Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Page 35

Víkurfréttir - 14.12.1989, Page 35
Viðtalið Vikurfréttir Jólablaö 1989 Ekki sam- einingarmaður Tal okkar Sigurðar berst nú að sameiningarmálum og þá kannski helstá íþróttasviðinu. Nokkuð hefur verið rætt og rit- að um gervigrasvöll að undan- förnu. Eiga Suðurnesjamenn að sameinast um einn völl, eða hvað finnst Sigurði? ,,Ég hef aldrei þótt mikill sameiningarmaður en við Suð- urnesjamenn verður þó aðfara að gera eitthvað í íþrótta- mannvirkjum, svo við verðum ekki langt fyrir neðan það for- skot sem Reykvíkingar hafa." -Hvað með sameiginlegt Suðurnesjaúrval í knattspyrn- unni? „Fækkun knattspyrnuliða getur ekki verið til góðs og fyrirkomulagið er best eins og það er nú í dag.“ -Nú eru þau þrjú, Suður- nesjaliðin sem leika í 2. deild á komandi sumri. Grindvíking- ar komu upp og Keflvíkingar komu úr 1. deildinni. Hvernig líst þér á? „Næsta sumar líst mérmjög vel á. Það verður mikil spenna í deildinni og það mun koma sér vel fyrir félögin, að þau séu þetta mörg af þessu svæði. Ahorfendur verða því fleiri og tekjur félaganna aukast.“ Félögum ekki mismunað -Oft er talað um það í hinurn minni sveitarfélögum að mikl- um fjármunum sé veitt til knattspyrnunnar. Félögum í sveitarfélögunum sé jafnvel mismunað. Er eitthvað til í slíkum orðrómi? „Sveitarfélagið reynir að gera eins vel og hægt er fyrir öll þau félög sem starfandi eru. Það er rangt að öllum íjármun- um sé varið til knattspyrnu- mála. Því er ekki að leyna að hér í Garðinum hefur verið staðið vel að knattspyrnumál- um hin síðustu ár. Tekjustofnar sveitarfélag- anna ættu hins vegar að vera þannig að sveitarfélögin gætu staðið betur að þessum málum og eflt félagsstarf ýmiskonar.“ r Ihugað að hætta Það er farið að líða að lokum þessa spjalls okkar Sigga. Sigurður Ingvarsson ásamt hinum fríða barnahóp, sem halda mun utan til Færeyja á sumri komanda. Eins og sét á mvndinni er stelpa í liðinu. en það mun ekki vera í fyrsta skipti sem það gerist, enda jafn- réttið í fvrirrúmi. Gleymum Glasgow og Kringl- unni, Verslum á heima- i slóðum. Víkurfréttir TILKYNNING Keflavík - Grindavík Njarðvík - GuIIbringusýsla Samkvæmt lögum nr. 474/1988 og reglu- gerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síðar en 15. desember 1989. Að öðrum kosti verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík og hjá aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Grinda- vík. Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Kannski best að spyrja að end- ingu: Hefurðu ekki hugsað út í það að hreinlega hætta að ,,stússast“ í knattspyrnunni? „Það hefur oft hvarflað að mér að nú væri tími til kominn að leggja skóna á hilluna, en ég þarf ekkert annað en að líta út um eldhúsgluggannhjá mérog sjá þá Jóhann Jónsson, mann á áttræðisaldri, kasta kúlu, svo mér snúist hugur. Ég get alla- vega ekki notað aldurinn til að afsaka það að ég hætti í íþrótt- um,“ sagði Sigurður Ingvars- son að endingu. Auglýs- endur athugið Síðasta blað fyrir jól kemur út n.k. fimmtudag, 21. des. Auglýsendur eru hvattir til að vera tímanlega með aug- lýsingar I blaðið. Einnig kemur út blað föstudaginn 29. des., sem ersiðasta blað ársins. Skilafrestur auglýs- inga i það blað er til hádegis fimmtudaginn 28. des. Víkurfréttir HOLA í HÖGGI ÁJÓLUM GOLFSETT og KERRUR 'k barnasett kr. 7.490 Unglingasett i poka kr. 11.490 'k kvennasett kr. 13.980 '/2 karlasett kr. 13.980 , Golfkerrur frá kr. 5.690 Ppkar frá kr. 5000 - Púttholur kr. 550 Borðtennisborð og spaöar _$* 'jT’ SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 - Keflavík - Sími 14922 Þrek- hjól - þræl- sniðug Tilkynning um áramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramóta- brennu á svæði Brunavarna Suðurnesja, ber að sækja um leyfi til slökkviliðs B.S. í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er að ábyrgðar- maður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða íjarlægðar. Umsóknir berist fyrir 22. desember 1989. Lögreglan í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Brunavarnir Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.