Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 45
Viðtal Yikurfréttir Jólablað 1989 eiga heima. Eftir að Sveinn hafði flutt úr húsinu um vorið hófust lagfæringar á því að innan. En byggingarleyfi fékkst ekki, þar sem ákveðið hafði verið að þarna yrði reist sjómannaheimili. Þannig stóðu málin í áratugi en hug- myndin, sem var stórkostleg, kafnaði alltaf hreint í bæjar- stiórn og hafnarstiórn. Skorti fjármuni til verksins og því var því frestað ár eftir ár. Hófst reksturinn því í þessu litla húsi ogþarvaropiðfrá kl. 8.30 að morgni og fram til kl. 23.30 að kvöldi alla daga. Á þessum tíma gekk vel í fatnað- inum. Menn stóðu í biðröðum þegar fataefnin komu en ég hafði aldrei ætlað mér að vera þar til frambúðar. Fóru málin því svo að Brynleifur tók við verkstæðinu en ég var með Hafnarbúðina ásamt verslun- arstjórastarfinu hjá Ara. Vinnutíminn í Hafnarbúð- inni var geysilangur. Aldrei kominn heim fyrr en seint, hálf eitt til eitt, þvi ganga þurfti frá og búa undir næsta dag.“ Kanelsnúðar og vínarbrauð „Þarna var selt kaffi. Bak- aði konan mín þarna árum saman kleinur, kanilsnúða og vínarbrauð. Var það orðið al- þekkt hér í bæ og er hún enn minnt á kanelsnúðana frá þeim tíma. Þarna höfðum við góðar tekjur samfara löngum vinnutíma. En enn var beðið eftir byggingarleyfi, en málum alltaf frestað og frestað. Ástand hússins var þannig, að mjög auðvelt var að brjótast þar inn. Var brotist inn 14 sinnum á þessum 17 árum sem við vorum þarna. En það komst oftast upp. Einu sinni fékk ég bætur upp á 608 krón- ur, en þá var „heiðarlegur“ innbrotsþjófur að verki. Kom hann til bæjarfógeta og borg- aði þetta. Notuðu menn ýmsaraðferð- ir til að brjótast inn, fóru jafn- vel í gegnum vegginn eftir að hafa brotið gat á hann. Ef hringt var í mig kl. 6-7 að morgni var það öruggt, að þar var lögreglan á ferðinni að segja mér frá því að nú hafi verið brotist inn. Að vísu var þetta tryggt, en vegna þess hve lélegt húsið var, var erfitt að fá tryggingu. Ein aðferðin, sem strákar notuðu, var að hlaupa með stórt tré á hurðina.einsoggert er í kúrekamyndum þegar þeir eru að brjótast inn í virkin. Við þetta gaf hurðin eftir. Gátu þeir þar með látið greipar sópa.“ Bíll inn í búð „Það gerðist nú ýmislegt þarna í Hafnarbúðinni. Þarna var oft auglýst eftir fólki og eins í útvarpinu. En í dag eru málin öðruvísi, maður heyrir ekki frekar auglýst eftir háseta en gulli, því hvert pláss er set- ið. En í þá daga man ég eftir mönnum eins og Margeiri Jónssyni, Lofti Loftssyni, Ol- afi Loftssyni o.fl. Þeir aug- lýstu eftir mönnum og komu síðan með þá til mín, keyptu á þá stígvél, stakk og annan sjó- fatnað auk sígarettukartons. Þetta voru menn sem höfðu hlustað á útvarpsauglýsing- ar, kontið á staðinn og voru allslausir. Eftir að safnað hafði verið á þá öllu sem til þurfti. óku þeir í bæinn og sáust ekki meir. Eftir sátu menn með sárt ennið. Var þetta alltof algengt í þá daga. En kannski ereftirminnileg- asta atvikið úr Hafnarbúðinni þegar vörubíll hafði hrokkið úr gír hjá Lofti og kom á feikn- arferð inn í gegnum gluggann og stoppaði á dyrakarminum. Sá öðlingsmaður sem sá nú um þann bíl var hann Brynjólfur Albertsson. Eg gleymi því aldrei þegar hann kom inn til mín og átti von á því að ég yrði óskaplega vondur, hvað hann var hissa þegar ég sagði: Já, eiginlega punturinn yfir i-ið.“ Stöðvarstjórinn „Árið áður var auglýst staða laus hjá Pósti og síma á Kefla- víkurflugvelli. Margrét, sem þá var stöðvarstjóri á eftir Þórði Halldórssyni, hafði sagt upp starfi sínu. Sótti ég um þetta starf og fékk, þó ég hafi nú aldrei unnið hjá Pósti og síma, né verið þar. Þar er ég enn, nú í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Hér líkar mér mjög vel, hef úrvals starfsfólk." Pólitíkin „En miðað við lífið í Kefia- vík, þá byrjaði ég snemma í pólitík. Það hefur víst enginn lenskir r.