Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 52
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hinn 28. febrúar erufjörutíu ár liðin frá því aðValdar greinar, hljóð-tímarit fyrir blinda og
sjónskerta, hóf göngu sína. Þá eru nú
rúm 20 ár frá því Morgunblaðið varð
aðgengilegt blindum og sjónskertum.
Talgervill sem blaðið lét sérstaklega
hanna var tekinn í notkun í desember
1994. Markaði þetta hvort tveggja
þáttaskil í fjölmiðlun á þessu sviði.
Hljóðtímarit byrjaði 1976
Efnið í Valdar greinar var lesið
inn á segulband úr dagblöðum og
tímaritum og fjölfaldað á snældur
fyrir þá sem áhuga höfðu. Seinna fór
efnið á geisladiska. Þetta var gert í
hljóðveri í húsi Blindrafélagsins við
Hamrahlíð í Reykjavík. Sáu Sveinn
Ásgeirsson hagfræðingur, sem var
vinsæll útvarpsmaður fyrr á tíð, og
félagar í Lionsklúbbnum Nirði um
lesturinn fyrstu árin. Tímaritið kom
fyrst út hálfsmánaðarlega, en síðan
vikulega. Áskrifendur voru 8 í upp-
hafi, en urðu 160 þegar mest varð.
Með árunum varð efnið fjölbreyttara,
það birti tilkynningar og fréttir frá
Blindrafélaginu og viðtöl í tengslum
við fundi og viðburði. Þróaðist hljóð-
tímaritið smám saman í að verða
nokkurs konar innanfélagshljóðrit
Blindrafélagsins. Æ meira fór fyrir
efni frá félaginu eftir því sem starf-
semin jókst. Farið var að birta hljóð-
ritanir frá fundum og viðburðum
ásamt því að viðtöl við félagsfólk og
ýmsa tengda málaflokknum urðu æ
fyrirferðarmeiri. Hefur Gísli Helga-
son sinnt ritstjórn síðustu árin, en
verið meira og minna viðloðandi
hljóðritun og vinnslu efnis frá upp-
hafi.
Innlestri blaðagreina í Valdar
greinar var hætt á síðasta ári, en ritið
er enn gefið út á tveggja vikna fresti
og er að jafnaði rúmar tvær klukku-
stundir að lengd.
Talgervill frá Morgunblaðinu
Morgunblaðið hefur verið að-
gengilegt blindum og sjónskertum í
rúm 20 ár. Talgervill, forrit sem blað-
ið lét sérstaklega hanna, var tekinn í
notkun í desember 1994 eftir fjögurra
ára undirbúningsvinnu. Þetta þótti
mikil bylting á sínum tíma og var þá
aðeins við lýði í sex öðrum löndum í
Evrópu. Tæknilega var fram-
kvæmdin í upphafi þannig að blaðið
var sent inn á ákveðið svæði í tölvu-
kerfi blaðsins. Tölva Blindrafélagsins
hringdi síðan í Morgunblaðið á
ákveðnum tíma, náði í nýja tölublaðið
og sendi það sjálfvirkt í tölvur blindra
og sjónskertra áskrifenda. Þar sá tal-
gervillinn um að lesa efni blaðsins eft-
ir áhuga hvers og eins.Þegar Morg-
unblaðið hóf að reka sérstakan
fréttavef, mbl.is, var við hönnunina
tekið sérstaklega mið af því að vef-
urinn nýttist blindum og sjón-
skertum. Geta notendur sem hafa
skerta sjón stækkað letrið að þörfum
og blindir notað talgervil.
Talgervill Morgunblaðsins
mæltist mjög vel fyrir þegar hann
kom fram 1994. Fyrsti notandinn,
Ólafur Þór Jónsson sjúkranuddari,
fagnaði framtakinu enda hafði hann
þá ekki getað lesið blaðið í 30 ár.
