Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 14.12.1989, Blaðsíða 51
Viðtal Vikurfréttir Jólablað 1989 vinnuhörkubælið á landinu. Það var nóga vinnu að hafa og fólk streymdi að úr öllum átt- um. Það var verið að byggja 100 hús fyrir ofan Hringbraut o.sv.frv." -Hvernig var með áberandi persónur í bcejarlífinu? „Þetta var samfélag þar sem allir þekktu alla, en svo voru oddvitar sem stóðu upp úr eins og Guðmundur í sparisjóðn- um, sem var merkur persónu- leiki. A honum rættist þessi litla yfirbygging sem var í Keflavík. Hann var fyrir Sjálf- stæðisílokkinn í hreppsnefnd og síðar í bæjarstjórn, hann var skólastjóri barnaskólans og fór svo í sparisjóðinn, sem hann stjórnaði eftir hádegi þegar skólinn var búinn.“ Pípu-Leifi „Danival Danivalsson var mjög eftirminnilegur maður. Hann var smákaupmaður og virtist vera eini framsóknar- maðurinn í plássinu um tíma. Hann stóð alltaf í hárinu á Ol- afi Thors á pólitískum fund- um. Orðaskipti þeirra urðu fræg og urðu nokkurs konar skemmtiatriði á þessum fund- um. Svo voru þessir kynlegu kvistir, við vorum ennþá á því skeiði. Einn af þeim var kall- aður pípu-Leifi. Hann trúði á rafmagn. Þá lagði hann snær- isspotta út um allt frá sjálfum sér. Svo var hann með gamalt jólatré fyrir utan gluggann hjá sér, sem hann lagði leiðslurí út frá sjálfum sér. Svo hellti hann heitu vatni yfir tréð og lagði svo saltfisk við ræturnar á því. Þetta þótti merkileg ræktun, sem miðaði að því að gefa dauðu jólatré líf.“ Æskulýðsfylking Suðurnesja -Hvernig var samstarfi þínu við aðra sósíalista í Keflavík háttað? „Það voru ekki margir sós- íalistar en ég þekkti þá mjög vel. Það voru menn eins og Sigurður Brynjólfsson og Gísli Þorsteinsson vinur minn, sem ég vann mikið með í bæjar- vinnunni og Kristinn Reyr Pétursson bóksali. Þetta voru mjög víðlesnir menn sem höfðu gaman af að skiptast á orðum við stráklinga eins og mig. En áhrif þessara manna sem sósíalista voru ekki mikil. Þar kemur til að lengi voru bæjarfulltrúarnir bara sjö og því var erfiðara að komast þar inn. Það var svo eftir eitt af þing- um Æskulýðsfylkingarinnar sem ég og kunningi minn sótt- um, að við stofnuðum Æsku- lýðsfylkingu Suðurnesja með nokkrum góðum drengjum, þar á meðal Guffa bæjarstjóra, kremlbræðrum o.fl. góðum félögum.“ -Eg spurði Arna hvort að þar sannaðist að allir góðir kratar hefðu eitt sinn verið kommar? „Já, Willi Brandt, fyrrum kanslari V-Þýskalands, sagði að allir sem ekki hefðu verið rauðir og róttækir á unglings- árum sínum væru hjartalausir. Þetta var á þeim tíma þegar synir hans voru með ólæti, ásamt fleiri stúdentum, i óeirð- unum miklu kringum ’68.“ -.S'vo fórstu á heimsmót ung- liða í Búkarest. „Það var mjög skemmtileg ferð. Þetta var fyrsta ferðin mín til útlanda og aldrei hafði svo stór hópur af Islendingum farið saman út. Þetta voru um 200 manns. Við fórum með flutningadalli til Austur- Þýskálands og fórum þaðan ríkjum og öðrum löndum, sem hafði mátt þola kúgun og of- sóknir og svo urðum við nátt- úrulega ástfangnir af rúm- enskum stelpum." Til Rússlands -Hafði mótið ekkert þau áhrif áykkur að koma öllu í lag með byltingu hér heima? „Nei, það var nú ekki. Það var svo einkennilegt með okk- ur sem vorum í þessum ham, að við héldum að framfarirnar í Austur-Evrópu yrðu svo miklar, að allir myndu sjá að þetta væri það eina rétta. Það þyrfti bara 10-20 ár og þá kæmi þetta allt af sjálfu sér hér heima á Islandi. Þess vegna voru til menn sem nenntu ekk- ert að vera að neinu röfli og veseni, heldur biðu bara eftir þessu. Þetta þýddi líka að þeir sem voru rómantískir sósíal- istar höfðu ekki hugann mikið við hvunndagsvandamál hér heima.