Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 32

Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 32
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ekkert hefur snjóað á Akureyri síð- an í fyrradag! Það telst nánast stór- frétt enda allt á kafi í bænum, eins og lesendur Morgunblaðsins og mbl.is hafa séð síðustu daga. Ekki orð um það meir …    Haldið var upp á 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri með bravör um síðustu helgi í Hofi. Sennilega hafa aldrei fleiri verið saman komnir í stóra salnum, Hamraborg, því troðfullt var á áhorfendapöllunum og á fjórða hundrað hljóðfæraleikarar, ungir og gamlir, á sviðinu.    Með nemendum skólans lék ak- ureyrska hljómsveitin 200.000 nagl- bítar, Vilhelm Anton Jónsson, Kári Jónsson og Benedikt Brynleifsson. Flutt voru lög hljómsveitarinnar, í bland við fleira, allt útsett af Daníel Þorsteinssyni, sem stjórnaði flutn- ingnum. Myndasyrpu frá afmælinu má sjá á mbl.is.    Hafþór heitinn Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, var einn af velunn- urum Flugsafns Íslands á Akureyri. Hafþór, sem hefði orðið fimmtugur í janúar, lést langt fyrir aldur fram í flugslysi fyrir nokkrum árum. Til að heiðra minningu hans fékk safnið Þuríði Sigurðardóttur, listmálara, söngkonu og fyrrverandi flugfreyju, til að mála af Hafþóri mynd og var verkið afhjúpað í safninu við athöfn um síðustu helgi.    Það voru synir Hafþórs, Andri Pétur og Arnar Hugi, sem afhjúp- uðu málverkið. Því hefur verið kom- ið fyrir á sérstökum heiðurs- mannavegg, sem svo er kallaður, en þar er að finna málverk af sér- stökum vinum og velgjörð- armönnum safnsins.    Akureyringum voru á þriðju- daginn kynnt drög að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum, sem stjórn- arskrárnefnd hefur lagt fram. Það var Aðalheiður Ámundadóttir sem fjallaði um málið og störf nefnd- arinnar á Lögfræðitorgi í Háskól- anum á Akureyri. Aðalheiður, sem er fulltrúi Pírata í stjórnarskrár- nefnd, útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá HA 2013.    Hraðlína í Menntaskólanum á Akureyri verður kynnt á fundi í skólanum í dag kl. 17 til 18. Nem- endur 9. bekkar grunnskóla og for- ráðamenn eru sérstaklega boðnir velkomnir.    Djassgeggjarar bæjarins at- hugið! Akureyri Backpackers efnir til veislu fimmtu-, föstu- og laug- ardagskvöld. Rakel Sigurðardóttir söngkona, 23 ára Akureyringur, ríð- ur á vaðið ásamt gítarleikaranum Matta Saarinen í kvöld, á morgun kemur fram Jazztríó Matta Saari- nen – en með honum leika Stefán Ingólfsson bassaleikari og Halldór G. Hauksson trommari og á laug- ardaginn er svo tríóið Equally Stu- pid með tónleika. Þeir hefjast allir kl. 21 og aðgangur er alltaf ókeypis.    Eyvör Pálsdóttir heldur upp á út- gáfu plötunnar Slør með tónleikum á Græna hattinum á laugardags- kvöldið og í Gamla bíói í Reykjavík á sunnudaginn. Með Eyvöru eru Mikael Blak og Høgni Lisberg. Upp- selt er á tónleika kl. 20 en auka- tónleikar hafa verið settir á kl. 23.    Japanski raftónlistarmaðurinn Daisuke Tanabe verður með tón- leika á Græna hattinum í kvöld og á morgun verður Rúnar Þórisson með útgáfutónleika en platan Ólund- ardýr kom út í haust.    Rúnar lék um langt skeið með hljómsveitinni Grafík en hefur gefið út fjórar sólóplötur frá 2005. Dætur Rúnars, Lára og Mar- grét, koma fram með honum, sem og Arnar Þór Gíslason, Birkir Rafn Gíslason og Guðni Finnsson.    Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumflytur í kvöld Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Sím- onarson í leikstjórn Pétur Guðjóns- sonar. Sýnt er í Freyvangi.    Bjart með köflum er söngleikur með tónlist frá hippatímabilinu. Í sýningunni eru lög á borð við; Leyndarmál, Glugginn, Dimmar rósir, Ég elska alla og Undarlegt með unga menn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Afmæli Tónleikar í tilefni 70 ára afmælis Tónlistarskólans voru skemmtilegir. Á fjórða hundrað var á sviðinu. Bjart með köflum í leik og starfi nyrðra Morgunblaðið/Skapti Flugsagan Synir Hafþórs heitins Hafsteinssonar afhjúpuðu málverk af föð- ur sínum á Flugsafninu á Akureyri. Andri Pétur, til vinstri, og Arnar Hugi. Morgunblaðið/Skapti Stjórnarskrá Hluti gesta sem hlýddu á Aðalheiði Ámundadóttur. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala um að farið verði af stað með aðgerðir þar sem heila- æðagúlum er lokað með æðaþræð- ingartækni. Í frétt frá Landspítala segir að slíkar aðgerðir hafi í sumum til- fellum verið gerðar á Íslandi fyrir um áratug síðan af erlendum sér- fræðingum en undanfarin ár hafi hluti sjúklinga verið sendur til út- landa. Árlega hafa 6 til 8 sjúklingar verið sendir utan til meðferðar en aðrir undirgengist opna skurðað- gerð hérlendis. Öryggi sjúklinga eykst Samningurinn tekur til þjónustu fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem þurfa á þessum aðgerðum að halda. Fyrst um sinn munu erlend- ir sérfræðingar koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræð- ingardeildar spítalans innan hand- ar með aðstoð á meðan þjónustan er að festa sig í sessi. Öryggi sjúk- linga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis mun aukast til muna með þessari nýju starfsemi. „Nýr tækjabúnaður og ráðning sérhæfðs læknis á röntgendeild Landspítala gerir það mögulegt að færa þessa þjónustu til Íslands,“ segir í fréttinni. Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn tekið gildi og Land- spítala verið gert kleift að hefjast handa við að veita þessa þjónustu hér á landi. Búist er við að fyrsta aðgerðin fari fram á spítalanum í næsta mánuði. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samn- inginn áætlaður tæpar 100 millj- ónir króna. „Það er þó gert ráð fyr- ir að samningurinn muni leiða til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið þar sem að- gerðirnar verða nú framkvæmdar hér á landi í stað þess að senda sjúklinga utan,“ segir í fréttinni. sisi@mbl.is Heilaaðgerðir með þræðinga- tækni gerðar á Landspítala Ljósmynd/Landspítali Aðgerðir Tækið sem aðgerðirnar verða framkvæmdar með á Landspít- alanum. Kristbjörn I. Reynisson, yfirlæknir, bendir á skjáinn.  6-8 sjúklingar hafa verið sendir utan til meðferðar á ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.