Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 41

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 41
Viðtalið Vikurfréttir Jólablaö 1989 Karl Guðjónsson, hóteleigandi Ljósm.: cpj. Þar gerðist ég innflytjandi, lærði þar og vann síðan við flugskóla. Þarna var ég í tvö og hálft ár. Annars var erfitt að fá vinnu hjá flugfélögum þar, svo ég hélt heim á Ieið en þá var uppgangur hjá Loftleiðum. Fór ég fyrst niður til New York, nam þar blindflug og siglingafræði og var þar í um hálft ár. Kom síðan heim og fékk vinnu hjá Loftleiðum.“ Bíafra og Cargolux „Var ég hjá Loftleiðum til 1969, en þá var Bíafra-ævin- týrið í gangi og endaði það með því að ég fór niður til Afríku og dvaldi þar í tvo og hálfan mán- uð. Flugið hafði þá legið niðri eftir að vél frá Rauða krossin- um hafði verið skotin niður. Fór flugið aldrei i gang aftur og því varð þetta bara hangs hjá okkur þarna niðri í Afríku. Kom ég síðan heim, en í millitíðinni flugum við með vörur frá Evrópu og niður til Nígeríu eftir að Bíafrastríðinu lauk. Voru vélarnar, sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Loftleiðir voru með, síðan gefnar til Perú og fór ég með í áhöfn fyrstu vélarinnar sem fór til Perú. Þá var komin upp staða hjá Cargolux, sem var að byrja að þreifa fyrir sér. Var þegar orð- ið talsvert að gera og því vor- um við tveir beðnir um að koma strax til baka og leysa af áhöfn hjá Cargolux í óákveð- inn tíma. Þetta var sumarið 1970 og við urðum þar áfram. Byrjaði þetta fyrst á því að flytja vínber frá Kýpur og til nágrennis Londonar. Síðan þróaðist þetta úr einni Cargo- luxvél í fleiri, en þær komu eins og á færibandi og flugfél- agið stækkaði mjög ört.“ Flugfélag Norðurlands „Síðan kom ég heim og flaug eitt sumar hjá Vængj- um.“ Þetta var árið 1978. Arið eftir fór hann til Flugfélags Norðurlands á Akureyri og var þar í 9 ár, en hefur nú feng- ið launalaust leyfi meðan verið er að skoða hótelmálið. -En hvort skildi nú vera meira gaman, að fljúga á litl- um vélum eins og á Akureyri Úr borðsal hótelsins. Ljósm.: Oddur Sigurðsson eða þeim stóru? „Það er nú erfitt að segja til um það. I innanlandsfluginu eru styttri flug og meira um flugtök og lendingar og í góðu veðri lærir maður mikið um landið. En á stærri vélunum er þetta lengra flug, en að vísu kemur maður víða um heim- inn og því ekki hægt að bera þetta saman. Þó að vísu sé mest um flugvelli og hótel sem maður sér á þessum lengri leið- um gefst þó stundum tækifæri til að skoða sig aðeins um.“ Urðum að koma fólki annars staðar fyrir Þegar þau hjónin fóru út í hótelrekstur reiknuðu þau alltaf með að þurfa 2-3 ár til að koma hótelinu í það horf sem þau vildu hafa það og ná að auglýsa það upp. „En ég held að nú sé þetta komið vel á rek- spöl og því erum við bjartsýn á framhaldið. Nágranni okkar er læknir en hann býr í næsta húsi við hótelið. Segist hann ekkert skiija í því, að sá sem rak þetta á undan okkur talaði frönsku og þýsku en samt var ekkert að gera hjá honum. Síðan kom- um við frá íslandi og tölum hvorki þýsku ná frönsku en samt er fullt að gera hjá okkur. Fannst það merkilegt. Enda hafa sumrin verið mjög góð hjá okkur og við höf- um oft þurft að koma fólki fyr- ir á öðrum hótelum í nágrann- abæjum. T.d. kom það fyrir í sumar, að á sama tíma og allt var fullt hjá okkur þurfti ann- að hótel í nágrenninu, sem var minna og bauð upp á minni þægindi, að loka vegna þess hve lítið var að gera hjá þeim.“ Piparsteiktur steinbítur -Nú segist þið vera með ís- lenska kokka og íslenskan matseðil. Hvað er það sem þið bjóðið héðan? „Við erum með allan okkar fisk frá Vogum h.f. í Vogum og hann líkar mjög vel. Flytj- um við hann beint héðan frá Keflavík. Þó landinn sæki kannski ekki í fisk á ferðalög- um eru það ferðamenn frá öðr- um löndum sem sækja í hann. Annars er allur matur mjög vinsæll hjá okkur en pipar- steiktur steinbítur er þó allra vinsælasti rétturinn. Það er bara verst að ekki skuli vera hægt að kaupa héðan íslenskt lambakjöt, en það fáum við ekki,“ sagði Karl Guðjónsson að lokum. Eigendur og starfsfólk. lnga og Kalli fyrir miðju. Ljósm.: Skatti Hailgrímsson Sendum íbúum á Suðurnesjum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár, - með þökk fyrir ánœgju- leg viðskipti á liðnu ári. Aðalstöðin hf. - þjónusta í 40 ár!_ K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.