„Þetta er ekki minni bylting en þegar
gufuskipin hættu og vélskipin komu
til sögunnar,“ sagði hann. „Það að
blindir og sjónskertir skuli loksins fá
aðgang óhindrað að dagblaði er
sennilega einhver
merkasti atburður
í fjölmiðlun í 20
ár,“ var haft eftir
Gísla Helgasyni,
forstöðumanni
Hljóðbókagerðar
Blindrafélags-
ins.
Þáttaskil með hljóð-
tímariti og talgervli
Blindir Hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð í Reykjavík. Í hljóðveri fé-
lagsins hefur um árabil verið unnið hljóðtímarit fyrir blinda og sjónskerta.
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeim semfylgjast meðbreskum
kosningum þykir
talningin eftir lok-
un kjörstaða eft-
irminnileg. Þar er
talið fyrir opnum tjöldum og
talning ekki hafin fyrr en engin
hætta er á að úrslit berist út og
hafi hugsanlega einhver áhrif á
úrslitin. Þegar talning er langt
komin mæta frambjóðendur á
talningarstað. Bæjarstjórinn á
viðkomandi stað mætir svo í
pontu með skrautlega embætt-
iskeðjuna yfir brjóstið. Hann
þakkar lögreglunni liðveisluna,
talningarmönnum og öllum
þeim öðrum sem lagt hafa
þessum þætti lýðræðisins lið.
Allt í kringum hann eru fram-
bjóðendur, ekki bara helstu
framboða heldur allra sem
buðu sig fram. Sé talið í kjör-
dæmi forsætisráðherrans
mætir hann og andstæðingar
úr röðum hefðbundinna flokka.
Og það mæta fleiri frambjóð-
endur og sumir skrautlegir.
Trúðar (þ.e. í einkennisbúningi
slíkra) eru ekki sjaldséðir. Og
þarna eru líkar fulltrúar hefð-
bundinna smáflokka.
Frambjóðendur allra þess-
ara aðila eru raunsæir. Þeir
vita að sigur er ekki í augsýn í
einmenningskjördæmum. Rík-
isvaldið setur hömlur á fram-
boð með þeim hætti að sérhver
frambjóðandi verður að leggja
fram tryggingu sem gengur
upp í þann kostnað sem sjóður
almennings er talinn hafa af
framboðsbrölti hans, nái hann
ekki lágmarksfylgi. Þetta er
upphæð sem munar um þótt
hún sé ekki svo á að hún bein-
línis standi í vegi fyrir því að sá
sem hefur nokkurn stuðning
treysti sér til að bjóða fram.
Fyrir kemur að „alvöru“ fram-
boð nái ekki lágmarkinu og þá
bætist hneisa við fjárhags-
tapið.
Hér er þessu öfugt farið. Nái
framboð hér ekki manni á þing
en fær þó lágmarksfylgi bjóð-
ast því álitlegar fjárhæðir.
Litlar kvaðir eru settar á
hvernig brúka má það fé. Á
óróleikakjörtímabilinu 2009-
2013 urðu til dæmi um 4 manna
þingflokk, sem hvarf frá
flokknum sem bauð þingmenn-
ina fram. Framboðsflokkurinn
hélt háum árvissum fjár-
greiðslum þótt tengslin við
þingmennina væru engin.
Frægt var þegar prófessor við
Háskólann, sem jafnan þóttist
tala í nafni alls almennings var
í slíku framboði. Flokkur hans
var fjarri því að ná inn á þing
og náði ekki einu sinni þeim 2,5
prósentum sem hefðu tryggt
honum mikið fé í fjögur ár.
Þessi umbótamaður, sem þjóð-
in vildi ekkert með, barðist fyr-
ir því að horft yrði fram hjá
reglunum og
flokkskrílið yrði
hækkað í fylgi upp
í það sem munaði!
Þessar ógöngur
endurspegla alvar-
lega þróun. Óli
Björn Kárason gerði það að
umtalsefni hér í blaðinu í gær.
