Morgunblaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 92
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Pamela Anderson lýsir villtu …
2. „Pyntuðu til að drepa“
3. Ræddu opið samband
4. Hundraða milljarða tjón af …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Þjóðleikhúsið frumsýnir Heimkom-
una eftir nóbelsverðlaunaskáldið
Harold Pinter, í leikstjórn Atla Rafns
Sigurðarsonar, á afmælisdegi Pint-
ers, 10. október. Í verkinu segir af
Teddy sem snýr óvænt heim á æsku-
heimili sitt í Lundúnum með eigin-
konu sinni Rut sem uppgötvar áður
óþekktar hliðar á eiginmanni sínum
þegar hún kynnist föður hans, föður-
bróður og tveimur bræðrum. Þeir
fara að bítast um athygli Rutar og
samskiptin á heimilinu verða æ ofsa-
fengnari. Meðal leikara í verkinu er
Ingvar E. Sigurðsson sem fer með
hlutverk föðurins.
Frumsýning á afmæl-
isdegi Harolds Pinter
Oskar Vistdal
hlaut í gær eftir-
sóttustu þýðing-
arverðlaun Nor-
egs, Bastian-
prisen, fyrir
þýðingu sína á
skáldsögu Gyrðis
Elíassonar Suður-
glugganum. Nefn-
ist sagan Utsyn frå sørglaset í þýð-
ingu Vistdal. Dómnefnd segir
þýðinguna afar vandaða og fanga vel
ljóðrænan og hrífandi texta Gyrðis.
Verðlaunaður fyrir
að þýða sögu Gyrðis
Samsýning myndlistarkvennanna
Arngunnar Ýrar, Dóru Emils og Huldu
Vilhjálmsdóttur, Paradís, verður opn-
uð í Stúdíói Stafni, Ingólfsstræti 6, í
dag kl. 17. Myndlistarkonurnar takast
á við hugmyndir
um hið seiðandi
og ótvíræða,
dulúðuga og
ógnvekjandi,
ævintýralega
og blákalda.
Paradís opnuð í dag
Á laugardag Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða
dálitlar skúrir eða él, en þurrt að mestu um landið austanvert.
Á sunnudag Vaxandi suðaustan- og austanátt með talsverðri rign-
ingu, úrkomulítið um landið norðaustanvert. Heldur hlýnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og
dálitlar skúrir eða slydduél, en él fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig.
VEÐUR
Alexander Petersson, landsliðs-
maður í handknattleik, glímir
nú á ný við meiðsli í nára sem
hann vonaðist til að jafna sig á
með því að gangast undir að-
gerð snemma síðasta sumar.
Hann spilar nú færri leiki en
ella með liði sínu Rhein-
Neckar Löwen, í von um að
jafna sig, en óvíst er
hvaða árangri það skil-
ar og hvort hann getur
þá gefið kost á sér á
EM í janúar. »1
EM er í hættu
hjá Alexander
Skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í
Tókýó 2020 leggur til að fimm
íþróttagreinum; brimbrettafimi, kar-
ate, hafnabolta/mjúkbolta, klifri og
hjólabretta- og línuskautaíþróttum,
verði bætt við sem aukagreinum til
að laða að ungt fólk á viðburði á leik-
unum. »4
Leggja til að fimm
greinum verði bætt við
Haukar og Valur tróna á toppi Olís-
deildar karla í handknattleik en 6.
umferð hófst í gærkvöld með fjórum
leikjum. Valur vann toppslaginn á
móti ÍR í Austurbergi og Haukar
gerðu góða ferð á Nesið og lögðu
Gróttuna. Akureyri fékk sín fyrstu
stig þegar liðið vann sigur á Fram og
FH marði Víking í Krikanum. »2-3
Akureyringar
komust loks á blað
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mamma er farin að tala stöku sinn-
um við mig á finnsku. Hún talar ekki
mjög góða finnsku svo ég vil frekar
tala íslensku við hana. Hún talaði
alltaf íslensku við mig þegar ég var
barn og ég lærði íslenskuna áður en
ég fór að tala finnsku þótt ég hafi
aldrei lært hana í skóla,“ segir Ant-
ero Vartia, 35 ára gamall þingmaður
á finnska þinginu. Hann á íslenska
móður og finnskan föður og hefur ís-
lenskan ríkisborgararétt ásamt
finnskum en hefur búið í Helsinki allt
sitt líf.
