Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  46. tölublað  104. árgangur  GRIPAHÚSIÐ EFTIR BJARTMAR Í TJARNARBÍÓI FERÐIR OG FERÐALÖG ARION HAGN- AST UM 50 MILLJARÐA Á FERÐ UM HEIMINN 58-68 VIÐSKIPTAMOGGINNFRUMSÝNING 82 óperan sem þú mátt ekki missa af! Frumsýning í Hörpu 27. febrúar Sýningar 5. mars, 11. mars og 13. mars Miðasala á harpa.is og tix.is #islenskaoperan W.A. Mozart Bjórhátíð á vegum Kex Hostel hófst formlega í gærkvöldi með bjór- smökkun og stendur fram á laugardagskvöld með fjölbreyttri dagskrá á nokkrum börum borgarinnar. Hinn 1. mars nk. verða 27 ár liðin síðan sala bjórs var leyfð á ný. Síðustu árin hefur brugghúsum fjölgað verulega og vísir er kominn að skipulögðum bjórtúrisma, þar sem erlendum ferða- mönnum er boðið upp á fræðslu og kynningar um íslenskan bjór. Þannig heimsækja þúsundir ferðamanna Gestastofu Ölgerðarinnar og Bruggsmiðjuna á Árskógssandi á hverju ári. Meðal nýjunga er bjór-spa sem Bruggsmiðjan hyggst opna í lok sumars. Þar geta gestir farið í bjór- bað, teygað öl á meðan og farið síðan í nudd og slökun. bjb@mbl.is »26-27 Bjórtúrismi færist í vöxt Morgunblaðið/Styrmir Kári Bjórhátíð á börum borgarinnar Guðni Einarsson Andri Steinn Hilmarsson Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf. næsta sumar. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, staðfestir þetta í samtali við blaðið. Hann segir fyrirtækið hafa mætt endalausum hindrunum við að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Hann segir hindranirnar m.a. fel- ast í síendurteknum efnagreiningum þar sem Japanir beiti yfir 40 ára gömlum aðferðum sem hvergi séu notaðar annars staðar í heiminum. Þetta geri þeir þrátt fyrir að efna- greiningarvottorð fylgi afurðunum. „Ef Japanir taka ekki upp nútíma- legar rannsóknaraðferðir eins og notaðar eru hér á landi, þannig að sambærilegum aðferðum sé beitt í báðum löndum, mun Hvalur hf. ekki lengur geta stundað hvalveiðar fyrir Japansmarkað. Japan er okkar að- almarkaður og þess vegna er þessu sjálfhætt,“ sagði Kristján. „Ef við hefðum vitað hvað var í vænd- um í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tutt- ugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur.“ Kristján sagði að ýmislegt hefði verið reynt til að leysa málið. Sendi- ráð Íslands hefði rætt við stjórnvöld í Japan og íslenskir ráðherrar tekið málið upp við japanska kollega sína, án árangurs. Hann sagði þessa fram- komu Japana í andstöðu við alþjóða- samninga og nefndi CODEX til dæmis. Þessi afstaða Japana hefði kostað Hval ómældar fjárhæðir. Hvalur veiddi 155 langreyðar á hvalvertíðinni í fyrrasumar. Um 150 manns unnu þá við hvalveiðarnar og vinnslu hvalaafurða hjá Hval hf. Engar stór- hvalaveiðar næsta sumar  Ástæðan er miklar hindranir í Japan við að koma afurðum Hvals hf. á markað Kristján Loftsson  Fjárfestar áforma að reisa um land allt nýja kynslóð einingahúsa sem aðeins tek- ur nokkrar vik- ur að reisa. Byrjað verður á svonefndum Nýlendureit í Vesturbæ Reykjavíkur. Einingarnar koma frá Byko í Lettlandi. Byko hefur m.a. boðið forsniðin rammahús frá Lettlandi, en með samstarfinu við umrædda fjárfesta má segja að fyrirtækið sé að hasla sér völl á nýjum markaði. Félagið Arwen Holdings hefur ver- ið stofnað um það verkefni að byggja upp Nýlendureitinn. Nýja byggingaraðferðin markar tíma- mót í uppbyggingu á þéttingar- reitum í miðborg Reykjavíkur. baldura@mbl.is »4 Ný gerð húsa verður reist á fáum vikum Drög að útliti húsa á Nýlendureitnum.  Haukur Odds- son, forstjóri Borgunar, vísar á bug þeirri gagnrýni sem fyrirtækið og stjórnendur þess hafa setið undir af hálfu banka- stjóra Lands- bankans. Hún sé ómakleg og byggist í meginatriðum á eftiráspeki. Í ítarlegu viðtali við Við- skiptaMoggann í dag segir hann einnig að þeir starfsmenn Borg- unar sem keyptu hlut í fyrirtækinu í árslok 2014 hafi gert það á sömu kjörum og aðrir. „Það var ekki ver- ið að afhenda starfsfólki bréf án endurgjalds, eins og við þekkjum víða dæmi um. Allir þeir sem keyptu, starfsmenn og fjárfestar, gerðu það á sama verði og fjár- mögnuðu kaup sín sjálfir. […] Stjórnendur Borgunar og starfs- menn fengu ekki nein hlutabréf á vildarkjörum eins og gerðist í rík- isbankanum,“ segir Haukur. »ViðskiptaMogginn Forstjóri Borgunar svarar Landsbank- anum fullum hálsi Haukur Oddsson Með samningi sem leiddi til yfirtöku slitabús Kaupþings á 87% hlut í Ar- ion banka í september 2009 var tek- inn saman listi yfir fjölmörg fyrir- tæki sem skulduðu bankanum. Ætlunin var að láta mögulega virð- isaukningu útlánanna ganga upp í skuld slitabúsins við bankann, en hún nam 38,3 milljörðum króna, jafnvel þótt um eignir bankans sjálfs væri að ræða. Samkomulag náðist um að ef auka mætti virði lánanna sem fyrirtækj- unum tengdust fengi slitabúið 80% af ágóðanum en bankinn sjálfur 20%. Þá náðist einnig samkomulag um að ef uppfærsla lánanna dygði upp í skuld slitabúsins fengi það jafnframt 50% hlutdeild í næstu 10 milljörðum sem innheimtast mundu. Til listans hefur verið vísað sem „dauðalistans“ í opinberri umræðu en hann hefur aldrei komið fyrir augu almennings fyrr en nú þegar Morgunblaðið birtir hluta af honum á síðum sínum. »ViðskiptaMogginn Fjölmörg fyrirtæki á listanum umdeilda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.