Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 71
að fylla alla vasa af evrum. Þessi ferð hefði aldrei verið eins góð ef þú hefðir ekki komið með og hún mun alltaf vera okkur í fersku minni. Þú varst alltaf tilbúinn að hitta vinahópinn og þurfti mikið til þess að þú mættir ekki. Gleðin og þrjóskan skein í gegn hjá þér í spilum og það var alltaf jafn gam- an að þræta við þig um vafaatriði sem komu upp. Þú náðir að kynda vel upp í mannskapnum með alls konar vitleysu, þá einna helst hversu sigurviss þú varst alltaf fyrir fram í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur. Sjálfstraustið var þó ekki innistæðulaust því með stálminni þínu hafðir þú í gegnum árin sankað að þér ótelj- andi fróðleiksmolum. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Að geta ekki hringt í þig og byrjað að plana næsta hitting er ólýsanleg tilfinn- ing. Við munum halda fast í allar þær góðu minningar sem við átt- um með þér og skapa í leiðinni nýjar þér til heiðurs. Einnig mun- um við passa vel upp á hana Júlí- önu fyrir þig, enda er hún okkur mjög kær. Þín hinstu orð í hópinn okkar voru mjög lýsandi fyrir þig, en þá vorum við að skipuleggja hitting í vinahópnum: „Ég ætla að sitja úti á svölum með pizzu í annarri og vodka- flösku í hinni og horfa á sólina setjast, og heiminn breytast.“ Hvíldu í friði, elsku vinur, þín verður sárt saknað og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Arnar Egils, Arnar Freyr, Arnar Ingi, Aron Valur, Ásmundur, Kristján Þór og Sigvaldi. Það er erfitt að setja á blað kveðjuorð um ungan mann í blóma lífsins sem varð að lúta í lægra haldi fyrir krabbameininu sem hann hafði barist við frá ung- lingsárum. Kári Örn Hinriksson stóð fyrir nokkrum vikum á sviði í Stúdentakjallaranum, einn frá- bærra fyrirlesara, á örráðstefnu Krafts, „Sigrumst á því saman“. Þá grunaði ekkert okkar að hann væri á förum. Við minnumst hans leiftrandi af baráttuanda og lífs- krafti, staðráðins í að lifa lífinu – þrátt fyrir veikindin. Kári var fluggreindur og óvenju þroskaður ungur maður sem skilur mikið eftir sig. Hann sat í stjórn Krafts en varð að hætta vegna veikinda sinna. Engu að síður var hann alltaf reiðubú- inn að veita liðsinni sitt í þágu fé- lagsins, þegar heilsan leyfði. Hann var ötull baráttumaður fyr- ir bættum hag sjúklinga og hafði miklar skoðanir á því sem betur má fara í heilbrigðiskerfinu og viðraði þær skoðanir sínar á rök- fastan hátt á opinberum vett- vangi, svo eftir var tekið. Kári var víðlesinn og kynnti sér vel hinar ýmsu vísindalegu rannsóknir í baráttunni við krabbameinið sem hann var sannfærður um að kæmu að gagni. Þessi hógværi en um leið mikli baráttujaxl markaði djúp og merkileg spor í starfsemi Krafts á meðan hann lifði og skil- ur eftir sig stórt skarð meðal okk- ar vina hans í félaginu. Við kveðjum Kára Örn Hin- riksson með virðingu og söknuði og heitum því að heiðra minningu hans með því að berjast af krafti fyrir hagsmunamálum ungs fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendum þess. Við sendum eiginkonu hans, Júlíönu Haraldsdóttur, foreldrum hans, systkinum og öðrum ástvin- um, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðs félaga og vinar. Fyrir hönd stjórnar og starfs- fólks