Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 18
Metnaðurin ikill l>;ið v;ir ekki hluupiö að því að ná viðtali við Kristinn Rcncaík'ts- son, Ijósniyndnrn úr (írindnvik. Maðtirinn ú sjónuni nicstan pnrt úr mánuðintim, á Nultfisktogaranum (inúp <iK. Við gripum liunn þócr togarinn kom í land rétt fyrir síðustu mánuðamót í tvcggjn dnga stopp fyrir mcstu fdrn, scm ckki mun Ijúku fvrr cn á l>orláksmcssu. likkcrt vnr sjállsugðara cn að lá viðtal við Kristinn. ,Um hvað viltu tnla?" spurði linnn cr hluðumuður náði tnli nf honum rctt cftir nð liann kom i land. Ilugmyndin vnr að ræða lítilsháttnr um Ijós- inyndun og Ijósmyndaáhugann hjá Kristni. Kristinn Bencdiktsson dvaldi níu fyrstu gosdagana í Vcstmannaeyjum við Ijósmvndun og fréttaöflun ásamt Árna Johnsen blaðamanni á Morgunblaðinu. Þessa mynd af Kristni tók Gunnar V. Andrésson, nú Ijósmyndari á DV. Fyrsta myndavélin fermingargjöf Kristinn sagði að fyrsti dag- urinn sem hann fór að læra Ijósmyndun, hjá æskulýðsráði Hafnarfjarðar, væri sér ávallt minnisstæður, því Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur sama dag. „Aður var ég búinn að taka myndirá ljósmyndavél er ég fékk í fermingargjöf. Þetta var Kodak-vél, undan- fari Kodak lnstamatic mynda- vélanna. Eftir að hafa fiktað með þessa vél fékk ég mikinn áhuga á að læra framköllun og stækka á pappír. Kennarinn minn í grunn- skóla var mikill ljósmynda- dellukarl og ýtti mikið undir áhugann hjá mér,“ bætti Kristinn við, er hann var spurður um aðdragandann að Ijósmynduninni hjá honum. Sautján ára á samning ,,Ég var 17 ára gamall þegar ég fór að læra ljósmyndun á Ljósmyndastofu Þóris í Reykjavík, en árið áður hafði ég eignast góða myndavél. sem hægt var að skipta um linsur á og horfa í gegnum linsurnar. Það var nrikið mál að eignast slíkar vélar á þeim tíma. Ég var þá koniinn í menntaskóla en námið fór fyrir ofan garð og neðan vegna ljósmyndaáhug- ans. Þegar mér síðan bauðst námssamningur á stofu ákvað ég að slá til.“ Á Moggann -Þú fékkst fljótlega vinnu á Morgunblaðinu. ,,Já. Þegar ég hafði unnið á ljósmyndastofunni í um hálft ár fékk ég skilaboð um að hafa samband viðÓlafK. Magnús- son, ljósmyndara á Morgun- blaðinu. Ég hafði áður starfað sem kvöldsendill á Mogganum og þegar Ólafur frétti að ég væri farinn að læra Ijósmynd- un bauð hann mér að koma til starfa í myrkraherberginu. Atti ég að framkalla filmurog stækka myndir frá fréttaritur- unum úti á landi og einnig blaðamönnununr. Einnig var ég sendur í einstaka mynda- tþkur á kvöldin og um helgar. A Morgunblaðinu gat ég náð mér í góðan vasapeningá með- an ég var í ljósmyndanám- inu.“ -Hvað réð því að þú gerðist ekki stofuljósmyndari? „Þegar ég lauk námi árið 1970 varð ég að velja á milli andlitsljósmvndunar og frétta- ljósmyndunar. Ég valdi líflegra starfið og fréttaljósmyndunin varð ofan á. A þessum tíma vorum við þrír. ljósmyndararnir á Mogg- anum. Það var lítið að gerast fréttalega séð, miðað við nú. og því urðum við ljósmyndararn- ir að koma með góðar listræn- ar myndir til að prýða bæði for- síðu og baksíðu nánast hvern einasta dag. Það var mikill metnaður í manni að koma með góðar myndir og álagið þvi mikið.