Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Á FERÐ UMheiminn Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Það er mikill og vaxandi áhugi á skemmtisiglingum, stöðugt fleiri eru að uppgötva þennan frábæra ferðamáta sem er, þegar upp er staðið, alls ekki dýr miðað við margt annað. Hér fá menn mikið fyrir pen- inginn og gæðin eru mikil í gistingu, mat og afþreyingu um borð,“ segir Sigurjón Þór Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ferðaskrif- stofunnar. „Við bjóðum upp á 10 mismun- andi ferðir í ár þar sem íslenskur fararstjóri er með í för, auk þess sem við bókum líka einstaklinga og hópa í ferðir þar sem fólk ferðast á eigin vegum. Nýtt hjá okkur í vor er til dæmis páskaferðin í Karíbahaf, siglingar þangað hafa notið mikilla vinsælda, þó langmest ásókn sé í ferðir um Miðjarðarhaf.“ Panamaskurðurinn Norræna ferðaskrifstofan selur skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line, sem að sögn Sigurjóns hefur undanfarin átta ár verið valið besta félagið í Evrópu og þrjú ár í röð það besta í Karíbahafinu. „Skipafélagið NCL er með 14 skip sem sigla um allan heim og á áætlun er smíði fjögurra nýrra skipa sem verða tekin í notkun á næstu fimm árum. Við höfum mest siglt í Mið- jarðarhafinu og Karíbahafinu en líka farið í Eystrasaltið og sömuleið- is siglt frá Los Angeles niður Mexí- kósku ríveríuna um Panamaskurð- inn og yfir til Flórída.“ Aðspurður segir Sigurjón skemmtisiglingar Norrænu ferða- skrifstofunnar afar viðburðaríkar og margskonar afþreying sé í boði, bæði um borð og þegar farið sé í land á fjarlægum slóðum. „Í svona ferðum er alltaf nóg um að vera, siglt er á nóttunni og fólk vaknar síðan næsta morgun á nýjum stað og getur skoðað sig um þar áður en siglt er úr höfn síðdegis. Skipin eru stórglæsileg, þetta er svipað því að dvelja á 5 stjörnu hóteli því um borð er allt til alls. Í hverju skipi er á annan tug veit- ingastaða, sundlaug, vatns- rennibrautir, heitir pottar, líkams- rækt, barnagæsla, leikhús og fjöldi bara þar sem boðið er upp á lifandi tónlist öll kvöld. Í leikhúsinu eru sýningar á hverju kvöldi, dans- flokkar, söngur, jafnvægislista- menn, sjónhverfingamenn og þann- ig mætti lengi áfram telja.“ Gríska Eyjahafið Spurður út í viðskiptavinahóp- inn segir Sigurjón þennan ferða- máta, að sigla um heiminn, henta öllum aldurshópum. „Það er gömul mýta á Íslandi að skemmtisiglingar séu bara fyrir eldra fólk. Við fáum til okkar í ferðir fólk á öllum aldri og um borð er mikið í boði í formi afþreyingar, ekki síst fyrir yngri kynslóðir.“ Framundan eru spennandi vor- og sumarferðir hjá Norrænu ferða- skrifstofunni og 4. mars hefst til dæmis 15 daga Kanarí-ferð. Þá er flogið til Barcelona og þaðan siglt með viðkomu í Tangier í Marokkó, Gran Canaria, Tenerife, Madeira og Malaga áður en leiðin liggur aftur til Barcelona. „Svo er það páska- ferðin okkar í Karíbahafið sem er nýjung og við erum stolt af að kynna, en hún stendur frá 18. til 29. mars,“ segir Sigurjón. „Siglt er af stað frá Miami á Flórída og komið við á Great Stirrup Cay, Jamaíku, Grand Cayman og Cozumel í Mexíkó og loks snúið til baka til Miami. Gríska Eyjahafið er önnur spennandi 7 daga sigling sem hefst 18. maí, gist er í Feneyjum í 3 næt- ur áður en siglt er þaðan til Korfú, Santorini, Mykonos, Katakolon og loks endað í Feneyjum. Það er engu líkt að sigla um Adríahafið og gríska Eyjahafið á þessum árstíma þegar allt er í fullum blóma. Siglt er á nóttunni og þegar farþegar rísa úr rekkju er skipið komið í nýja höfn þar sem ný ævintýri bíða þeirra. Í lok mánaðarins, 23. maí, bjóðum upp á aðra ferð þar sem siglt er frá Kaupmannahöfn um Eystrasaltið; þetta er 10 daga túr þar sem komið er við í Warnemünde í Þýskalandi, Tallinn í Eistlandi, St. Pétursborg í Rússlandi, Helsinki og Stokkhólmi áður en snúið er til Kaupmanna- hafnar á ný.“ Nýir áfangastaðir Haustið er að sögn Sigurjóns ekki síður annasamur tími hjá fyr- irtækinu. „Í september siglum við á ný frá Barcelona til Feneyja, 12 daga ferð, og í sama mánuði er önn- ur spennandi ferð um Miðjarð- arhafið. Í október siglum við yfir Atlantshafið frá Barcelona og í nóv- ember bjóðum við upp á tvær ferðir í Karíbahaf. Svo er það jólaferðin í Karíbahafið með lúxusskipinu Epic; þetta er einstaklega flott ferð þar sem siglt er frá Port Canaveral í Flórída og byrjað á Great Stirrup Cay, sem er lítil eyja sem skipa- félagið á, síðan haldið áfram til Falmouth á Jamaíku, George Town á Grand Cayman og loks til Coz- umel í Mexíkó.“ Sigurjón bætir við að Norræna ferðaskrifstofan leggi mikla áherslu á gott úrval ferða á hagstæðu verði og þar séu alltaf nýjar og spennandi hugmyndir í gerjun. „Skipafélagið NCL mun í haust hefja siglingar í Asíu og Miðausturlöndum, Ástralíu og Nýja Sjálandi og í Suður- Ameríku. Við stefnum að því að vera með slíkar ferðir í boði á næsta ári og munum kynna þær þegar fram líða stundir. Þetta eru lengri túrar, yfirleitt eru ferðirnar 7 til 10 daga sigling en þessar nýju ferðir verða 14 til 21 dagur á sjó og síðan er alltaf gist í tvær nætur að lág- marki fyrir siglingu. Ferð frá Hong Kong til Sydney til dæmis tekur 21 dag, þannig að slík ferð yrði tæp- lega mánaðarlöng að meðtöldu flugi.“ http://www.norraena.is Páskar í Karíbahafi Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson. Eftirminnilegt „Í svona ferðum er alltaf nóg um að vera, siglt er á nóttunni og fólk vaknar síðan næsta morgun á nýjum stað og getur skoðað sig um þar áður en siglt er úr höfn síðdegis,“ segir Sigurjón Þór hjá Norrænu. Veisla Á sveitabæ í Mexíkó. Maturinn var eldaður í leirpotti ofan í jörðinni. Framkvæmdastjórinn Sigurjón Þór Hafsteinsson hjá Norrænu. Kósí Lítill, óvenjulegur en notalegur bar við höfnina í Róatán í Hondúras.  Norræna ferðaskrifstofan selur spenn- andi skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line  Sífellt fleiri, bæði ungir og gamlir, þennan þægilega ferðamáta – að sigla um heimsins höf Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 • Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 • Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 • alnabaer.is Opið: virka da ga 10-18 GLUGGATJÖLD – mi kið úrval Renndu við og fáðu lánaðar gardínulengjur heim til að auðvelda valið 40 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.