ðalverktakar fengnir til að malbika götuna.“ Rótarýklúbburinn -En hvað með félagsmál fyr- ir utan pólitíkina? „Eg hef verið í Rótarýklúbbi Kefiavíkur allar götur frá 1946 og var kominn í þann félags- skap áður en hann fékk sína fullgildingu. Er þetta alþjóða félagsskapur með milljón fél- aga í dag. 1976 og ’77 var ég kosinn umdæmisstjóri fyrir Rótarý á Islandi, en umdæmis- stjóri er jafnframt starfsmaður alþjóðasamtakanna og landið allt er eitt umdæmi. Greiða þeir fyrir mann allan kostnað en um leið er maður yfirmaður þessa félagsskapar hér á landi. I dag eru 24 klúbbar starfandi. Þessi félagsskapur er i dag stór þáttur í mínu lífi. Er þetta ákafiega þroskandi og mann- bætandi félagsskapur. Urn- dæmisstjóri í dag er Kefivík- ingurinn Omar Steindórsson, en fyrsti umdæmisstjórinn. sem kom í okkar hlut, var Al- freð heitinn Gíslason. Að auki var ég Faxafélagi í 15 ár. Að lokum „Ég er í dag ákaflega mikill Keflvíkingur og hér vil ég vera. Hér hafa börnin mín fæðst og mér líður vel. Er ég eiginlega hættur að segja að tara heim, þó ég fari austur á firði,“ voru lokaorð Jóhanns Péturssonar. Mvnd þessi sýnir skrúðgöngu á Sjómannadaginn einhvern tíma á árunum 1950-60. Er myndin tekin frá núverandi Hljómvali og upp Hafn- argötuna. Húsið lengst til vinstri var á þessum tíma rakarastofa Guðjóns Guðjónssonar; síðar var ísbarinn í húsinu. Húsið fyrir miðri mynd er Edinborg, veitingarekstur var í þeim hluta sem að okkur snýr, en fataverslun sú sem Jóhann Pétursson rak, var síðan í hinum end- anum. Húsið efst í vinstra horni er núverandi Tónlistarskóli, en á þessum tíma var þar trésmíðaverkstæði þeirra bræðra Guðmundarog Skúla H. Skúlasonar. Miðað við afstöðunnar til Nýja bíós sést hve Edinborgin var langt inn í götuna. Myndin er í eigu Byggðasafns Suðurnesja hefðir þú verið svona meter frá hefði bíllinn legið á hafsbotni, runnið fram af, niður tröpp- urnar og lent í sjónum á milli bryggjanna. Hann hugsaði nú ekki svo langt, en ég man hvað honum leið óskaplega illa og var feg- inn að ég skildi ekki bara rjúka upp og hundskamma hann. Þetta treysti bara okkar vin- áttu, því hann var svo mikill sómamaður. Þarna komu margir inn og sátu og töluðu um daginn og veginn. Oft sá varla út úraug- um fyrir reyk. Var þetta eins og í reykhúsi allan daginn. Var staðurinn vinsæll og oft mynd- uðust langar biðraðir eftir af- greiðslu. 1968 varloksinsgefið út leyfi til að byggja nýja hafn- arbúð, en þá var búið að strika yfir sjómannaheimilis-hug- myndina, enda aðstæður orðn- ar allt aðrar. 1967 seldi ég Ágústi heitnum Jóhannessyni Hafnarbúðina. Þeir félagar, sem maður kynntist niður við höfnina, eru efast um það hvar ég er í póli- tík og verið alla tíð. Enda er ég alinn upp á íhaldsheimili og það var eins og að drekka það með móðurmjólkinni. Sigur- jón fóstri minn var geysilega pólitískur og einhver veginn festist þetta svo í mér, að þeg- ar ég kom til Keflavíkur, að vísu bláfátækur, festist þetta og er enn, þó maður sé kannski ekki alltaf sammála sínum fiokkssystkinum. Hér fór ég út í pólitíkina, sat í bæjarstjórn 1954 til 1958. Vann þar með Valtý Guðjóns- syni, sem þá var bæjarstjóri. Atti ég með honum ágætis samstarf. Man ég eftir því þeg- ar fyrsti kafiinn af Hafnargöt- unni var malbikaður. Var það frá Sérleyfisbifreiðum Kefia- víkur og að kaupfélagshorn- inu (Hafnargötu 30). Var þessi kafii einstaklega vel undirbúinn af Guðna Bjarnasyni og hefur kafiinn ekkert breytt sér og haldist í tímans rás. Enda undirbúinn eins og átti að gera. Voru Is- Sendum Suðumesja- mönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, með þökk fyrir viðskiptin N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.