Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 50
Viðtal YÍkurfréttir Jólablaó 1989 „Maður gat talið kontóristana í bænum á fingrum sér“ - Rætt við keflvíska Þjóðviljaritstjórann Árna Bergmann á léttum nótum Það var auðsótt mál að fá Arna í viðtal, cnda cr liann sjálf- sagt vcl kunnur öllum raunum hins óbrcytta hlaðamanns. Hann var á kafi við skriftir i rit- stjórastóli Þjóðviljans þegar mig bar að garði. Hann leit upp, hcilsaði og vildi strax hcfjast handa; náði í kaffi og gaf sér góðan tíma í að kryfja málefn- in. Þegar yfir lauk var hann aft- ur kominn á hólakaf í ritstörfin áður en ég gat kvatt. „Það þýð- ir ckkcrt að hangsa svona, já vertu blessaður,“ sagði hann eins og af sjálfu sér, án þess að líta upp. Tími cr víst sá fjársjóð- ur sem fáir grafa eftir. Arni er vel kunnur í þjóðlíf- inu seni ritstjóri Þjóðviljansog líka fyrir það að standa utan við allt brauk og braml, sem oft hefur orðið í Súðum starfs- félaga hans. Hann er Keflvík- ingur og hefur skrifað nokkr- ar bækur sem tengjast þessum æskustöðvum hans. Því förum við ekki nákvæmlega í þá sálma en förum hratt yfir sögu. Ég byrjaði á því að spyrja Arna hvort þetta um- hverfi í Keflavík hefði mótað hans pólitíska feril, sem hann fetaði síðan. Andúð gagn- vart Reykjavík „Ég veit ekki hversu miklu máli það skiptir hvar maðurer alinn upp, hvort að það breyti einhverju um það hvaða stefnu maður tekur í lífinu. Kefiavík var svipuð öðrum fiskiplássum í landinu nema að þarna var fiugvöllurinn að auki. En Kefiavík var framan af fyrst og fremst sjávarpláss. Allir unnu í fiski og við strákarnir biðum eftir því að verða nógu stórir til að komast á sjóinn. Það var samt einkennandi hvað yfirbyggingin var lítil í Keflavík. Maður gat talið kontóristana í bænum á fingr- um sér. Þess vegna var mikil andúð gagnvart Reykjavík á þessum árum. Þar voru svo margir kontóristar sem gerðu hreint ekki neitt. Það væru þá bara ungar stúlkur, rétt ógift- ar, og gamlir kallar sem unnu svoleiðis vinnu. Einhvern veg- inn fannst öllum það eitt sið- ferðislega rétt, að vinna í fiski. Það er svo kannski tvennt sem hafði mest áhrif á það hvernig mitt líf verður. Það var enginn gagnfræðaskóli í Kefla- vík og þá varð maður að fara snemma að heiman í héraðs- skóla og svo í menntaskóla. Ég var 12 ára þegar ég fór að heiman og þannig komst ég inn í miklu stærra umhverfi og varð því siður háður því sem var að gerast í Kefiavík. Þar var nú samt oftast allt tíðinda- laust.“ Álitnir hálf skrítnir „Mestu breytingarnar urðu svo þegar að völlurinn kom. Flestir af minni kynslóð, sem alltaf höfðu unnið í fiski, þyrptust nú upp á fiugvöll og sitja þar margir enn þann dag í dag. Þeirsem ekki fóru á völl- inn voru álitnir háll' skrítnir. Þessar breytingar sem tóku að gera vart við sig í þessu litla sjávarplássi voru heldur leið- inlegar og ýmiskonar sukk fór fijótlega að gera vart við sig í kringum herstöðina. Þetta hafði efiaust áhrif í þá veru að maður komst í einhvern vinstriham í pólitík. En það voru samt ekki margir sósíal- istar í Kefiavík, og þeir kom- ust ekki í bæjarstjórn fyrr en mörgum árum seinna.