Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 34
Viðtalið Siyurður lnnvarsson mun öru(*}>k'jía ekki k'^^ja hullann á liilluna í hráð. I.jósm.; hbh. Vikurfréttir Jólablaö 1989 Keflvíkingar, Suðurnesjamenn PÓSTUR OG SÍMI Flugstöð Leifs Eiríkssonar PÓSTAFGREIÐSLAN er opin frá kl. 9-18 mánudaga til föstudaga. Tökum á móti erlendum sem innlendum pósti. MUNIÐ - Beint í flugvélina. STÖÐVARSTJÓRI Hann er af mörgum talinn guðfaðir knattspyrnunnar í Garðin- um, vann einna ötulast að því að endurvekja starf Knattspvrnufél- agsins Víðis, að öðrum ólöstuðum. Eins og flestum sem eitthvað fylgjast með íþróttum ætti að vera Ijóst eru ekki mörg ár síðan stjarna Víðis fór að skína skært á himnum og Víðismenn stefna enn hærra, að sögn viðmælanda okkar, sem er Sigurður Ingvarsson, raf- virki og hreppsnefndarmaður í Garði. Nú fara flestar hans frístund- ir í að þjálfa litlu pollana í knattspyrnunni en Siggi rafvirki, eins og hann er yfirleitt kallaður í Garðinum, ætlar með 5. flokkinn til Fær- eyja á komandi sumri. Blaðamaður kíkti í kaffi til Sigurðar nýverið og tók hann tali. Knattspyrnan var öðruvísi ,,Við strákarnir vorum bún- ir að leika knattspyrnu á tún- unum hér i Garði í þrjú eða fjögur ár áður en við létum til skarar skríða og endurvöktum félagsstarfið í Víði. Knatt- spyrnan á árunum í kringum 1967 var öðruvísi en við eigum að venjast í dag. Yfirleitt æfð- um við bara og spiluðum þegar veður var gott, en eftir að til endurreisnar félagsins kom var farið að æfa af fullri al- vöru. A þessum tíma var gert aðeins meira en að spila bara fótbolta, því við slógum einnig völlinn þegar þess þurfti með á knattspyrnuæfingum." Verður að rækta yngri flokkana -Nú hefur þú helgað starf þitt með knaitspyrnulélaginu yngri flokkunum. Eru margar framtíðarstjörnur að stíga sín fyrstu spor á knattspyrnuferl- inum hjá þér? „Það verður að leggja mikla rækt við yngri flokkana, því annars stöndum við framrni fyrir því eftirnokkuráraðeiga enga meistaraflokka. Við eigum marga ágætis stráka í boltanum, sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Það þurfa að vísu fleiri aðsýna starfi yngri flokk- anna meiri áhuga heldur en gert er í dag og jafnvel gefa sér meiri tíma til þjálfunar þeirra. Eitt hefur háð okkur tals- vert við þjálfun yngri flokka hjá Víði. Það eru flutningar á fólki til og frá byggðarlaginu. Eitt sumarið finnst manni vera kominn góður hópur stráka i knattspyrnunni, en þegar komið er fram á næsta sumar eru topparnir úr hópnum jafn- vel fiuttir í burtu og nýliðar konmir inn í staðinn," svaraði Sigurður. Næsta sumar ætlar Sigurður með strákan í 5. fiokki til Fær- eyja. Um cr að ræðtt myndar- legan 20 barna hóp sem ætlar< að ælá og spila þarytra. Sagði Sigurður foreldra krakkanna vera mjög duglega við að fjár- magna ferðina og nú þegar er kominn myndarlegur sjóður. Þá hefur unglingaráð Víðis einnig unnið vel að þessu máli. Siggi sagði ferðir sem þessa vera nauðsynlegar, þær þjöpp- uðu hópnum betur saman. Áhrif fyrstu deildarinnar -Hvaða áhrif finnst þér það hafa haft fyrir byggðarlagið, að meistarafiokkur Víðis náði þeim áfanga að komast í 1. deild um árið? „Vera Víðis í fyrstu deild þessi þrjú sumur hafði mjög góð áhrif fyrir byggðarlagið, þó svo erfitt sé að nefna þau hér. Þó má segja að Garðurinn hafi verið með öllu óþekktur hjá fólki af t.d. höfuðborgar- svæðinu þar til Víðir fór að láta að sér kveða i knattspyrnunni. En félagið varð ekki til á einni nóttu. Strákarnir sem nú eru í eld- línunni hafa í gegnum tíðina alltaf leikið saman og oft kom- ist í úrslit í sínum fiokkum. Við það að félagið náði þetta langt komu fieiri til starfa hjá félag- inu og lögðu á sig mikla vinnu fyrir það, sem verður seint þakkað." Guðfaðir fótboltans í Garði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.