Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við sáum tækifæri til þess að standa faglega að þessari starfsemi, það er okkar aðalupplegg,“ segir Helgi Ey- steinsson, framkvæmdastjóri Elju, nýrrar íslenskrar starfsmannaþjón- ustu, sem var stofnuð í lok síðasta árs, en fyrsta starfsfólkið á vegum þess er á leiðinni til landsins von bráðar. Helgi segir gríðarlega eft- irspurn vera eftir vinnuafli í landinu, sem íslenskur vinnumarkaður muni ekki ná að anna. Helgi segir fyrirmyndina að Elju vera sótta að nokkru leyti til ná- grannaríkjanna. „Starfsmannaþjón- ustur gegna þar veigamiklu hlutverki við að viðhalda sveigjanleika og skil- virkni á vinnumarkaði,“ segir Helgi. Hann nefnir sem dæmi að erlendis sé þjónusta af þessu tagi mikið notuð af fólki sem þarf meiri sveigjanleika á vinnumarkaði en gengur og gerist, s.s. skólafólki, þeim sem þurfa að brúa bil t.d. í fæðingarorlofi eða þeim sem þurfa eða vilja öðlast fjölbreytt- ari reynslu í upphafi starfsferils síns. Eins og hver annar launþegi Starfsmannaþjónustu eins og Elju er best lýst sem milligönguaðila á milli notendafyrirtækis og starfs- krafts. Notendafyrirtækið greiðir Elju fyrir þjónustu sína, sem ræður starfsfólkið til sín og greiðir því laun. Jafnframt sér Elja um að ganga frá öllum tilskildum leyfum og skjölum sem þurfa að vera til staðar. „Við sjáum um þetta ferli frá A til Ö,“ seg- ir Helgi. „Unnin er þarfagreining með notendafyrirtækinu áður en leit að tilvonandi starfskröftum hefst. Þannig finnum við starfsfólk sem er sérsniðið að þörfum þeirra fyrirtækja sem notfæra sér þjónustuna.“ Þegar fólk hefur þegið störf fyrir notendafyrirtækið aðstoðum við fólk- ið við komuna til landsins og skráum það hjá Vinnumálastofnun, aðstoðum við að stofna bankareikninga og skráum fólkið í stéttarfélag. Við kom- um málum þannig fyrir að viðkom- andi starfskraftur verði eins og hver annar íslenskur launþegi.“ Helgi tek- ur einnig fram að Elja geti haft milli- göngu um að útvega starfsfólkinu húsnæði, auk þess sem fyrirtækið að- stoði fólkið við að aðlagast lífinu á Ís- landi. „Það er gríðarlegur mik- ilvægur þáttur í okkar starfi að tryggja að þessi aðlögun sé sem best, því við teljum að það sé allra hagur að fólkið hafi það sem best meðan það er við störf hérlendis.“ Meðal annars er stefnt að því að halda tungumála- námskeið fyrir starfskraftana, auk þess sem þeim muni einnig standa til boða námskeið um lífið á Íslandi og hvernig það geti notið lífsins hér. „Þá munum við einnig skipuleggja við- burði fyrir þá, því að það er mikilvægt að hlúa vel að þessu fólki.“ Góð samvinna við stéttarfélög Starfskraftar Elju koma frá ríkjum Evrópusambandsins, einkum frá austurhluta þess, svo sem Póllandi og Eystrasaltslöndunum, „Við viljum út- vega íslenskum fyrirtækjum hæft vinnuafl sem er tilbúið til þess að koma til Íslands og einfaldasta leiðin til þess er í ríkjum Austur-Evrópu, en í raun er allt Evrópska efnahags- svæðið undir og það er mismunandi eftir verkefnum hvar er best að nálg- ast fólk.“ Við leggjum mikið uppúr góðri samvinnu við stéttarfélögin og höfum leitað mikið til þeirra eftir ráð- gjöf, til dæmis varðandi kjarasamn- inga og undirbúning,“ segir Helgi. Hann bætir við að Elja hafi einnig rætt við Vinnumálastofnun og Sam- tök atvinnulífsins um þessi mál. „Við finnum ekki fyrir neinni tortryggni frá þessum aðilum, því við höfum nálgast þá að eigin frumkvæði.“ Helgi tekur fram að gott samstarf við Vinnumálastofnun sé lykilatriði í rekstrinum, þar sem alla erlenda starfsmenn þurfi að skrá hjá þeim áð- ur en starfsemi þeirra hefst, auk þess sem allir ráðningarsamningar séu af- hentir stofnuninni til umsagnar og þar sé mikil þekking á þessum mál- um. Það sé því allt uppi á borðum sem tryggi jafnframt öryggi fólksins sem kemur hingað til þess að vinna og að það greiði hér skatta og uppfylli skyldur sínar á vinnumarkaðnum. Geti aukið sveigjanleikann Helgi segir að starfsmannaþjón- usta eins og Elja geti og eigi að vera nauðsynlegt tól til þess að auka sveigjanleika á íslenskum vinnu- markaði. „Við sjáum fyrir okkur að áður en langt um líður þá getum við verið með nokkur hundruð manns á okkar vegum hið minnsta sem starfi þvert á allar atvinnugreinar.