Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Sumarhús Viðhaldslítil ferðaþjónustuhús og sumarhús til sölu halliparket@gmail.com sími 894 0048 Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Til sölu Springdýnur Til sölu 2 stk. millistífar springdýnur, danskar Comfort. 200x70 cm. Eins og nýjar – lítið notaðar úr sumar- bústað. Verð 16.000 báðar. Upplýsingar í síma 6909050. Antík borð Gamalt fallegt antíkborð. Mjög vel með farið. Breidd 54 cm, hæð 58 cm. Verð 30.000. Sófaborð Antilk sófaborð. Lítur mjög vel út. Lengd 132 cm, breidd 57 cm. Verð 35.000. Hilla Vegg furuhilla. Sér ekki á henni. Verð 5.000. Upplýsingar í síma 6909050. Ennfremur til sölu Kjarval, Kristján Davíðsson, Blöndal, Scheving, Sigurbjörn Ásgeir Smári o.fl Ennfremur mikið úrval gamalla og nýrra málverka Verð frá kr. 5000,- Málverk til sölu Síðumúla 31 – Sími 533 3331 Opið virka daga kl. 08-17 Valtýr Pétursson 120 x 180 Jón Engilberts 70 x 80 Tolli 90 x 90 Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi NÝTT – TÚNIKA-BUXUR St. 12 - 22 Sími 588 8050. - vertu vinur Tilbúin karton og rammar 20% afsláttur í október I N N R Ö M M U N Síðumúla 34 Sími 533 3331 Opið virka daga kl. 10–17 Hjólbarðar Nagladekk á felgum. Til sölu góð nagladekk á felgum, stærð 205-55x16. Upplýsingar í síma 863 7656. Húsviðhald Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar 569 ✝ Helga Haralds-dóttir fæddist á Blönduósi 16. nóv- ember 1941. Hún lést á gjörgæslu- deild Borgarspítal- ans 26. september 2015. Móðir hennnar var Kristín Indriða- dóttir og faðir Har- aldur Jónsson. Systkini Helgu eru Bragi Haraldsson, Sunnuhlíð, Margrét Haraldsdóttir, Skaga- strönd (látin) og Íseifur Haralds- son, Grindavík. Börn Helgu er Edda Rún, Björk Sigurðardóttir, Gretar, Kristín og Bragi Guð- laugsbörn. Helga hóf búskap á Akureyri með eiginmanni sínum, Sigurði Kristjánssyni, þau skildu. Í kring- um 1970 flyst hún með Guðlaugi Guð- mannssyni, f. 12. maí 1930, d. 8. feb. 1981, að Dalsmynni á Kjal- arnesi. Þar bjuggu þau þangað til þau fluttu að Hliðsnesi á Álftanesi og síðan lá leið þeirra í Borgar- nes. Þar bjó Helga næstu árin og stund- aði ýmis störf hjá Borgarbyggð, svo sem við heim- ilishjálp hjá öldruðum og í Skalla- grímsgarði, ófáir tímar fóru einn- ig í að prjóna fyrir Handprjóna- samband Íslands. 1995 fluttist Helga til Hafnarfjarðar og bjó þar til æviloka. Útförin fer fram frá Garða- kirkju, Garðabæ, í dag, 2. október 2015, kl. 15. Kveðja til móður okkar Langur dagur að kvöldi kominn er kærar minningar ylja okkur hér. Okkur kenndir að lífsins leyndarmál að lífsgleðin er sótt í eigin sál. Þá stóru brimskafla og boðaföll sem buldu á, þú tókst á við þau öll. Á æviskeiðinu lagðir mörgum lið nú loks þú hvílist, öðlast ró og frið. Senn vaknar þú á björtum betri stað sem bíður þín, þú sagðir okkur það. Þar læknast allt sem áður þjáði þig þú er komin á nýtt tilverustig. Við söknum þín en vitum það víst öll að vegurinn í þína draumahöll liggur beinn, þar brosir allt þér við brátt þar finnur vini þér við hlið. (Jón Ingi Arngrímsson.) Takk fyrir allt, elsku mamma, þín börn, Edda Rún, Björk, Gretar, Kristín og Bragi. Elsku amma okkar. Mikið er sárt að kveðja þó svo við systkinin höfum oft rætt um hversu gott það yrði fyrir þig að fá að hvíla þig á veika líkamanum þínum. Þú varst ótrúlega dugleg, sterk og skemmtileg kona. Hafðir svo einstakan og svartan húmor sem gat fengið okkur til þess að veltast um úr hlátri með þér. Þú tókst alltaf á móti okkur opnum örmum í Borgó þó svo lífið væri ekki alltaf auðvelt hjá þér. Öll göngum við í dag stolt um Skalla- grímsgarð og segjum það hverj- um sem vilja heyra að hér hafi hún amma okkar lagt mikið til og átt þátt í að gera garðinn