátti út frá hagvexti.
Friðleifur Ingi segir aðspurður að
tölurnar nái aftur til ársins 2005. Það
sé vegna þess að síðan hafi verið
gerðar samfelldar og sambærilegar
mælingar á þremur mælistöðum.
Hitt grafið sýnir áætlaða heildar-
umferð á landinu öllu. Verður hún
sennilega fjórfalt meiri í ár en 1975.
Reiknað er út frá eknum milljón
kílómetrum og voru þeir samtals
3.218,1 milljón kílómetri í fyrra, skv.
áætlun Vegagerðarinnar, 91,6 milljón
km meiri en gamla metárið 2007.
Hún hefur aukist meira í ár.
Heildarumferðin jókst um 156,8
milljón kílómetra milli ára 2013 og
2014. Til samanburðar jókst hún um
157,9 milljón kílómetra milli ára 2004
og 2005, um 169,6 milljón kílómetra
milli ára 2005 og 2006 og um 150,1
milljón kílómetra milli ára 2006 og
2007. Aukningin milli ára 2013 og
2014 er því sambærileg við þessi
mestu þensluár Íslandssögunnar. Má
geta þess að heildarumferðin snarm-
innkaði milli ára 2010 og 2011, eða
um 111,9 milljón ekna kílómetra. Það
var einmitt þá sem botninum var náð
í niðursveiflunni eftir efnahags-
hrunið.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins, segir umferð-
arkerfið á Íslandi sprungið.
Vegna vaxandi umferðar þurfi íbú-
ar á höfuðborgarsvæðinu að verja sí-
fellt meiri tíma í bíl á leið til og frá
vinnu. Lítið hafi verið fjárfest í vega-
málum á höfuðborgarsvæðinu frá
efnahagshruninu og fátt bendi til að
það breytist mikið á næstunni.
Verja lengri tíma í bílnum
„Uppbygging á nýjum vegum hef-
ur verið nær engin, sérstaklega á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar hefur ekkert
verið gert. Við sjáum það á umferð-
inni á höfuðborgarsvæðinu. Það tek-
ur fólk orðið mun meiri tíma að koma
sér til og frá vinnu. Umferðin er
stopp. Göturnar anna ekki þessari
umferð. Fyrir nokkrum árum var t.d.
rætt um að byggja Sundabraut en
þar er ekkert að fara að gerast. Það
sama mætti segja um aðrar fram-
kvæmdir sem rætt hefur verið um,
þar með talin mislæg gatnamót. Það
er ánægjulegt að notkun strætis-
vagna og reiðhjóla sé að aukast. Það
kemur hins vegar ekkert í staðinn
fyrir fjölskyldubílinn á Íslandi.“
Özur segir líka skorta viðhald á
vegum á landsbyggðinni. Víða séu
vegastæði farin að síga undan þunga
umferðar, m.a. flutningabifreiða.
Umferðarkerfið sé ekki hannað skv.
neinum stöðlum. Merkingar og skilti
séu löngu úrelt og ekki í samræmi við
það sem þekkist erlendis. Breidd
vega sé víða óviðunandi. Skv. nýrri
spá Arion banka gæti ferðamönnum
fjölgað í 2 milljónir árið 2018. Özur
segir þessa þróun kalla á vegabætur.
„Vegakerfið mun ekki anna þeim
fjölda miðað við núverandi aðstæður.
Það sér það hver maður. Það þarf að
fara í verulega uppbyggingu á gatna-
kerfinu. Við erum að bjóða upp á
vegakerfi sem útlendingar eru ekki
vanir að nota. Þess vegna sjáum við
mikla aukningu í umferðarslysum hjá
erlendum ferðamönnum. Þá eru
mörg dæmi um bílaleigubíla sem eru
illa farnir eftir sumarið eftir akstur á
vondum vegum. Við erum enn dálitlir
sveitamenn og teljum okkur góða að
aka á malarvegum. Slík viðhorf eiga
ekki við lengur ef við ætlum að taka á
móti öllum þessum ferðamönnum.
Margir þeirra hafa hafa enda enga
reynslu af slíkum vegum.“
6 þúsund nýir bílar í ár
Að sögn Özurar hafa verið ný-
skráðir liðlega 11 þúsund bílar á
þessu ári en á móti afskrifaðir um 5
þúsund bílar. Hafa því bæst við 6
þúsund bílar á göturnar í ár. Um síð-
ustu áramót voru um 218 þúsund
fólksbílar á Íslandi. Rúmlega 251
þúsund ökutæki voru þá skráð og
voru þar af um 205 þúsund í umferð.
Umferðin mun þyngri en 2007
Umferðin í ár verður að óbreyttu sú þyngsta í Íslandssögunni Hefur fjórfaldast frá árinu 1975
Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir vegakerfið sprungið Ferðalög taki lengri tíma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Miklubraut Umferðarþunginn getur verið mikill á álagstímum.
