Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 40
 líot ilrt^obcct Víkurfréttir Jólablaö 1989 „Piparsteiktur steinbítur vinsæll" - Rætt við grindvískan Keflvíking, sem rekur hótel í hjarta Evrópu, um hótelið, flugið og bófahasar á Duustúninu íslenskt hótel í hjarta Evr- ópu, rétt utan við Lúxemborg, keypt í maí 1988 af hjónunum Ingibjörgu Sigurðardóttur og Kristjáni Karli Guðjónssyni, sem komu frá Akureyri. Hér suður með sjó eru þau þekkt sem Inga og Kalli Guðjóns. Kalli er fæddur i Grindavík 1935, sonur hjónanna Sigrúnar Kristjánsdóttur og Guðjóns Klemenssonar, cn fluttist 6 ára með foreldrum sínum og syst- kinum til Keflavíkur og þar er hann alinn upp á Vesturbraut- inni. En Karl Guðjónsson hefur komið nærri fleiru en hótel- rekstri. Hann hefur verið tengd- ur fluginu, bæði á Akureyri, Bíafra, Kanada og víðar. Um þessi mál öll svo og árin á Vest- urbrautinni ræðum við nú við hann, en viðtalið var tekið er hann dvaldi hér á landi í síðasta mánuði. Hótelið Hótelið er sérstæð og falleg bygging, byggt 1911 sem hótel en hefur verið endurbyggt þrisvar. A stríðsárunum her- tóku nasistar það og gerðu að aðsetri sínu. Eyðilagðist það þá í skriðdrekaárás en var end- urnýjað fljótlega eftir stríð. A hótelinu eru 18 rúmgóð herbergi, öll með baði.sima og sjónvarpi. Þá er þar glæsilegur veitingasalur er rúmar 80-100 manns, bar, setustofa og ís- lenskt yfirbragð. Enda er allt starfsfólkið, 8 manns auk þeirra hjóna, Islendingar, að einni konu undanskilinni. Þvi er matseðillinn íslenskur og sama er að segja með blöðin sem liggja þar frammi og upp- lýsingaþjónustuna. -En hvar er hótelið staðsett? „Það er í 3000 manna bæ, sem heitir Grevenmacher og er í um 20 km fjarlægð frá Find- elflugvelli i Luxemborg og í um 17 km fjarlægð frá Trier í Þýskalandi, sem er verslunar- borg sem íslendingar sækja mikið. Hótelið er í Moseldalnum þó það tilheyri Luxemborg, svo til á bökkum Moselárinn- ar, en sá dalur er ákaflega fall- egur. Er þarna margt að skoða í nágrenninu." Aðdragandinn En hvers vegna skildu þau hafa farið út í hótelrekstur? Því svarar Karl með þessum hætti: „Það er sennilega til komið af því að ég var búsettur i Lux- emborg hér áður fyrr, í ein 5-6 ár. Konan hafði unnið við hótelrekstur Edduhótelanna í þrjú sumur og verið veitinga- stjóri á Loftleiðum þaráðurog hafði áhuga á að finna eitthvað í Luxemborg. Þar sem ég var kunnugur þarna og hún þess- um málum tvinnaðist þetta saman. Vorum við búin að eyða öll- um okkar fríum í Luxemborg við að leita að húsnæði, sem annað hvort mætti breyta í hótel eða var hótel. Gekk þetta fremur hægt, þar til að við fengum okkuraðstoð lögfræð- ings. Hafði hann upp á þessu hóteli, sýndi okkurbæklingog myndir af því, sem hann hafði fengið hjá kunningja sínum sem var bankastjóri. Hefur hann jafnframt séð um fjár- málin okkar. Leist okkur strax vel á húsið eftir að hafa skoðað það. Keyptum við það síðan með aðstoð bankans en það hafði þá verið í leigu. Fengum við lyklana afhenta 1. maí 1988 og notuðum tímann fram í miðj- an júní til að kynna okkur að- stæður og búa okkur undir reksturinn. En veitingasöluna opnuðum við aðeins síðar. Hefur þetta gengið mjög vel hjá okkuryfirsumartímannen dalaði síðasta vetur, enda þá minna um ferðamenn. Höfum við hresst upp á húsnæðið, þó það sé allt í þeim anda er það var síðast endurbyggt fyrir 17- 18 árum.“ íslenskt hótel Til þessa hafa flestir gestir hótelsins verið íslendingar, enda hótelið rekið með ís- lensku yfirbragði. -En hvað þýðir þetta nafn? „Við ákváðum að halda því nafni sem var á því er við kom- um þarna að. Að vísu hét það áður GrandHotelMetropol, en síðasti eigandi breytti því í Hotel Le Roi Dagobert. Það þýðir konungurinn Dagobert, sem var franskur og var uppi á þessu svæði sem konungur upp úr 600 eftir Krist og þá sem Dagobert annar.“ -Er eitthvað fyrir Islendinga að sjá þarna? ,,Já, enda líkarfólki staður- inn og þá ekki síður rólegheit- in. Þetta liggur í þjóðbraut milli Þýskalands, Frakklands og Belgíu. Stutt er í merkar fornminjar frá tímum Róm- verja og á einu aðaltorginu í bænum er nú unnið að upp- greftri gamallar borgar. Þá er þetta í Móseldalnum. Hafa bæði íslenskir ferða- menn sem og landar í öðrum erindagjörðum sótt mikið hótelið. Eru dæmi um að fólk hafl pantað eina til tvær nætur en síðan ílengst í átta til tíu daga vegna þess hve vel því hefur líkað.“ Skylmingar í sjúkrahúsinu -Ef við vendum okkar kvæði í kross. Ertu Suðurnesjamaður í huganum? „Já, ég er fæddur i Grinda- vík og fluttist til Keflavíkur 6 ára. Kalla ég mig nú alltaf Keflvíking, enda er mitt fólk hér og ég er alinn upp á Vest- urbrautinni." -Minnist þú einhvers á þess- um árum? „Það kemur ekkert sérstakt fljótlega upp í huga minn. Á þessum árum lékum við strák- arnir okkur saman í ýmsum leikjum á Duustúninu. Nú fót- bolti, bófahasar og skylming- ar í sjúkrahúsinu, sem þá var í byggingu, er minnisstætt.“ Fórum út í að byggja Haustið 1953 byrjaði Kalli í flugnámi. Til að byrja með vann hann fyrir hverjum flug- tíma og fór síðan um helgar til Reykjavíkur til að reyna að fljúga einn eða fleiri tíma. „Þetta gekk þó rólega. Við bræðurnir fórum út í að byggja ’56, en þá hafði ég hugsað mér að fara erlendis og klára nám- ið. Ég hafði lokið bóklega hlut- anum hér og því hálfnaður. Ég ætlaði að fara út með tveimur félögum mínum, en gat ekki hlaupist frá byggingunni svo utanförinni seinkaði til vors- ins ’57, að ég fór til Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.