Krafts, stuðningsfélags, Hulda Hjálmarsdóttir. Það er svo óraunverulegt að setjast niður og skrifa þetta, mað- ur bara áttar sig ekki enn á því að þú sért farinn frá okkur. Það er svo stutt síðan þú varst í hörku stuði í afmælisveislu heima hjá mér. Sama kvöld gafst þú mér tvær fótboltaævisögur og það eru gjafir sem ég kann virkilega vel að meta. Þú hafðir lesið báðar bæk- urnar og ég ætlaði að gera slíkt hið sama og ræða svo auðvitað innihaldið við þig síðar. Fótbolt- inn barst nefnilega alltaf í tal þeg- ar við hittumst. Þar hafðir þú gíf- urlega sterkar skoðanir, eins og á svo mörgu öðru sem þú lést þig varða. Þú ætlaðir ekki að láta slæm veikindi stoppa þig í því sem þú vildir gera. Það sást meðal annars þegar þú lést í þér heyra eftir að þér var meinað að nota golfbíl á golfmóti síðastliðið sumar. Ein- hverjir í þinni stöðu hefðu ekki tekið slaginn þarna en það gerðir þú, baráttan var þitt aðalsmerki. Það varð líka til þess að Golfsam- band Íslands baðst afsökunar og tók málið til umhugsunar. Bar- áttuviljinn sem þú sýndir í ótrú- lega erfiðum veikindum var aðdá- unarverður og allir geta lært af honum, á sama hvaða sviði lífsins það er. Allir geta tekið viðhorf þitt sér til fyrirmyndar. Minningarnar eru margar en tengjast fótboltanum oftast nær, enda mikið áhugamál okkar beggja. Þú munt áfram eiga þinn sérstaka stað meðal þeirra sem koma að báðum liðunum þínum í Mosó, enda varstu mikill stuðn- ingsmaður þeirra. Ég votta fjöl- skyldu þinni og vinum mína dýpstu samúð. Minningin um þig lifir áfram með okkur. Magnús Már Einarsson. „Ég kom í heiminn með ekkert, og ég yfirgef hann aðeins með ást, allt annað var lánað.“ Svona hljómar textabútur úr lagi sem ég sendi Kára, en við sendum reglulega lög hvor á ann- an og deildum um það hvor væri með betri tónlistarsmekk. Lagið hafði alltaf hrifið mig, en það situr mjög í mér eftir andlát Kára. Kári yfirgefur okkur nefnilega með hrikalega mikið af ást. Ég ætla að vera alveg hrein- skilinn, ég hélt að við Kári ættum fátt sameiginlegt, til að byrja með, þegar ég kynntist honum. En smám saman tók það að breytast. Það tók reyndar tíma, enda Kári þrjóskur með eindæmum. Þrjósk- an var ekki veikleiki, hún gerði hann að hetju. Þrjóskan gerði hann að fyrirmynd. Þeir eru fáir sem ég hef eytt jafnmiklum tíma með undanfarið að ræða um hitt og þetta. Allt frá einföldu og ómerkilegu íþrótta- spjalli, þar sem okkur tókst iðu- lega að vera eins ósammála og hægt var, og út í pælingar um það hvernig heimurinn virkaði og hvers vegna fólk væri eins og það var. Kári var nefnilega miklu meiri hugsuður og við miklu meiri skoðanabræður en mig grunaði í fyrstu. Missirinn að Kára er mikill. Ég mun sakna lélegu (en samt frá- bæru) aulabrandaranna hans, hve ljúfur hann var og félagsskapar hans í bústaðarferðum okkar strákanna. Þar átti hann það til að toppa þrjóskuna í sér, en mig grunar að hann hafi þó aðallega gert það til að kynda upp í okkur hinum. Ég mun sakna þess að rökræða við hann um tuðruspark og þess að hlusta á hann reyna að sannfæra mig um ágæti enn eins íslenska rapplagsins. Ég mun sakna þess sárt að deila með honum þessum ótelj- andi stundum sem fóru í að ræða hlutina fram á nótt. Þessar stund- ir verða mér alltaf dýrmætar. Oft- ar en ekki þóttumst við vera hrikalegir heimspekingar og þar af leiðandi þykir mér viðeigandi að enda þetta á orðum manns sem okkur Kára þótti báðum mikið til koma, Carl Sagan: „Að lifa í hjörtum þeirra sem maður skilur eftir er að lifa að eilífu.