Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 ✝ Kári Örn Hin-riksson fædd- ist í Reykjavík 15. október 1988. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 17. febrúar 2016. Hann er sonur Hinriks Gylfason- ar mjólkurfræð- ings, f. 14.6. 1959, og Ernu Arnar- dóttur mannauðs- stjóra, f. 21.12. 1960. Systir hans er Halla Margrét Hinriksdóttir, há- skólanemi í Bandaríkjunum, f. 27.10. 1994. Hinrik er sonur hjónanna Gylfa Hinrikssonar forstjóra í Garðabæ og Hólmfríðar Guð- mundsdóttur húsfreyju, sem bæði eru látin. Systur Hinriks eru Dagný Sigríður Hinriks- dóttir húsmóðir og Kristín Hinriksdóttir verslunarmaður. Erna er dóttir Arnar Harðarsonar, fv. rennismiðs, og Höllu Mjallar Hallgríms- dóttur, fv. bókara í Mos- kylfingur þar til að hann greindist sextán ára gamall með krabbamein. Við tóku strangar meðferðir og mikil veikindi samfara þeim. Hann endurgreindist þrisvar og ávalt tókst að hemja sjúkdóm- inn með lyfjagjöfum, þótt ill- læknandi væri. Þrátt fyrir veikindin lauk Kári Örn stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og fyrsta ári í sálfræði við heil- brigðisvísindadeild HÍ. Hann starfaði sem blaðamaður ýmist í föstu starfi eða í lausa- mennsku eins og heilsan leyfði. Síðast starfaði hann fyrir íþróttadeild 365 miðla og skrifaði um golfíþróttina. Kári barðist fyrir bættu heilbrigðiskerfi og betri lífs- gæðum fyrir krabbameins- greinda bæði í ræðu og riti og tók m.a. þátt í mótun heil- brigðisstefnu fyrir Pírata. Hann talaði síðast á örráð- stefnu Krafts um ketógenískt mataræði, reynslu hans og Júlíönu af glasafrjóvgunarferli og þann kostnað sem krabba- meinssjúkir þurfa að greiða vegna veikinda sinna. Útför Kára Arnar fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 25. febrúar og hefst at- höfnin klukkan 15. fellsbæ. Systkini Ernu eru Hörður Arnarson, kvikmyndagerðar- maður í Los Ang- eles, f. 12.11.1964, og Oddný Mjöll Arnardóttir, pró- fessor í lögum við HÍ, f. 16.1. 1970. Þann 17. júní 2014 kvæntist Kári Örn Júlíönu Haraldsdóttur hársnyrtisveini, f. 22.9. 1991. Júlíana er dóttir Haraldar Júl- íussonar lögfræðings, f. 6.7. 1964, og Ingibjargar Ein- arsdóttur sérkennslustjóra, f. 26.2. 1965. Bræður Júlíönu eru Ármann Haraldsson tæknimaður, f. 1.3. 1989, og tvíburarnir Margeir og Þor- bergur Haraldssynir, f. 25.8. 1997. Kári Örn ólst upp í Mos- fellsbæ, stundaði fótbolta með Aftureldingu og golf hjá Golf- klúbbnum Kili í Mosfellsbæ frá 10 ára aldri. Hann var afreks- „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Gleðin að eignast fyrsta barna- barnið, rauðhærðan, heilbrigðan, fallegan dreng, sem var alla tíð elskulegur og góður við ömmu sína. Sýndi fljótlega að hann var gömul sál sem velti hlutunum fyr- ir sér og hugsaði margt. „Amma, hvers vegna lætur Guð unga fólk- ið deyja en gamla fólkið lifa?“ Við höfum ekki fengið svar við því. Óx úr grasi, gekk vel í skólan- um, glaður og átti góða barnæsku hjá elskulegum foreldrum sínum, Ernu og Hinrik. Fór í Versló og allt gekk vel, en tæplega 17 ára veiktist hann af krabbameini. Hann lauk stúdentsprófinu fár- veikur í lyfjameðferð. Fór í gegnum þrjár lyfjameð- ferðir og marga uppskurði þau 10 ár sem hann lifði með krabba- meininu. Á milli komu reyndar góðir tímar. Byrjaði tvisvar í Há- skóla Íslands en varð að hætta er krabbameinið tók völdin. Náði að starfa sem blaðamaður um tíma. Var góður penni, hélt úti bloggi um baráttuna, sem margir fylgd- ust með. Varð mikill baráttumað- ur, stóð réttsýnn með lítilmagn- anum. Hafði ákveðnar skoðanir, fann fyrir hnignun heilbrigðis- kerfisins á eigin skinni. Kynntist ástinni sinni, Júlíönu. Hún varð ljósið hans í lífinu og dásamlegt var að fylgjast með hamingju þeirra. Þau nutu