Hugleiðingar hans sýna hvern-
ig hið íslenska stjórnmálakerfi
hefur verið ríkisvætt og svo
komið að sumir stjórnmála-
flokkar líta út eins og dóttur-
félög ríkisins og aðrir eru að ná
því nánast að verða hrein-
ræktuð ríkisfyrirtæki. Breyt-
ingar eru svo taldar réttlæta
að embættismenn ríkisins séu
með nefið niðri í málefnum
stjórnmálaflokka, sem er
háskaleg þróun, sem horfið var
frá austan járntjalds eftir hrun
múrsins.
Óli Björn segir m.a.:
„Í desember 2006 voru sam-
þykkt lög um fjármál stjórn-
málasamtaka og frambjóðenda
[nr. 162/2006]. Þar með voru
stjórnmálaflokkar endanlega
settir á jötu ríkis og sveitarfé-
laga. Lögin kveða á um að ár-
lega skuli „úthluta fé úr ríkis-
sjóði til starfsemi stjórnmála-
samtaka sem fengið hafa
a.m.k. einn mann kjörinn á Al-
þingi eða hlotið hafa a.m.k.
2,5% atkvæða í næstliðnum
alþingiskosningum samkvæmt
ákvörðun á fjárlögum hverju
sinni“.
Hver stjórnmálaflokkur fær
greitt í hlutfalli við atkvæða-
magn. Því meira fylgi því hærri
er ríkisstyrkurinn. Stjórn-
málasamtök sem bjóða fram í
öllum kjördæmum geta sótt
um sérstakan styrk úr ríkis-
sjóði og runnu nokkrir tugi
milljóna úr ríkissjóði til hinna
ýmsu framboða í síðustu kosn-
ingum.
Auk þessa er árlega veitt fé
úr ríkissjóði til starfsemi þing-
flokka á Alþingi. Lögin skylda
sveitarfélög með fleiri en 500
íbúa til að styrkja stjórnmála-
samtök sem hafa fengið a.m.k.
einn mann kjörinn í sveit-
arstjórn eða a.m.k. 5% at-
kvæða í kosningum.
Frá 2010 til 2015 fengu
stjórnmálaflokkar í heild tæp-
lega 2.100 milljónir króna úr
ríkissjóði. Þetta jafngildir því
að hver Íslendingur með at-
kvæðisrétt í síðustu alþingis-
kosningum hafi greitt um 8.800
krónur til stjórnmálasamtaka.
Þessu til viðbótar bættust
nokkur hundruð milljónir frá
sveitarfélögunum.“
Óli Björn bendir á að byrjað
sé að spila á kerfið:
„Þannig komust Píratar í
Reykjavík, að þeirri niðurstöðu
á stjórnarfundi í janúar á síð-
asta ári að „business modelið
okkar ætti að vera að fá sem
mestar tekjur frá ríkinu“.“
Afleiðingar laga
um styrki við
stjórnmálasamtök
eru ógnvænlegar}
Ógöngur
Þ
að er óhætt að segja að Ófærð,
spennuþáttaröð Baltasars Kor-
máks, hafi slegið í gegn. Hátt í
60% landsmanna horfðu á loka-
þættina á sunnudagskvöldinu sem
telst met nú þegar fullyrt er að línuleg sjón-
varpsdagskrá sé að líða undir lok. Það heyrir
til undantekninga að fjölskyldur safnist sam-
an fyrir framan sjónvarpið til að horfa á sama
dagskrárliðinn á sama tíma. Við erum hvert
og eitt okkar orðin eigin dagskrárstjórar og
höfum það í hendi okkar hvenær við horfum á
uppáhaldsefnið. Ófærð sýndi svo ekki verður
um villst að það er enn hægt að ná til fjöldans
á sama tíma. Góð saga er alltaf gulls ígildi.