falleg- an. Og í hverri ferð um Borgar- nesið er tekinn rúntur framhjá Þorsteinsgötu 19, litla, fallega, gula húsinu þínu. Okkur fannst samt gott að fá þig í bæinn til okkar og það sem var oft gaman hjá okkur á „ömmu mánudögun- um“, mikið hlegið og borðað hálft kíló af súkkulaðirúsínum á með- an, því þær voru þitt uppáhald. Við sóttum öll í að vera heima þessa daga. Minningarnar um tímann sem við áttum með þér eru okkur dýrmætar og verða vel geymdar í hjörtum okkar. Þú átt stóran stað í hjarta okk- ar allra, þín barnabörn, Helga, Þrúða, Ína, Olga og Yngvi. Elsku amma, stóra tuðra. Það er skrítin og erfið tilfinning að setjast niður og ætla að reyna koma einhverju í orð en líka gott að rifja upp allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem við áttum því ég varð þeirra for- réttinda aðnjótandi að vera elst af systkinum mínum og fá því að njóta samveru þinnar lengst áður en þú varðst veik. Og það að fá að bera nafnið þitt fyllir mig enda- lausu stolti. Það sem við brölluð- um saman nöfnurnar. Höfuðið fyllist af skemmtilegum myndum og ég brosi í gegnum tárin. Ég átti nú alltaf frekar auðvelt með að suða um að fá að vera eftir hjá þér á Þorsteinsgötunni eða fá að taka rútuna. Sæmundur lofaði að passa Helgu litlu á leiðinni og svo beið amma við hótelið að taka á móti mér. Ég gat endalaust skottast í kringum þig á meðan þú vannst í Skalló þar sem þú varst snillingur í að gera fallegt. Þú varðst reyndar ekkert rosa ánægð með mig þegar ég „gróð- ursetti“ lúpínu í garðinum þínum sem dreifðist svo um allt. Við gát- um nú aldeilis sankað að okkur steinum, eins og þegar við fórum á Kjalarnesið og tíndum helling af baggalút í safnið okkar. Svo kemur alltaf Græni tuddi upp í hugann, Escortinn, sem þú brun- aðir um göturnar á eins og amma dreki. Ég sýni alltaf krökkunum mínum „leyni hanann“ okkar sem við fundum í hverri ferð suður, hann er orðinn frekar lúinn en engu að síður leita ég því hann er „okkar“, elsku amma. Það var alltaf sport þegar þú sagðir „jæja, nú er mæling“, það þýddi nýtt strik í kústaskápinn. Frændsystkinunum fannst nú ekki alltaf gaman þegar ég kom, þeim fannst matseðillinn breyt- ast eftir mínu höfði og allt í einu til Kókópuffs í skápnum sem ann- ars var aldrei keypt. Já, þeim fannst þú ofdekra mig sem þú náttúrlega gerðir, ég sá það bara ekki þá svo þeim fannst ég bara lítil frek frænka. Ferðalagið okk- ar að Snorralaug og Barnafoss- um kemur alltaf upp í hugann. Þú gafst mér myndavél og flasskubb til þess að festa minningarnar á filmu, það þótti mér merkilegt og þessar myndir eru oft skoðaðar enn. En eftir að þú fluttir í Hafn- arfjörðinn urðu mánudagarnir fljótlega heilagir því þá komstu út á nes. Þá var sko hlegið því fáir höfðu eins skemmtilegan og svartan húmor og þú og húmor- inn yfirgaf þig aldrei heldur fylgdi þér allt fram á síðustu stundu. Ég er svo glöð yfir því að börnin mín hafi fengið að kynnast þér og ég les fyrir þau Ástarsögu í fjöllunum eins og þú last hana fyrir mig. Allt í einu er þessi bók orðin fjársjóður því hún minnir svo á þig. Þegar ég hugsa til baka fyllist ég aðdáun því þú varst svo dugleg, stolt og sterk kona. Lífið fór ekkert sérstaklega blíðum höndum um þig, elsku amma, en alltaf stóðstu teinrétt og horfðir fram á við og fórst í gegnum lífið. Við áttum svo mörg skemmtileg samtöl í gegnum tíðina og það var svo gott að finna alltaf hversu stolt þú varst af mér. Ég veit þú munt vaka yfir okkur og ég mun hugsa til þín svo lengi sem ég lifi og segja börnunum mínum frá þér og hlakka svo til að knúsa þig aftur þegar að því kemur. Elska þig til tunglsins og aftur heim elsku amman mín, þín litla tuðra, Helga. Helga Magndís Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.