þess að ferðast eftir því sem heilsa hans leyfði. Hún var stoð hans og stytta þegar veikindin knúðu á. Foreldrar hans Erna og Hinrik voru alltaf á vaktinni, tilbúin að létta undir ef á þurfti að halda. Nú er þessu stríði lokið, allt of fljótt. Kári stóð sig eins og hetja með baráttuviljann, úthaldið og ástina til Júlíönu að vopni. Ömmuhjartað grætur dreng- inn sinn, hann sem var svo mörg- um góðum gáfum gæddur. Góður penni, gat sungið og leikið á gítar, náttúruunnandi, baráttumaður fyrir réttlæti til handa sjúklingum og öryrkjum. Hlýr og góður við alla sem hann mætti á sinni erfiðu lífsgöngu. Nú er hann kominn í Sumar- landið, laus við alla kvöl og veik- indi. Trúi að þar bíði hans verk- efni ekki síðri en hans miklu verkefni hér á jörð. Elskulegri eiginkonu hans Júlí- önu, foreldrum Ernu og Hinrik og systur hans Höllu Margréti sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið um styrk og sálarró þeim til handa. Halla M. Hallgrímsdóttir. Elsku Kári Örn. Það er svo óendanlega þungbært að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Orðin eru fátækleg andspænis missinum og sorginni en okkur langar samt að minnast þín og þakka fyrir sam- fylgdina með fáeinum orðum. Við minnumst þess hvað allir voru glaðir þegar þú komst í heiminn og sórst þig í móðurætt- ina með fallega rauða hárinu þínu. Við minnumst bústins lítils kropps með bollukinnar. Við minnumst lítils spekings sem ætl- aði að verða veðurfræðingur. Við minnumst bólugrafins unglings með uppbrettan kraga og húfu og við minnumst ungs manns með elskuna sína upp á arminn. Það er svo margt sem kemur upp í hug- ann þegar minningunum er leyft að streyma fram. Appelsínugulu golfbuxurnar. Hvíta húfan. Allar kjötsúpurnar hjá ömmu. Brúð- kaupsdagurinn þinn. Fallega brosið þitt og stóru hendurnar þínar. Öll örin. Öll knúsin, allir sigrarnir og öll töpin í baráttunni við krabbann. Arnar var bara lítill leikskóla- strákur þegar þú greindist fyrst, og á milli ykkar myndaðist ein- stakt samband. Hann sótti í að heimsækja þig því þú varst svo góður við hann, og við trúum því að þessar heimsóknir hafi líka gert þér svolítið gott. Síðar kom ástin þín hún Júlíana inn í líf þitt. Það var þín mesta gæfa að finna hana og það hefur verið yndislegt að fá að fylgjast með ykkar fallega sambandi. Þið tókust á við lífið saman af æðru- leysi og styrk, með þroska langt umfram árin ykkar. Elsku Kári. Þrátt fyrir öll áföll- in komstu alltaf sterkari til baka og barðist hetjulega fyrir lífinu með elskunni þinni. Þú varst meira að segja búinn að ná ákveðnum tökum á krabbanum sjálfum, en á endanum voru það fylgifiskar hans sem lögðu þig að velli. Þú áttir svo margt eftir og skilur eftir þig svo stórt skarð. Elsku Erna, Hinni, Halla og Júlíana. Þið hafið staðið svo fal- lega með honum Kára ykkar og barist með honum svo lengi. Við vildum óska að við ættum töfra- sprota sem gæti létt ykkur sorg- ina en slíkt er víst ekki til. Við get- um bara vonað að þið finnið leið til að lifa með missinum og reynt að vera til staðar fyrir ykkur ef á þarf að halda. Það verður alltaf bjart yfir minningunni um Kára Örn Hinriksson. Oddný, Gylfi, Gísli og Arnar. Ég kynntist honum Kára þegar hann var nemandi í Verzlunar- skólanum og mikið er ég þakklát fyrir þessi gefandi kynni þó að ástæða þeirra í upphafi hafi ekki verið góð. Við náðum strax mjög vel saman og héldum síðan þá góðu sambandi og spjölluð oft saman augliti til auglitis eða á net- miðlum um lífið og tilveruna. Kári var hæfileikaríkur ungur maður. Skemmtilegur, kátur, músíkalskur og vel liðinn. Hann var líka mjög vel gefinn, sem sést á því að þrátt fyrir erfið veikindi og tímafrekar meðferðir á meðan hann var hér í Verzló lauk