Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 2
Jólahugvekja Sr. Þorvaldur Karl Helgason: „Fríður, fríður, frelsar- ans ... U Þorvaldur Karl Helgason Yíkurfréttir Jólablaö 1989 Það var mikið umstangfyrir skrásetningu þegna hins stóra Rómaríkis. Hver þurfti aðfara á sinn stað og svo var einnig um Maríu og Jósef sem héldufrá borginni Nasaret til Betlehems. Þar fæddist hinn himneski Jesús, mitt í skarkala hins jarðneska ríkis keisarans í Róm. Fáir vissu um fæðingu þessa barns til að byrja með. Aðeins nokkrir fjárhirðar og svo englarnir á himnum sem sungu mikinn lofsöng eins og greinirfrá í jólaguðspjallinu hjá Lúkasi: „Dýrð sé Guði í upphæð- um og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á“. Það er mikið umstang fyrir þessi jól hjá okkur hér á landi, nú sem endranær. Sérhver verður þess áskynja, enginn er víst undanskilinn þátttöku. Og svo renna upp friðsöm jólin og við reynum í öllum hávuðanum og látunum að minnastfæðingar Jesú. Flestum lýðum er nú Ijósfæðingþessa barns og lofsöngur er sunginn um gjörvallan heim af börnum og fuUorðnum: Friður, friður frelsarans, Jinni leið til sérhvers manns“ En margt hefur gerst í millitíðinni sem truflarþessi einföldu frásögu. Sí og æ verðum við að rifja upp sögunaJráfyrstujólunum, afþvíað okkur hættir til að gleymaþungamiðju hennar, mis- skilja eða skilja ekki, og um hver jól hjálpumst við að að gera okkur hana Ijósa á ný. Það sem gerir söguna svona erfiða en um leið heillandi, er að mitt í einfaldleika hennar leynist annað og dýpra. Fögnuður Maríu og Jósefs yfir fæðingu barnsins er um leið líka gleðiefni alls mannkyns. Ungbarnið sem fjárhirðarnirfundu liggjandi íjötu, er líkafrelsari heimsins. Ágústus keisari, veraldlegur höfðingi, var að vinna mikilvægt verk í ríki sínu, að skrá alla skattborgara stna. Guð á himnum valdi þennan heimsatburð til þess að gefa honurn annað og meira innihald, nefnilega upphafnýs ríkis, nýs samfélags, í kringum þetta litla barn íjötunni. Og við sveiflumst til frá trausti okkar á nýjustu fréttunum af heimsins höfðingjum ogfrásagna guðspjallanna um hann sem hvergi átti höfði sínu að halla. Það er vissulega meira öryggi að finna hjá veraldarinnar höfðingjum, sem eiga sitt landssvæði eða hafa eignað sér það og tryggja þegnum sínum öryggi í skjóli hervalds og auðs, heldur en um- komulausu reifabarni sem ekki einu sinni getur lyft hendi til að skipafyrir, hvaðþá boðið upp á fullkomnar ratsjárstöðvar. Þegar barnið óx úr grasi hljómuðu orð hans frekar sem góðlátlegt tilboð til manna: „Fylg þú mér“. Og þeir sem tóku sig upp og héldu í humátt á eftir honurn kynntust því að samfylgdin var í senn ánægjuleg en líka krefjandi. Þeir sáu sjúkafá bót meina sinna, daufa heyra og dauða upp rísa, en jafnhliða voru þeir spurðir um hverhann væri í raun og áhyggjur morgundagsins hurfu ekki, þrátt fyrir nærveru hans ogfögur hvatningarorð um hið gagnstæða. Og þegar á reyndi og valdsmenn ríkisins kröfðu þá sagna, afneituðu þeirþessu sam- félagi við þennan hógværa kærleikskrefjandi mann, sem í sífellu talaðiílíkingum um hinn himn- eska föður og rtki hans. Við upplifum þessa dagana að valdahlutföll nútímans breytast og múrar yfirráðasvæða her- velda eru brotnir niður, og það af þeim sem fæstir bjuggust við að létu undan. Viðfögnumþvíer sýnilegir og ósýnilegir veggir tortryggni víkja fyrir vilja til samstarfs og sameiningar. Öðrum megin þessa veggjar eru menn að rísa upp til ennfrekariþjóðarvitundar og hinum megin er gagn- stætt að gerast er þjóðir Vestur-Evrópu stíga innan tíðar skref til enn frekari sameiningar. Öðr- um megin dró kannski matarskortur ráðamenn til þess að opna hliðið, okkar megin er það kannski offramboð matvæla og alls kyns varnings sem knýr okkur til róttækra aðgerða. Við er- um að kafna í smjöri og plasti, mengun og ómenningu. „Mitt ríki er ekki afþessum heimi“, sagði Kristur við lærisveina sína. Höfðingjarþessa heims koma og fara. Skammt er milli gleði og ótta í skjóliþeirra. Múrinn ntilli austurs og vesturs var reistur á einni nóttu. Kristnir menn verða sífellt að hafa hugfast að hvenærsem erkann nýrmúr að verða hlaðinn og ekkert ætti að koma okkur á óvart íþeim efnum. Stuttur tími leið millifagn- aðarláta pálmasunnudags og þeirra stundar er krossinn var reistur á Golgatahæð. Mannlegur breiskleiki er algjör, hann hefur ekki horfiðþótt einhver hlið hafi verið opnuð. Raunveruleg hjálp handa hungruðum virðist ekki vera megin markmið smjörfjallsþjóðanna í vestri. Kærleikurinn á enn í vök að verjast. Réttlætið er enn fótum troðið. Þörfin er ætíð sú sama hjá okkurfyrir bæn fyrir miskunn, fyrirgefningu, sáttargjörð við Guð og menn. Vitanlega fögnum við öll er vopnsjúkar stórþjóðir leggja frá sér byssurnar og opna leið til sátta og samtals. En hinn endanlegi friður á jörðu er ekki kominn, hann felst aðeins t þeim orðum sem englarnir sungu um ájólanótt. Sáfriður snýst um dýrð Guðs, ogþá himnesku birtu er hvergi annars staðar að finna en við fótskör frelsarans Jesú Krists. Von okkar er ætíð bundin veruleika hans nú um fæðingarhátíð hans og endranæsr. „Friður sé um fold og haf, friðarboðskap Jesú gaf‘. Fögnuður alls heimsins um frið á foldu leynist í frásögunni frá Betlehemsvöllum. Þangað skulum við snúa okkur til leitar að nýju UJi, lausn og líkn. Guði einum sé dýrð að eilífu. Gleðilega jólahátíð í skjóli Guðs friðar. stærsta frétia-QG auglysiNGABLAÐip a suðurnesjum Utgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, simar 14717,15717, Box 125, 230 Keflavík. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas 12677, bílas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5600eintök sem dreifter ókeypis um öll Suðurnes. - Aöili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun. notkun Ijósmynda og annað er ólieimilt nema heimildar sé getið. __________________________________Setning. filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.