Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is It’s nine o’clock on a Saturday The regular crowd shuffles in There’s an old man sitting next to me Making love to his tonic and gin Pálmi Sigurhjartarson slær tón- inn fimum fingrum á nótnaborð flyg- ilsins á Café Rosenberg og syngur nokkur vers Píanómanns Billy Joels. Klukkan er tíu laugardagskvöldi, fastagestir hafa komið sér fyrir sem og fjöldi fólks á öllum aldri. Einhvers staðar í salnum kann að sitja gamall maður með sitt tónik og gin. Það fer mismikið fyrir gestunum. Sing us a song you’re the piano man Sing us a song tonight Well we’re all in the mood for a melody And you’ve got us feeling alright. Píanómaðurinn er ekki lengur einn um sönginn. Salurinn hefur smám saman tekið undir og syngur hástöfum með í tíunda og síðasta versi þessarar ljúfsáru ballöðu. Pí- anómaðurinn hefur lagt grunninn að stemningunni það sem eftir lifir kvölds. Allir eru í stuði fyrir fleiri lög, margir vilja syngja með, aðrir syngja einsöng við undirleik píanómannsins og sumir biðja um óskalög. Allt alveg eins og Pálmi Sigurhjartarson sá fyr- ir sér þegar hann kom að máli við vertinn, Þórð Pálmason, og stakk upp á að heyra hvað syngi í gestunum. Sönggleðin réði ríkjum og eig- inlega stórmerkilegt hversu margir sungu undurfagurt og voru ófeimnir við að hefja upp raust sína. Stundum rak fólk í vörðurnar í textanum, en Pálmi kom því aftur á sporið og dró sig síðan prúðmannlega í hlé svo söngvararnir fengju notið sín. Vanur maður, píanómaðurinn. Sumir fara út að dansa, aðrir að syngja „Mig langaði til að koma þessu formi á kortið í skemmtanalífinu og Þórður tók vel í hugmyndina. Ég hef í mörg ár spilað á árshátíðum, einka- samkvæmum og alls konar sam- komum hjá fyrirtækjum sem vilja skapa píanóstemningu. Sjálfum finnst mér óskaplega gaman að spila á píanó og fá fólk til að syngja. Þegar ég fer norður að spila á tónleikum eða dansleikjum bregð ég mér oft svona „off the record“ inn á Götubarinn á Akureyri, sest við flygil sem þar er til frjálsra afnota, tek nokkur lög og fæ fólk til að syngja með. Svona uppá- komur eru spennandi, nokkurs konar ferðalag út í óvissuna sem er í senn skemmtilegt og gefandi fyrir mig og vonandi aðra líka. Sumir vilja fara út að dansa, aðrir að syngja.“ Sú spurning vaknar hvort hann hafi haft með sér nokkrar varaskeifur til að hita upp með sér á Rosenberg – ef gestir yrðu tregir til söngs og hann þyrfti að syngja megnið af lögunum sjálfur. Svo er ei. Hann leggur einn síns liðs í óvissuferðalagið. „Stór hluti af vinnu minni sem tónlistarmaður felst í því sem kallað er Complete Vocal tækni og gengur út á að spila undir hjá bæði atvinnu- söngvurum og nemendum, til dæmis í Listaháskóla Íslands og Kvikmynda- skólanum sem og í einkatímum. Ég kannaðist við nokkra þaðan í salnum, en vissi ekki hvort þeir myndu syngja eða hvaða lög ég yrði beðinn um.“ Enda skiptu óskalögin engu máli. Pálmi er þekktur fyrir að geta spilað hvað sem er nótulaust, pikkar bara upp eftir eyranu. Spunameist- arinn hefur hann líka verið kallaður. Þá fyrstu og raunar flesta sem tóku lagið umrætt kvöld þekkti hann ekki hætis hót. Um tuttugu manns á að giska. Reiður maður syngur ekki „Ætli við höfum ekki tekið um tíu Magga Eiríks lög, sem er ekkert skrýtið því hann á stóran lagabálk, sem allir þekkja, hafa alist upp með og tengja við. Þá er mikið beðið um Stuðmannalög, Patsy Kline, Adele svo fátt eitt sé talið. Viðburður af þessu tagi gengur út á að gefa fólki tækifæri til að túlka sín eftirlætislög með sínum hætti. Í mínum huga er söngur frá hjartanu góður söngur.“ Hann minnist þess ekki að upp hafi komið leiðindaatvik í óvissuferð- um sínum í áranna rás, ekki meiri- háttar að minnsta kosti. „Svona fyr- irkomulag þar sem ég kýs að hafa flygilinn á gólfinu en ekki uppi á sviði til að vera í meiri nánd við gestina gerir mann að vísu berskjaldaðri. Auðvitað getur ýmislegt komið uppá, sumir eru meira við skál en aðrir og láta ýmislegt gossa, en það er bara partur af djobbinu að geta svarað því. Það syngur enginn reiður maður eins og ein manneskja sagði við mig á dög- unum – sem er algjörlega mín reynsla – söngurinn gleður og þótt einhver komi reiður inn gengur hann út glað- ur í bragði.