Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 37
Viðtalið „Ég er prakkari og held að ég verði aldrei annað". Um veturinn hóf hún síðan pianónám hjá Ragnheiði Skúladóttur er kenndi heima hjá sér og síðan fór hún til Hönnu Guðjóns og var hjá henni í nokkur ár. „En áhug- inn hefur sjálfsagt komið mest er ég fór með pabba á lúðra- sveitaræfingar og karlakórs- konsertana. Beið maður alltaf eftir því á vorin að fá að fara með á karlakórstónleikana, sem voru hápunktur tónlistar- starfsins í Keflavík." En skildi ekki hafa verið Iít- ið um það á þessum árum að stelpur væru i tónlistinni? Því svarar Gróa á eftirfarandi hátt: „Jú, en það var starfandi barnakór við skólann í Njarð- vík sem ég var auðvitað í. Stelpurnar voru þó ekkert í því að spila á blásturshljóðfæri, þær fengu bara að spila á píanó og fiðlur. Það þótti ekki sæma að stelpur væru í lúðra- sveit.“ Stjórnaði karlakórnum Svo kom að því að farið var að spá í framtíðarstarfið. Ekki var hægt að klára skyldunám- ið í Njarðvík og tónlistarnám kom ekki til greina á þessum árum. „Hér fyrir sunnan þótti það klikkun að ætla sér að læra tónlist til að hafa atvinnu af henni." Því ákvað hún í samráði við foreldra sína að fara í Versl- unarskólann og samhliða því hóf hún nám í Tónskóla Þjóð- kirkjunnar. Fljótlega hætti hún þó í Verslunarskólanum því tónlistin átti hug hennar allan. Sneri hún sér því að tón- listarnámi. „Um haustið 1975 kemur karlakórinn að máli við mig og biður mig að koma og radd- kenna, sem ég og gerði næsta vetur. Þá klikkaði söngstjór- inn sem átti að vera og réðu þeir þá annan en buðu mér jafnframt að stjórna þeim 3-4 lögum sem ég hafði verið að æfa þá í. Var þetta í fyrsta sinn að ég stóð á sviði og stjórnaði kór. Um vorið tók ég síðan við kórnum og um haustið áður hafði ég tekið með viku fyrir- vara við organistastarfinu hér I Njarðvík af Geir Þórarinssyni. Var ég því komin með þrjá kóra í einu, karlakórinn og báða kirkjukórana í Njarðvík, samfara því sem ég var áfram í tónlistarnámi.“ Ljósið í kirkjunni „Hefur mér oft verið litið til baka og undrast hvað ég komst yfir, þó ekki væru nema 24 klukkustundir í sólar- hringnum. Þannig var það oft, þegar ég var með kórana, að ég var að spila við messur og síð- an að æfa mig seint á kvöldin. T.d. eftir að karlakórsæfing- um lauk um kl. 23 fór ég inn í Innri-Njarðvíkurkirkju að æfa „Eftir síðasta barnsburð, sem var í fvrra, tókum við okkur saman nokkrar mæður og lærðum barnanudd". Vikurfréttir Jólablað 1989 mig, en það var ekki vel liðið að sjá ljós í kirkjunni fram yfir miðnætti." Ein af strákunum Þarna var Gróa því orðin stjórnandi karlakórsins þó aldur hennar stæði aðeins á tvítugu. En skildi það ekki hafa verið erfitt fyrir svona unga manneskju? „Kannski, þó aðallega vegna þess að oft á tíðum vissi ég ekki hvað ég var að gera eða hvernig bregðast ætti við vandamálum. Atti ég í erfið- leikum stundum að finna að hjá fólki og lét því slíkt bara fram hjá mér fara. En ég var haldin fróðleiksfýsn ogandinn í kórnum var geysilega skemmtilegur. Fannst þeim eðlilegt og sjálfsagt að hafa mig þarna, t.d. ef við tókum pásu ogein- hver sagði „jæja strákar" þá var ég alltaf fyrst til að segja já. Þó mætingar væru yfirleitt nokkurt vandamál hjá þeim var létt yfir öllu og mjög skemmtilegt." -En fórst þú ekki með kór- inn í söngferð út á land? „Við Eiríkur Arni, sem þá var líka með Þrestina í Hafnar- firði, fórum með þessa kóra saman. Raunar hófst ferðin úti á Vesturbraut á uppstigning- ardag er tekin var fyrsta skóflustungan að karlakórs- heimilinu. Við það tækifæri sungum við nokkur lög. Síðan var lagt í ferðina og í Hafnarfirði bættust Þrestirnir í hópinn. Var farið í íjögurra daga ferð til Hornafjarðar og þar sungið, svo og í Kirkju- bæjarklaustri. Hálfum mánuði síðar eða í kringum sjómanna- daginn fór ég sömu ferð aftur en nú með kirkjukórinn.