Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 38

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 38
Viðtalið Víkurfréttir Jólablað 1989 fleiri en einum kór. Minn mað- ur gerir það reyndar, er nú í tveimur og eftir áramót bætist sá þriðji við. Vandamál hjóna, hvort sem þau eru með sama áhugamál- ið eða ekki, er að finna tíma til að vera saman og gera eitthvað saman bara fyrir þau tvö. Þó við Guðmundur séum bæði í kirkjukór erum við þar bara að hugsa um tónlistina, þó það auðgi okkar samlíf að vera við svona gefandi starf. Við þurfum þó, eins ogönn- ur hjón, að eiga tíma fyrirokk- ur út af fyrir sig, en það getur verið erfitt. Hann vinnur vaktavinnu og er því stundum að vinna á nóttinni ogá daginn og ég er mikiðá hlaupum allan daginn, með tvö lítil börn og eitt stærra. Því er oft ansi lítill timi fyrir okkur hjónin en það er mjög nauðsynlegt að auðg- ast saman.“ Barnanudd -Ekki er tónlistin eina hugð- arefnið? „Jú, tónlistin, kirkjumálin og uppeldi barna. Ég hefði áhuga fyrir að starfa meira með áhugafólki um brjósta- gjöf en ég hef bara ekki tíma í það. Eftir síðasta barnsburð, sem var í fyrra, tókum við okk- ur saman nokkrar mæður og lærðum barnanudd. Átta okk- ar hafa síðan haldið hópinn og komið reglulega saman, t.d. er börnin okkar voru eins árs. Mitt félagsstarf snýst um tón- listina, ég er t.d. formaður tón- listarfélagsins og að vísu líka skráð í systrafélagið." Móti sameiningu Gróa er hörð á móti samein- ingu bæjar- og sveitarfélaga og spyr á móti „Hvað græðum við á henni?“, þegar rætt er um þessi mál. Síðan kom hún strax með aðra spurningu: ,,Er bara verið að tala um samein- ingu til að hafa eitthvert um- ræðuefni eða þarf að hafa efni fyrir einhverjar nefndir?" Síð- an sagði hún: ,,Ég er ákaflega mikill Njarðvíkingur í mér og mjög stolt af því að vera Njarð- víkingur. En ég hef aldrei verið hrifin af þessari sameiningarum- ræðu, ég sé ekki að það leysi neitt að sameina. Þó mér finn- ist SSS vera af hinugóða viðað vinna að vissum verkefnum. En um sameiningu erégfrekar mótfallin, enda engin ástæða til slíkra hluta.“ Ung og hneykslanleg -Þeir sem muna eftir Gróu Hreinsdóttur ungri og frjáls- lyndri, sem var til í að hneyksla aðra, spyrja eflaust hvort sú Gróa sé ekki til í dag eða er þetta allt sama Gróa? „Jú, það var þó unglingur- inn. Ég hef alltaf verið sama manneskjan, alveg frá fæð- ingu, og verð það þar til ég dey. Sem betur fer var þó einhver gæfa yfir mér og ég leiddist aldrei út í neina vitleysu. Sem unglingur var ég ákaf- lega bráðþroska og var bekk á undan í skóla og þ.a.l. keppt- ist ég við að vera eins og krakk- ar voru árinu eldri. En ég var með þeim í skóla og fermdist með þeim ári á undan mínum jafnöldrum. Þetta olli gífurlegri tog- streitu á heimilinu. Ég var elst og eina stelpan. Mjög bráð- þroska og opin, vildi vera með í öllu ef eitthvað var að gerast eða átti að gerast, alls staðar vildi ég vera og var alltaf til í allt. Á tímabili var ég starf- andi í skátastarfi, barnakór, handbolta og tónlistarskólan- um, lærði á píanó, tónfræði og sögu. Það hefur því sjálfsagt ekki verið mikill tími til að setj- ast niður og tala saman á heimilinu." Foreídra- vandamálið „Svo komst ég á þennan Gróa var aðeins tvítug þegar hún stjórnaði Karlakór Keflavíkur. Vistmenn á Garðvangi óska öllum þeim sem sýnt hafa þeim vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. s Oskum öllum þeim sem sýnt hafa okkur vinarhug og glatt með heimsóknum, gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Vistmenn á Hlévangi