Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 26
Verslum heima - Höldum fjármagninu í heimabyggð Víkurfréttir Jólablað 1989 Valfrelsi í jólagjöf - Gísli í STUDEO tekinn tali „Þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum fóiki upp á gervi- hnattamóttakara hér í Studeo og fólk sýnir þessum búnaði mikinn áhuga og er mikið að spá,“ sagði Gísli Guðfinnsson í versluninni Studeo við Hafn- argötu í stuttu spjalli við Vík- urfrcttir nú eftir síðustu helgi. Hljómtæki og örbylgjuofn- ar eru vinsælar jólagjafir að sögn Gísla, en nú er það spurn- ingin hvort Suðurnesjamenn vilja fá aukið valfrelsi í jóla- gjöf, því með móttökubúnaði þeim fyrir gervihnattasend- ingar, sem Studeo býður, er hægt að ná allt að 34 sjón- varpsstöðvum á ýmsum tungumálum, allt nokkuð vin- sælar stöðvar með gott sjón- varpsefni. „Að sjálfsögðu stendur smávaran einnig fyrir sínu, en við höfum á boðstólum laser- diska, vasaútvörp, ferðatæki og ýmsa aðra smávöru sem hentar vel í jólapakkann og fyrir budduna,“ sagði Gísli Guðfinnsson í Studeo að end- ingu. Hefurðu velt því fyrir þér hverjir eru KOSHR OG r þess að versla hér á Suðurnesjum? Kostirnir er þessir: 1. Hér eru fjölmargar verslanir með nánast allan þann varning sem við þurfum. 2. Þú sparar þér ferðakostnað. Reykjanesbrautin hefur hingað til ekki heldur verið talin mjög „skemmtileg". 3. Verð í verslunum á Suðurnesjum er fyllilega samkeppnisfært við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Verðkannanir eru þar órækasta vitnið. 4. Aukin verslun eykur veltuhraða og eflir verslun hér og gerir hana þar með færari að veita góða þjónustu. 5. Þú styður ekki aðeins við bak verslananna sjálfra, heldur og alls bæjar/ sveitarfélagsins - þar með talið þitt eigið - þar sem aukin velta færir því meiri tekjur af versluninni. Þetta kemur þérogokkur öllumtil góða,t.d. í framkvæmdum hjá bæjar/sveitarfélaginu. 6. Vöruúrval er gott, í langflestum tilfellum ekki síðra en annars staðar. Ef varan er ekki til staðar er hægt að útvega hana með stuttum fyrirvara. 7. Þín viðskipti halda uppi atvinnu. Þú velur hvort sú vinna er unnin í heimahéraði eða annars staðar. r Okostirnir eru: í þeirri hörðu samkeppni sem nú er í allri verslun, t.d. á höfuðborgarsvæð- inu, er gripið til margvíslegra gylliboða. Hugleiddu nú hvers virði það er að hafa góða verslunarþjónustu á Suðurnesjum og hvaða áhrif það hefur á búsetu hérna, ef þessi þjqnusta flyst i auknum mæli til annarra byggðarlaga. Lesandi góður. Við ætlum að láta þér eftir, að tína til þá ókosti sem þér finnst samfara því að versla hér á Suðurnesjum. Ef þú telur þig geta fengið betri vöru, verð og þjónustu utan bæjarmarkanna, veltu því þá fyrir þér hvort ferð þangað sé þess virði. VERSLUM HEIMA T’ STÆRSTA frétea-og auglysingablaðið á suðurnesjum Víkurfréttir Gísli Guðfinsson í Studeo við gervihnattamóttakara, sem verslunin býður upp á. Ljósm.: hbb. Magnús Hjörleifsson að störfum. Ráarréttir í Vikuna Nú í jólamánuðinum birtast í hinu viðlesna heimilisblaði Vikunni, sem útgefið er af SAM-útgáfunni, Ijósmyndir og umsögn um rétti Sverris Halldórssonar, kokks á Ránni við Hafnargötu í Keflavík. Um er að ræða ellefu rétti úr uppskriftabók Sverris, en einnig eru kokteilar Björns Vífils Þorleifssonar til umfjöil- unar. Það er hinn þekkti ljósmyndari, Magnús Hjör- leifsson, sem myndaði réttina. Sverrir Halldórsson, Bryndís Kristjánsdóttir blaðakona á Vikunni, og Magnús Hjörleifsson Ijósmyndari. Ljósm.: hbb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.