Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is SnowMaster® 724 ZXR CE Power Curve® 1800 sá „rafmagnaði“  Vél: 212 cc Toro fjórgengis 7 hö  Eldsneytistankur: 2,2 l  Vinnslubreidd: 61 cm  Afkastageta á klst:68 tonn*  Gírar: Stiglaus 0-5,6 km áfram  Ljós: Nei  Startari:Handtrektur  Blásturslengd: 12 m* 200°  Þyngd: 53 kg Mótor: 15 amper, 230v  Eldsneytistankur: Á ekki við  Vinnslubreidd: 46 cm  Afkastageta á klst:19 tonn*  Gírar: Á ekki við  Startari:Á ekki við  Ljós: Nei  Blásturslengd: 7 m.* 180°  Þyngd: 11,3 kg.  Verð kr m. vsk 189.500 Verð kr m. vsk 59.900 Vnr: 38302 Vnr: 38710 RAFMAGNS! 10%AFSLÁTTURÁ RAFMAGNS-BLÁSARA Traustur kostur. Rafmagn fór af Sauðárkróki og ná- grenni um klukkan hálfeitt síðastlið- inn þriðjudag vegna útleysingar á rofa Landsnets í Varmahlíð og varði rafmagnsleysið í um sex klukkutíma. Þegar Morgunblaðið náði tali af Steingrími Jónssyni, deildarstjóra netrekstrardeildar RARIK, í gær- dag var enn ekki ljóst hver raun- veruleg orsök þessarar truflunar var. „Það er verið að skoða þetta og við erum nú að undirbúa mælingar,“ segir hann og vísar í máli sínu til þeirra athuguna og mælinga sem til stóð að gera á búnaði í nótt. „Við vildum mæla þetta strax í kjölfar bilunarinnar en menn vildu t.a.m. ná upp afli á frystigeymslum áður en við færum í aðgerðir sem leitt gætu til straumleysis aftur.“ Spurður hvort þeir hafi lent í við- líka veseni með rafmagn kveður Steingrímur já við. „Svipuð staða kom upp á Sauðárkróki í ágúst 2014 en þetta er óvenju umfangsmikið.“ Þegar upp komst um umfang bil- unarinnar var hafist handa við gang- setningu dísilvaraafls í bænum, fær- anlegar varavélar fluttar á staðinn og varaspennir, sem staðsettur er á Akureyri, sendur af stað. Það var þó ekki fyrr en um klukkan 18 sem búið var að koma á rafmagni alls staðar. Kemur sér mjög illa Ljóst má vera að nokkurt ónæði hlaust af rafmagnsleysinu og segir Magnús Freyr Jónsson, forstöðu- maður Mjólkursamlags KS, þá hafa orðið fyrir tjóni vegna þessa. „Það kemur sér mjög illa fyrir okkur að missa rafmagn enda getum við ekki framleitt neitt á meðan auk þess sem vörur skemmast. Ef þetta er langvarandi þá getur tjónið hlaupið á milljónum króna.“ khj@mbl.is Mælingar stóðu yfir í nótt vegna rafmagnsbilunar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Íbúar og fyrirtæki voru án rafmagns í um sex klst.  Tjón varð og framleiðslan stopp Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þegar mig hefur langað að ræða þetta hef ég fundið þennan ótta, sem ég kannast við úr ofbeldissambandi, að geta ekki talað um það sem mér liggur á hjarta af ótta við að afleiðing- arnar verði hreint út sagt hræðileg- ar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á spjallsvæði flokksins á Facebook en hann birti þar yfirlýsingu í kjölfar deilna sem hafa brotist út á meðal flokksmanna undanfarna daga. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí- rata, og Erna Ýr Öldudóttir, formað- ur framkvæmdaráðs Pírata, hafa tek- ist á um meinta valdatilburði Birgittu inni á spjallsvæðinu. Flokksmenn og aðrir hafa lagt sitt á vogarskálarnar í umræðunni á spjallsvæðinu og þar virðast menn ekki sjá málið með sömu augum. Í samtölum við flokksmenn var þeirri skoðun lýst að Erna Ýr hefði riðið á vaðið með umræðu sem hvílt hefði á mörgum í langan tíma. Gras- rót flokksins, sem síður tjái sig á spjallsvæðinu, hafi áhyggjur af hegð- un Birgittu þegar kemur að sókn hennar í völd innan flokksins. „Bitur reiði“ kraumaði Í gærdag birti Birgitta opið bréf til Pírata. „Það er mér ljúft og skylt að biðja opinberlega afsökunar á því ef ég hef sært einhvern. Það var ekki ætlun mín en ég veit að ég get stund- um verið hvatvís og þver,“ segir hún í bréfinu en afsökun hennar er aðal- lega beint að Ólafi Evert Úlfssyni, fé- lagsmanni í Pírötum, sem sætt hafi árásum af hennar hálfu vegna þess ótta að frjálshyggjumenn hygðu á yf- irtöku í flokknum. Þetta staðfestir Helgi Hrafn í yfir- lýsingu sinni þar sem hann segir op- inber ummæli hennar í garð Ólafs hafa verið sett fram í „gríðarlegum aðstöðumun“ og síðan hafi kraumað „bitur reiði“ innra með honum yfir framkomu hennar. Birgitta tók einnig fram í bréfi sínu að komið væri í ljós að ætlun Ólafs hefði ekki verið að taka yfir flokkinn. Bauð hún hann í kjölfarið velkominn í Pírata en þar mættu allir vera „svo framarlega sem þeir aðhylltust grunnstefnu og þær stefnur sem Pí- ratar hafa þegar lýst fyrir sem kosn- ingabærum stefnumálum.