Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 20
Úr ýmsum áttum Vikurfréttir Jólablað 1989 Ummmm.. . Smurt brauð og kökur og vöfflur með rjóma. Kaffi og kakó. Alla daga í des- ember í kaffinu. Lítið inn i jó\aösinn» FRI HEIMKEYRSLA NÆTURÞJÖNUSTA FRl HEIMKEYRSLA Á PIZZUM, FRÖNSKUM, SALATI, SÓSU OG GOSI I KEFLAVÍK OG NJARÐVlK Á LAUGARDAGSKVÖLDUM MILLI KL. 22 OG 02. Eldbakaðar Greiðslukorta- þjónusta og auðvitað líka fljót þjónusta. ILANS Sími 14777 1. Oregano pizzur 9" 12" 435 575 2. Skinka, sveppir, ananas 705 840 3. Nautahakk, sveppir, pepperoni 770 905 4 Nautahakk, sveppir. paprika 705 840 5. Skinka, sveppir, iaukur. rækjur 795 930 6. „Langbest" pizza með ollu 925 1060 7. „Hot pizza". nautahakk. sveppir. paprika. sterkur rauður pipar, lauk- ur. pepperoni. hvítlauksolia. Ný og hressandi pizza, ofsa góö 830 965 Sendum öllum Suðurnesj amönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL, GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. GRAGAS HF. Vallargötu 14 - Kcllavík Símar 11760, 14760 Jölatrésfagnaður í Garði Kvenfélagið Gefn heldur sinn árlega jóla- trésfagnað laugardaginn 30. desember kl. 14-16 og 17-19. Hljómsveit Ólafs Gauks skemmtir. Jólasveinar koma í heimsókn.1 Aðgöngumiðar verða seldir í Samkomu- húsinu í Garði miðvikudaginn 27. desemb- er nk. kl. 16-18,eftirþaðhjáMargréti ísíma 27259. Allir velkomnir. Nefndin Eldvarnir um hátíðarnar Ágætu Suðurnesjabúar! Nú líður senn aðjólum ogáramót- um, þeim tímaársinssem mest er verið með óbyrgðan eld, kerti, eldspýtur og skreytingar allskonar. Þið farið að komast í hátíðarskap, hugið að jóla- haldinu með öllum þeim verk- um sem þeim fylgja. Það er mikið að gerast á flestum heimilum fyrir þessa stærstu og Ijósamestu hátíð ársins, svo að allt verði tilbúið þegar há- tíðin gengur í garð. En við skulum ekki flýta okkur of mikið. Það má ekkert koma fyrir sem spillt getur fyrir gleði hátíðarinnar. Við hjá Brunavörnum Suð- urnesja viljum biðja ykkur um að huga vel að brunavörnum heimilisins. Það er því miður staðreynd að flestir eldsvoðar verða í kringum jól ogáramót. Ástæðan er sú að þá er mest verið með óvarinn eld, alls- konar jólaskreytingar og kertaljós. Hafið því kertin í góðum kertastjökum, þannig staðsettum að ekkert sé nálægt sem kviknað geti í. Aðgætið einnig hvort rafmagnsleiðslur og perustæði á ljósaseríum séu ekki í lagi. Þá ber að minnast á þá hættu sem er samfara ára- mótabrennum, flugeldum og ýmiskonar blysum. Sýnið því aðgát við störf ykkar yfir há- tíðarnar og þá sérstaklega við djúpsteikingu, t.d. við bakstur á laufabrauði og slíku. Hafið ávallt lokið af steikarpottinum eða eldvarnateppi við hendina þegar slík vinna fer fram, því að kæfing er rétta slökkviað- ferðin í slíkum tilfellum. Til að minnka hættu á eldsvoða þarf að vera reykskynjari af viður- kenndri gerð á hverju heimili staðsettur í samráði við eld- varnaeftirlitið. Reykskynjarar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og komið í veg fyrir marga eldsvoða. Einnig þarf að vera til á hverju heimili slökkvitæki og eldvarnateppi. Rétt við- brögð, ef reykskynjari gefur viðvörun um eld, getur skipt sköpum um afleiðingarnar. Rétt viðbrögð eru: 1. Að láta alla sem í húsinu eru vita og koma öllum á öruggan stað. (Ef fara þarf út á fleiri en einum stað, þá gerið manntal þegar út er komið til að vera viss um að allir hafi komist út). 2. Kallið á slökkviliðið, brun- asími er 12222. 3. Reynið að slökkva eldinn, en setjið ykkur ekki í hættu við það. Þegar hús er yfirgefið í elds- voða er mikilvægt að loka eld- inn af, með því að loka á eftir sér hurðum og gluggum. Með því hindrar þú útbreiðslu elds- ins. Ágætu Suðurnesjabúar! Við hjá Brunavörnum Suðurnesja vonum að við þurfum ekki að koma í heimsókn til ykkar til slökkvistarfa yfir hátíðarnar, en þetta er mikið undir árvekni ykkar sjálfra komið. Gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. Brunavarnir Suðurnesja Eldvarnaeftirlit. Að loknum aðalfundi SSS á hverju ári halda aðalfundarfulltrúar og gestir fagnað. Að þessu sinni var hann haldinn í Sandgerði. Hér eru það þeir Olafur Gunnlaugsson, Finnbogi Björnsson, Eðvald Bóas- son, Jóhann Einvarðsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Eilert Eiríksson, Karl Steinar Guðnason og Steingrímur Hermannsson að skemmta, undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar (Bróa). Glatt á hjalla hjá SSS ,,Það er kominn tími til fvrir þingmenn að fara að gera eitthvað", sagði Olafur Gunnlaugsson þeg- ar hann bað Karl Steinar að halda undir nótna- bókina. F.v.: Sveinfríður Ragnarsdóttir, Birna Jóhannes- dóttir, Steingrímur Hermannsson, Björgvin Lútliersson, Bogga Sigfúsdóttir og Edda Guð- mundsdóttir. Ljósmyndir: pket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.