Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Nýi kjarasamningurinn sem gerður var á milli ASÍ og Samtaka atvinnu- lífsins í seinasta mánuði var sam- þykktur með yfir 91% greiddra at- kvæða í sameiginlegri allsherjar- atkvæðagreiðslu. Kosningaþátttakan var 14,08% en alls voru 75.635 á kjör- skrá og greiddu 10.653 atkvæði. Kosningunni lauk á hádegi í gær. Já sögðu 9.724 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. 97 skiluðu auðu. „Auðvitað hefði ég viljað sjá meiri þátttöku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að þetta var í fyrsta skipti sem sambandið stendur að svona stórri atkvæða- greiðslu. Skýringin á kosningaþátt- tökunni liggi hugsanlega líka í því hvað mikill stuðn- ingur var almennt við samninginn eins og sjá megi af þessari afgerandi niðurstöðu. Samningurinn kveður á um að í stað launaþróun- artryggingar á þessu ári kemur 6,2% almenn launahækkun, sem er afturvirk frá 1. janúar sl., og verður væntanlega greidd ofan á laun um næstu mán- aðamót. Þá hækkar framlag launa- greiðenda í lífeyrissjóði í skrefum og verður 11,5% í júlí 2018. „Við erum alla vega hvað þetta varðar komin inn á sömu braut og aðrir og að tryggja jafnræði í launaþróun á næstu misserum. Við vitum svo að stjórnvöld eru að klára það sem að þeim snýr og þar eru hús- næðismálin mjög afgerandi. Við mun- um leggjast yfir stöðu þeirra á næstu dögum,“ segir Gylfi. Samtökin á vinnumarkaði vinna af fullum krafti að undirbúningi um- ræðu um nýtt vinnumarkaðslíkan. Fundað hefur verið með Steinar Holden, norskum sérfræðingi um norræn samningamódel, að undan- förnu. Er markmiðið að halda 5-600 manna fund í vor um álitamál varð- andi samningalíkan. omfr@mbl.is Samþykktur með yfir- burðum en 14% kusu  6,2% launahækkun tekur gildi og er afturvirk frá 1. janúar Gylfi Ingvarsson Jónas Jónasson flugstjóri smurði mjúklega inn á flugbraut þegar hann lenti Bombardier Q-400 á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Þetta er fyrsta vélin þeirra gerðar sem FÍ fær, en þær verða alls þrjár og komnar í fulla notkun fyrir vor- ið. Fjölmenni var á flugvellinum og fagnaði því þegar vélin renndi í hlað eftir rúmlega þriggja stunda flug frá East-Midland á Englandi. „Aflið er mikið, vélin bókstaflega þýtur áfram. Við flugum heim á 660 km hraða á klukkustund, sem nálg- ast þotuhraða. Þá er hægt að klifra þessari vél mjög hratt og komast upp fyrir veður,“ sagði Jónas Jón- asson sem þykir vélin í alla staði þægileg, bæði fyrir áhöfn og far- þega. „Þetta er fjárfesting fyrir nokk- uð á fjórða milljarð,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir far- þega í innanlandsflugi FÍ á ári nú vera um 300 þúsund. Verkefni í Grænlandsflugi séu að aukast og vélarnar muni einnig nýtast í flugi til og frá Aberdeen í Skotlandi. „Forsendan okkar fyrir innland- landsfluginu og að þessi fjárfesting beri sig er sú að ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli,“ segir Árni sbs@mbl.is Aflmikill Bombardier kominn til Íslands  Tímamót hjá Flugfélagi Íslands  Kaupverð þriggja Q400-véla á fjórða milljarð króna  Óbreytt- ur Reykjavíkurflugvöllur var forsenda kaupanna  Klifrar mjög hratt og bókstaflega þýtur áfram Morgunblaðið/Árni Sæberg Bombardier Nýja flugvél Flugfélags Íslands í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli í gær, yfir eina af Dash-vélunum sem notaðar verða áfram. