Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 44
Viðtalið „Fékk lánið gegn líftryggingu“ - Rætt við Jóhann Pétursson, klæðskera og fyrrum eiganda Hafnarbúðarinnar Lýðveldisárið 1944 kom til Keflavíkur ungur maður sem þá hafði nýlega lokið námi í klæð- skcraiðn. l>ar setti hann upp saumastofu, síðan verslun og Hafnarbúð, sem þekkt var víða fyrir góða kanclsnúða, lieima- bökuð vínarhrauð og klcinur. Þá var Hafnarbúðin eins konar miðstöð athafnalífsins við höfn- ina. Þessi mál og ýmis önnur Ijöllum við nú um i ítarlegu við- tali við manninn sem rætt crum, Jóhann Pétursson, stöðvar- stjóra Pósts og síma í Leifsstöð. Jóhann Pétursson er fæddur í Áreyjum, sem er innsti bær- inn í Reyðarfirði. Þar vargesta- gangur mikill á þeim árum, enda vegurinn ekki kominn yf- ir Fagradal. Hefur býli þetta alltaf verið í ábúð og er enn. Stuttu eftir fæðingu Jóhanns flutti fjölskyldan út að Hrút- eyri við Reyðarfjörð, en þar var útgerðarmaður Eðvald Bóas- son. „En þá gerðist það að móðir mín fékk ryðgaðan nagla upp í fótinn og fékk í það blóðeitrun. Þá var ekki greitt að fá lækna, en þó náðist í einn seint og um síðir. En þau meðul sem þá voru unnu ekki á blóðeitrun og því dó hún þarna frá sex börn- um.“ Við þetta tvístraðist fjöl- skyldan og börnin voru sett í fóstur hjá vinum og vanda- mönnum.“ Jóhann var tekinn í fósturaf þeim hjónum Sigurjóni Gísla- syni og Önnu Stefánsdóttur í Bakkagerði í sömu sveit. Þar var stórt og mikið heimili, stundaður búskapur og sjó- sókn. Vann hann því við hvort tveggja fram að stríði. „Eg passaði í beitarhúsum og þekkti þær aðferðir, að ekki var slegið með sláttuvél heldur orfi og ljá, bundið í bagga og sett upp á hesta. Þetta varð maður stundum að gera einn með því að stinga spýtu undir baggann meðan maður hljóp upp og setti hinn upp á. Þetta þekkja þeir nú sem voru uppi á þessum tímum í heyskapn- um.“ Kokkur á Nellý Um 1937 hættu þau búskap og þá þurfti Jóhann að f'ara að sjá fyrir sér sjálfur. Þá var at- vinnuleysi viðloðandi og lítið að gera á haustin. „Stóðu menn undir göflunum, eins og sagt er um Hafnfirðinga, og inni í búðum og spjölluðu um lífið og tilveruna." Svo var það að árið 1938 var síldveiði fyrir Norðurlandi. Þá gerðist Jóhann kokkur á fær- eyskri skútu sem hét Nellý. Nótabassi þar um borð var Jón Björnsson en skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri voru Færeyingar. Á þessum árum var ráðinn sérstakur nótabassi sem réði öllum ferðum en í dag er það skipstjórinn sem hefur þetta verk með höndum. „Atvinnuleysið var þá, en síðan kom blessað stríðið, eins og sumir kölluðu það.meðsín- um afleiðingum, bæði góðum og þó fleiri vondum fyrir ýms- ar þjóðir.