Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 35
Viðtalið Vikurfréttir Jólablaö 1989 Ekki sam- einingarmaður Tal okkar Sigurðar berst nú að sameiningarmálum og þá kannski helstá íþróttasviðinu. Nokkuð hefur verið rætt og rit- að um gervigrasvöll að undan- förnu. Eiga Suðurnesjamenn að sameinast um einn völl, eða hvað finnst Sigurði? ,,Ég hef aldrei þótt mikill sameiningarmaður en við Suð- urnesjamenn verður þó aðfara að gera eitthvað í íþrótta- mannvirkjum, svo við verðum ekki langt fyrir neðan það for- skot sem Reykvíkingar hafa." -Hvað með sameiginlegt Suðurnesjaúrval í knattspyrn- unni? „Fækkun knattspyrnuliða getur ekki verið til góðs og fyrirkomulagið er best eins og það er nú í dag.“ -Nú eru þau þrjú, Suður- nesjaliðin sem leika í 2. deild á komandi sumri. Grindvíking- ar komu upp og Keflvíkingar komu úr 1. deildinni. Hvernig líst þér á? „Næsta sumar líst mérmjög vel á. Það verður mikil spenna í deildinni og það mun koma sér vel fyrir félögin, að þau séu þetta mörg af þessu svæði. Ahorfendur verða því fleiri og tekjur félaganna aukast.“ Félögum ekki mismunað -Oft er talað um það í hinurn minni sveitarfélögum að mikl- um fjármunum sé veitt til knattspyrnunnar. Félögum í sveitarfélögunum sé jafnvel mismunað. Er eitthvað til í slíkum orðrómi? „Sveitarfélagið reynir að gera eins vel og hægt er fyrir öll þau félög sem starfandi eru. Það er rangt að öllum íjármun- um sé varið til knattspyrnu- mála. Því er ekki að leyna að hér í Garðinum hefur verið staðið vel að knattspyrnumál- um hin síðustu ár. Tekjustofnar sveitarfélag- anna ættu hins vegar að vera þannig að sveitarfélögin gætu staðið betur að þessum málum og eflt félagsstarf ýmiskonar.“ r Ihugað að hætta Það er farið að líða að lokum þessa spjalls okkar Sigga. Sigurður Ingvarsson ásamt hinum fríða barnahóp, sem halda mun utan til Færeyja á sumri komanda. Eins og sét á mvndinni er stelpa í liðinu. en það mun ekki vera í fyrsta skipti sem það gerist, enda jafn- réttið í fvrirrúmi. Gleymum Glasgow og Kringl- unni, Verslum á heima- i slóðum. Víkurfréttir TILKYNNING Keflavík - Grindavík Njarðvík - GuIIbringusýsla Samkvæmt lögum nr. 474/1988 og reglu- gerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síðar en 15. desember 1989. Að öðrum kosti verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík og hjá aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Grinda- vík. Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Kannski best að spyrja að end- ingu: Hefurðu ekki hugsað út í það að hreinlega hætta að ,,stússast“ í knattspyrnunni? „Það hefur oft hvarflað að mér að nú væri tími til kominn að leggja skóna á hilluna, en ég þarf ekkert annað en að líta út um eldhúsgluggannhjá mérog sjá þá Jóhann Jónsson, mann á áttræðisaldri, kasta kúlu, svo mér snúist hugur. Ég get alla- vega ekki notað aldurinn til að afsaka það að ég hætti í íþrótt- um,“ sagði Sigurður Ingvars- son að endingu. Auglýs- endur athugið Síðasta blað fyrir jól kemur út n.k. fimmtudag, 21. des. Auglýsendur eru hvattir til að vera tímanlega með aug- lýsingar I blaðið. Einnig kemur út blað föstudaginn 29. des., sem ersiðasta blað ársins. Skilafrestur auglýs- inga i það blað er til hádegis fimmtudaginn 28. des. Víkurfréttir HOLA í HÖGGI ÁJÓLUM GOLFSETT og KERRUR 'k barnasett kr. 7.490 Unglingasett i poka kr. 11.490 'k kvennasett kr. 13.980 '/2 karlasett kr. 13.980 , Golfkerrur frá kr. 5.690 Ppkar frá kr. 5000 - Púttholur kr. 550 Borðtennisborð og spaöar _$* 'jT’ SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 - Keflavík - Sími 14922 Þrek- hjól - þræl- sniðug Tilkynning um áramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramóta- brennu á svæði Brunavarna Suðurnesja, ber að sækja um leyfi til slökkviliðs B.S. í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er að ábyrgðar- maður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða íjarlægðar. Umsóknir berist fyrir 22. desember 1989. Lögreglan í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Brunavarnir Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.