Ég var í þessum 60% hópi og hafði gaman
af að sjá rjómann af íslenskum leikurum fara
sannfærandi með hlutverk sín. Í Ófærð feng-
um við innsýn í íslenskan veruleika eins og hann gæti lit-
ið út, þó undir merkjum skáldskapar. Það var því óþægi-
leg samsvörun þegar fréttir bárust af manni sem virðist
hafa haldið tveimur konum föngnum í kjallara án þess að
bæjarbúar tækju eftir því. Lögreglan þarf aldeilis að
standa í lappirnar í slíkum málum. Verðum við ekki að
horfast í augu við að það sem gerist úti í hinum stóra
heimi gerist líka hér á landi? Þó að það sé líklega oftast
smærra í sniðum er það jafnalvarlegt og krefst þess að
lögreglumenn séu með á nótunum bæði í mannafla og
tækjabúnaði. Í einum þættinum segir danski skipstjór-
inn að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvað fer fram
hér á okkar litlu eyju. Þar held ég að hand-
ritshöfundarnir hafi hitt naglann á höfuðið.
Nú þegar 1,3 milljónir manna leggja leið sína
til landsins og búist er við enn meiri fjölda á
þessu ári og þeim næstu þurfa stjórnvöld að
vera vel vakandi. Það er ekki hægt að stinga
vandamálunum undir stól eða horfa í hina átt-
ina.
Orðspor íslenska kvikmyndagerðarfólksins
hefur eflst gríðarlega síðustu ár þegar hver
bíómyndin og sjónvarpsþáttaserían á fætur
annarri vekur áhuga og athygli víða um heim.
Kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi hefur heldur
betur vaxið fiskur um hrygg.
Baltasar Kormákur hefur fyrir löngu sýnt
og sannað að hann hefur framúrskarandi nef
fyrir góðri sögu og hvernig best er að segja
hana. Hann er kominn á þann stað í ferli sín-
um að hafa val um að gera myndir í Hollywood. Við ætt-
um að vera þakklát fyrir að hann hefur ennþá áhuga á að
segja íslenskar sögur. Skálduðu sögupersónurnar Her-
cule Poirot, Wallander, Taggart, Morse og Harry Hole,
svo fáir séu nefndir, hafa allir leyst ráðgátur hver með
sínum hætti. Er kannski íslenski lögreglustjórinn Andri,
í traustum höndum Ólafs Darra Ólafssonar, kominn í
þennan hóp og á eftir að leysa enn fleiri morðmál? Þegar
einhverjar milljónir hafa séð Ófærð myndast sjálfsagt
töluverður þrýstingur á Baltasar að framleiða fleiri
þáttaraðir. Ég ætla að hefja þann þrýsting hér og nú og
óska eftir að fá meira af Andra! margret@mbl.is
Margrét Kr.
Sigurðardóttir
Pistill
Góð saga er alltaf gulls ígildi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Önnur bylting í fjölmiðlum fyrir
blint og sjónskert fólk varð
þegar Kristinn Halldór Ein-
arsson, þáverandi formaður
Blindrafélagsins, kynnti fyrir
nokkrum árum til sögunnar
nýjung sem kallaðst vefvarp.
Þar er hægt að hlusta á margs
konar efni, Valdar greinar,
fréttir og tilkynningar frá
Blindrafélaginu og hljóðbækur
frá Hljóðbókasafni Íslands. Vef-
varpið hefur þann kost að vera
mjög aðgengilegt og auðvelt í
notkun, sérstaklega fyrir eldra
fólk, sem þekkir lítt tölvur. Enn
er verið að þróa það þannig að
það nýtist betur og efn-
isflokkum fjölgi. Vefvarpstækið
kemur frá hollenska fyr-
irtækinu Solutions Radio.
Það er einfaldur, talandi,
gagnvirkur og auðstýr-
anlegur, nettengdur staf-
rænn móttakari. Vefvarpið
notast við nýjasta íslenska
talgervilinn.
Vefvarpið
enn í þróun
SÍFELLT NÝ TÆKNI
Vefvarp
Ný tækni í þróun.