Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Góða skapið sem hrúturinn var í í
gær, virðist utan seilingar. Líttu málin raun-
sönnum augum og þá sést að flest er í lagi
þrátt fyrir allt.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver öfund gæti komið upp í mann-
legum samskiptum svo þú mátt gæta þess
að bregðast ekki of harkalega við. Fara yfir
samtöl fram og aftur og einu sinni enn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú færð mikið út úr samræðum og
hvers konar þrautum í dag. Breytt umhverfi
mun auka við þekkingu þína á heiminum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt rétt sé að gefa sér tíma til að
kanna málavöxtu kemur alltaf að því að það
verður að taka ákvörðun. Fólk lítur til þín með
aðdáun og virðingu og þú átt það skilið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er svo margt að vita um heiminn.
Mundu að einu sinni stóðst þú í þeirra spor-
um og varst þá þakklátur þeim, sem réttu þér
hjálparhönd. Aukin ábyrgð færir þér heppni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fordómar krabbans hafa verið ómeð-
vitaðir, þar til í dag. Leyfðu öllu að hafa sinn
gang. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við
aðra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhver sem stærir sig af mætti sínum
efast um hann innst inni. Ein leið til þess er
að neita einhverjum sem í hreinskilni er mjög
erfitt að neita.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefðir gott af því að fara í
stutt ferðalag í dag, þó að ekki væri nema til
að tæma hugann. Ef þú lendir í deilum munu
þær sennilega taka óvenjumikið á þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú leitar leiðsagnar. Enginn kann
skil á öllum hlutum svo þú skalt ekki byrgja
öll þín mál með sjálfum þér, slíkt leiðir til
glötunar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er mál að safna í sarpinn.
Reiknaðu út hvað þú skuldar mikið og hve
miklar tekjurnar eru. Einhver hlutur eða
manneskja sem hann þráir bíður líka eftir
vatnsberanum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er mikil hætta á valdabaráttu
í vinnunni hjá þér í dag og því er þetta alls
ekki rétti dagurinn til að deila við yfirmann
þinn. Allir þurfa ást og allir eru færir um að
gefa hana.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ættir að einbeita þér að heimilinu
og fjölskyldunni í dag. Samstarf þitt við aðra
byggist á því að þú getir breytt til.
Páll Imsland heilsar leirliði áblotnandi degi:
Hann Stórólfur tröllið á Storði –
stundum hann hefur á orði:
Ég hef áhuga nóg
og alls engan þó
á béskoti blóðugu morði.
Ég hef verið að lesa limrur eftir
hina og þessa – og byrjaði auðvitað
á Kristjáni Karlssyni:
„Ég fer,“ sagði faldabrík,
„klukkan fimm suðrí Grindavík.“
Hvílík endemisreisa
og heimska og hneisa.
En það hélt henni engin flík.
Jóhann S. Hannesson:
Ég er hreinlega farinn að hata
það hvernig hver einasta gata
er á sínum stað.
Því mér ofbýður það
ef alþýðan lærir að rata.
Þorsteinn Valdimarsson – Tvíhelgi:
Hugklofinn Holt og Bolt
er heiðarleg sál og stolt.
Sannist tvöfeldni á Bolt
er hann heill – það er Holt
sem er hálfur, en alls ekki Bolt!
Eysteinn Gíslason frá Skáleyjum –
Kvennaguðfræði:
Faðir vor ku vera kvenmaður
og kona var sonurinn blessaður.
Efum samt ei
að María mey
var mikill og harðsnúinn karlmaður.
Gísli Jónsson menntaskólakennari:
Henni Góu sem guðfræði las
þótti gjálífi syndsamlegt bras,
en ef hún var þétt
henni þótti það rétt
svo allflestir gáfu ’enni í glas.
Guðmundur Arnfinnsson – Hugs-
uður:
Á ferð sinni Fáfnir og Bera
fóru um Afríku þvera
og sáu fíl
hjá fljótinu Níl
sem var að fílósófera.
Dr. Sturla Friðriksson – Hjarta-
flutningur:
Menn skipta í skyndi á hjörtum
og skeyta í líkamann pörtum.