“ - Var fótk þú mjög sátt við sín kjör eða var pólitik bara eitt- hvað sem fólk hafði litla trú á. Skýrir það kannski litið fylgi sósíalista? „Ég hugsa það. Lífshættir voru mjög fastmótaðir. Fólk eyddi litlu og nýtti allt til hins ýtrasta. En það var mikill póli- tískur slagur í Keflavík og þá aðallega á milli krata og sjálf- stæðismanna, sem voru lengi vel álíka stórir. En svo gerðist það undarlega, að Framsókn- arfiokkurinn nær fótfestu í svona sjávarplássi, og menn urðu mjög hissa á því. Það er til fræg saga af því þegar að lögregluþjónn, sem hafði verið að reka rollur úr húsgörðum, kom að oddvita framsóknarmanna, Valtý Guðjónssyni, eitt sinn og kvartaði sáran yfir þessum rollum. Valtýr hélt nú að menn ættu rétt á að hafa sínar rollur, að það bæri bara vott um sjálfsbjargarviðleitni. Þá sagði lögregluþjónninn, sem var Hinrik Ingimundarson: „Ja, þar sem ekki vex gras ættu hvorki að vera rollur rié fram- sóknarmenn.“ En það er ekki hægt að segja að mikið fjör hafi verið í póli- tísku lífi. Og þessi róttækni sem ég lenti í var miklu meira tengd skólanum sem ég fór í á veturna.“ Menn vor- kenndu okkur -Það er athyglisvert hvað margir af þínum jafnöldrum úr Keflavík standa framarlega og eru áberandi í þjóðlíftnu. Attu einhverja skýringu á þessu? „Það er kannski engin skýr- ing önnuren sú, að mínir jafn- aldrar eru í skóla rétt eftir stríð. Island var nýorðið lýð- veldi og þjóðin nýkomin í áln- ir. Það sem gerist er að það varð svo mikil sprenging í menntalífinu. Menn gátu nú farið í allskonar nám, sem eng: an hafði dreymt um áður. í Kefiavík var afskaplega lítið um það að menn færu í skóla. Það fóru einhverjir í héraðs- skóla um svipað leyti og ég en létu þar við sitja. Það var bara svo mikil innstilling á það að byrja snemma að vinna ogfara á sjóinn. Við, þessir fáu sem fóru í menntaskóla, vorum síður en svo öfundaðir. Það var heldur að menn vor- kenndu okkur. Við púluðum á sumrin og allir peningarnir fóru í skólann, þannig að við áttum aldrei fyrir balli. Og ekki voru til nein námslán þá. Svo gerist það að ótrúlegir möguleikar opnast fyrir þess- ari kynslóð, þannig að menn gátu leyft sér nánast hvað sem var, farið í leiklist, háskóla- nám og jafnvel lært erlendis. Þess vegna finnum við marga menn sem eru áberandi í þjóðlífinu úr þessari kynslóð, hvort sem þeir eru frá Olafs- firði eða Keflavík. Það var svo margt ógert á Islandi og það var svo margt í vexti. Sjáðu alla leikarana. Það er ná- kvæmlega 1951 sem að Þjóð- leikhúsið er opnað. Möguleik- arnir voru svo miklir, og það að ég skuli fara til Moskvu að læra rússnesku hefði engum lifandi manni dottið í hug nokkrum árum áður í svona litlu plássi. Það er svo annað sem ræður, eins og það hvenær maður er fæddur, að það hefði aldrei þýtt fyrir mig árinu fyrr að reyna að fara til Moskvu og kynnast Sovétríkjunum. Það var nákvæmlega þessi tími sem bauð þessi tækifæri. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að ungt fólk í dag geti ekki notið tækifær- anna eins vel og við gátum. Unglingar í dag koma svo oft að lokuðum dyrum þar sem stendur á skilti „Hér er allt fullráðið" eða að það komi að kartöfiugarði, þar sem einhver annar er búinn að reyta allt upp.“ Keflavík var í hálfgerðri upplausn -Hvernig var félagslifð í Kefavík? „Það var ekki mikið. Ég held að það hafi jafnvel verið meira fyrir stríð. Málið er það að Kefiavík var í hálfgerðri upplausn á þessum unglings- árum mínum. Þessi gamli kjarni Kefivíkinga var smám saman að komast í minnihluta vegna mikils aðstreymis. Kefiavík var orðið eitt almesta „ ... Ég hcf cinhvcrn vcginn á tilfinningunni að ungt fólk í dag gcti ekki notið tækifæranna eins vel og við gátum“. Viðtal: Davíð Ólafsson. - Ljósm.: E.Ól.-Pressunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.