“ Hæft vinnuafl er allra hagur  Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri starfsmannaþjónustunnar Elju, segir gríðarlega eftirspurn eftir vinnuafli  Mjög mikilvægt að tryggja að aðlögun erlends starfsfólks að lífinu hér sé sem best Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinna Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Elju, segir starfsmannaþjónustur auka sveigjanleika á vinnumarkaði. Helgi segist ekki hafa áhyggjur af því að hið nýlega mansalsmál sem kom upp í Vík muni hafa nei- kvæð áhrif á starfsmannaþjón- ustur eins og Elju. „Þetta er mjög öfgafullt dæmi sem hefði að öll- um líkindum ekki komið upp ef þjónusta vinnumiðlunar eða starfsmannaþjónustu hefði verið nýtt.“ Hann segir þessa atburði í raun endurspegla mikilvægi fyr- irtækja eins og Elju, þar sem allt sé unnið fyrir opnum tjöldum í samstarfi við opinbera aðila hér á landi eins og Vinnumálastofnun og verkalýðsfélög. Við getum haft forgöngu um að snúa málum til betri vegar á vinnumarkaðnum, meðal annars til að draga úr svartri atvinnustarfsemi og sporna gegn því að svona nokkuð fái þrifist hér á landi. Allt sé unnið fyrir opnum tjöldum MANSALSMÁLIÐ Í VÍK Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins hefur falið Jóni Viðari Matt- híassyni slökkviliðsstjóra að ræða við skipulagsyfirvöld í Reykjavík og Kópavogi um lóð fyrir nýja slökkvi- stöð. Nauðsyn þykir að á næstu árum verði útbú- in stöð, þaðan sem væri fljótfar- ið til dæmis í Árbæ og Breið- holt í Reykjavík og efri byggðirn- ar í Kópavogi. Mál þetta hefur verið í deiglu í langan tíma, en á spýtunni hangir að slökkvistöðinni við Tunguháls í Reykjavík verði þá lokað og þjónustan þar veitt frá stöð á nýjum stað. „Að tryggja að útkallstími frá stöð að ákveðnum svæðum fari ekki yfir tiltekin mörk er útgangspunkturinn í þessu máli. Einnig þarf slökkvistöð að vera vel staðsett gagnvart greið- förnum stofnbrautum. Ýmsir staðir og lóðir geta hentað samkvæmt þessu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson í samtali við Morgunblaðið í gær. Í þessu sambandi nefnir hann til dæmis Stekkjarbakka í Mjódd, Jafnasel í Kópavogi og einnig þykir Smárahverfið í Kópavogi koma til greina. Tekur tvö til þrjú ár Fyrir hrun var bygging slökkvi- stöðvar í Mjóddinni komin á dag- skrá, en í ljósi aðstæðna hafi málið verið lagt til hliðar þá. Nú sé þráð- urinn tekinn upp að nýju og eðlilegt sé þá að aðrar staðsetningar, sem betur gætu hentað, séu skoðaðar nú, enda hafa aðstæður breyst. Ætla má að frá því að lóð er fastsett og ákvörðun um framkvæmdir tekin líði tvö til þrjú ár þar til ný slökkvi- stöð er tekin í gagnið. „Ef við mynd- um hins vegar finna hús á góðum stað sem hentaði með tilliti til sam- ganga tæki þetta skemmri tíma,“ segir slökkviliðsstjóri. Í dag eru fjórar slökkvistöðvar á höfuðborgarsvæðinu, það er við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, Skútu- hraun í Hafnarfirði og í Reykjavík eru stöðvarnar tvær; það er við Skógarhlíð og Tunguhálsinn – en þeirri stendur til að loka og færa starfsemina annað, rétt eins og segir hér að framan. Skoða Smára, Mjódd og Seljahverfi fyrir slökkvistöð  Verði í efri byggðum nærri stofnbrautum Morgunblaðið/Júlíus Mosfellsbær Nýja slökkvistöðin við Skarhólabraut var tekin í notkun í fyrra. Liðið þar sinnir útköllum í efstu og nyrstu hverfunum á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar Matthíasson HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir Hringdu og leitaðu tilboða Sími 515 0702 og 515 0701 kryddogkaviar@kryddogkaviar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.