Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 14
Viðtal Vikurfréttir Jólablaö 1989 Eitt af því fyrsta sem kemur upp í mönnum er viðskiptaeðlið. Hér stendur Guðmundur hjá sölumönnum sem selja brot úr múrnum og boli með forsíðufrétt dagblaðs. Sumir leigja einnig út hamar og meitil og gera það gOtt. Ljósmyndir: Björn Knútsson „Líktist alls- herjar fjol- skylduhátíð" - segir Guðmundur Kristinsson, keflvískur námsmaður í Vestur-Berlín um opnun Berlínarmúrsins Fjölmargir íslcndingar hafa í gegnum árin lagt leið sína til annarra landa í framhaldsnám af ýmsu tagi. Einn þeirra er Guðmundur Már Kristinsson. I lann er horinn og barnfæddur í Keflavík, sonur hjónanna Krist- ins Guðmundssonar og Jónínu Gunnarsdóttur, en þau eiga og reka málningarvöruverslunina Dropann. Guðmundur hefur verið bú- settur í Vestur-Berlín síðan í janúar 1985 og leggur þar stund á nám í hagverkfræði við Tækniháskólann (Technische Universitat). Hagverkfræði (Economical Guðmundur við tákn Berlínarborgar, Brandenburgarhliðið. fjölskyldurnar sem klofnuðu og það er erfitt að gera sér í hugarlund þær breytingar sem þetta hafði í för með sér fyrir fólkið sem búið hafði í þessari borg sem einni heild. Þessir borgarhlutar voru gersamlega aðskildir í 28 ár eða þar til múrinn var opnað- ur 9. nóvember síðastliðinn, en sá dagur markaði tímamót í sögu Þýskalands, Berlínar og Engineering) er sambland af rekstrarhagfræði og verkfræði. Við heimsóttum Guðmund og unnustu hans, Astu Völu, í byrjun desember og báðum hann að fræða okkur um Berl- ín og þær miklu breytingar sem þar hafa orðið í kjölfar umbóta í austur-þýskum stjórnmálum. „Berlín var höfuðborg Þýskalands til ársins 1945 er Þjóðverjar höfðu játað sig sigr- aða í seinni heimsstyrjöldinni. Upp frá því var Þýskalandi skipt í austur og vestur sam- kvæmt Posdamersamningn- um. Við þessa skiptingu var Berlin nú innan Austur- Þýskalands. Henni var einnig skipt, en það gerðist þó ekki fyrr en 13. ágúst 1961, þegar Berlínarmúrinn var reistur. Með tilkomu múrsins voru allar samgöngur milli Austur- og Vestur-Berlínar torveldað- ar mjög. Það voru þvi margar Hver hefði getað trúað þessu fyrir ári? Austur-þýskir landamæra- verðir, kampakátir ásamt viðmælanda okkar. Viomælandi okkar horfir yfir til A-Berlínar. Gat hefur verið höggvið á múr- inn, þrátt fyrir merki sem bannar notkun hamra. mannkynssögunnar. Að und- angengnum fjöldafundum 1 Leipzig í október og nóvemb- er fékk alþýða Austur-Þýska- lands uppreisn æru um þá kröfu að grundvallarmann- réttindi væru ekki fótum troð- in. Múrinn opnast „Að kvöldi fimmtudagsins níunda nóvember sátum við Asta og horfðum á sjónvarpið er dagskráin var skyndilega roftn og tilkynnt var að Aust- ur-þýsk yfirvöld hefðu ákveð- ið að opna múrinn. Þúsundir Austur-Þjóðverja voru á leið eftir götum Austur-Berlinar í átt að múrnum til þess að kom- ast í borg frelsis, Vestur-Berl- ín. Við drifum okkur í skyndi út að næsta hliði múrsins sem heitir Checkpoint Charlie. A leiðinni þangað mættum við fjölmörgum Trabant og Wart- burg bifreiðum með skælbros- andi ökumönnum, sem óspart Keflavík - Suðurnes Það er ekki bara fy, Jo/, sem okkar mar< fomaða konfekt hitt nark, það eraiitafn a^'V tækifæris ánð ' citt Sæ'9æti ‘ fíZð‘ : 0/ °9 gos - oc Bæ/anns bestu pyisu] aaðems 100 krónur. LINDIN - er alltaf í leiðinni. Hafnargötu 39 - Keflavik - Simi 11569 'k # sjh ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.