Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Síða 14

Víkurfréttir - 14.12.1989, Síða 14
Viðtal Vikurfréttir Jólablaö 1989 Eitt af því fyrsta sem kemur upp í mönnum er viðskiptaeðlið. Hér stendur Guðmundur hjá sölumönnum sem selja brot úr múrnum og boli með forsíðufrétt dagblaðs. Sumir leigja einnig út hamar og meitil og gera það gOtt. Ljósmyndir: Björn Knútsson „Líktist alls- herjar fjol- skylduhátíð" - segir Guðmundur Kristinsson, keflvískur námsmaður í Vestur-Berlín um opnun Berlínarmúrsins Fjölmargir íslcndingar hafa í gegnum árin lagt leið sína til annarra landa í framhaldsnám af ýmsu tagi. Einn þeirra er Guðmundur Már Kristinsson. I lann er horinn og barnfæddur í Keflavík, sonur hjónanna Krist- ins Guðmundssonar og Jónínu Gunnarsdóttur, en þau eiga og reka málningarvöruverslunina Dropann. Guðmundur hefur verið bú- settur í Vestur-Berlín síðan í janúar 1985 og leggur þar stund á nám í hagverkfræði við Tækniháskólann (Technische Universitat). Hagverkfræði (Economical Guðmundur við tákn Berlínarborgar, Brandenburgarhliðið. fjölskyldurnar sem klofnuðu og það er erfitt að gera sér í hugarlund þær breytingar sem þetta hafði í för með sér fyrir fólkið sem búið hafði í þessari borg sem einni heild. Þessir borgarhlutar voru gersamlega aðskildir í 28 ár eða þar til múrinn var opnað- ur 9. nóvember síðastliðinn, en sá dagur markaði tímamót í sögu Þýskalands, Berlínar og Engineering) er sambland af rekstrarhagfræði og verkfræði. Við heimsóttum Guðmund og unnustu hans, Astu Völu, í byrjun desember og báðum hann að fræða okkur um Berl- ín og þær miklu breytingar sem þar hafa orðið í kjölfar umbóta í austur-þýskum stjórnmálum. „Berlín var höfuðborg Þýskalands til ársins 1945 er Þjóðverjar höfðu játað sig sigr- aða í seinni heimsstyrjöldinni. Upp frá því var Þýskalandi skipt í austur og vestur sam- kvæmt Posdamersamningn- um. Við þessa skiptingu var Berlin nú innan Austur- Þýskalands. Henni var einnig skipt, en það gerðist þó ekki fyrr en 13. ágúst 1961, þegar Berlínarmúrinn var reistur. Með tilkomu múrsins voru allar samgöngur milli Austur- og Vestur-Berlínar torveldað- ar mjög. Það voru þvi margar Hver hefði getað trúað þessu fyrir ári? Austur-þýskir landamæra- verðir, kampakátir ásamt viðmælanda okkar. Viomælandi okkar horfir yfir til A-Berlínar. Gat hefur verið höggvið á múr- inn, þrátt fyrir merki sem bannar notkun hamra. mannkynssögunnar. Að und- angengnum fjöldafundum 1 Leipzig í október og nóvemb- er fékk alþýða Austur-Þýska- lands uppreisn æru um þá kröfu að grundvallarmann- réttindi væru ekki fótum troð- in. Múrinn opnast „Að kvöldi fimmtudagsins níunda nóvember sátum við Asta og horfðum á sjónvarpið er dagskráin var skyndilega roftn og tilkynnt var að Aust- ur-þýsk yfirvöld hefðu ákveð- ið að opna múrinn. Þúsundir Austur-Þjóðverja voru á leið eftir götum Austur-Berlinar í átt að múrnum til þess að kom- ast í borg frelsis, Vestur-Berl- ín. Við drifum okkur í skyndi út að næsta hliði múrsins sem heitir Checkpoint Charlie. A leiðinni þangað mættum við fjölmörgum Trabant og Wart- burg bifreiðum með skælbros- andi ökumönnum, sem óspart Keflavík - Suðurnes Það er ekki bara fy, Jo/, sem okkar mar< fomaða konfekt hitt nark, það eraiitafn a^'V tækifæris ánð ' citt Sæ'9æti ‘ fíZð‘ : 0/ °9 gos - oc Bæ/anns bestu pyisu] aaðems 100 krónur. LINDIN - er alltaf í leiðinni. Hafnargötu 39 - Keflavik - Simi 11569 'k # sjh ir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.