“ Jóhann Ingi Jónsson. MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 ✝ Barði Árnasonfæddist í Haf- liðakoti á Stokks- eyri 25. febrúar 1932. Barði lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Grafarvogi 23. jan- úar 2016. Foreldrar Barða voru Árni Jóhann- esson frá Sveins- strönd í Mývatnssveit, f. 19. nóvember 1890, d. 17. júní 1973, og Rebekka Jónsdóttir frá Víðikeri í Bárðardal, Bárð- dælahreppi, f. 21. september 1890, d. 11. júlí 1962. Systkini Barða Árnasonar voru Ásta Árnadóttir, f. 1918, d. 1991, Vikar Árnason, f. 1921, d. 1993, Atli Árnason, f. 1923, d. 1982, Þráinn Árnason, f. 1926, d. 2014, og Birgir Árna- son, f. 1930. Birgir býr er- lendis. Fyrrverandi eiginkona Barða er Ingrid Maria Paulsen, f. 4. nóvember í Döubern í Þýska- landi 1936. Þau skildu 1999. Foreldrar hennar voru dokt- or Jes Paulsen, f. 1897, d. 1983, og Helene Engel, f. 1905, d. 1937. Börn Barða og Ingrid eru: Birgir Martin, f. 1961 og Heim- ir, f. 1963. Kona Birgis Martin er Marina Shulmina. Börn þeirra eru Tamara og Jakob. Kona Heimis er Sigríður Jónsdóttir. Börn þeirra eru Kolka og Urður. Barði tók saman við Ethel M Bjarna- sen árið 2000 en Ethel féll mjög sviplega frá 29. desember 2001. Barði útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1952 með afbragðseinkunn og fékk námsstyrk til háskóla- náms í þýsku. Í fríum frá háskólanum í Hamborg vann Barði á sumrin sem handlangari í múraravinnu hjá Atla bróður sínum og einnig í póstdeildinni í Landsbanka Ís- lands. Barði var aðstoðarbanka- stjóri alþjóðasviðs Landsbank- ans eftir að hafa stofnað deild- ina erlend viðskipti í Lands- bankanum 1975. Barði starfaði í bankanum allan sinn starfs- aldur, í 42 ár. Barði var einn af stofnendum Wagner-félagsins á Íslandi. Útför Barða fór fram í kyrr- þey, að hans ósk 5. febrúar 2016. Kæri faðir, nú ert þú farinn frá okkur öllum sem þótti svo vænt um þig. Þú varst einstakur maður og einstakur faðir. Þakka þér fyrir leiðsögn þína til mín um lífsins veg og að vera ávallt til staðar fyrir mig sem og aðra. Til þín var hægt að leita með nánast öll vandamál og álitsefni og þú studdir okkur bræðurna í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er leitun að jafn bóngóðum manni sem þú varst. Og kímnigáfan var ein- stök, ófá skiptin grenjuðum við úr hlátri yfir hinu eða þessu sem gerst hafði í samtímanum og dregið var sundur og saman í háði. Er ég hræddur um að ég hafi hlotið nokkurn snert af henni sem og þeirri sýn er þú hafðir á hlutina, hvað telst vera mikilvægt og hvað ekki. Þú varst bæði mjög handlag- inn og kunnir gott handverk, og varst einnig mjög greindur ein- staklingur og mikill unnandi fag- urra lista. Það kom bæði fram í miklum bókmennta- og lestrar- áhuga og ekki síst þinni miklu ástríðu fyrir óperum og klass- ískri tónlist. Ég á það þér að þakka að hlusta í dag og mörg undanfarin ár á fjölmörg meist- araverk tónbókmenntanna. Stórkostlegur tónheimur þeirra