En skratti er skítt
þegar skinnið er hvítt
að fá hjörtun og sviðin úr svörtum.
Þorsteinn Gylfason:
Doktor Gíslína prestur í Geitdal
var geðprúð og dálítið feit
og með umdeildan smekk.
Hún tók sæng sína og gekk
fram af öllum í sinni sveit.
Karlinn á Laugaveginum:
Því illkynja vandkvæði ollu
að ég uppgafst á líferni hollu.
– elska blaður og raup.
fæ mér brennivínsstaup
og bjórinn minn sýp ég úr kollu!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Limrur héðan og þaðan
Í klípu
HANN VAR MEÐ ÁGÆTIS MEÐMÆLI
– VERST AÐ ÞAÐ VORU MEÐMÆLI
ÚR KVIÐDÓMI.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
KOMDU INN, ÞJÁLFI. ÉG VIL
RÆÐA ÆVIRÁÐNINGUNA ÞÍNA.
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dreyma um
vetrarsiglingu saman.
AF HVERJU ERU KETTIR
EINS OG ÞEIR ERU?
VIÐ
VITUM ÞAÐ
EKKI
ÞEIR VILJA
EKKI SEGJA
OKKUR ÞAÐ
HÆTTU ÞÁ
AÐ SPYRJA!
MÁ
ÉG FÁ
SNARL?
ÉG GET
EKKI LÆRT
Á FASTANDI
MAGA
HVAÐ MEÐ
SNARL FYRIR
MIG LÍKA?!
FAÐIR ÞINN GETUR
EKKI GERT NEITT Á
FASTANDI MAGA!
MANNAUÐS-
STJÓRNUN
Víkverji á það til að gleyma sér viðað skoða möguleika á ferðum til
útlanda. Fyrir nokkrum árum var
þetta ekkert mál, því framboðið
þvældist ekki fyrir, en nú er öldin
önnur og ekki fyrir alla að komast í
gegnum fargjaldafrumskóginn.
x x x
Víkverji er af gamla skólanum ogvill fá að vita hvað flugið kostar.
Þetta er ekkert mál þegar miðar eru
keyptir hjá Icelandair vegna þess að
þar er ein taska innifalin í verðinu,
handtaska og sæti. Og að sjálfsögðu
allir skattar og gjöld.
x x x
Málið vandast þegar flogið er meðsvokölluðum lágfargjalda-
félögum. Þá er uppgefið verð gjarnan
aðeins fyrir flugið. Síðan kostar svo
og svo mikið fyrir innritaðan far-
angur, ákveðið gjald er fyrir handfar-
angur, annað fyrir ákveðið sæti og við
bætast skattar og önnur gjöld. End-
anlegt verð er því í flestum tilfellum
langt frá því sem fyrst er gefið upp.
x x x
Áður en tölvan tók völdin fóruvæntanlegir ferðalangar á ferða-
skrifstofu, þar sem kunnáttufólk
gekk frá ferðunum. Í minningunni
gengu viðskiptin vel fyrir sig, aldrei
vandamál og allir ánægðir. Þó enn sé
hægt að fá þjónustu á svona skrif-
stofum er hún ekki eins og áður, auk
þess sem kostnaðurinn er meiri. Á
móti kemur að minni líkur eru á því
að vitleysur séu gerðar með tilheyr-
andi óþægindum.
x x x
Víkverji reynir að sýna fyrirhyggjuog ákveða flug með löngum fyrir-
vara. Það er þó ekki hlaupið að því.
Sjái hann hagstætt fargjald getur
hann ekki tryggt sér það fyrr en hann
hefur fengið frí úr vinnu á tilteknum
tíma. Þegar það er fengið er ekki víst
að góða verðið sé enn í boði og í raun
mun líklegra að það hafi hækkað. En
Víkverji hefur komið sér upp
ákveðnu kerfi og nú er svo komið að
hann verður að bíða við tölvuna því
yfirleitt er ekki hægt að panta flug á
netinu nema með innan við árs fyrir-
vara. Það er því of snemmt að gera
áætlanir í sambandi við flug í nóv-
ember 2016 og síðar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir
öllu, vonar allt, umber allt. Kærleik-
urinn fellur aldrei úr gildi. I. Kor 13:7.