Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 58
HEIMILI OGhönnun
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18
ER KOMINN TÍMI Á NÝ GLERAUGU?
FÁÐU SJÓNMÆLINGU HJÁ OKKUR
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
„Það er oftast hægt að koma til móts
við óskir fólks þegar kemur að því að
hanna og smíða arin,“ segir Magnús.
„Ef einfalt þak er fyrir ofan fyrir-
hugað eldstæði á að vera tiltölulega
einfalt að fara í gegnum það. Ég mæti
heim til fólks að kanna aðstæður á
staðnum og hlusta á hvað það er sem
fólk vill. Það er yfirleitt þannig sem
þetta vinnst,“ útskýrir hann en bætir
þó við að fyrirtæki hans vinni líka eft-
ir tilbúnum teikningum arkitekta, ef
svo ber undir. „Svo er líka algengt að
fólk sé með ljósmyndir og myndir
sem það hefur klippt úr tímaritum, og
er þá að hugsa sér eitthvað svipað því
sem er á myndunum. Þá vinnum við
bara eftir því þangað til við erum með
lausn í höndunum sem fólk er ánægt
með.“
Magnús bætir því við að auðvit-
að þurfi að fylgja ákveðnum reglum
við uppsetningu eldstæða og hann og
félagar hjá fyrirtækinu sjái sam-
stundis hvort uppástunga viðskipta-
vinanna gangi heima hjá þeim eða
ekki; fyrir menn með reynslu sé það
auðsjáanlegt á svipstundu.
Viðhald og varúð með eld
Þegar draumaeldstæðið er svo
komið upp þarf að ganga rétt um ar-
ininn og að ýmsu er að huga í þeim
efnum, bendir Magnús á.
„Ég mæli til dæmis alltaf með
því að fólk láti sérsmíða neista-
grindina fyrir arininn, í stað þess að
kaupa eitthvað tilbúið sem passar
ekki nema að hluta til. Það er mjög
mikilvægt,“ segir Magnús. „Netið á
slíkum grindum er yfirleitt svo fín-
gert að það hverfur alveg þegar búið
er að kveikja upp og eldurinn logar.
Þetta er aðalatriðið og að mínu mati
er þetta mun mikilvægara en til
dæmis að flísaleggja gólfsvæðið fyrir
framan arininn eða álíka. Ef engin er
neistagrindin þá geta neistar svifið
hingað og þangað, og mun lengra en
nemur einhverjum fermetra fyrir
framan arininn. Best er að tala við
járnsmið sem smíðar þá grind og
festir svo net í með eldföstu lími.“
Magnús bendir ennfremur á að
mjög gott ráð sé að vera með ösku-
skúffu í arninum, ef mögulegt er.
„Hún gerir það að verkum að fólk
notar arininn miklu meira því ef það
þarf að stússast í því að hreinsa upp
öskuna eftir hvert einasta skipti sem
kveikt er upp þá hættir fólk bara að
nenna því að kveikja upp, og það er
mikil synd. Við erum til að mynda
með öskuskúffur sem taka um 20
uppkveikjur í einu, og það munar um
að þurfa bara að hreinsa öskuna í
tuttugasta hvert skipti.“
Misjafnlega hreinn bruni
Eins og flestir vita er bæði hægt
að kaupa náttúrulegan eldivið í til-
höggnum trjábútum og svo fram-
leidda innpakkaða eldiviðarkubba.
Skyldi skipta máli hvort er, með tilliti
til sóts, reyks og annars? Magnús er
ekki í vafa um það.
„Það er náttúrulega tjara í til-
búnu kubbunum, reyndar mismun-
andi mikið eftir framleiðendum. Það
fást aftur á móti vaxkubbar erlendis
sem hafa mjög hreinan bruna en þeir
eru það dýrir að þeir eru ekki fluttir
inn hingað til lands. En það sótar
minna og safnast minna í skorstein-
inn af náttúrulegu timbri og íslenska
birkið er einfaldlega langauðveldast
að kveikja upp í, ásamt því að það
neistar sama og ekki neitt.“
Þó fólk noti eingöngu íslenska
birkið til að kveikja upp í þá þarf
engu að síður að hreinsa úr skorstein-
inum einu sinni á ári, segir Magnús.
„Yfirleitt er nú fólk hér á landi ekki
að gera neitt, en erlendis, bæði víða í
Evrópu og í Bandaríkjunum, kemur
einfaldlega eftirlitsmaður að kanna
stöðuna. Ef ástand skorsteins er ekki
viðunandi er sett lok ofan á skorstein-
inn, það er ekki flóknara. Ef sótið
safnast fyrir í nægilegum mæli þá
getur hreinlega kviknað í því.“
Magnús bætir því við að hægt sé
að fá eldiviðarkubba sem innihaldi
ákveðna sýru sem valdi því að þegar
þeir séu brenndir þá losi þeir um sót í
skorsteini sem berist svo upp og út
með hitanum og reyknum frá arn-
inum. Slíka hreinsikubba sé hæfilegt
að brenna einu sinni á ári. „Þeir líta
út eins og hefðbundnir eldivið-
arkubbar og brenna nákvæmlega
eins.“
Smíðað á einum mánuði
Að endingu er Magnús inntur
eftir því hvað smíðatími á arni sé alla
jafna langur, fyrir þá sem áhuga hafa
á slíku. Magnús segir það að ein-
hverju leyti fara eftir verkefnastöð-
unni hverju sinni en þó megi jafnan
gera ráð fyrir um það bil einum mán-
uði, frá því smíðin hefst og þar til ar-
inninn er klár til uppkveikingar.
„Sérsmíðaður arinn er þannig gerður
að það þarf að hlaða vissan hluta og
leyfa honum svo að þorna og taka sig
áður en verkinu er haldið áfram.
Þetta þarf að gerast í þrepum og er
ekki unnt að gera það í einni lotu.
Vinnutíminn er um hálfur mánuður
og með biðtímanum milli verkþátta er
þetta nokkurn veginn mánuður.“
Það er nú leggjandi á sig fyrir
fallegan arin heim í stofu?
„Jú, það finnst mér,“ segir
Magnús að endingu.
Íslenskt birki brennur best
Það er draumur margra að eiga kost á því að hafa snarkandi arineld heima við til að ylja sér við á síðkvöldum Múrarameistarinn Magnús
Böðvarsson, sem rekur fyrirtækið Ákast ehf. segir flesta geta látið drauminn rætast Galdurinn sé að finna lausn sem henti aðstæðum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fyrirhyggja „Ég mæli til dæmis alltaf með því að fólk láti sérsmíða neistagrindina fyrir arininn, í stað þess að kaupa
eitthvað tilbúið sem passar ekki nema að hluta til. Það er mjög mikilvægt,“ segir Magnús Böðvarsson.
Notalegt Það tekur í heildina um einn mánuð að fá nýjan arinn í gagnið, frá
því smíði hefst og þangað til kveikt er upp. Það telst vel þess virði.