Bruckners, Wagners, Mahlers, Janaceks, Schumanns og Schos- takovitsch opnaðist fyrir mér fyrir kannski 20 árum síðan og síðan þá varð ekki aftur snúið. Það voru dásamlegar stundir sem við áttum saman í samræð- um um fegurðina og máttinn sem býr í þessum verkum og hvílík gjöf þau eru til mannsand- ans og okkar hinna að njóta og flytja á æðra tilverusvið. Þarna vorum við alveg saman í anda og munum verða það áfram þegar ég hlusta á fegurðina og hugsa til þín. Minningarnar eru óteljandi úr æsku og ferðalögum fjöl- skyldunnar. Hjálpsemi þín og greiðvikni við aðra var aðdáun- arverð, þau voru ófá líknarsam- tökin sem þú studdir dyggilega árum saman. Margir krakkar sem knúðu dyra hjá þér að kvöldlagi heldur lítilmótleg fóru frá þér mjög glöð í hjarta því þú hafðir ekki hikað við að bæta duglega í baukinn hjá þeim. Al- veg einstakur varstu. Ég vil þakka starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir frábæra umönnun föður míns og mikla umhyggjusemi. Honum leið mjög vel hjá ykkur og gaf einnig af sér í samvistum við ykkur. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þess í sumar að geta ekki lengur hringt til þín úr tjaldinu mínu og sagt þér upp og ofan af göngu eða veiðiafrekum dagsins. Ég mun þá bara í staðinn senda þér skilaboðin beint upp. Við sjáumst síðar, um það er ég viss um. Guð geymi þig og varðveiti, þinn sonur, Birgir Martin. Þá hefur sól föður míns, Barða Árnasonar, hnigið niður við sjóndeildarhring í síðasta sinn. Kveðjustundin var friðsæl og falleg þegar hann flaug burt, vonandi á betri stað. Það er af- skaplega sárt að missa föður sinn og kveðja góðan mann sem var órjúfanlegur hluti tilveru minnar í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Barði var glæsilegur maður á velli, víðlesinn heimsborgari með mikla útgeislun og ávallt smekk- legur. Hár og beinn, grannur, svipsterkur, hendur stórar og sterklegar, handtakið þétt. Vel gerður og einstaklega hjartahlýr maður. Betri föður er vart hægt að hugsa sér. Án hans væri ég ekki sá einstaklingur sem ég er, með veganesti sem hefur dugað vel og er enn mikið eftir í skjóð- unni. Pabbi hafði gaman af stang- veiði og útivistinni sem henni fylgdi, en hann sá um skipulagn- ingu Landsbankans á boðsferð- um erlendra bankamanna í lax- veiði og treysta þannig betur þau viðskiptasambönd sem hann og aðrir höfðu komið á. Mörg kvöldin fræddi hann gestina um Íslendingasögurnar og lá ekki á þeirri skoðun sinni að íslenskir sæfarar fundu Ameríku. Einnig átti hann það til að þruma yfir gestunum um ágæti tónskáldsins Richard Wagners hvort sem þeir vildu heyra það eða ekki. Margir af þessum bankamönnun urðu nánir vinir pabba, og er gaman að segja frá því að nokkrir þeirra koma enn til veiða á Íslandi. Pabbi hafði ómældan áhuga á enska boltanum og ýmsir halda því fram að hann hafi verið stuðningsmaður Manchester United númer 1, a.m.k. í sveitar- félaginu Garðahreppi. Á laugar- dögum var heilög stund við gamla Telefunken-lampa- útvarpið. Langbylgjan var snurf- usuð vandvirknislega fram og aftur með aðstoð vírahrúgu sem ferðaðist reglulega frá gólfi og upp í rjáfur og gegndi hlutverki háþróaðs loftnets, í leit að beinni útsendingu frá Old Trafford. Aðaláhugamál pabba var alla tíð klassísk tónlist og