Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ingólfur Þórisson, framkvæmda-
stjóri rekstrar- og fasteignasviðs
Landspítalans, segir að erfið að-
koma að bílastæðum við Landspít-
alann sé tímabundið vandamál.
Opnað verði inn á bílastæðin frá
Barónsstíg í byrjun júní.
„Það er rétt að hér hefur verið
hálfgert vandræðaástand hvað
varðar bílastæði á Landspítalalóð-
inni að undanförnu, ekki síst vegna
mikilla snjóa,“ sagði Ingólfur í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Aðkoman eitthvað erfiðari
Ingólfur segir að fjöldi bílastæða
á lóðinni hafi ekki breyst, eftir að
framkvæmdirnar hófust, því bætt
hafi verið við bílastæðum fyrir neð-
an Landspítalann á móti þeim sem
hurfu úr notkun eftir að fram-
kvæmdirnar hófust. „Bílastæðin eru
heldur lengra í burtu frá spítalan-
um en þau sem fóru úr notkun og
þau nýtast líklega eitthvað verr í
öllum þessum snjó og aðkoman að
þeim er eitthvað erfiðari núna, á
meðan þessar framkvæmdir standa
yfir,“ sagði Ingólfur.
Fólk komi tímanlega
„Það verður opnað aftur inn á
bílastæðin frá Barónsstíg í byrjun
júní, þannig að búast má við að
þetta ástand vari út maí og vonandi
skánar ástandið eftir það. Ég beini
því bara til fólks sem á pantaðan
tíma hjá lækni að koma tímanlega
og gefa sér tíma til þess að finna
stæði, með aðkomu frá Hringbraut
og vera viðbúið því að það taki
kannski svolítið lengri tíma að
koma sér frá stæði inn á spítalann,“
sagði Ingólfur.
Ingólfur bætir við að stæðin næst
aðalinngangi Landspítalans séu
gjaldskyld og séu einkum ætluð
þeim sem séu að koma á ákveðnum
tíma í styttri læknisheimsóknir, við-
töl eða því um líkt, en þeir sem
leggi allan daginn leggi þá fjær inn-
ganginum, þar sem ekki er gjald-
skylda.
Fjöldi bílastæða á Land-
spítalalóðinni er óbreyttur
Opnað inn á stæðin
frá Barónsstíg í júní
Morgunblaðið/RAX
Gjaldskylda Bílastæðin næst aðalinngangi Landspítalans eru gjaldskyld og
eru ætluð þeim sem koma í styttri læknisheimsóknir eða viðtöl.
Margir hverjir hafa fundið fyrir af-
leiðingum skæðrar flensu sem nú
gengur manna á milli og eru starfs-
menn heilbrigðisstofnana þar engin
undantekning. Hjá Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands hafa fjöl-
margir læknar, hjúkrunarfræð-
ingar og móttökuritarar glímt við
veikindi undanfarna daga.
„Það er búið að vera mikið um
veikindi hjá okkur líkt og í öllum
bænum,“ segir Þórdís Rósa Sigurð-
ardóttir yfirhjúkrunarfræðingur
og bendir á að ansi fáliðað hafi ver-
ið suma daga. „Í tilfellum sem þess-
um þá hlaupa þeir sem eru í vinnu
hraðar og reyna að hjálpast að.“
Þórdís Rósa segir mikilvægt að
fólk gefi sér góðan tíma til að ná
fyrri heilsu svo veikindi taki sig
ekki upp á nýjan leik. khj@mbl.is
Talsvert um veikindi
heilbrigðisstarfsfólks
Við störf Læknar og hjúkrunarfræðingar
eru meðal þeirra sem veikst hafa.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjárfestar áforma að reisa timbur-
hús á Nýlendureitnum í Reykjavík
á aðeins um átta vikum í sumar.
Nýjungar í mannvirkjagerð skýra
framkvæmdahraðann.
Reiturinn afmarkast af Nýlendu-
götu í suðri, Seljavegi í vestri og
Mýrargötu í norðri.
Birgir Örn Arnarson fjárfestir er
að baki verkefninu, ásamt tengda-
syni sínum, Jakobi Helga Bjarna-
syni. Hafa þeir stofnað eignarhalds-
félagið Arwen Holdings utan um
verkefnið. Það hefur heimilisfangið
Bíldshöfði 20, líkt og Norvik,
móðurfélag Byko.
Birgir Örn segir byggingarnar
verða timburhús á steyptum grunni.
Þær verði reistar úr tilbúnum ein-
ingum frá Byko í Lettlandi.
Verkefnið er ekki hafið. Engu að
síður stefnir Birgir Örn á að ljúka
byggingu húsanna fyrir áramót. Að
fengnu samþykki skipulagsyfirvalda
verði byrjað að steypa grunn í vor.
Síðan sé áformað að reisa húsin á
átta vikum í sumar. Á jarðhæð
verði 200 fermetra veitingastaður.
Að öðru leyti verði íbúðir í hús-
unum.
Þau munu hafa númerin Mýrar-
gata 27-31 og Seljavegur 1A og 1B.
Húsin hafi sígilt yfirbragð
Birgir Örn segir timburhúsin á
Nýlendureitnum verða í sígildum
stíl eins og nálæg hús í hverfinu.
Uppbyggingin sé tilraunaverkefni.
„Við erum stöðugt að leita tæki-
færa. Þetta verkefni er prófsteinn á
þessa aðferð. Ef verkefnið gengur
vel munum við fara meira út í þenn-
an byggingarstíl. Við álítum að
þetta sé framtíðin. Sementsfram-
leiðsla í heiminum er, ásamt kola-
vinnslu, einhver mesti meng-
unarvaldur sem um getur. Henni
fylgir mikil losun koldíoxíðs.
Timburframleiðsla er hins vegar
umhverfisvæn,“ segir Birgir Örn.
Einangruð með nýrri aðferð
„Húsin eru einangruð með stein-
ull í gegnum allan vegginn. Gamla
aðferðin við steinhúsin var að ein-
angra þau innan frá og þá kom raki
inn um steypuna og með því svepp-
urinn. Nú eru menn farnir að ein-
angra húsin utan frá og þá þarf að
setja klæðningu utan á.
Þeir sem framleiða húsin fyrir
okkur hafa verið að byggja hús í
Skandinavíu þar sem er miklu kald-
ara en hér á Íslandi. Það er hægt að
ráða því hvað einangrunin er þykk.
Það er jafnvel verið að reisa hús
sem þarf ekki að kynda. Þau eru
svo vel einangruð að líkamshiti og
varmi frá heimilistækjum dugar.“
Byggja nýjan borgarreit
á aðeins nokkrum vikum
Fjárfestar hyggjast nota nýja aðferð við húsbyggingar á Nýlendureitnum
Tölvuteikning/Þorleifur Eggertsson/Birt með leyfi
Drög að útliti húsanna Hönnunin tekur mið af hönnun nálægra húsa.
Dýrbítar, fullorðin tík og stálpaður
hvolpur, drápu tvær kindur og
særðu þá þriðju á bænum Sporði í
Línakradal í V-Húnavatnssýslu sl.
þriðjudag. „Það voru nokkrar kind-
ur hér úti við rétt hjá bænum. Þeir
drápu tvær fullorðnar ær og ég
verð að lóga þeirri þriðju sem er
illa bitin,“ sagði Þorbjörn Ágústs-
son, bóndi á Sporði. Hann sagði að
hundarnir hefðu ráðist á kindurnar
á meðan hann brá sér af bæ. Að-
koman var ljót þegar hann kom aft-
ur heim. „Það var blóð og traðk um
allt. Þetta var óskemmtilegt.“
Þorbjörn sagði dæmi um að
hundarnir hefðu stokkið á fólk og
bitið konu. Í fyrradag komu hund-
arnir við hjá brúarsmiðum sem eru
að vinna við brú að Sporði, létu
ófriðlega og sýndu tennurnar.
Eigandi hundanna lét lóga tík-
inni í gær, að sögn lögreglunnar á
Blönduósi. gudni@mbl.is
Tveir dýrbítar drápu
kindur í Línakradal
„Við erum jafnframt að skoða nýjung varðandi
kyndingu. Við erum með nýja tegund af geislahitun
sem kostar aðeins þriðjung, eða fjórðung, af því
sem dæmigerðir rafmagnsofnar nota af rafmagni.
Svo gæti jafnvel farið að kyndingin verði ódýrari en
venjuleg hitaveita. Þá erum við einkum að hugsa til
svæða úti á landi þar sem ekki er hitaveita. Við er-
um þannig líka að hugsa um að byggja hús á lands-
byggðinni af öllum stærðum og gerðum,“ segir
Birgir Örn og tekur fram að hugmyndirnar séu á
frumstigi.
Heimilt er að reisa fimm sambyggð hús á
Nýlendureitnum og var auglýst byggingarmagn um
1.440 fermetrar. Birgir Örn segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um notkun húsanna.
Þær upplýsingar fengust frá Reykjavíkurborg að
samið hefði verið við Reir ehf. um kaup á lóðunum.
Bauð félagið 127,5 milljónir fyrir lóðirnar. Fallið var
frá hæsta boði sem barst, frá Casula ehf., að fjár-
hæð 151,2 milljónir. Hjá Reir fengust þær upplýs-
ingar að félagið hefði selt Arwen Holdings lóðirnar.
Kyndingin yrði mun ódýrari
NÝ TEGUND GEISLAHITUNAR
Tölvuteikning/Reykjavíkurborg
Nýlendureitur Svona voru húsin á reitnum teiknuð á fyrri stigum af
fulltrúum Reykjavíkurborgar. Hér er horft að horni Mýrargötu og
Seljavegar. Frestur til að bjóða í lóðirnar rann út í lok apríl 2015.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Pavel Manásek
23. - 30. apríl
Gullborgin Prag
Vor 4
Á vorin skartar Prag í Tékklandi sínu allra fegursta. Borgin
er afar skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum
í bland við blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við
t.d. Karlsbrúna og Hradcanykastalann í Prag, en stöldrum
einnig við í Pilsen, heilsubænum Karlovy Vary og Nürnberg
í Þýskalandi. Ferð sem kemur skemmtilega á óvart!
Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!