“ Þótt landinn hafi löngum tekið lagið í góðra vina hópi, þekktist vart að leikmenn létu ljós sitt skína fyrir framan bláókunnugt fólk, enda ekki margir staðir sem buðu upp á slíka stemmningu. Á Rosenberg var eng- inn hörgull á fólki á öllum aldri sem vílaði ekki fyrir sér að syngja einsöng eða tvíraddað með vinum sínum. Og sama er uppi á teningnum annars staðar við sömu aðstæður að sögn Pálma. Gríðarlega margir hafa fengið sjálfstraust af kórastarfi og fjöl- breyttu söngnámi, oft á dægurlaga- sviði. Hér áður fyrr var bara klassískt söngnám í boði og punktur. Svo eru bara margir sem hafa gaman af að syngja og nota tækifærið til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Pí- anóstemmning er fyrirkomulag sem er að festa sig æ meira í sessi í skemmtanalífinu.“ Átján ára á Pöbbnum Pálmi var aðeins átján ára þegar hann hóf tónlistarferilinn í Pöbbnum við Hverfisgötu. Þar spilaði hann á pí- anó á hverju kvöldi í tvö og hálft ár og hefur verið sjálfstætt starfandi tón- listarmaður síðan, eða í þrjátíu og tvö ár. „Ég byrjaði sex ára gamall að pikka eftir eyranu það sem eldri bróðir minn var að læra á píanó. Ári síðar var ég sendur í tónlistarnám og seinna í einkatíma í klassískum píanó- leik. Námið varð endasleppt því kennarinn ráðlagði mér að hætta þegar ég var tólf ára og spilaði popp- lag á jólatónleikum hans. Þá var ég farinn að spá mikið í popp, rokk og djass, hlustaði á lög og spilaði eftir eyranu eins og ég geri mestan part ennþá. Þótt ég hafi ekki farið aka- demísku leiðina hef ég stúderað nótur og tónfræði, enda nauðsynlegt að kunna eitthvað fyrir sér í þeim efn- um.“ Foreldrum hans þótti spileríð á Pöbbnum ekki sérlega heppilegt fyrir óharðnaðan unglinginn, en með tím- anum þegar ljóst var að tónlistin var meira en áhugamál segir Pálmi þau hafa stutt sig með ráðum og dáð. „Reynslan á Pöbbnum bjó mig undir ýmislegt á lífsleiðinni, var nánast eldskírn á hverju kvöldi,“ segir Pálmi, sem samhliða var í hljómsveit- inni Centaur til ársins 1989. Píanómaður í óvissuferð Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður er ekki að ósekju stundum kallaður spunameistarinn, enda þekktur fyrir að geta spilað eftir eyranu á píanóið hvað sem og hvenær sem er. Gestir á Café Rosenberg fengu nýverið tækifæri til að túlka sín óskalög með sínum hætti við undirleik hans. Sumir fara út að dansa, aðrir að syngja. Í huga Pálma er söngur frá hjartanu góður söngur. Morgunblaðið./Styrmir Kári Píanóstemmning Pálma finnst óskaplega skemmtilegt að spila af fingrum fram á píanóið við ýmis tilefni og tækifæri og fá fólk til að syngja með. Símamynd Fjöldi gesta tók lagið við undirleik Pálma á Café Rosenberg og margir tóku myndir af sínu fólki á símana sína. Centaur 1985 F.v. Sigurður Sigurðsson, Hlöðver Ellertsson, Guðmundur Guðlaugsson, Jón Óskar Gíslason og Pálmi. Vinir Sjonna 2011 Benedikt Brynleifsson, Pálmi, Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason og Matthías Matthíasson. Sniglabandið 2015 Pálmi, Björgvin Ploder, Friðþjófur Sigurðsson, Skúli Gautason, Þorgils Björgvinsson og Einar Rúnarsson. Sólóplatan, Undir fossins djúpa nið, er verkefni sem Pálmi hefur unnið að í þónokkurn tíma, en tekið sér frí frá annað slagið. Öll lögin eru eftir hann sem og flestir textarnir og hann syngur meirihluta laganna. „Ef lagið hentar ekki minni rödd leita ég til annarra söngvara. Sama á við ef texta- gerðin reynist mér strembin, enda með góða orðasmiði allt í kringum mig. Svo kemur platan bara út þegar hún verður tilbúin, sem verður von- andi fljótlega,“ segir Pálmi. Undir fossins djúpa nið FYRSTA SÓLÓPLATAN Í SMÍÐUM Leikfangagítar Pálmi fjögurra ára með fyrsta hljóðfærið sitt. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.