“ -Hvernig atvikast svo það að þú ferð til Rússlands 1954? „Það var þannig, að ég vildi endilega komast til Sovétríkj- anna. Það var árið eftir Rúm- eníuförina. Það var einkum tvennt sem ýtti á eftir mér. Eg var í máladeild í menntaskóla og hafði innilega gaman af að læra tungumál, og það að læra rússnesku í Rússlandi hafði enginn Islendingur gert áður. Svo í leiðinni vildi ég kynnast einhverjum heimi sem var allt öðruvísi." -Jafngilti þetta ekki heim- sókn til heljar I hugum fólks? „Menn voru voðalega smeykir við þetta uppátæki og á miðilsfundi kom það fram að ég væri að fara til svartalands. Samt fannst mörgum þetta sniðugt, óháð því hvar þeir stóðu í pólitík. Líklega var það vegna þess að þetta þótti svo óvenjulegt." -Hvernig fjármagnaðir þú ferðina? „Ferðalagið kostaði égsjálf- ur en ég komst strax á náms- laun þarna úti, sem þeir veita útlendingum í framhalds- menntun. Við vorum tveir frá íslandi, ég og Arnór Hanni- balsson. Við vorum í hópi með fyrstu stúdentunum sem komu til Sovétríkjanna eftir stríð, fyrir utan hinar austantjalds- þjóðirnar. Það var lítið líf meðal stú- dentanna, engar þægilegar bjórkrár til að sitja og spjalla á. Landið bar þess merki að það var knappt um flesta hluti. Menn höfðu lítið á milli hand- anna.“ -Var fólkið trúað á kerfið? „Já, og það sem ýtti undir tiltrú manna á kerfinu var sig- urinn í stríðinu. Sigurinn ýtti ekki einungis undir rússneskt þjóðarstolt, heldur líka það að þetta væri gert undir réttum merkjum." Svolítið ringlaðir „En svo ’56, þegar Krutsjov hélt leyniræðuna um Stalín, kom margt upp úr hálfum hljóðum, þar sem áður hafði kyrrt farið. Þá urðu margir af þessum vinum mínum svolítið ringlaðir. Þeir héldu áðuraðég væri eins og hver annar græn- ingi af hjara veraldar sem skildi ekki neitt, enginn al- vörukommi eða bara krati sem skildi ekki nógu mikið, enda hefði ég ekki fengið rétt upp- eldi. En þarna ’56, þegarstall- inum var kippt undan Stalín, fóru að koma brestir í heims- myndina. Þá fóru félagar mín- ir að koma og héldu að ég gæti svarað öllum spurningum um það hvers vegna þetta fór svona. Krutsjov-tíminn var mjög merkilegur. Akveðin þróun átti sér stað sem var að vísu glötuð frá upphafi, en menn fóru að tala meira en áður. Þessi þróun hefði ekki getað gengið lengra þó að Krutsjov hefði ekki verið settur af, vegna þess að mennirnir sem áttu að framkvæma breyting- arnar voru sjálfir svo flæktir í öll þessi Stalínsmál, að það varð að bíða og láta tímann grisja þennan mannskap úr. Þarna kláraði ég MA gráðu í rússnesku, bókmenntamegin, en það voru mörg fög sameig- inleg eins og t.d. í íslensku- deildinni hér.“ Á Þjóðviljann -Hvað tók svo við eftir að þú kláraðir rússneskuna? „Eg fór beint á Þjóðviljann sem blaðamaður. Ég var ráð- inn sem menningarskrifari, sem tók viðtöl við rithöfunda og myndlistarmenn.” -Nú kom annað byltinga- skeið I kringum '68 kynslóðina. Var þetta eins og að endurupp- lifa gamla tímann? „Þetta var rómantískt en miklu meira háð einhverjum iífsstíl. Þegar ég var í þessu gat vel farið saman að vera fyr- irmyndarnemandi og kommi. ’68 kynslóðin gaf hinsvegar frat í allt þetta hefðbundna. Það var líka mjög merkilegt á þessum tíma, ’66-’67, hvað það var erfitt að fá fólk til starfa hjá blaðinu. Það var mikil mannekla sem gerði það erfitt að fylla blaðið. Svo ger- ist það allt í einu, að allt þetta unga fólk er orðið hvert öðru rauðara og skammar okkur fyrir einhvern kratisma og hvaðeina. Þeir voru búnir að finna sína byltingu sem átti ekki heima í Sovétríkjunum heldur einhvers staðar í þriðja heiminum.” -En hefur þú einhvern tíma hugsað þér að fara út í pólitík? „Nei, þó að ég hafi mikinn áhuga á pólitík, þá verða menn að gera sér grein fyrir því hvað pólitíkusar geta og hvað ekki. Eðli málsins samkvæmt verða stjórnmálamenn að láta eins og þeir ráði. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þjóðfélagið er svo sam- sett að menn verða mjög bundnir yfir því hvað aðrir Framh. á næstu síðu með lest suður til Rúmeníu. Við vorum mjög rómantísk og spennt fyrir þessu öllu. Þarna hittum við fólk frá nýlendu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.