**Talningarstaðir á höfuðborgarsvæðinu eru Hafnarfjarðarvegur sunnan Kópavogslækjar, Reykjanesbraut
við Dalveg í Kópavogi, Vesturlandsvegur (Nesbraut) til móts við Skeljung, austan Ártúnsbrekku.
*Talan fyrir 2015 er spá byggð á þróun ársins.
Vísitala umferðar
Samanburður við hagvöxt (árið 2005 er haft sem grunnur = 100)
2005 2007 2009 2011 2013 2015*
125
120
115
110
105
100
95
Heimild: Vegagerðin
Verg landsframleiðsla skv. spá Seðlabankans
Umferð um höfuðborgarsvæðið**
Umferð um hringveginn
Áætlaður heildarakstur á landinu 1975-2014
Akstur 1975 myndar grunn sem er 100
1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2014
400
350
300
250
200
150
100
50
0
Heimild: Vegagerðin
395
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á
EM í körfubolta hefur heldur betur
smitað út frá sér ef marka má aukna
ásókn í æfingar körfuknattleiks-
félaga hjá yngstu hópunum og þá
sérstaklega á meðal þeirra sem eru
12 ára og yngri. Hannes S. Jónsson,
formaður Körfuknattleikssambands
Íslands, segist hafa heyrt um tals-
verða aukningu hjá sumum félögum
og þeirra á meðal séu KR, Valur,
Fjölnir, Selfoss og ÍA, svo einhver
séu nefnd. „Svo hafa kennarar í
Reykjavík komið að máli við mig og
sagt mér að skyndilega sé allt fullt af
krökkum á körfuboltavöllunum á
skólalóðinni. Vonandi eiga þeir eftir
að skila sér inn á æfingu líka,“ segir
Hannes. Hann segist þó ekki tilbú-
inn til þess að fullyrða að um nýtt
körfuboltaæði sé að ræða enda stutt
síðan æfingar hófust eftir sumarhlé.
„Það koma oft fleiri á æfingar þegar
september klárast,“ segir Hannes.
Frábær þróun
Böðvar Guðjónsson, varafor-
maður körfuknattleiksdeildar KR,
segir um augljósa iðkendaaukningu
að ræða. Hann skýtur á að iðkendum
hafi fjölgað um 20% það sem af er
tímabilinu miðað við árið í fyrra, sér-
staklega í yngstu flokkunum. „Að
sjálfsögðu hjálpar EM mikið til en
einnig hefur KR orðið Íslandsmeist-
ari og krakkarnir fylgjast með því
sem er í gangi í félaginu. Okkur
finnst þetta vera frábær þróun,“
segir Böðvar.
Bæði kynin á æfingar
Ingi Ólason, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Fjölnis, segir að aukn-
ingin sé hjá báðum kynjum. „Stelp-
urnar koma meira í hópum en
strákarnir og við höfum lagt svolítið
upp úr því að fá þær. Það er að skila
sér,“ segir Ingi. Fjölnir hefur verið í
markaðsátaki og hélt t.m.a. körfu-
boltadag í Grafarvogi þar sem
íþróttin var kynnt fyrir börnum í
hverfinu.
Þá komu landsliðsmennirnir Ægir
Þór Steinarsson og Haukur Helgi
Pálsson á æfingar til þess að spjalla
við krakkana eftir að EM í Þýska-
landi lauk.
Þátttakan á EM smitar
Talsverð iðkendafjölgun eftir þátttöku Íslands á EM í
körfubolta Margir í körfubolta á skólalóðinni
Körfuboltadagur Haldinn var körfuboltadagur í Grafarvogi þar sem krakk-
ar kynntu sér íþróttina. Mikill áhugi er á körfubolta um þessar mundir.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri segist ekki vita til þess að
einstaklingar sem hafi verið með
fé í skattaskjóli hafi stigið fram til
að telja fram eigur sínar. Eins og
fram hefur komið var tekin
ákvörðun um að kaupa gögn afla-
ndsfélaga Íslendinga í skatta-
skjólum. „Ég hef ekki séð þennan
lista,“ segir Skúli, „en ég hef ekki
vitneskju um að stórir aðilar hafi
gefið sig fram.“
Að sögn Bryndísar Kristjáns-
dóttur skattrannsóknarstjóra feng-
ust upplýsingar um fjögur hundr-
uð einstaklinga í gögnunum. Hún
segir að enn sé verið að bera gögn
saman við þær upplýsingar sem
fengust. „Við erum að leggja lín-
urnar fyrir næstu skref og setja
það niður fyrir okkur hvaða mál
ástæða er til að skoða betur,“ seg-
ir Bryndís.
vidar@mbl.is
Enginn hefur gefið sig fram