“ Klæðskeranámið „Þá kom á Reyðarfjörð klæðskeri, Þjóðverjinn Frans Jekoskí, sem nú er nýlega lát- inn. Ég hafði aldrei komið ná- lægt neinu slíku og vissi því ekki hvað ég var að fara út í þegar ég tók atvinnutækifæri hjá honum. En í þá daga þótt- ist maður góður að hafa at- vinnu. Þá hafði staðið til að læra húsasmíði eða jafnvel að fara í Menntaskólann á Akureyri. Það þótti þó of dýrt og ekki var hlaupið í húsasmíðanám og þetta kom upp í hendurnar á mér og ég sló til og byrjaði að læra klæðskeraiðn. Þetta var fjögurra ára nám, launin af skornum skammti, ekki ein króna í kaup fyrsta ár- ið, aðeins frítt fæði og hús- næði. Annað árið fékk ég 200 kr. í reiðufé, 300 það þriðja og 400 síðasta. Varð ég því að þjóna mér sjálfur, þvo af mér og þess háttar, auk þess sem ég notaði sumarfríin til að fara í Bretavinnu, sem var í fullum gangi, og um helgar og á kvöldin fór ég í skipavinnu. Þá komu kolaskipin og kol- unum var mokað i poka og þeir bornir upp á bakinu. Hélt ég þó áfram námi, en félagi minn stóðst ekki mátið og fór í Bretavinnuna. Sá ég að sjálf- sögðu ekkert eftir því, þó það hafi verið á nokkurn hátt nátt- urlegt fyrir mig, þarsem éggat ekki einu sinni fest á mig töl- ur.“ Til Keflavíkur Eftir að hafa lokið náminu fyrir austan fór Jóhann suður til Reykjavíkur og fékk vinnu hjá Ara Jónssyni klæðskera, sem rak klæðskeraverslun á Laugarveginum. Rak hann um áraraðir verslunina Faco, sem er enn við lýði en Ari er látinn fyrir mörgum árum. Að loknu prófi í Reykjavík lá leið- in til Keflavíkur. „Hér var enginn klæðskeri. Mér leist strax mjög vel á stað- inn en það var erfitt með hús- næði. Það gekk þó eins og hvað annað á þessum tíma og við fengum leigt hjá Sigurði Sig- urðssyni og Guðbjörgu að Austurgötu 19. Eitt herbergi og eldhús var alveg nóg fyrir nýbyrjaðan klæðskera í Kefla- vík. Verkstæði var hins vegar vandamálið. Það fékkst þó hjá Guðjóni rakara Guðjónssyni á Heiðarveginum. Þar hófst reksturinn og varð strax yfir- máta nóg að gera. Störfuðu þar 5-6 manneskjur hjá mér. Ein þeirra var Ásta i Holti sem flestir Keflvíkingar kannast vel við.“ Einar Guðmundsson „Einn er sá maður sem mig langar að minnast sérstaklega. Það var stuttu eftir að ég kom hingað, að til mín kom Kefl- víkingur, Einar Guðmunds- son, sem var hér útgerðarmað- ur, faðir þeirra bræðra Sveins, Sverris og Leifs Einarssona. Kom hann til mín, þar sem ég var hjá honum Guðjóni rak- ara, og var að velta fyrir sér að fá sér föt og spurði mig hvaðan ég kæmi og hvar ég hefði lært. Sagði ég honum undan og ofan af því. Þá sagði Einar heitinn: „Vantar þig ekki pen- inga góði minn?“ Jú, að vísu vantaði mig peninga en var þá búinn að fá lán í Landsbank- anum, sem er í sjálfu sér merkileg saga. Strax og ég kom hingað fór ég að leggja drögaðþví aðfáa.m.k.20 þús. kr. lán til að geta byrjað, keypt vélar og efni. Var ég kominn með 5 ábyrgðarmenn á víxil og þar á meðal hæsta úrsvars- greiðandann í Reykjavík. En þrátt fyrir að allar pen- ingastofnanir væru fullar af peningum og maður heyrði jafnvel að Landsbankinn greiddi ekki vexti, heldur geymdi peninga fyrir menn í stað þess að hafa þá undir koddanum, tók það mig 5 Yikurfrcttir Jólablaö 1989 mánuði að fá þetta þriggja ára lán. Þegar ég átti loks að fá lánið spurði aðstoðarbanka- stjórinn mig að því hvort ég væri ekki líftryggður. Varð ég að líftryggja mig fyrir 20 þús. kr. til að fá lánið. Þótti mér vænt um að mað- ur eins og Einar, sem var mér óskyldur, skildi bjóða mér lán og nefndi einnig, að ef sú staða kæmi upp að ég þyrfti síðar á því að halda, skildi ég leita til hans. Hafði hann mikla trú á mér og sagði framtíð mína bjarta. Fyrir þetta er ég ákaf- lega þakklátur. Af Lands- bankaláninu er það aðsegja að hálfu öðru ári eftir að ég tók það var ég búinn að greiða það og síðan gekk þetta vel.