átti hann mjög stórt safn bæði þekktra og óþekktra höfunda. Richard Wag- ner var í sérstöku uppáhaldi og pabbi hafði kynnt sér allt sem lá á prenti um þennan stórhuga tónlistarmeistara. Stóra verkið hans Niflungahringurinn, sem tekur heilar 16 klukkustundir í flutning, var ósnertanlegt í huga pabba. Tristan und Isolde ásamt Parsifal voru einnig ekki langt undan. Voru þessi og önnur verk oft spiluð á fullum styrk í stof- unni á Móaflötinni þannig að rúður svignuðu undan. Síðustu árin voru pabba mín- um oft á tíðum mjög erfið. Missir og hinir ýmsu sjúkdómar léku hann grátt. En pabbi var alltaf tær og skýr í höfðinu, allt fram í andlátið. Við fjölskyldan og traustir vinir hans heimsóttu hann eins og aðstæður leyfðu og gullmolarnir hans, Kolka, Urður, Tamara, og Jakob, veittu honum mikla gleði á allan hátt. Þau eiga öll hlýjar og yndislegar minn- ingar um Barða, afa sinn, ásamt okkur hinum sem höldum áfram lífsins veg með minningu pabba í koffortinu. Pabbi Barði var hjartahlýr, bóngóður og örlátur með ein- dæmum og mátti ekkert aumt sjá. Hann var mjög góður mað- ur, yndislegur faðir, tengdafaðir og afi. Ógleymanlegur. Hvíldu í friði, elsku besti pabbi minn. Meira: mbl.is/minningar Heimir Barðason. Hann afi Barði var góðhjart- aðasti og besti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Ég gleymi aldrei minningunni þegar hann sótti mig og systur mína í skól- ann. Það var svo yndislegt að hlaupa í hlýjan faðm hans og inn í bíl að skoða „leynihólfið“ þar sem hann faldi nammi handa okkur. Oft var það staur sem okkur fannst svo góður. Ég bjó til leik handa mér og afa Barða þar sem bíllinn hans breyttist í hótel og afi minn var hótelstjór- inn. Ég söng fyrir hann til að fá besta herbergið. Hann fór síðan alltaf með okkur á kaffivagninn niðri við höfn og kynnti okkur fyrir bátunum, fiskunum og fugl- unum. Þessar minningar eru mér mjög kærar. Það var svo gaman hjá afa á Móaflötinni þar sem við máttum sulla eins og við vildum og leika okkur úti í garði. Afi Barði fór alltaf með okkur í „tröllaleikinn“ sem ég mun aldr- ei gleyma . Ég sakna afa Barða á hverjum degi en veit að hann vakir yfir okkur fjölskyldunni. Þú gafst mér svo margt sem ég mun geyma innra með mér. Hvíldu í friði og ró, elsku kæri afi Barði. Urður Heimisdóttir. Minningin mín um hann Barða er björt. Við náðum vel saman og deildum miklum áhuga á óperum og klassískri tónlist. Eitt fyrsta stefnumót okkar á námsárum hans í Hamborg í Þýskalandi var einmitt fimm klukkustunda tónverkið Parsifal eftir Richard Wagner, en Barði átti eftir að kynna sér öll verk hans af mikilli nákvæmni seinna meir. Við fluttum saman til Íslands eftir háskólanám hans í Ham- borg. Í þessu fallega landi hefur mér alltaf liðið vel. Við giftum okkur 1958 og hjónaband okkar var ástríkt og hamingjusamt fyrstu 15 árin. Þá féll þungur skuggi á okkar sambúð sem greri aldrei um heilt og endaði að lokum með skilnaði. En ég þakka honum mörg skemmtileg ferðalög. Við fórum saman til út- landa í viðskiptaferðir og gegn- um Barða kynntist ég framandi löndum og upplifði margt mjög fræðandi. Barða gekk vel í bank- anum og ég held ég fari rétt með að segja að hann sé sá eini sem hafi náð svona langt innan bank- ans á tíma