hann stúdentsprófi á réttum tíma. Við útskriftina var honum afhent stytta Merkúr, sem er heiðursvið- urkenning til nemanda sem þykja holl og sönn fyrirmynd fyrir nem- endur skólans. Kári fékk ekki við- urkenninguna af því að hann var veikur heldur vegna þess hvernig einstaklingur hann var. Það fengu margir viðstaddir „ryk í auga“ að sjá alla nýstúdentana klappa með meiri krafti en áður þegar skóla- stjórinn afhenti honum styttuna. Hvernig hann tókst á við veikindi sín og skrifaði um þau vakti að- dáun samnemenda hans og starfs- manna skólans. Kári tók líka þátt í félagslífi skólans eins og hann gat og fyrr um veturinn vann hann „hlustendaverðlaun Vælsins“, söngvakeppni Verzlunarskólans, ásamt Jóni Ásgeiri vini sínum. Kári var ótrúlega þroskaður ungur maður sem þrátt fyrir allar hindranir – og einmitt kannski vegna þeirra – kunni að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða og meta meira hið hversdagslega sem flestir eru löngu hættir að taka eftir. Hann kunni að „upp- lifa“ hvað himininn er ótrúlega fallegur, hvað var gaman í dag, lyktin af grasinu og svo mætti lengi telja. Hann vildi gera það besta úr hlutskipti sínu – og sann- arlega var þessi veikindatími hans ekki eingöngu erfiður og nei- kvæður því hann gerði svo margt skemmtilegt og gott og kunni að njóta lífsins til fulls. Hann átti sér líka stóra drauma – var frábær penni og var kominn í samband við bókaforlag fyrir útgáfu á sögu sinni. Fjölskyldan hans studdi hann alla tíð í einu og öllu og hann talaði alltaf svo vel um fólkið sitt, systur sína, foreldra og ástina sína hana Júlíönnu sem hann var svo heppinn að finna og giftast. Ég þakka Kára fyrir okkar vin- áttu og sendi innilegar samúðar- kveðjur til ástvina hans allra. Klara Hjálmtýsdóttir. Fyrsta minningin sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um vin okkar hann Kára er þegar við sem litlir strákar erum í fót- boltaleik úti á leiksvæði leikskól- ans Hlíð í Mosfellsbæ. Þar eydd- um við nánast öllum okkar útitímum spilandi fótbolta á eitt mark þar sem markið var vega- saltið á miðjum leikvellinum. Þar sá maður strax að Kári var bar- áttuglaður keppnismaður sem gaf ekki tommu eftir. Þetta hugarfar fylgdi honum alltaf og var einkennismerki hans í öllum þeim áskorunum sem urðu á vegi hans í gegnum lífið. Við vorum svo heppnir að fá að kynnast Kára sem ungir drengir og vera samferða honum gegnum árin. Fátt fannst okkur vinunum skemmtilegra en að etja kappi í hinum ýmsu leikjum, hvort sem það var golf, skák, hin ýmsu tölvu- spil já eða bara hvað sem er. Alltaf gat maður treyst á að Kári léti mann heldur betur vita af því þeg- ar hann hafði borið sigur úr být- um. Það var ein af fjölmörgum ástæðum fyrir því að gaman var að vera í kringum hann, alltaf stutt í grallarann. Kári var með hjarta úr gulli og allir sem kynntust honum fundu fyrir góðri nærveru hans. Hann var traustasti vinur sem hægt var að hugsa sér, ávallt sanngjarn og hreinskilinn. Við gætum skrifað heila bók um góðar minningar sem við átt- um saman, slíkur er fjöldinn. Á sama tíma og við kveðjum æskuvin okkar sendum við sam- úðarkveðjur til Júlíönu, Ernu, Hinna, Höllu og annarra ástvina. Benjamín dúfu gengið hefur misst mikilvægan meðlim en við munum gera okkar besta til að halda fána þess á lofti um ókomna tíð. Axel Lárusson og Wentzel Steinarr. „Jói, er ekki frábært að vera pabbi?“ Þessa spurningu fékk ég frá Kára síðast þegar við hitt- umst. „Mér finnst svo gaman að fá barnasnöpp frá þér, strákurinn þinn er algjör dúlla,“ bætti hann við. Kári talaði um hvað hann langaði að verða pabbi, sem rætt- ist því miður ekki. Leiðir okkar Kára lágu saman í Verzlunarskólanum fyrir næstum því 12 árum. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að tveir rauðhausar hafi kynnst í Verzló. Þar komst ég fljótt að því að Kári hafði munninn fyrir neðan nefið; hann sagði sína skoðun hvað sem öðrum fannst og stóð fast á sínu. Einnig komst ég að því að hann hafði mikinn áhuga á fótbolta og hafði ákveðnar rang- hugmyndir um ágæti franska bakvarðarins Patrice Evra. Haustið 2006 greindist Kári svo með krabbamein. Ég skildi ekki alveg hvernig það gat gerst. Hann var eldhress tæplega 18 ára strákur. Í staðinn fyrir að hafa áhyggjur af X-inu í stærðfræði- formúlum hafði Kári alvöru áhyggjur. Hann náði að útskrifast með bekknum og árin eftir út- skrift fylgdist ég með baráttunni hjá honum. Stundum gekk vel, stundum illa. Við hittumst alltaf reglulega, spiluðum, borðuðum góðan mat og gerðum okkur glað- an dag. Erfitt var að sjá að Kári væri að berjast við hræðilegan sjúkdóm. Hann var kominn með yndislega kærustu, sem síðar varð eiginkona hans, og lífið var gott. En allt í einu er jarðvistinni lokið. Við Kári munum ekki hitt- ast oftar og spjalla um bleyju- skipti og knattspyrnumenn. Ég sendi fjölskyldu hetjunnar úr Mosó innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Ólafsson. Elsku Kári okkar. Þú varst al- gerlega einstök persóna, alltaf svo léttur, ljúfur og kátur. Þú gast alltaf séð hlutina í öðru ljósi en all- ir aðrir og lést yfirleitt aldrei smá- atriði fara í taugarnar á þér (nema þau sem sneru að Manchester United og hárinu þínu). Þinn helsti kostur var hversu ákveðinn og þrjóskur þú varst en það kom þér oftar en ekki í gegnum ansi þykka veggi. Þú hefur alltaf verið mjög fróður maður, enda vel les- inn eftir menntaveginn og eigin rannsóknarvinnu á hinum stóra veraldarvef. Eftir að hafa horfst í augu við dauðann þó nokkrum sinnum í gegnum ævina gast þú kennt fólki ýmislegt um það hversu ótrúlega dýrmætt þetta líf okkar er. Við verðum þér ævin- lega þakklátir fyrir þær lífsreglur sem þú gast miðlað til okkar í gegnum árin. Við vorum ekki síður duglegir að gera okkur glaðan dag, strák- arnir í svokölluðu Ritfélagi sem við settum á laggirnar. Þannig var einn dagur á sumri frátekinn fyrir gleðskap með þéttri dagskrá frá morgni til kvölds. Veðrið var alltaf eins og teiknað, hláturinn í fyrir- rúmi og uppátækin misgáfuleg. Sá eftirminnilegasti var óum- deilanlega sumarið 2014 þegar við notuðum daginn til að steggja þig í aðdraganda að brúðkaupi ykkar Júlíönu. Svo þegar við skelltum okkur í Evrópureisuna sumarið 2009, þar sem við ókum rúma 6.000 km á fjórum vikum. Þú tókst pabba- hlutverkið á þig og ræstir okkur strákana á hverjum morgni klukkan 8.00 með því að rífa af okkur sængurnar og blasta Kasabian. Þú opnaðir líka hug okkar gagnvart náttúrunni, um- hverfinu og menningunni sem var þarna allt um kring. Það tók þig heldur ekki langan tíma að borga upp ferðina, með stuttu stoppi við pókerborð í Amsterdam var búið Kári Örn Hinriksson ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist í Hafnarfirði 12. júlí 1942. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 17. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Lilja Sig- urðardóttir, f. 13. okt. 1913 í Hafn- arfirði, d. 12. jan. 2000, og Jón Kat- arínusarson, f. 17. nóv. 1910, d. 8. okt. 1987. Syst- kini: Sigurbjörn Ragnar, f. 17. maí 1935, d. 1979, Birgir, f. 4. okt. 1940, Magnea Inga, f. 16. jan. 1945, Karólína Þóra, f. 31. okt. 1946, Bára Fjóla, f. 10. júlí 1948, Guðmundur, f. 2. nóv. 1949, Reynir, f. 20. jún. 1952, Konráð Rúnar, f. 24. sept. 1953, Sigurður, f. 28. des. 1954, Sól- rún, f. 3. ágúst 1956, Sigfríður Lilja, f. 20. sept. 1959. Afkomendur Ingibjargar eru: Svanfríður Lilja Steinarsdóttir, f. 1963, d. 18.2. 