Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 93

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 93
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Kínverska iðnaðarborgin Wuhan er kveikjan að plötunni Grey Mist of Wuhan, nýrri plötu eftir tónlistarmanninn Arnar Guðjónsson. Platan hverfist um borgina sem Arnar hefur tvisvar sinnum heimsótt. Í fyrra skiptið var hann á tón- leikaferðalagi ásamt Barða Jóhannssyni og fleir- um úr hljómsveitinni Bang Gang og í seinna skiptið sem var fyrir rúmu ári var hann í tón- leikaferð með hljómsveit sinni Leaves. „Mér fannst borgin áhugaverð og einhvern veginn þá þróaðist þetta verk út frá því,“ segir Arnar sem lýsir borginni Wuhan sem grárri, þungri og hrikalegri á margan hátt. Mikið er um háar blokkir og víða er grjót í görðum og meng- unarský umlykur borgina sem er hvort tveggja myndrænt og sérstakt. „Það er ekki hægt að segja að borgin sé beint falleg en hún vakti ein- hverjar skrítnar tilfinningar,“ segir Arnar sem segist gera tilraun til að koma þessum tilfinn- ingum og upplifun sinni til skila á plötunni. „Ég hugsaði þetta eins og ég væri að gera soundtrack [hljóðmynd] við bíómynd. Hún er byggð upp þannig en það er engin bíómynd heldur borg. Mér fannst skemmtilegt að vinna með það konsept,“ segir Arnar. Platan er undir áhrifum kvikmyndatónlistar og nefnir Arnar kvikmyndina Blade Runner sem eina af áhrifa- völdum. Hann hefur áður gert tónlist fyrir heim- ildar- og bíómynd auk ýmiss konar auglýsinga- tónlistar. Á plötunni vinnur Arnar mest með gamaldags hliðræna syntha eða hljóðgervla og í kringum það eru sinfónísk hljóðfæri. „Ég byrjaði með einn syntha og þá kom einhver tónn og ég ákvað að fylgja honum. Þetta gerðist frekar hratt og var spontant. Þetta var ekki eitthvað útpælt heldur mikill performans og svo vinn ég í kring- um það,“ segir Arnar um sköpunarferlið. Hann handspilaði grunninn og byggði svo ofan á það. „Ég reyndi að setja mér einhverjar reglur um hvernig ég vildi vinna þessa plötu. En það er skemmtilegt til að reyna að finna nýjan tón,“ segir Arnar. Reglan var sú að leyfa sér ekki að taka grunninn oft upp. Hann fór þá leið að eyða ekki löngum tíma í að semja lögin áður en hann tók upp, heldur tók hann fyrst upp og samdi svo lögin út frá þessum tón sem hann hafði þegar fundið. Það má segja að Arnar hafi lifað og hrærst í tónlistarheiminum frá árinu 1992 en þá tók hann þátt í Músíktilraunum með dauðarokk-hljómsveit sinni Inflammatory sem náði þriðja sætinu. Hann er menntaður í klassískum söng og tók sjö stig þó hann hafi farið sparlega með þann hæfi- leika í gegnum tíðina. Hlustendur geta vonandi notið sönghæfileika hans innan tíðar en á þessu ári er fyrsta sólóplatan hans væntanleg, að minnsta kosti eitthvert efni af henni. Spurður hvort sólóplatan sem er í smíðum sé í svipuðum stíl og Grey Mist of Wuhan, segir hann ekki svo vera. „Ég vinn meira með sjálfan mig þar og kafa inn í mig,“ segir hann af stóískri ró. Arnar starfar sem upptökustjóri og verkefnin eru fjölbreytt. „Maður er heppinn að hér á Ís- landi hefur maður tækifæri til að vinna mörg ólík verkefni og ég er því alltaf með marga bolta á lofti,“ svarar Arnar, spurður hvað honum líki best við í tónlistinni. Kínversk borg kveikjan  Platan Grey Mist of Wuhan eftir Arnar Guðjónsson  Byggð upp eins og hljóðmynd við bíómynd en Wuhan, grá iðnaðarborg, er í hlutverki bíómyndar Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónlistarmaðurinn „Ég hugsaði þetta eins og ég væri að gera soundtrack [hljóðmynd] við bíómynd. Hún er byggð upp þannig en það er engin bíómynd heldur borg,“ segir Arnar um tilurð plötunnar. MENNING 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Á hinum árlegu Tibet House- tónleikum í Carnegie Hall í New York í fyrrakvöld, sem tónskáldið Philip Glass skipulegg- ur, kom Iggy Pop fram og minntist vinar síns Davids Bowie með því að flytja ásamt hljómsveit Patti Smith lög hans Jean Genie og Tonight. Þetta var í 26. skipti sem tónlist- armenn komu saman að styðja sjálf- stæðisbaráttu Tíbeta og var Bowie fastagestur þar um árabil. Pop minntist Bo- wie í Carnegie Hall Iggy Pop „Frelsi“ kallar myndlistarkonan Edda Þórey Kristfinnsdóttir sýn- ingu sem hún opnar í Artóteki Borgarbókasafns í Grófinni í dag, fimmtudag klukkan 17. Edda Þórey sýnir bæði málverk og skúlptúr. Hún segir í tilkynn- ingu að á vinnustofunni mótist verkin, „á leiðinni breytast þau. Fréttir og umhverfi hafa áhrif á gerð verkanna. Nýjustu málverkin eru nýþornuð á meðan önnur hafa ferðast til ann- arra landa. Skúlptúrinn hefur beðið síns tíma. Fyrirmyndirnar eru ljós- myndir af svönum flestar teknar á Tjörninni, sumar unnar áfram í tölvu. Frelsið og ferðalagið er mér hugleikið.“ Edda Þórey er fædd árið 1956, hefur numið myndlist og hönnun og haldið 14 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Svanur Hluti verks á sýningu Eddu Þór- eyjar í Borgarbókasafninu í Grófinni. Edda Þórey opnar sýninguna Frelsi Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík ZOOLANDER 2 5:50, 8, 10:20 DEADPOOL 5:40, 8, 10:25(P) ALVIN & ÍKORNARNIR 5:50 ÍSL.TAL THE BOY 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10:25 -T.V., Bíóvefurinn Boðið er til djassveislu á Akureyri Backpackers í kvöld, fimmtudag, föstudags- og laugardagskvöld. Rakel Sigurðardóttir, 23 ára gömul söngkona frá Akureyri, mun ríða á vaðið í kvöld ásamt gítarleikar- anum Matta Saarinen. Á föstudags- kvöld mun Jazztríó Matta Saarinen leika en það skipa þeir Matti, sem leikur á gítar og semur, Stefán Ing- ólfsson á bassa og Halldór G. Hauksson trommuleikari. Veislunni lýkur svo með tónleikum Equally Stupid á laugardagskvöldið en það er framsækið og kraftmikið djass- tríó sem leikur ryþmíska og hraða tónlist. Djassveisla næstu þrjú kvöld á Akureyri Engin regla Jazztríó Matta Saarinen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.