Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Á FERÐ UMheiminn
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
„Það er mikill og vaxandi áhugi á
skemmtisiglingum, stöðugt fleiri
eru að uppgötva þennan frábæra
ferðamáta sem er, þegar upp er
staðið, alls ekki dýr miðað við margt
annað. Hér fá menn mikið fyrir pen-
inginn og gæðin eru mikil í gistingu,
mat og afþreyingu um borð,“ segir
Sigurjón Þór Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Norrænu ferðaskrif-
stofunnar.
„Við bjóðum upp á 10 mismun-
andi ferðir í ár þar sem íslenskur
fararstjóri er með í för, auk þess
sem við bókum líka einstaklinga og
hópa í ferðir þar sem fólk ferðast á
eigin vegum. Nýtt hjá okkur í vor er
til dæmis páskaferðin í Karíbahaf,
siglingar þangað hafa notið mikilla
vinsælda, þó langmest ásókn sé í
ferðir um Miðjarðarhaf.“
Panamaskurðurinn
Norræna ferðaskrifstofan selur
skemmtisiglingar með Norwegian
Cruise Line, sem að sögn Sigurjóns
hefur undanfarin átta ár verið valið
besta félagið í Evrópu og þrjú ár í
röð það besta í Karíbahafinu.
„Skipafélagið NCL er með 14 skip
sem sigla um allan heim og á áætlun
er smíði fjögurra nýrra skipa sem
verða tekin í notkun á næstu fimm
árum. Við höfum mest siglt í Mið-
jarðarhafinu og Karíbahafinu en
líka farið í Eystrasaltið og sömuleið-
is siglt frá Los Angeles niður Mexí-
kósku ríveríuna um Panamaskurð-
inn og yfir til Flórída.“
Aðspurður segir Sigurjón
skemmtisiglingar Norrænu ferða-
skrifstofunnar afar viðburðaríkar og
margskonar afþreying sé í boði,
bæði um borð og þegar farið sé í
land á fjarlægum slóðum. „Í svona
ferðum er alltaf nóg um að vera,
siglt er á nóttunni og fólk vaknar
síðan næsta morgun á nýjum stað
og getur skoðað sig um þar áður en
siglt er úr höfn síðdegis.
Skipin eru stórglæsileg, þetta
er svipað því að dvelja á 5 stjörnu
hóteli því um borð er allt til alls. Í
hverju skipi er á annan tug veit-
ingastaða, sundlaug, vatns-
rennibrautir, heitir pottar, líkams-
rækt, barnagæsla, leikhús og fjöldi
bara þar sem boðið er upp á lifandi
tónlist öll kvöld. Í leikhúsinu eru
sýningar á hverju kvöldi, dans-
flokkar, söngur, jafnvægislista-
menn, sjónhverfingamenn og þann-
ig mætti lengi áfram telja.“
Gríska Eyjahafið
Spurður út í viðskiptavinahóp-
inn segir Sigurjón þennan ferða-
máta, að sigla um heiminn, henta
öllum aldurshópum. „Það er gömul
mýta á Íslandi að skemmtisiglingar
séu bara fyrir eldra fólk. Við fáum
til okkar í ferðir fólk á öllum aldri
og um borð er mikið í boði í formi
afþreyingar, ekki síst fyrir yngri
kynslóðir.“
Framundan eru spennandi vor-
og sumarferðir hjá Norrænu ferða-
skrifstofunni og 4. mars hefst til
dæmis 15 daga Kanarí-ferð. Þá er
flogið til Barcelona og þaðan siglt
með viðkomu í Tangier í Marokkó,
Gran Canaria, Tenerife, Madeira og
Malaga áður en leiðin liggur aftur
til Barcelona. „Svo er það páska-
ferðin okkar í Karíbahafið sem er
nýjung og við erum stolt af að
kynna, en hún stendur frá 18. til 29.
mars,“ segir Sigurjón. „Siglt er af
stað frá Miami á Flórída og komið
við á Great Stirrup Cay, Jamaíku,
Grand Cayman og Cozumel í
Mexíkó og loks snúið til baka til
Miami.
