Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
Útför Þórs Vilhjálmssonar, fyrrverandi hæsta-
réttardómara, fór fram frá Langholtskirkju í
gær. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng,
en hún er systir Þórs. Fjölmenni var við athöfn-
ina. Líkmenn voru Þorsteinn Pálsson, Markús
Sigurbjörnsson, Ragnhildur Helgadóttir, Hjör-
dís Hákonardóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Stef-
án Már Stefánsson, Ágústa Guðmundsdóttir og
Guðrún Erlendsdóttir.
Útför Þórs Vilhjálmssonar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir lækkun tryggingagjalds,
sem mótvægisaðgerð vegna mikilla
launahækkana, vera möguleika, en
fyrst þurfi að kanna ýmis áhrif
kjarasamninganna á ríkissjóð.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, hefur sagt í tengslum við Salek-
samninginn, að SA vilji ræða við
ríkið um lækkun tryggingagjalds
um 2-2,5%.
„Ég hyggst vinna þetta í áföng-
um. Fyrsta skrefið er að átta sig á
því hvaða áhrif
þessar breyting-
ar sem eru að
verða á kjara-
samningum
munu hafa á fjár-
lög næsta árs,
bæði á tekju- og
gjaldahliðinni,“
sagði Bjarni í
samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Fjármálaráðherra segir að næsta
skrefið verði að skoða til hvers kon-
ar efnahagslegra mótvægisaðgerða
þarf að grípa.
„Við erum þegar byrjuð að skoða
hvað gæti komið til greina í þeim
efnum. Það liggur í hlutarins eðli að
það þarf að vera einhver samstaða
og sátt um það hvernig farið verður
í þá hluti. Það er í raun ekki fyrr en
við erum búin að þessu, sem hægt
verður að taka ákvarðanir,“ sagði
Bjarni.
Gæti leitt til breytinga
Bjarni bendir á að kjarasamning-
arnir gætu mögulega leitt til breyt-
inga á bótafjárhæðum. „Það sem
helst gæti gert ríkinu erfitt fyrir,
með lækkun tryggingagjaldsins, þó
það eigi vissulega að vera næst á
dagskrá til lækkunar, er ef kemur
til þess að bætur almannatrygginga
hækka verulega á sama tíma, því þá
þarf ríkið sjálft án tryggingagjalds
að fjármagna stærri hlut bótanna og
verða af tekjum vegna trygginga-
gjaldsins,“ sagði fjármálaráðherra.
Bjarni kveðst telja að alla tíð hafi
skort sameiginlegan skilning á því
undir hversu stórum hluta almanna-
tryggingakerfisins almenni hluti
tryggingagjaldsins eigi að standa.
„Af hálfu ríkisins hefur alltaf verið
litið þannig á að tryggingagjaldinu
sé ætlað að standa undir slysa- og
lífeyrisbótum almannatrygginga-
kerfisins, að minnsta kosti að veru-
legu leyti,“ sagði Bjarni.
Lækkun gjalds möguleiki
Lækkun tryggingagjalds þarf að skoðast í samhengi við mögulegar hækkanir
á almannabótum, segir fjármálaráðherra Málið verður skoðað í áföngum
Bjarni
Benediktsson
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þetta var tímamótaþing því áhug-
inn fyrir norrænu samstarfi hefur
aldrei verið meiri og við fundum það
á samtali okar við forsætisráð-
herrana að ríkur vilji er til aukins
samstarfs,“ segir Höskuldur Þór-
hallsson, formaður Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs, um niðurstöðu
Norðurlanda-
ráðsþingsins sem
haldið var í
Reykjavík dag-
ana 27.-29. októ-
ber og lauk því í
gær. Meginsýn
þingsins að þessu
sinni var norræn
framtíðarsýn og
alþjóðastjórnmál
og hvernig væri
hægt að stuðla að nánara samstarfi
á Norðurlöndunum. Að ráðinu
standa fimm sjálfstæðar þjóðir
ásamt þremur sjálfstjórnarríkjum.
Róttækar breytingatillögur voru
samþykktar sem litu að því að gera
starfið dýnamískara og skilvirkara.
„Við viljum að það séu betri tengsl
milli Norðurlandaráðs og þjóðþing-
anna.“
Togstreita vegna flóttamanna
„Það er skýr vilji að Norðurlöndin
vinni saman að lausn á flótta-
mannavandanum,“ segir Höskuldur
en fundurinn hafi fyrst og fremst
verið hugsaður til að byrja um-
ræðuna á milli þingmanna og Norð-
urlandanna, fá upplýsingar og setj-
ast niður með forsætisráðherrunum.
