Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump sigraði í forkosningum repúblikana í Nevada í fyrradag með meiri mun og víðtækari stuðn- ingi en búist var við. Trump fékk tæp 46% at- kvæðanna í Nevada og meira en 20 prósentustigum meira fylgi en tveir helstu keppinautar hans, öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio frá Flórída og Ted Cruz frá Texas. Úrslitin eru mikið áfall fyrir þá báða og benda til þess að mjög erfitt verði fyrir þá að koma í veg fyrir að Trump verði forsetaefni repúblikana nema ann- ar þeirra dragi sig í hlé. Líkurnar á að það gerist eru taldar mjög litl- ar. Þetta er þriðji sigur Trumps í röð því að hann hafði áður sigrað í New Hampshire og Suður- Karólínu. Áður lenti hann í öðru sæti á eftir Cruz í Iowa. Hann hef- ur því sigrað í einu íhaldssömu suðurríkjanna, einu frjálslyndari ríkjanna í norðaustanverðu landinu og nú í einu vesturríkjanna þar sem kjósendahóparnir eru mjög fjölbreyttir. Skoðanakannanir sem CNN gerði fyrir utan kjörstaði í Nevada benda til þess að Trump hafi feng- ið mest fylgi í öllum aldurshópum og öllum þjóðernishópum, jafnt meðal karla sem kvenna, vel menntaðra kjósenda og þeirra sem eru með minnsta skólamenntun. Hafa þarf þó í huga að vikmörkin eru mikil í þessum könnunum. Um 9% kjósendanna í forkosn- ingum repúblikana í Nevada eru af rómansk-amerískum uppruna og tæpur helmingur þeirra kaus Trump, ef marka má kannanir. Hann hafði þó reitt marga þeirra til reiði í byrjun kosningabarátt- unnar með því að lýsa ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó sem nauðgurum og glæpamönnum. Trump var einnig með mest fylgi meðal kjósenda úr evangelískum söfnuðum og þeirra sem skilgreina sig sem „mjög íhaldssama“. Um fjórir af hverjum tíu þeirra kusu hann. Reiðir út í stjórnmálamenn Í könnununum sögðust nær sex af hverjum tíu repúblikönum í Ne- vada vera reiðir út í stjórnmála- mennina í Washington og vilja að einhver frambjóðandi „utan stjórn- málanna“ yrði næsti forseti Banda- ríkjanna. Um 70% þeirra sögðust hafa kosið Donald Trump. Marco Rubio var með meira fylgi en Trump meðal þeirra kjósenda sem gerðu upp hug sinn síðustu dagana fyrir forkosningarnar í Ne- vada. Trump fékk hins vegar rúman helming atkvæða þeirra sem ákváðu fyrir mörgum vikum hvern þeir ætluðu að kjósa. Trump gat því verið stoltur þegar úrslit forkosninganna í ríkinu lágu fyrir. „Menn bjuggust ekki við of miklu af okkur og nú erum við að sigra, sigra, sigra í landinu. Og bráðum fer landið að byrja að sigra, sigra, sigra,“ sagði hann. „Við sigr- uðum meðal evangelískra kjósenda. Við sigruðum meðal ungs fólks og gamla fólksins. Við sigruðum meðal vel menntaðra og illa menntaða fólksins. Mér þykir vænt um þá sem eru illa menntaðir. Við erum snjallasta fólkið. Við erum trygg- asta fólkið.“ Sjónvarps- og útvarpskonan Mel Robbins gekk svo langt að fullyrða í grein á fréttavef CNN að barátt- unni væri í raun lokið og Trump yrði næsta forsetaefni repúblikana. Hún sagði að hvorki Rubio né Cruz ættu möguleika á að sigra Trump. Cruz væri „of ógnvekjandi fyrir hófsama repúblikana og óháða kjós- endur“ og þegar Trump og Cruz hefðu fengið sinn hluta af þeim kjósendum sem hafa ekki enn gert upp hug sinn væri of lítið eftir fyrir Rubio til að hann gæti átt mögu- leika á sigri. Með forskot í mörgum ríkjum Robbins skírskotaði til þess að margir forystumenn repúblikana telja Cruz vera enn verra forseta- efni en Trump vegna mjög íhalds- samra og einstrengingslegra skoð- ana hans í samfélagsmálum. Þeir vona að Rubio geti sameinað flokk- inn fyrir kosningarnar í nóvember og fengið nógu mikið fylgi meðal miðjumanna og óháðra kjósenda til að sigra forsetaefni demókrata. Úrslitin í Nevada eru mikið áfall fyrir Rubio og Cruz, að mati frétta- skýrenda The Washington Post. Margir stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að forskot Trumps sé svo mikið eins og staðan er núna að hvorki Cruz né Rubio sé líklegur til sigra hann nema annar hvor þeirra dragi sig í hlé. Mjög ólíklegt er að það gerist