stjórnmálatilskipana og klíkuskapar, án þess að vera með og veifa flokksskírteini til réttra aðila, á réttum augnablik- um. Hann hugsaði lítið um pen- inga eftir að vinnu lauk og fylgd- ist nánast ekkert með þessum fjármálamörkuðum. Hann hafði takmarkað álit á fólki sem safn- aði fé og neytti allra bragða til að fá væna tertusneið af órétt- látu gnægtaborði innherjaupp- lýsinga. Honum fannst betra að deila og hann styrkti nánast öll málefni sem hann var beðinn um. Og jafnvel ekki beðinn um. Barði var mikið jólabarn og hafði gaman af því að koma sí- fellt með nýja pakka til að setja undir jólatréð. Hann var skiln- ingsríkur faðir og skildi syni sína kannski betur en ég. Veikindi mín voru honum eins og mér, erfið. Sjálfur lenti hann í slæm- um veikindum og langri sjúkra- húslegu seinna á ævinni. Ég dáð- ist að honum hvað hann var samt geðgóður miðað við það sem ör- lögin höfðu spunnið honum. Það var alltaf skemmtilegt að tala við hann um strákana okkar og barnabörnin, Kolku, Urði, Ta- möru og Jakob, sem hann unni heitt. Ég vildi að ég hefði farið oftar til hans og stytt honum stundir. Eftir lifir góð minning um hjartagóðan, ástríkan og merkan mann. Ingrid Maria Paulsen. Samstarf okkar Barða Árna- sonar hófst árið 1973 þegar ný deild var stofnuð í Landsbanka Íslands, sem hlaut nafnið Erlend viðskipti. Ég var svo lánsöm að fá að starfa í nýju deildinni. Áður höfðu erlend viðskipti bankans verið í höndum aðalskrifstofu bankans. Barði var skipaður for- stöðumaður hinnar nýju deildar, en hann hafði verið við nám í Scandinavian Bank í London og kom heim fullur af nýjum hug- myndum. Má segja að með stofnun deildarinnar undir for- ystu Barða hafi nýr kafli hafist í sögu erlendra viðskipta í Lands- bankanum. Hann var frum- kvöðull á sínu sviði. Samskipti voru efld við erlenda banka víða um heim. Barði naut mikillar virðingar meðal erlendra banka- manna og eignaðist marga góða vini í erlenda bankaheiminum. Frábær tungumálakunnátta og þekking hans á málefnum Ís- lands aflaði honum virðingar meðal erlendra bankamanna svo eftir var tekið. Allt fram til sl. árs hafa gamlir vinir úr erlenda bankaheiminum haft samband við hann. Það var gaman að vinna í Landsbankanum á þessum tíma, bankinn í örum vexti og mikið að gerast. Deildin Erlend viðskipti stækkaði og blómstraði og mikill samhugur meðal starfsfólksins. Það var hressandi að heyra á morgnana kallað hátt og skýrt „Buongiorno“, þar var Barði mættur hress að vanda. Árshá- tíðir voru haldnar, jólavökur, þorrablót og vorhátíðir. Það var oft glatt á hjalla og Barði hrókur alls fagnaðar. Samstarf okkar Barða varði í 30 ár og bar aldrei skugga á. Hann var vinur, kenn- ari og leiðbeinandi í senn. Hann var einstaklega greiðvikinn og reyndist mörgum vel sem til hans leituðu um hin ýmsu mál- efni og greiddi götu margra. Margir stóðu í þakkarskuld við hann. Síðustu árin reyndust Barða erfið vegna veikinda hans. En alltaf var það samt gamli góði Barði sem heilsaði þegar komið var í heimsókn til hans. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans. Sonum hans og fjölskyldu allri sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Kristín Eiríksdóttir, Dinna. Barði Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.