Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Á FERÐ UMheiminn Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Við höfum allt frá byrjun, árið 2004, boðið upp á ferðir í beinu flugi frá Akureyri, Egilsstöðum og Keflavík og erum eina ferðaskrif- stofan sem veitir þá þjónustu,“ segir Ómar R. Banine, fram- kvæmdastjóri Trans-Atlantic á Akureyri. „Starfsemin hefur undið upp á sig, við erum nú einnig með skrifstofu í Reykjavík og úrval ferða hefur aukist jafnt og þétt, ekki bara með leiguflugi heldur einnig í áætlunarflugi. Nú er svo komið að við bjóðum ferðir út um allan heim, þar sem við einblínum á spennandi valkosti sem ekki eru í boði hjá öðrum. Hjá Trans-Atlantic höfum við til dæmis lagt mikla áherslu á að bjóða upp á árshátíðaferðir fyrir hópa, fyrirtæki og stofnanir til spennandi borga og sérhönnum ferðir að óskum hvers og eins. Í tengslum við borgarferðirnar bjóðum við meðal annars upp á skoðunarferðir og eftirminnilegar matarveislur fyrir hópa, oft í höll- um, köstulum eða húsum frá mið- öldum. Okkar hópar hafa verið af ýmsum stærðum og gerðum, þeir stærstu í kringum 400 manns.“ Sérferðir sumarsins Ómar segir áhuga Íslendinga á ferðalögum hafa breyst síðustu árin á þann veg að þeir ferðist nú á fjarlægari slóðir og fari víða um. Mynstrið sé þó það sama og verið hafi, fólk velji sólríkari staði yfir sumartímann en á haustin taki borgarferðirnar við. „Sérferðir sumarsins eru til Eystrasaltslandanna og Balk- anskagans. Í byrjun júní leggjum við í 8 daga ferð til Litháen, Lett- lands og Eistlands þar sem við heimsækjum Vilnius, Riga og Tall- inn. Við skoðum þessar glæsileg- ustu miðaldaborgir Evrópu frá 11. og 12. öld; borgir sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, mið- stöðvar menningar og lista við Eystrasaltið. Svo er það Balkanskaginn 13. til 25. júní. Þá ferðumst við um þrjú af löndum fyrrverandi Júgó- slavíu; Serbíu, Svartfjallaland og Króatíu. Þetta eru lönd með mikla og merkilega sögu og heillandi menningu, sem jafnframt skarta einstakri náttúrufegurð.“ Trans-Atlantic býður upp á ferðir til Mexíkó allt árið, bæði fyrir einstaklinga og hópa, þó flestir kjósi að ferðast þangað yf- ir sumartímann, að sögn Ómars. „Mexíkó er til dæmis mjög vin- sæll áfangastaður á meðal út- skriftarnema, sem fara þangað aðallega í maí og júní. Mexíkó hefur upp á allt að bjóða og okk- ar viðskiptavinir hafa mikið svig- rúm. Allt er innifalið í verðinu og fólk getur ráðið sjálft hvenær það fer og hversu lengi það dvelur. Sömuleiðis förum við ferðir í Dóminíska lýðveldið allt árið um kring. Þar er ferðatilhögun hlið- stæð ferðunum til Mexíkó, þar sem fólk getur valið um flugdaga og lengd dvalar á þessari para- dísareyju og allt er innifalið.“ Í september er Trans-Atlantic með beint flug frá Akureyri og Keflavík bæði til Edinborgar og Verona. „Þá erum við líka með nokkrar borgir þar sem fólk getur valið hvenær það vill ferðast, sniðið fyrir hópa, fyrirtæki og ein- staklinga. Við bjóðum ferðir í beinu flugi frá Keflavík til hinnar fögru borgar Búdapest og hinnar glæsi- legu Hansaborgar Gdansk í Pól- landi allt árið, tvö flug í viku. Einn- ig er flogið tvisvar í viku til Riga í Lettlandi frá maí til október. Loks er það Barcelona, við erum með tvö flug í viku þangað frá miðjum mars og fram í miðjan október.“ Töfrar Sri Lanka Ómar nefnir fleiri spennandi ferðir með haustinu. „Í nóvember er skipulögð ferð til Sri Lanka; svæði sem býður upp á hrífandi náttúru, einstaka menningu og fjölbreytt dýralíf. Við förum meðal annars í safaríferð á jeppum og skoðum villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Sri Lanka er eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Í sept- ember förum við líka til Kosta Rica, en þar höfum við í samvinnu við heimamenn hannað sérstaka ferð þar sem fólk nær að upplifa náttúru landsins og dýralíf með því, ferðast eftir frábærum göngu- leiðum sem eru við flestra hæfi. Í október bjóðum við svo upp á ferð á slóðir Maya-indíána, til Mexíkó, Guatemala og Belize; kynnumst stórkostlegri náttúru og fjölbreyttu dýralífi, ferðumst inn á töfrandi regnskógasvæði og skoð- um gamlar menningarborgir Ma- ya. Síðast en ekki síst er það ferð- in okkar til Tansaníu í nóvember, eins friðsælasta lands Austur- Afríku, rétt sunnan miðbaugs. Við bjóðum hana í samvinnu við dr. Önnu Elísabetu Ólafsdóttur, eig- anda TanzaNice Farm, sem verð- ur jafnframt fararstjóri í þessari einstöku ferð.“ http://www.transatlantic.is Hátíðarkvöldverður í kastala Vinaþjóðir Í júní er skipulögð ferð til Eystrasaltsríkjanna Litháen, Lettlands og Eistlands. Sri Lanka Býður upp á heillandi menningu og náttúru. Söguleg Flogið er beint frá Keflavík allt árið til pólsku Hansaborgarinnar Gdansk. Mexíkó Sívinsæll áfangastaður, allt árið um kring. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölbreytni Ómar R. Banine, framkvæmdastjóri Trans-Atlantic: „Nú er svo komið að við bjóðum ferðir út um allan heim, þar sem við einblínum á spennandi valkosti sem ekki eru í boði hjá öðrum.  Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic býður upp á ferðir í beinu flugi frá Akureyri, Egilsstöðum og Keflavík allt árið  Meðal heillandi áfangastaða sumarsins má nefna Balkanskagann, Eystrasaltslöndin, Búdapest og Barcelona á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.