Hafnargötualdur. A þessum árum mældu unglingar Hafn- argötuna alveg eins og í dag. Þó ég þekkti aldrei Hafnargöt- una eins og rætt er um hana I dag. Þá hefði verið gott að hafa eitthvert athvarf og þurfa ekki að vera á götunni allan tím- ann. Æskulýðsheimilið, þar sem nú er tónlistarskólinn, varop- ið á vissum tímum og svo var annað hitt að foreldrar okkar settu okkur reglur. Ef það var ball í Æskulýðsheimilinu til kl. hálf tólf, áttum við að vera komin heim klukkan tólf. Ef við vorum ekki komin heim klukkan tólf var skorið á okk- ur næstu helgi. Þetta virðist mér ekki vera til í dag. Mér virðist sem for- eldrarnir séu algjörlega hættir að taka ábyrgð á unglingun- um.“ -Ertu þá sammála þeim sem segja að það sé ekki til ungl- ingavandamál, heldursé þetta foreldravandamál? „Ef foreldrar vilja að barnið fari eftir einhverjum reglum verða foreldrarnir að fara sjálfir eftir þeim. Það er alveg sama hvort þú ert að ala upp ungling, lítið barn eða dýr. Ef þú segir við dýrið að það fari ekki inn í stofu nema bara stundum, þá veit dýrið ekki hvenær það má og hvenær ekki. Þetta er sami hluturinn vegna þess að við getum ekki talað röksemdarlega við börn og unglinga, við verðum með góðu að setja reglur og fara eft- ir þeim. En það ersvo mikið um það í dag að foreldrarnir sjálfir séu úti helgi eftir helgi og þá er enginn heima til að passa upp á að krakkarnir komi heim á þessum tíma og þá koma þeir ekkert heim og vaða bara uppi. Ég held að slíkt sé ekki gott fyrir neinn. Á mínum uppvaxtarárum fauk oft í mig ef settar voru skorður á útiveru. En engu að síður var þetta rétt. Með mín börn vil ég fá að ráða því þar til þau verða fullorðin, hvenær þau koma heim. Frökk og bráðþroska -Þú segist hafa verið bráð- þroska, en þú varst nú lika mikið fyrir að hneyksla fólk, var það ekki? „Ég hef alltaf verið frökk og krakkar sem þurfa einhverja athygli fara oft út í þetta. Það eru einhvers konar karlalæti að láta taka eftir sér og það veldur hneykslun meðal þeirra sem eldri eru. En oft veldur það aðdáun þeirra það aðdáun meðal þeirra sem yngri eru og þeir líta upp til þeirra. Kannski hef ég verið að fiska eftir því. Ég hafði mikla minnimáttarkennd, mér fannst ég ljótust og feitust í bekknum. Mér fannst alltaf hinar stelpurnar vera að tala saman og ekki vilja hafa mig með. Sjálfsagt hefur það spilað inn í þetta hvernig ég lét. Þó geri ég mér kannski ekki beint grein fyrir því hvað það var í mínu fari sem hneykslaði fólk.“ Eiturlyfin „En ég er ákaflega þakklát fyrir það, að þó ég hafi verið foreldrum minum erfið og sumir foreldrar litu upp þegar þeirsáu mig,aðég skildi aldrei leiðast út í t.d. eiturlyf. Ég var mikið með krökkum sem voru að fikta við þetta og voru með þetta allt í kringum mig. Það var sennilega hræðsla fremur en virðing sem gerði það að verkum að ég snerti þetta aldrei nokkurn tímann. Tel ég mig svo heppna að komast í gegnum þennan tíma, án þess að lenda í þessu. Þar sem þetta var svo mikill uppgangstími fyrir eiturlyf. Þegar ég var unglingur var þetta vaðandi um allan bæ.“ Frá sjálfstæðum tónleikum Gróu ogGuðmundar í Njarð- víkurkirkju 1980. Prakkarinn -Ertu þá orðin settleg í dag? „Nei“ sagði hún og hló við. -Blundar ekki svolítill prakkari ennþá í þér? „Jú, ég hef voða gaman af því að dreyma um einhver prakkarastrik. Stundumfram- kvæmi ég þau, en yfirleitt ekki. Eg er prakkari og ég held að ég muni aldrei verða annað.“ Þar með lauk viðtalinu við Gróu, sem svo sannarlega skellti upp úr að loknum síð- ustu orðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.