Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 15
þeyttu flautur bifreiða sinna sem tákn um nýfengið ferða- frelsi. Þá fyrst varð okkur ljóst að þetta var raunverulegt og það sem ef til vill var merkilegast, við vorum þátttakendur í þessu eftir að hafa átt hér heima í hartnær fimm ár og ekki órað fyrir atburðum af þessu tagi. Er við komum að hliðinu blasti við okkur sjón sem við munum aldrei gleyma. Þús- undir manna streymdu í gegn- um hlið múrsins og hrópuðu: „Die Mauer ist weg und Berlin ist wieder Berlin,“ sem út- leggst á íslensku: „Múrinn er fallinn og Berlín lifir á ný.“ Þarna sáum við fjölskyldur hittast eftir 28 ára aðskilnað. Fólk faðmaðist og grét af gleði sem svo sannarlega var ekki að ástæðulausu. Þessi helgi var líkust allsherjar fjölskylduhá- tíð í Vestur-Berlín og ánægja og gleði var svo ríkjandi í við- móti fólks. Krárnar gáfu frían bjór og voru opnar undir morgun." 28 ára innilokun „Eitt atriði er mér þó minn- isstæðara en annað þetta um- rædda kvöld, en það átti sér stað við hliðið. Eldri maður kom í gegnum hliðið og hróp- aði um leið og hann grét, að þyngsta refsing í siðmenntuð- um löndum fyrir glæp væri 25 ár en Austur-Berlínabúar hefðu verið lokuð inni í 28 ár. Að sjá þennan mann gráta endurspeglaði á áhrifaríkan hátt þær þrengingar sem þetta fólk hefur þurft að lifa við, sem við Vesturlandabúar eigum erfitt með að skilja." Stórfréttir á hverjum degi Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna daga og segir Guðmundur að það séu stór- fréttir á hverjum degi. „Borgar- stjórar Austur- og Vestur-Ber- línar hittust í dag og ræddu m.a. sameiginlegar áætlanir í vegagerð og umhverfisvernd. Það er mikil mengun í Austur- Berlín og þeir hafa ekki notað neinar mengunarvarnir á verk- sntiðjur sínar. I stilltu veðri má sjá mengunarþoku yfir borg- inni. En það eru mörg vanda- málin sem eru óleyst, og leys- ast ekki á einum degi. Hag- kerfið er í rúst og erfiðleikar í peningamálum. Það er stefnt að því að stofna sameiginlegan gjaldeyrissjóð, en það er eitt af mörgum málum sem verða erfið viðureignar. Spennan í kringum atburði dagsins er mikil. Maður kaupir 2-3 blöð á hverjum degi til að fylgjast með. Blöðin hafa grætt á þessu og sala þeirra stóraukist", sagði Guðmundur og bætti við að lokum, að hann hlakkaði til koma heim til Kefiavíkur um jólin. „Munurinn á því að vera í svona stórborg og litlum bæ er mikill. Hér skiptir sér eng- inn af náunganum og kurteisi er ekki mikil. Mannleg'sam- skipti eru afskornumskammti og það er sennilega stærsti munurinn á stóru þjóðfélagi og litlu eins og við eigum að venjast heima". Yikurfréttir Jólablaö 1989 Guðmundur og Ásta Vala við ána Spree, sem rennur með múrnum að hluta. Þarna hafa nokkrir drukknað er þeir liafa freistað þess að komast í frelsið. I)E>BÓK -09 allar hinar jólabækumar Heba hefur fyrir löngu ákveðiö að segja sögu sina og telur að með því að segja allan sannleikann geri hún þjóðfélagslegt gagn. Hún hlif- ir engum - heldur ekki sjálfri sér. Verð: 3875 kr. HEIMSMETABÓK Heimsmetabók Guinness nýtur mikilla vinsælda um allan heim, og líkast til ber að líta á hana öðru fremur sem skemmtiefni, enda er margt i henni skemmtilegt aflestr- ar. Verð: 2990 kr. Kiddi á sér stóra drauma og stefnir að því að ná langt sem knatt- spyrnumaður. Verð: 1490 kr. Sandkorn timans segir frá fjórum nunnum sem skyndilega neyðast til að flýja verndað umhverfi klaust- ursins i miskunnarlausan heim, sem þær höfðu yfirgefið. Verð: 2675 kr. Þetta er óvenjuleg ferðabók. Þor- björn og Unnur smiðuöu skútu og sigldu á henni yfir hálfan hnöttinn. Hér segja þau feröasöguna á fjör- ugan og skemmtilegan hátt. Verð: 3880 kr. Skáldsaga um unga stúlku sem líf- ið hefur leikið nokkuð grátt, þótt um siðir birti til og hamingjan brosi við henni á nýjan leik. Athyglis- verð bók sem tekur á viðkvæmum vandamálum. Hér sþinnur höfundur á listrænan hátt útrúlega örlagasögu ungrar stúlku úr þeim margslungnu þráð- um er leynast í mannlegu eðli. Ástin og hatrið, sektin og sakleys- ið hljóta enn á ný djúþa og óvænta merkingu i huga lesandans. Verð: 2980 kr. Einhvers staðar í Evrópu er lest á ferð. ( einum vöruvagni hennar leynist banvænn farmur sem gæti haft örlagarikar afleiðingar fyrir alla heimsálfuna um ókomna tima. Verö 1980 kr. Kannist þið við Sollu Bollu og Tá- mínu? Þegar þær verða vinkonur lifnar nú heldur yfir Sollu litlu, því að saman eignast þær dálítið leyndarmál sem enginn veit . . . Verð 980 kr. Inga Huld Hákonardóttir ræöir við Guörúnu Ásmundsdóttur um ást og trú, gleði og sorg, hjónabönd og tilfinningar. Þjóðin þekkir hana á leiksviöinu. Verð 3280 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.