“ Kjólar frá Ameríku „Mér fannst einhvern veg- inn að ég væri ekki á réttum stað í bænum, þó það kvisaðist fljótt að þarna væri hægt að fá saumuð föt. Fékk ég því leigt hjá Birni heitnum Snæbjörns- syni og Elísabetu Ásberg, þar sem nú erHljómval. Þarvarég í ein fjögur ár. En þá kom í bæ- inn á mínum vegum Brynleif- ur Jónsson, sem er enn hér í Keflavík en því miður heilsu- tæpur og búinn að vera í nokk- ur ár. Gerðist hann meðeig- andi minn með fatasaum og verslun. Þarna hafði áður ver- ið veitingasala hjá Birni sem gekk undir nafninu Gullfoss en hafði nú verið aflögð. Brynleifur, sem var flinkur í sínu fagi, tók strax við af mér og ég sneri mér að versluninni. Fór að panta kjóla með flugi frá Ameríku og runnu þeir út. Var ég fulldjarfur í innkaup- um og því fór svo, þó að ég keypti aðeins einn kjól af hverri gerð, að fljótlega fór að safnast upp lager og þrengsli sköpuðust." Edinborg „Guðmundur Kjartansson, sem átti Edinborg og var þar með veitingarekstur, vildi selja húsið. Fóru leikar svo að ég keypti. Húsið var í mikilli nið- urníðslu en gerð var tilraun til að lagfæra a.m.k. þann hluta er sneri að götu. Þar var sett upp fataverslun sem fékk nafnið Sólborg, en gekk þó engu að síður áfram undir nafninu Edinborg. Ég hafði ætlað mér að láta þetta heita Edinborg og var byrjaður að auglýsa það. En það var Edinborgarverslun í Reykjavík og forráðamenn hennar skrifuðu mér bréf um að þeir ættu rétt á nafninu. Varð ég því að gefa eftir, sem í sjálfu sér var allt í lagi.“ Ari í Faco Um 1960 gerðist það í des- embermánuði að húsið brenn- ur og þa r með stöðvaðist rekst- ur Jóhanns. Þá kom Ari Jóns- son inn í dæmið, en hann var lengi búinn að leita sér að hús- næði og var kominn með útibú úti á landi, á Norðfirði og uppi á Akranesi. „Það var mikið veldi á Ara. Hann var geysi- lega góður og sterkur kaup- sýslumaður og þrældugleg- ur.“ Keypti Ari Edinborgina og byggði upp í núverandi mynd Hafnargötu 31 ásamt Gunnari Sigurjónssyni bakara. Sá Jó- hann um bygginguna fyrir þá en framkvæmdir gengu vel, enda nægir peningar í gangi hjá þeim félögum. Þegarbygg- ingunni var lokið gerðist Jó- hann verslunarstjóri hjá Ara, en hann brcytti nafninu í Verslunin Fons. Hafnarbúðin „Rúmu ári síðar kom Hafn- arbúðin til skjalanna. Kristján Gíslason, sem var með veiting- ar í Keflavík og víðar, hafði keypt búðina af Guðmundi, sem áður átti Edinborgina. Ég byrjaði þó ekki strax að versla heldur fékk Sveinn Jakobsson og kona hans að búa í húsnæð- inu einn vetur. Þá var mikil útgerð í Kefla- vík, líf og fjör, og ég kunni vel við mig og þar fannst mér ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.