“ Til starfa erlendis -Þú fórst einnig utan til náms. „Já, það atvikaðist þannig að hér á landi var staddur ljós- myndari sem vann að tísku- myndatökum fyrir Vogue. Ég fór með blaðamanni af Morg- unblaðinu að taka viðtal við Ijósmyndarann. Þá varákveð- ið að ég myndi taka myndiraf honum að störfum daginn eft- ir. Eftir að hafa verið að snigl- ast í kringum Vogue-ljós- myndarann bauð hann mér að koma út og vinna með sér í mánaðartíma í New York. Ég sló til og á endanum varð ég er- lendis í fjóra mánuði, bæði í New York og London. Þar kynntist ég auglýsingamynda- tökum. Þessi tími minn úti varð til þess að ég sá að það var jafn gott að starfa að ljósmyndun heima á lslandi." Kristinn sagði að mikill ljómi hefði verið yfir Ijós- myndun á þessum árum. rétt eftir 1970. Sýnd hafði verið kvikmynd um ljósmyndara og því varð ljósmvndun nokkurs konar tískufyrirbrigði. Sendur í Eyjagosið -En hvernig var það, fékkst þú ekki við skemmtileg verk- efni á Morgunblaðsárunum? Kristinn var fljóturað koma með svar. „Vestmannaeyja- gosið var bæði skemmtilegt og ógnvænlegt viðfangsefni. Ég hef aldrei lifað annað eins. Ég var kominn út í Eyjar aðeins klukkustundu eftir að gosið byrjaði. Ég var sendur þarna út ásamt Arna Johnsen blaða- manni. Fyrst var gosið fyrir mér sem mikil náttúrufegurð sem síðan fór að taka sinn toll með þeim hörmungum sem við þekkjum. Við ljósmyndararnir og blaðamennirnir unnum að myndatökum og fréttaöflun á daginn en björgunarstörfum á nóttinni. Ég var úti fyrstu níu gosdagana og það var lítið um svefn. Einnig fór ég aftur til Eyja þegar hraunið byrjaði að flæða inn í bæinn.“ Kristinn taldi einnig upp fleiri viðburðaríka atburði sem hann vann við s.s. heimsmeist- aramótið í skák 1973,þarsem unnið var dag og nótt í 3 mán- uði Klagaður í lögregluna Þegar Kristinn var spurður hvort hann hefði aldrei orðið fyrir aðkasti í starfi sagði hann að einungis lögreglan hefði áreitt ljósmyndara, ef þeir gerðust of nærgöngulir. Sam- keppnin gat einnig orðið mikil rnilli fjölmiðla og nefndi Krist- inn sem dæmi þegar Dana- drottning var hér í heimsókn upp úr 1970. Þá var Kristinn staddur á vegum Morgunblaðsins austur í Skálholti. Var hann búinn að koma sér fyrir við opið á jarð- göngunum út úr Skálholts- kirkju og hugðist taka þar mynd af drottningu og forset- anum er þau gengu um jarð- göngin. Dönsku ljósmyndurunum fannst Kristinn vera fyrir sér eða fannst hann vera á góðum stað. Fóru þeir því og klöguðu í Iögregluna, sem kom að vörmu spori og kipptu Kristni upp á tún, þannig að ekkert varð af myndatökunni. Arið 1975 sagði Kristinn upp störfum á Morgunblaðinu og fór utan til að læra meira í ljósmyndun. Þegar hann síðan kom heim starfaði hann mest hjá Frjálsu Framtaki, bæði við ljósmyndun og einnig fór Kristinn út á sjó fyrir Sjávar- fréttir, tók myndir og lýsti í máli hvað fyrir augu bar. „Sjómennska hefur alltaf heillað mig. Árið 1979, um haustið, sagði ég við sjálfan mig „Nú er ég hættur ljós- myndun og farinn á sjóinn." Ég hafði starfað við þetta í 15 ár á hlaupum út og suður og aldrei frí.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.