vegna þess að þeir koma hvor úr sinni fylkingunni í flokknum. Trump á þó enn langt í land með að tryggja sér tilskilinn fjölda kjör- manna sem velja forsetaefnið form- lega á landsfundi í júlí. Staðan ætti að skýrast á þriðjudaginn kemur þegar kosið verður í mörgum ríkj- um. Kannanir benda til þess að Trump sé með mest fylgi í öllum nema tveimur þeirra ríkja, þ.e. Ark- ansas og Texas. Hann er t.a.m. með forskot í íhaldssömum ríkjum á borð við Alabama, Georgíu og Alaska og frjálslyndari ríkjum eins og Minnesota og Massachusetts. Í síðastnefnda ríkinu er forskot hans 50 prósentustig. Með víðtækari stuðning en talið var  Trump sigraði með miklum mun í Nevada og fékk meira fylgi en keppi- nautarnir í nær öllum kjósendahópum Heimild: NALEO, samtök bandarískra embættismanna af rómönskumættum Bandarískir ríkisborgarar, 18+ Rómansk-amerískum kjósendum fjölgar Skráðir kjósendur Áætlaður heildarfjöldi fólks af rómansk-amerískum uppruna 1988 1992 1996 2000 2004 2008 2012 1980 14,6 1990 22,3 2000 35,3 2010 50,5 2012 53,0 50 40 30 60 milljónir 20 10 Kosningaár Talið er að 13,1 milljón manna af rómansk-amerískumættum taki þátt í kosningunum í ár, nær tveimur milljónum fleiri en fyrir fjórum árum 13,7 23,3 AFP Á sigurbraut Stuðningsmenn Trumps taka myndir af honum eftir sigurinn. Öruggur sigur » Trump fékk 45,91% fylgi í Nevada. Rubio fékk 23,85% at- kvæðanna og Cruz 21,38%. » Ben Carson, fyrrverandi taugaskurðlæknir, fékk 4,81% og John Kasich, ríkisstjóri Ohio, 3,60%. » Trump hefur nú fengið 81 kjörmann en þarf að fá 1.237 til að ná kjöri. Rubio og Cruz eru með 17 kjörmenn hvor. Það er hriktir í stoðum ríkisstjórnar Danmerkur vegna landbúnaðar- frumvarps sem hún vill koma í gegn- um þingið. Íhaldsflokkurinn, sem styður ríkisstjórn Venstre falli, styð- ur ekki lengur landbúnaðar- ráðherrann, Evu Kjer Hansen. For- maður Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, segir að Hansen hafi veitt þinginu rangar upplýsingar og sé því ekki starfi sínu vaxin. Lars Løkke Rasmussen forsætis- ráðherra ræddi við leiðtoga stuðn- ingsflokka minnihlutastjórnar Ven- stre í gær og lýsti yfir stuðningi við Hansen. Hann sagði að viðræðunum yrði haldið áfram í dag. Deilt hefur verið um landbúnaðar- frumvarpið vikum saman og er Han- sen sökuð um að vera viljalaust verk- færi í höndum samtaka bænda og nota tölur frá þeim til þess að rétt- læta samninginn. Með því sé verið að reyna að láta líta svo út að hann sé umhverfisvænni en hann er í raun. Meðal þess er notkun áburðar. Sam- kvæmt frumvarpinu fá bændur að nota mun meiri áburð en þeir fá núna og hefur það vakið spurningar um áhrif þess á lífríkið. Ráðherrann hef- ur svarað gagnrýninni fullum hálsi og segir sérfræðinga ekki vita hvað þeir séu að tala um. Að sögn Han- sen hefðu þeir fallið á prófi í há- skólanum ef þeir hefðu haldið skoðunum sínum fram þar. Þingmenn Íhaldsflokksins samþykktu síðan vantraust á ráð- herrann í fyrradag. Þrátt fyrir það ætla þingmenn Íhaldsflokksins að greiða atkvæði með frumvarpinu. Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra og formaður Venstre, átti fund í fyrrakvöld með leiðtogum hinna flokkanna í bláu blokkinni, það er Danska Þjóðarflokksins og Frjálslynda bandalagsins, auk Íhaldsflokksins. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja að forsætisráðherrann kunni að boða til kosninga ef deilan leysist ekki en hann sagði í gær að það væri „slæmur kostur“. Hugsanlegt er að deilan verði leyst með því að Lars Løkke Rasmussen stokki upp í stjórninni og færi Hansen í annað ráðherraembætti. guna@mbl.is, bogi@mbl.is Reynt að bjarga dönsku stjórninni  Íhaldsflokkurinn vantreystir ráðherra Eva Kjer Hansen lÍs en ku ALPARNIR s FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is SKÍÐATILBOÐ Fimmtudag - Föstudag - Laugardag Ekkimissa afþessu Takmarkaðmagn Snjóbrettapakkar 35-45% afsláttur Skíðapakkar frá 89.995 Öryggið fyrir öllu Bakhlífar og hjálmar 30% afsláttur Skíðaskór, ákveðnar gerðir 40% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.