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutur Valitors af söluandvirði Visa Europe er um 9,1 milljarður króna. Við það bætist hlutdeild í framtíðar- tekjum sem kemur til greiðslu síðar. Greiðslurnar eru tilkomnar vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, en Valitor er með starfsleyfi fyrir Visa og MasterCard í Evrópu. Borgun fékk greiðslur vegna sambærilegs val- réttar. Fjallað hefur verið um þær greiðslur og hafa þær verið settar í samhengi við söluna á 31,2% hlut Landsbankans í Borgun árið 2014 fyrir 2,2 milljarða. Seldi bankinn jafnframt 38% hlut sinn í Valitor til Arion banka fyrir 3,6 milljarða króna haustið 2014. Það þýðir að Landsbankinn verðmat Valitor á 9,5 milljarða. Sú upphæð er 400 milljónum króna hærri en hlutur Valitor af sölu- andvirði Visa Europe. Jafn- framt var samið um að Arion banki myndi greiða Landsbankanum viðbótargreiðslu ef samruni yrði. Bundin í tiltekin tíma Viðar Þorkelsson, forstjóri Val- itors, staðfestir umræddar greiðslur til Valitors vegna valréttarins. Hann segir Valitor fá í sinn hlut 6,8 milljarða króna í reiðufé og hluta- bréf að verðmæti 2,3 milljarða króna. Þriðji hlutinn sé hlutdeild í áðurnefndum framtíðartekjum. Hlutabréfin eru forgangshlutabréf, bundin í tiltekinn tíma. Arðurinn til Arion banka Viðar segir áðurnefndar greiðslur, að fjárhæð 9,1 milljarð króna, geta myndað stofn til arðgreiðslu til hlut- hafa. Arion banki á 100% hlut í Valitor Holding sem á 99% hlut í Valitor. Viðar segir erfitt að áætla hlut- deild Valitors í framtíðartekjum Visa í Evrópu. „Ef vel gengur geta þetta orðið töluverðir fjármunir,“ segir Viðar og bendir á að Landsbankinn muni fá hlut í ágóðanum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, rifjaði upp í grein í Morgunblaðinu 22. janúar að vegna samrunans mun söluandvirði Visa Europe renna til um 3.000 fyrir- tækja sem hafa átt í viðskiptum við Visa Europe. Fram kom í frétt Morgunblaðsins 20. janúar að áðurnefndur samruni gæti fært kortafyrirtækjunum Borg- un og Valitor á annan tug milljarða. Miðað við áðurnefnda hlutdeild Valitors gæti það verið vanáætlað. Þá má rifja upp að fram kom í Morgunblaðinu 10. febrúar að „þegar kaup Visa Inc. á Visa Europe munu ganga í gegn munu þau skila greiðslukortafyrirtækinu Borgun um 6,5 milljörðum króna, auk þess sem fyrirtækið mun eiga kost á af- komutengdri greiðslu árið 2020 sem taka mun mið af afkomu af starfsemi Visa í Evrópu næstu fjögur árin“. Valitor fær yfir 9 milljarða  Valitor fær 6,8 milljarða í reiðufé og 2,3 milljarða í hlutabréf vegna Visa Europe  Samanlagt fá Valitor og Borgun 15,6 milljarða króna  Fá meira greitt síðar Viðar Þorkelsson „Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hers- ins á Íslandi og engar óskir lagð- ar fram þar að lútandi,“ segir í tilkynningu ut- anríkisráðuneyt- isins um fund Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í gær með Jim Townsend, aðstoð- arvarnamálaráðherra Bandaríkj- anna, og Benjamin Ziff aðstoðarut- anríkisráðherra. Fundurinn snerist um samstarf þjóðanna á sviði ör- yggis- og varnarmála. M.a. var rætt um aðkomu banda- ríska hersins að loftrýmisgæslu á Íslandi, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Engar viðræður um fasta viðveru banda- ríska hersins hér Gunnar Bragi Sveinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.