Gríska Eyjahafið er önnur
spennandi 7 daga sigling sem hefst
18. maí, gist er í Feneyjum í 3 næt-
ur áður en siglt er þaðan til Korfú,
Santorini, Mykonos, Katakolon og
loks endað í Feneyjum. Það er engu
líkt að sigla um Adríahafið og gríska
Eyjahafið á þessum árstíma þegar
allt er í fullum blóma. Siglt er á
nóttunni og þegar farþegar rísa úr
rekkju er skipið komið í nýja höfn
þar sem ný ævintýri bíða þeirra. Í
lok mánaðarins, 23. maí, bjóðum
upp á aðra ferð þar sem siglt er frá
Kaupmannahöfn um Eystrasaltið;
þetta er 10 daga túr þar sem komið
er við í Warnemünde í Þýskalandi,
Tallinn í Eistlandi, St. Pétursborg í
Rússlandi, Helsinki og Stokkhólmi
áður en snúið er til Kaupmanna-
hafnar á ný.“
Nýir áfangastaðir
Haustið er að sögn Sigurjóns
ekki síður annasamur tími hjá fyr-
irtækinu. „Í september siglum við á
ný frá Barcelona til Feneyja, 12
daga ferð, og í sama mánuði er önn-
ur spennandi ferð um Miðjarð-
arhafið. Í október siglum við yfir
Atlantshafið frá Barcelona og í nóv-
ember bjóðum við upp á tvær ferðir
í Karíbahaf. Svo er það jólaferðin í
Karíbahafið með lúxusskipinu Epic;
þetta er einstaklega flott ferð þar
sem siglt er frá Port Canaveral í
Flórída og byrjað á Great Stirrup
Cay, sem er lítil eyja sem skipa-
félagið á, síðan haldið áfram til
Falmouth á Jamaíku, George Town
á Grand Cayman og loks til Coz-
umel í Mexíkó.“
Sigurjón bætir við að Norræna
ferðaskrifstofan leggi mikla áherslu
á gott úrval ferða á hagstæðu verði
og þar séu alltaf nýjar og spennandi
hugmyndir í gerjun. „Skipafélagið
NCL mun í haust hefja siglingar í
Asíu og Miðausturlöndum, Ástralíu
og Nýja Sjálandi og í Suður-
Ameríku. Við stefnum að því að
vera með slíkar ferðir í boði á næsta
ári og munum kynna þær þegar
fram líða stundir. Þetta eru lengri
túrar, yfirleitt eru ferðirnar 7 til 10
daga sigling en þessar nýju ferðir
verða 14 til 21 dagur á sjó og síðan
er alltaf gist í tvær nætur að lág-
marki fyrir siglingu. Ferð frá Hong
Kong til Sydney til dæmis tekur 21
dag, þannig að slík ferð yrði tæp-
lega mánaðarlöng að meðtöldu
flugi.“
http://www.norraena.is
Páskar í Karíbahafi
Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson.
Eftirminnilegt „Í svona ferðum er alltaf nóg um að vera, siglt er á nóttunni og fólk vaknar síðan næsta morgun á
nýjum stað og getur skoðað sig um þar áður en siglt er úr höfn síðdegis,“ segir Sigurjón Þór hjá Norrænu.
Veisla Á sveitabæ í Mexíkó. Maturinn var eldaður í leirpotti ofan í jörðinni.
Framkvæmdastjórinn Sigurjón
Þór Hafsteinsson hjá Norrænu.
Kósí Lítill, óvenjulegur en notalegur bar við höfnina í Róatán í Hondúras.
Norræna ferðaskrifstofan selur spenn-
andi skemmtisiglingar með Norwegian
Cruise Line Sífellt fleiri, bæði ungir og
gamlir, þennan þægilega ferðamáta – að
sigla um heimsins höf
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 • Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 • Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 • alnabaer.is
Opið:
virka da
ga
10-18
GLUGGATJÖLD
– mi
kið úrval
Renndu við og fáðu lánaðar
gardínulengjur heim til að auðvelda valið
40 ára