Móðir Anteros, Erna Einarsdóttir,
var flugfreyja hjá Loftleiðum og
vann síðar hjá Flugleiðum og Ice-
landair í Finnlandi. „Mamma fékk
frímiða og við fórum oft til Íslands
þegar ég var ungur. Þegar ég var
orðinn fimmtán ára vildi ég heldur
eyða fríunum hér. Eftir 2000, þegar
ég fékk aftur áhuga á að fara til Ís-
lands, var landið orðið svo dýrt að
það var skynsamlegra að fara í ferða-
lag til New York en helgarferð til Ís-
lands. Ég hef farið meira seinni árin
og vona að ég geti gert meira af því á
næstunni,“ segir Antero.
Hann á mikinn frændgarð á Ís-
landi og heldur sambandi þótt afi
hans og amma á Íslandi séu fallin frá.
Áhyggjur af loftslags-
breytingum
Antero hafði ekki verið lengi í
stjórnmálum en alltaf haft áhuga á
samfélagsmálum þegar hann bauð
sig fram til setu á Evrópuþinginu
fyrir Græna flokkinn í Finnlandi
snemma á þessu ári. Hann náði ekki
kjöri þá en var kjörinn á finnska
þingið í kosningum í apríl. Hann er í
hópi 15 þingmanna Græna flokksins í
stjórnarandstöðu en alls eru 200
fulltrúar á finnska þinginu.
Áhugi á umhverfismálum kallaði
hann til þessara starfa. Aðaláhuga-
mál hans er að vinna að aðgerðum til
að draga úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda og tilheyrandi breyt-
ingum á loftslagi. „Það skiptir engu
máli hvernig Finnland verður eftir
tuttugu ár ef þetta verður ekki lag-
að,“ segir hann.
Antero telur að Finnar viti al-
mennt að hann er af íslenskum ætt-
um. Segist oft nota reynslusögur frá
Íslandi til að skýra mál sitt.
Samtalið fer fram á kynningu á ís-
lensku skyri í Helsinki. Því er Antero
spurður að því hvort hann borði skyr.
Ekki stendur á svarinu: „Ég er alinn
upp á íslensku skyri og lýsi.“
„Alinn upp á skyri og lýsi“
Antero Vartia,
þingmaður í Finn-
landi, er hálfur
Íslendingur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Litla Ísland Antero Vartia í hálfíslensku umhverfi á eyjunni „Íslandi“ á skyrhátíð sem haldin var í Helsinki.
Antero Vartia er þekktur maður í
Finnlandi og það hjálpaði honum í
kosningunum í apríl. Hann er við-
skiptafræðingur og viðskiptalög-
fræðingur og rekur nokkur fyrir-
tæki.
Hann hóf starfsferilinn raunar á
því að selja minjagripi í tjaldi við
höfnina í Helsinki. Nú rekur hann
vinsæla vínstúku við höfnina í
Suður-Helsinki. Þar eru biðraðir
við innganginn flest kvöld. Vel-
gengnin er slík að hann er að koma
sér upp öðrum veitingastað og
hyggst opna hann með vorinu.
Áður en Antero fór út í stjórn-
málin var hann þó þekktastur fyrir
að leika í sápuóperu í sjónvarpi og
síðar fyrir að vera kynnir í sjón-
varpsþætti þar sem fjölskyldum
var hjálpað til að finna týnd skyld-
menni.
Sjónvarpsmaður og bareigandi
ÞEKKTUR MAÐUR Í FINNLANDI