Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 32
Deplar Gistihúsið í Fljótum er langt komið og líklega opnað næsta vor. Það-
an munu þyrlur fljúga með auðuga gesti í fjallaskíðaferðir á Tröllaskaga.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fljótabakki með Orra Vigfússon í
forsvari og bandaríska ferðaþjón-
ustufyrirtækið Eleven Experience
hafa ekki aðeins fjárfest í Fljótum í
Skagafirði, líkt og Morgunblaðið
fjallaði um nýver-
ið, heldur festu
einnig kaup á
jörðinni Hrepps-
endaá, innst í
Ólafsfirði við ræt-
ur Lágheiðar.
Seljandi var
Guðjón Þórð-
arson knatt-
spyrnuþjálfari en
móðir hans,
Marselía Guð-
jónsdóttir, ólst
upp á Hrepps-
endaá. Amma
hans og afi, Her-
dís Sigurjóns-
dóttir og Guðjón
Jónsson, bjuggu
þarna þar til á
sjöunda áratug
síðustu aldar.
Síðan þá hefur
jörðin verið í eyði
en hún er landmikil og nær upp á
Lágheiðina að sýslumörkum Skaga-
fjarðar þar sem Fljótin taka við.
Guðjón segir áform þessara fjár-
festa spennandi og jákvæð fyrir
svæðið. Umhverfið sé bæði fallegt
og hrjóstrugt en jafnframt snjó-
þungt. Þarna liggi fjölmörg tækifæri
í ferðaþjónustu.
Tækifæri í skíðamennsku
Orri og félagar hafa til að byrja
með uppi áform um að setja upp litla
veðurathugunarstöð við Hrepps-
endaá og sjá einnig fyrir sér að Lág-
heiðin bjóði upp á ýmsa möguleika í
skíðamennsku. Eftir að Héðinsfjarð-
argöngin voru opnuð heldur Vega-
gerðin veginum um heiðina ekki
lengur opnum yfir vetrartímann.
Eleven Experience áformar að
gistihúsið á Deplum verði opnað
næsta vor en fjárfestarnir hafa einn-
ig fest kaup á jörðunum Knapps-
stöðum og Stóru-Brekku í Fljótum,
auk áhuga á fleiri jörðum eins og
kom fram í umfjöllun Morgunblaðs-
ins 24. september sl.
Jennifer Jeffery hjá Eleven Ex-
perience segir jörðina í Ólafsfirði
bjóða upp á ýmsa möguleika. Auk
góðra aðstæðna til skíðaiðkunar sé
hægt að vera þarna með hesta- og
gönguferðir að sumri til. Þá séu hug-
myndir á algjöru frumstigi um að
endurbyggja íbúðarhúsið á Hrepps-
endaá í upprunalegri mynd og hafa
það sem afdrep fyrir þá viðskiptavini
fyrirtækisins sem myndu stunda
einhvers konar útivist þarna á heið-
inni, hvort sem er að vetri eða sumri
til.
Orri og félagar beggja
vegna Lágheiðarinnar
Festu kaup á innstu jörðinni í Ólafsfirði, Hreppsendaá
Ólafsfjörður
Siglufjörður
Stífluvatn
Miklavatn
Lá
gh
ei
ði
Stóra Brekka
Bergland-veiðihús
Deplar-gistihús
Hreppsendaá
Fjárfestingar í Fljótum
Eign
Í leigu
Fljótabakki og Eleven Experience
Guðjón
Þórðarson
Orri
Vigfússon
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Markmiðið var að benda á hinar
neikvæðu hliðar íþróttaiðkunnar svo
hægt væri að vinna gegn þeim áhrif-
um,“ segir Hanna Rut Heimisdóttir
sem skrifaði BA-ritgerð í íþrótta-,
tómstunda og þroskaþjálfadeild við
Háskóla Íslands sem nefnist „Nei-
kvæðar hliðar íþróttaiðkunnar.
Leiðir til lausna“ ásamt Guðnýju
Birnu Ólafsdóttur.
Þær komust að því að neikvæðar
hliðar íþróttaiðkunnar eru tals-
verðar sem bæði iðkendur, foreldrar
og þjálfarar þurfa að vera opnir fyr-
ir svo unnt sé að sporna gegn þeim.
Í ritgerðinni voru skoðaðir iðk-
endur á aldrinum 13 til 25 ára og
þeir greindir út frá níu þáttum sem
flokkast til neikvæðra hliða, þeir
eru: brottfall, áhrif foreldra, fæðing-
ardagsáhrif, sérhæfing, getuskipt-
ing, áhrif þjálfara, átraskanir, lyfja-
notkun og ofþjálfun.
Það var margt sem kom þeim á
óvart þegar þær unnu ritgerðina.
Helst nefndu þær þáttinn átrask-
anir en það kom þeim á óvart
hversu faldar þær eru.
Ofþjálfun ekki mikið rannsökuð
Þær skoðuðu einnig ofþjálfun en
hún hefur ekki verið mikið rann-
sökuð á Íslandi og því fáar rann-
sóknir til um ofþjálfun íslensks
íþróttafólks. Sá þáttur í þjálfun er
vanmetinn að stóru leyti, segir
Hanna Rut. Hún bendir þó á að nú
sé meiri fagmennska og þekking á
meðal margra þjálfara og þeir eru
því betur meðvitaðir um hættuna
sem fylgir henni.
Andlega þáttinn segja þær að
skipti miklu máli í íþróttaiðkun sem
verði að gefa meiri gaum.
Í ritgerðinni benda þær á nei-
kvæðar hliðar en það eru einnig
leiðir til lausna. Þær vilja leggja
meiri áherslu á að veita öllum í
yngri flokkum tækifæri til að láta
ljós sitt skína og í því tilliti eiga
þjálfarar ekki að einblína of mikið á
sigur. Það geti t.d. spornað gegn
áhrifunum fæðingardags. Þá sé
stuðningur foreldra alltaf mik-
ilvægur á öllum aldri. Forvarnastarf
er sterkt og mikilvægt mótvægi
gegn neikvæðum hliðum íþróttaiðk-
unnar.
Vinna gegn neikvæðum áhrifum íþrótta
Þjálfarar yngri flokka þurfa að veita öllum tækifæri til að láta ljós sitt skína Stuðningur foreldra
skiptir miklu máli Forvarnarstarf er mikilvægt mótvægi gegn neikvæðum áhrifum íþrótta
Vinkonur Hanna Rut Heimisdóttir og Guðný Birna Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Íþróttir Allir þurfa og vilja fá tækifæri til að sprikla á vellinum.
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Full búð af
flottum flísum
Hjá Parka færðu flottar flísar
í hæsta gæðaflokki frá þekktum
ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!