“ Vorkenni karlmönnum En skildi tvítug stúlka ekki hafa fundið til vanmáttar í hópi 40-50 karla á slíku ferða- lagi? „Jú, en samt áttu þeir sinn þátt í að gera þessa ferð skemmtilega fyrir mig með því að taka mér sem jafningja." -Snúum nú blaðinu við. Hver er skoðun þín í kynja- málum s.s. kvenréttindamál- um? „Eg er persónulega ekki hrifin af einhverjum sér bar- áttumálum kvenna, þar sem þær vilja meiri réttindi en karl- ar. Jafnrétti styð ég hins vegar af heilum hug.“ -Hvað þá með ráðningar I hinar ýmsu stöður? „Það hlýtur að segja sig sjálft að í vissum fögum er erf- itt að ráða konu, því hún kem- ur til með að fara hugsanlega og vonandi í barnseignarfrí. Það er erfiðleikatímabil og það er ég búin að upplifa núna tvisvar sinnum á tveimur ár- um, að fara í barnseignarfrí frá nemendum mínum og það er ekki auðvelt verk. Vera kannski hálfnaður í verki með einhvern nemanda og þurfa svo að afhenda verkið öðrum kennara í einhvern tíma. Við erum þó svo heppin við skól- ann, að þar er svo gott fólk að ég vantreysti ekki kennurum. en fyrir nemendur er þetta oft erfitt og kemur ákveðnu róti á. Þetta þurfa karlmenn ekki að ganga í gegnum, en samt vor- kenni ég þeim gífurlega að fá ekki tækifæri til að ganga í gegnum þetta.“ Kynferðið réði „En það kom upp ágrein- ingsmál í Njarðvík á sínum tíma, er ég sótti um skóla- stjórastöðuna. Það ráðningar- mál sendi ég til jafnréttisráðs til umsagnar. Fékk ég staðfest að ég og sá sem fékk stöðuna hefðum bæði sömu menntun og værum þvi jafn rétthá, jafn hæf bæði til að taka að okkur verkið. Óneitanlega finnst manni að þarna hafi kynferðið því ráðið ferðinni.“ -En var ráðning þín sem stjórnanda við karlakórinn ekki staðfesting á að kynferðið skipti ekki máli? „Hefðu verið karlmenn á lausu með sömu menntun og búsetuskilyrði og ég er ég ekki viss um að ég hefði verið ráðin. Þó ég líti fyrst og fremst svo á að þegar ég er beðin um eitt- hvað sé það vegna hæfileik- anna.“ -Verður þú fyrir einhverri karlrembu? „Nei, þetta er fyrst og fremst tónlistarfólk og við vinnum öll sem tónlistarmenn af hvoru kyninu sem er.“ Gefandi að vera í kirkju -Nú ert þú mikið í kirkju- músíkinni. Er það eitthvað sér- stakt sem heillar þig þar um- fram annað? „Já. Þó öll tónlist sé tónlist, þá er þetta eitthvað svo gef- andi og því gæti ég ekki hugs- að mér að starfa ekki við kirkju.“ -Er tónlistin í dag eina hugs- unarefnið frá því þú vaknarog þar til þú ferð til rekkju á kvöldin? „Já í dag. Við barnsburðinn 1987 minnkaði ég við mig og gaf mér meiri tíma fyrir heim- ilið. En þegar maður byrjar á ný að sökkva sér ofan í þetta, getur maður undirbúið sig svo mikið, að nánast er hægt að vera í þessu frá því vaknað er á morgnana og þar til sofnað er á kvöldin." -Hvernig fer tónlistin, hjú- skapurinn og heimilislífið þá saman? „Með því að allir taki tillit til hvers annars. Við hjónin erum bæði í þessu og því reyna for- eldrar mínir að koma með krakkana með sér til kirkju. Þar er ég að spila en hann að syngja.“ Auðgar samlíf okkar -Er þetta þá ekki betra þeg- ar þið hjónin eruð bæði með sama áhugamálið? „Jú, en það þarf ekki að vera sama áhugamálið, frem- ur hitt að hvor aðili fyrir sig virði áhugamál maka síns. Þá sætta aðilar sig við þann tíma sem fer í áhugamál makans. Eru dæmi um að fólk starfi í Framh. á næstu síðu Brúðhjónin Gróa Hrcinsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. „Þessi mynd var tekin þegar við giftum okkur í annað sinn“, sagði Gróa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.