“ Þá lýsti Birgitta því yfir á dög- unum að hún hygði á framboð fyrir Pírata í næstu kosningum til höfuðs frjálshyggjumönnum sem hygðust taka yfir flokkinn. Ekki náðist í Birg- ittu við vinnslu fréttarinnar í gær. „Við höfum helling af valdi“ „Það er eitt að tala efnislega um ólík pólitísk sjónarmið, annað er að takast á um persónuleg ágreinings- mál,“ sagði Birgitta ennfremur í bréfi sínu og vísar til opinberrar umræðu. Píratar í öðrum heimshornum hafi orðið fyrir sambærilegum áskor- unum í meðbyr og þar hafi mistekist að finna lausnir. „Þar var ákveðið að takast á um allt á milli himins og jarð- ar fyrir opnum tjöldum og það endaði með algeru hruni á trausti.“ Helgi Hrafn telur hins vegar að tala þurfi um vandmál í heyranda hljóði „Það verður ekki annað sagt að það séu undirliggjandi vandamál í okkar hreyfingu sem verður að tala um opinskátt og upphátt.“ Tilraun Pírata að vera án for- manns hafi jafnframt verið tilraun til valdeflingar hins almenna fé- lagsmanns en sú tilraun hafi mistek- ist. „Við getum ekki látið eins og við séum valdalaus því við erum það ekki, við höfum helling af valdi og það er eins gott að það séu til skýrir formlegir ferlar til þess að hafa hemil á því, því að annars fer eins og nú hef- ur farið.“ Vill ekki takast á fyrir opnum tjöldum  Birgitta birtir opið bréf til Pírata  Helgi Hrafn brýst undan óttanum Morgunblaðið/Styrmir Kári Píratar Birgitta Jónsdóttir flytur ræðu í þingsölum Alþingis. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Reynslan hefur kennt okkur að við þurfum að varpa ljósi á peningahlið- ina og beinharðar mælingar því póli- tíkin leggur alltof sjaldan við hlustir þegar við tölum um vanlíðan og lífsgæði,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, en Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag harðorða skýrslu þar sem fjallað er um geðheilbrigð- isþjónustu við börn og unglinga. Kristján Þór Júl- íusson, heilbrigðisráðherra, hefur ekki viljað tjá sig um skýrsluna þrátt fyrir gefin loforð um slíkt. Skýrslan fer hörðum orðum um stjórnsýsluna og segir m.a. að stjórn- völd hafi aldrei lagt fram sérstaka stefnu um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, samskipti félags- og heilbrigðisþjónustunnar séu víða stirð og ekki sé búið að undirrita samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, svo fátt eitt sé nefnt. Geðsjúkdómar og geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma hér á landi. Samkvæmt tölum Trygginga- stofnunar voru geðraskanir helsta or- sök örorku árið 2013 meðal einstak- linga á aldrinum 18-67 ára. 80% barna og unglinga leita ekki út fyrir grunnþjónustu Um 718 börn biðu eftir sér- og ítar- þjónustu vegna geðheilsuvanda undir árslok 2015. Skýrslan bendir á að samkvæmt erlendum rannsóknum sé talið að allt að 80% barna og unglinga þurfi aldrei að leita út fyrir grunn- þjónustuna. Anna segir Geðhjálp hafa mælt með samtalsmeðferð sem gefið hafi góða raun. „Í byrjun febrúar kom hingað til lands prófessorinn David M. Clark frá Bretlandi, sem hefur verið að vinna fyrir þrjár þarlendar ríkis- stjórnir. Samtalsmeðferð er þar verk- efni sem er beitt gegn þunglyndi og kvíða. Það sýnir sig að ef við miðum við að meðferðin, sem er ókeypis, kosti 100 krónur þá er ávinningur samfélagsins um 200 krónur. Það er dýrt að bíða og það kemur niður á börnum og ung- lingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sjúkdómurinn verður flóknari og dýrari í meðhöndlun,“ segir Anna. Morgunblaðið/Kristinn Skammdegi Geðsjúkdómar og geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma hér á landi. Dýrt fyrir samfélagið að gera ekki neitt  Aldrei verið lögð fram stefna um geðheilbrigðisþjónustu Anna Gunnhildur Ólafsdóttir 2,7 milljarðar úr ríkissjóði að meðaltali á árunum 2010-14 til geðheilbrigð- ismála barna og unglinga. 458 milljónir voru heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands 2014 vegna geð- og taugalyfjanotkunar sjúkratryggðra að tvítugu. 75 milljónum er gert ráð fyrir í aðgerðum vegna barna með ADHD í fjárlögum 2016. ÝMIS KOSTNAÐUR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.