1964. Hrafnhildur Lilja Steinars- dóttir, f. 1964, eiginmaður Gunnar Guðnason. Börn: Unnur Guðný Gunnarsdóttir, f. 1992, Helena Sif Gunnarsdóttir, f. 2001, Alda Björg Sveinsdóttir, f. 1983, eiginmaður Ragnar Krist- ján Skúlason, dótturdóttir Tara Sif Ragnarsdóttir. Eyþór Stein- arsson, f. 1965. Börn: Sóley Steina Eyþórsdóttir, f. 1992, Alex Freyr Eyþórsson, f. 1997. Þorbjörg Steinarsdóttir, f. 1967, eiginmaður Pétur Ágústs- son. Börn: Freyr Pétursson, f. 1985, Hersir Þór Pétursson, f. 1990, Axel Viktor Pétursson, f. 2004. Birgir Hafliði Steinarsson, f. 1969, sambýliskona Hugrún Erla Karlsdóttir. Börn: Svala Rut Birgisdóttir, f. 1991, Sunn- eva Birgisdóttir, f. 1993, sam- býlismaður Andri Vigfússon, dóttursonur Vigfús Birgir Andrason, f. 2015. Elvar Örn Birgisson, f. 1996, Karl Ingi Birgisson, f. 2015. Gunnar Ingi Gunnarsson, f. 1974, barn Valborg Lilja Gunn- arsdóttir, f. 2007. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. febrúar 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Þegar dóttir Ingibjargar systur hringdi í mig og sagði: „Það er mamma, hún er farin“ kom það mér ekki á óvart. Imba systir var búin að vera veik lengi og vitað að hverju stefndi. Það er aldrei hægt að undirbúa sig gegn sorginni og ekki ástæða til, því hún kemur hvort sem er þegar nákominn fer. Imba systir fæddist í Hafnar- firði, nánar tiltekið á Urðarstíg 3. Það var algengt á þessum tíma að konur fæddu börn sín heima. Fyrir voru tveir bræður hennar, Ragnar og Birgir, sem fengu nú litla systur. Eftir að hafa búið á nokkrum stöðum í Hafnarfirði með móður sinni og bræðrum og seinna Magneu Ingu, sem hafði bæst í systkinahópinn, stendur enn einn flutningurinn fyrir dyrum. Halldórskot á Hvaleyri er næsti dvalarstaður fjölskyldunn- ar. Imba er þá fjögurra ára gömul. Hún býr þar mestan hluta barn- æsku sinnar eða frá 1946 til 1959 ásamt móður, systkinum og fósturföður, Friðfinni K. Konráðs- syni sjómanni. Allt í allt eignast hún ellefu systkini sammæðra. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég systur minnar sem glaðlegrar, kátrar og brosmildrar stóru systur sem ég fór nú stund- um í taugarnar á, sérstaklega þeg- ar farið var á leynifund með vin- konunum. Hún gekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði og lauk þar fullnaðar- prófi eins og kallað var, þá 13 ára gömul. Þar átti hún nokkrar góðar vinkonur sem fylgdust að fram á fullorðinsár. Hjá stórri fjölskyldu þarf marg- ar hendur til heimilisstarfa. Víða þurfti að taka til hendinni og hluti uppeldis yngri systkina kom ósjálfrátt í hlut þeirra eldri. Imba var alltaf félagslynd, ef hún var ekki að leika við okkur krakkana, sækja mjólk á næsta bæ, í sendiferð eða hringja í ljós- móður þegar mamma var að eiga börnin þá var hún að spila á gítar, syngja, dansa úti á túni eða æfa sig í að jóðla. Seinna fór hún á nám- skeið í teikningu og eru margar fallegar myndir til eftir hana, m.a. teiknaði hún mynd af Halldórskoti sem hangir uppi á vegg hjá mér. Imba fór ung að vinna, m.a. í fiski í Hafnarfirði og seinna í Rafha. Hún kynntist manninum sínum, Steinari Karlssyni, fyrir tvítugt og eignuðust þau fimm börn en misstu fyrsta barnið á öðru ári. Þau slitu samvistum. Hún giftist Gunnari Sigurðs- syni og átti með honum yngsta soninn. Þau slitu samvistum. Giftist síðan Guðna Sigfússyni húsasmið, þau slitu samvistum en héldu góðu sambandi á meðan hann lifði. Imba átti sínar góðu stundir en líka erfiðar og þær tóku sinn toll. Fyrir mörgum árum greindist hún með þann erfiða sjúkdóm Alz- heimer sem hafði betur að lokum. Sendi börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum hennar mína innilegustu samúðarkveðju. Fjóla. Ingibjörg Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.