„Það var mjög skýrt og sam-
hljómur um að þessi vandi gæti leitt
til togstreitu á milli landanna ef
hvert land bregst við á sinn hátt.
Við vöruðum við því að þessi tog-
streita gæti aukist og það væri
þvert á það sem við vildum.“ Lagt
var til að regluverk yrði samræmt
varðandi það hvernig tekið væri á
móti flóttamönnum og hverjir
fengju hæli. „Forsætisráðherrarnir
tóku vel í þá hugmynd að halda
samstarfinu áfram en við munum
líka taka þetta upp innan þjóðþing-
anna og láta vita að það sé sam-
hugur á milli landanna um aukna
samvinnu,“ segir hann.
Þá voru samskipti Norður-
landanna við Rússland einnig rædd
ásamt deilunni í Úkraínu. „Við feng-
um gesti og sérfræðinga bæði frá
OECD og Evrópusambandinu til að
fara yfir þetta og ræddum þetta í
þaula.“
Tillaga um Ísrael og Palestínu
Samþykkt var einnig tillaga á
þinginu er varðaði samskipti Ísrael
og Palestínu, en Höskuldur stóð að
henni ásamt fleirum. „Við eigum að
hvetja ríkisstjórnir okkar að beita
sér fyrir friði á milli þessara landa
og að við viðurkennum þessa
tveggja ríkja lausn,“ segir hann en
reynt hafi verið með þessu að koma
til móts við sem flesta innan Norð-
urlandaráðs.
Velferðarmál bar einnig á góma
þar sem nefndartillögur voru meðal
annars lagðar fram um geðheilsu
barna og ungmenna á Norður-
löndum og að auka þyrfti þekkingu
á fíkniefnavandanum. Margar nýjar
tillögur þingmanna litu einnig dags-
ins ljós.
Mikill áhugi á norrænu samstarfi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samstarf Norðurlandaráðsþing var haldið í Reykjavík 27.-29. okt. í 67 sinn.
Um tímamótaþing var að ræða og ríkur samstarfsvilji myndaðist.
Ríkur vilji til aukins samstarfs kom í ljós á Norðurlandaráðsþingi Flóttamannavandinn talinn
geta valdið togstreitu milli landa Tveggja ríkja lausn samþykkt um stöðu Ísraels og Palestínu
Höskuldur
Þórhallsson
Hæstiréttur
sneri við dómi
Héraðsdóms
Reykjavíkur og
sýknaði Gunnar
Smára Egilsson
af kröfu tveggja
framkvæmda-
stjóra sem komu
að útgáfu fríblaðs
í Danmörku um
að viðurkennt
væri að hann bæri ábyrgð á fjártjóni
þeirra. Svenn Aage Hylleröd Dam
og Morten Nissen Nielsen höfðuðu
mál gegn Gunnari Smára þar sem
þeir töldu sig hafa orðið fyrir fjár-
tjóni vegna hlutahafasamnings sem
hann skrifaði undir án umboðs. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi
í desember að þeir ættu skaðabóta-
kröfu á hendur Gunnari Smára.
Hæstiréttur tók hins vegar annan
pól í hæðina. Í dómi hans segir að
ekki sé sýnt fram á að orsakatengsl
hafi verið á milli ætlaðrar saknæmr-
ar háttsemi Gunnars Smára og þess
tjóns sem tvímenningarnir hefðu
orðið fyrir.
Með vísan til þess að bú 365 Media
Scandinavia hefði verið tekið til
gjaldþrotaskipta árið 2008 og skipt-
unum lokið sem eignalausu ári síðar,
hefði mönnunum tveimur ekki verið
kleift að efna hluthafasamkomulagið
af sinni hálfu. Ómöguleiki þeirra til
réttra efnda yrði samkvæmt þessu
ekki rakinn til ætlaðs umboðsskorts
Gunnars Smára við gerð sam-
komulagsins heldur gjaldþrots 365
Media Scandinavia.
Gunnar
Smári
sýknaður
Gunnar Smári
Egilsson
Hæstiréttur sneri
við dómi Héraðsdóms
Tvær flugvélar, Boeing 757-þota
Icelandair og Fokker-vél Flugfélags
Íslands, þurftu að hætta við lend-
ingu á Egilsstaðaflugvelli í gær
vegna mikillar ókyrrðar.
Þota Icelandair var á leið til Egils-
staða frá Keflavíkurflugvelli í þeim
tilgangi að sækja þar farþega og
fljúga þeim beint til Dublin á Írlandi.
Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði til
Egilsstaða í gær til að halda þar tón-
leika, en þeim var frestað.
Veður haml-
aði lendingu