Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 40
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Uppáhaldshaninn Agnar Kristjánsson bóndi í Norðurhlíð með stóran og myndarlegan hana, Gullkamb, sem er í talsverðu uppáhaldi hjá bóndanum.
SVIÐSLJÓS
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Það er óskaplega gaman að hæn-
unum og sérstaklega finnst mér
það þegar þær unga út. Þá get ég
setið hérna og horft á ungana því
þeir eru svo fallegir og skemmti-
legir.“ Þetta segir Agnar Krist-
jánsson bóndi í Norðurhlíð í Að-
aldal þar sem hann er staddur í
hænsnahúsinu. Agnar býr með um
það bil þrjátíu landnámshænsni og
hefur lengi haft af því mikla
ánægju.
„Ég sel eggin á eitt ferðaþjón-
ustubýli hér í nágrenninu og gæti
eflaust selt miklu meira. Þá seld-
ust allir ungarnir sem fæddust í
sumar,“ segir Agnar og er á því
að mikill markaður sé fyrir bæði
egg og unga.
Agnar býr með fjölskrúðug
hænsni hvað liti varðar enda hefur
hann mikinn áhuga á lita-
fjölbreytninni í hópnum.
Yfir veturinn eru hænsnin í
Norðurhlíð nær alfarið inni, en á
sumrin hafa þau heila skógrækt-
argirðingu til þess að vappa um í
fyrir ofan bæjarhúsin og þar hafa
þau úr ýmsu að moða hvað fæðu-
val snertir t.d. flugur og lirfur auk
þess að fá sér arfa og ýmis grös.
Allt seldist upp síðasta sumar
Aðrir landnámseggjabændur í
Suður-Þingeyjarsýslu hafa sömu
sögu að segja og Agnar að eggin
seljist mjög vel og tæplega sé
hægt að anna eftirspurn. Með
aukinni ferðaþjónustu á sveitabæj-
um er mjög sótt í það að fá egg
sem eru framleidd í sömu sveit
eða á næsta bæ, auk þess sem
mikið er gert úr hreinleika þess-
arar framleiðslu. Mörgum finnst
landnámshænuegg bragðmeiri en
önnur egg. Þá finnst fólki rauðan
sérlega litfalleg þegar hænurnar
eru á grænum grösum og kökur
verði fínar og lystugar sem bak-
aðar eru úr þessum eggjum.
Landnámseggjabændur eru
einnig sammála um að mikið sér
spurt um unga á sumrin og er þá
um fólk að ræða sem vill koma sér
upp heimilishænsnum.
Almennt eru einingarnar litlar
og því auglýsir enginn egg og
unga því þá væri alls ekki hægt
að anna eftirspurninni, slíkur er
áhuginn. Hluti af hreinleikahugs-
uninni er að hvert bú sé það lítið
að ekki sé þröngt á fuglunum og
þeir séu úti á stóru svæði þar
sem þeir geta goggað í grös og
allt það sem hugurinn girnist.
Séu hænsnin í þröngri girðingu
skilar útivistin fuglunum ekki því
sem þarf.
Mikill erfðabreytileiki
Upphaflega fékk Agnar í Norð-
urhlíð sínar hænur frá öðrum
framleiðendum sem voru með
landnámshænur frá viðurkenndum
búum. Margir hafa fengið vottun
um að þeir hafi hreinræktaðan
stofn og þó Agnar hafi ekki enn
fengið hana formlega er ekkert
því til fyrirstöðu þar sem hans
fuglar eru með rétt útlitseinkenni.
Eigenda- og ræktendafélag land-
námshænsna hefur unnið að vott-
un ræktenda og eru það nokkuð
mörg atriði sem þarf að uppfylla
ef hænsnin eiga að standast þau
útlitseinkenni sem krafist er.
Kambar eru af ýmsum gerðum og
má þar nefna t.d. einfaldan kamb,
blöðrukamb, kórónukamb, krónu-
kamb og rósakamb. Þá þurfa
hænsnin að vera með þéttan og
sléttan fiðurham, með breiða
vængi og hátt stél. Litafjölbreytni
er mikil og allir litir eru leyfðir.
Leggir þurfa að vera langir með
litla spora á hænunum, en han-
arnir eru með langa og uppsveigða
spora. Leggir mega ekki vera með
fjaðrir og hálsinn þarf að vera
stuttur og sver. Í kyninu er mikill
erfðabreytileiki og er það hluti af
því hve spennandi er að rækta
þessa fugla.
Útrás í útungunareggjum
Fyrir utan egg og unga er alltaf
töluvert spurt um útungunaregg
hjá eigendum landnámshænsna í
Þingeyjarsýslu. Þau egg fara mik-
ið á milli héraða hérlendis, enda
eru ræktendur þessara hænsna
margir með samband sín á milli.
Fólk sér myndir af hænsnum ann-
arra og vill þá gjarnan eignast
fugla af sama stofni. Þetta er ekki
bara hér heima heldur eru margir
sem búa erlendis með íslensk
hænsni og t.d. er mikið af land-
námshænum í Kanada og hafa far-
ið egg frá Íslandi til útungunar í
Íslendingabyggðum þar í landi. Þá
er vitað um nokkur bú í Banda-
ríkjunum sem og íslandshænur í
Noregi og Danmörku. Síðasta út-
rásin er svo til Austurríkis en
þangað fór egg úr Þingeyjarsýslu,
fyrir ekki löngu, til útungunar og
kom sú útungun vel út.
Hefur trú á búskapnum
Þó hænurnar í Norðurhlíð séu
inni yfir veturinn fá þær mjög
fjölbreytt fæði. Agnar gefur þeim
ekki bara það sem fellur til á
heimilinu heldur fá þær líka brauð
og korn sem þær kunna vel að
meta. Sumt af brauðinu er úr bak-
aríinu og hafa hænurnar verpt
óvenjulega vel í vetur. Hann hefur
trú á þessum búskap og næsta
sumar má búast við að líflegt
verði í hænsnahúsinu hjá honum
og að víða tísti ungar. Landnáms-
eggjabændur verða að hafa sig við
ef þeir ætla einhvern tímann að
anna eftirspurn, svo eftirsótt er
þeirra framleiðsla. Það hlýtur því
að vera pláss fyrir fleiri framleið-
endur og það finnst þeim, sem
fyrir eru, bara spennandi.
Því fleiri, því betra.
Landnámseggjabændur anna ekki
eftirspurn og margir vilja hænur
Agnar býr með þrjátíu landnámshænsn Landnámshænan er í útrás í Evrópu og vestanhafs
Í ýmsum litum Landnámshænurnar eru fjölbreytilegar og marglitar.Glæsilegur Einn af landnámshönum Agnars spígsporar um, svartur á lit.
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur