Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Á FERÐ UMheiminn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðir Íslendinga til sólarlanda virðast nokkurn veginn komnar í eðlilegt horf. Klara Vigfúsdóttir for- stöðumaður ferðaskrifstofunnar Úr- val Útsýn segir mikla eftirspurn hafa verið eftir sólarlandaferðum á síðasta ári og pantanir fyrir þetta sumar farið vel af stað. „Við erum að auka töluvert við okkur af sól- arsætum fyrir þetta sumar,“ segir hún. Ekki aðeins virðist landinn hafa jafnað sig á hruninu marg- umtalaða og farinn að ferðast reglu- lega á ný, heldur má greina merki þess að fólk lætur meira eftir sér í ferðalögunum. „Við tökum eftir því að viðskiptavinirnir eru að velja ögn dýrari ferðir, eða ögn dýrari hótel en áður. Er eins og margir leyfi sér meiri lúxus á hótelinu eða kaupi pakka þar sem meira er innifalið.“ Sólin suður á Spáni Úrval Útsýn býður upp á fjölda áfangastaða og liggur straumurinn í suðrænar paradísir á suðurströnd Spánar og út til Te- nerife. „Í fyrra fórum við að bjóða á ný upp á ferðir til Mallorca, eftir nokkurra ára hlé, og hafa viðtök- urnar verið vonum framar. Einnig skella margir sér í sumarfrí til bæja á borð við Almeria, Benedorm og vitaskuld til Tenerife. Nýtt í sumar hjá okkur er Meloneras á Kanarí, sem er dásamlegur staður fyrir fjöl- skyldur,“ segir Klara. „Byrjar sól- arstrandatímabilið snemma í júní þegar fjölskyldufólkið nýtir tæki- færið til að ferðast við upphaf sum- arfrís í skólum, en ferðalögin teygja sig fram í september og margir sem þykir gott að bæta nokkrum dögum aftan við sumarið suður á Spáni.“ Margt er í boði á hverjum stað og tekur Klara það sérstaklega fram að fjölskylduhótelin bjóði mörg upp á mikla afþreyingu, s.s. tívolí- og vatnsrennibrautagarða. Fulltrúar ferðaskrifstofunnar eru á hverjum stað og aðstoða og leið- beina eins og þarf, hvort sem ferða- löngunum hugnast að skoða gamlar borgir, upplifa náttúrufegurðina eða einfaldlega leigja sér bíl og aka um sveitirnar. Með FM 957 á Mallorca Ein áhugaverð breyting er að unga fólkið er farið að sækja í auknum mæli í ferðapakkana hjá Úrval Útsýn. Ein slík ungmenna- ferð er til bæjarins Magaluf á Mal- lorca og skipulögð í samvinnu við útvarpsstöðia FM 957. „Við pruf- uðum síðasta sumar að bjóða upp á þessa ferð, auglýstum á útvarps- stöðinni og allt fylltist. Magaluf er sá bær á Mallorca sem þykir hafa hvað skemmtilegast næturlíf og þetta eru sannkallaðar djamm- ferðir,“ útskýrir Klara. „Nú end- urtökum við leikinn með far- arstjórum frá FM 957. Verður haldið sérstakt Íslendingapartý á flottasta skemmtistað bæjarins, BCM og von á óvæntum gestum.“ Segir Klara að reynslan síðasta sumar hafi sýnt að mjög gott and- rúmsloft myndast hjá hópnum í Magaluf. „Það gerist eitthvað frá- bært þegar ungt fólk kemur saman á sólríkum og heitum stað til að skemmta sér, ekki verra þegar allt er innifalið og ógleymanlegt þegar skemmtistaðirnir kveikja á froðu- vélunum.“ Láta ögn meira eftir sér í ferðalögum  Íslendingar eru farnir að leyfa sér meiri lúxus í sum- arfríum sínum  Mikill áhugi á djammferð með FM 957 til Mallorca Buna Á fjölskylduvænu hótelunum er oft margt skemmtilegt í boði, s.s. stórar vatnsrennibrautir þar sem ungir sem aldnir renna sér í góða veðrinu. Morgunblaðið/Golli Klassík Klara Vigfúsdóttir segir ganga vel að selja ferðir til Mallorca. Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.