Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 27
stjóri Steðja og annar eigenda, segir móttöku ferðamanna vera ört vax- andi hluta af starfseminni. Steðji með stærri aðstöðu „Við gerum orðið töluvert af því að fá til okkar hópa ferðamanna. Þeir skipta orðið nokkrum þúsundum yfir árið,“ segir Dagbjartur en Steðji hef- ur verið að stækka aðstöðuna í brugghúsinu til að geta tekið á móti fleirum. Vonast hann til að aðstaðan verði tilbúin með vorinu. „Hingað koma líka vinnustaðahóp- ar í skemmtiferð eða árshátíðarferð, einnig erlendir ferðamenn á leið í Húsafell og á Langjökul. Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur. Við meg- um ekki auglýsa bjórinn en svona kynningar og heimsóknir hafa mikil áhrif. Þær styrkja líka innviði ferða- þjónustunnar á svæðinu,“ segir Dag- bjartur en auk þess að kynna bjórinn frá Steðja kaupa ferðamenn einnig minjagripi. Þá hafa þeir sýnt hvala- bjórnum mikinn áhuga og spurt mik- ið um hann. Eitt nýjasta brugghúsið er Segull 67 á Siglufirði. Marteinn Haraldsson bruggmeistari segir reksturinn fara mjög vel af stað og viðtökur hafa ver- ið góðar. Stefnan hefur verið tekin á að koma tveimur heilsársbjórum inn í verslanir ÁTVR á næstunni og einnig að brugga árstíðabundna bjóra. Marteinn segir fjölda ferðamanna fara um Siglufjörð og ætlunin sé að kynna bjórinn fyrir þeim. „Aðallega höfum við verið að taka á móti Ís- lendingum. Við fengum marga hópa til okkar í desember og traffíkin er að fara aftur af stað eftir áramótin,“ segir hann en móttökusalur og bar er í brugghúsinu, til að taka á móti gest- um. Nýir eigendur eru teknir við rekstri brugghússins í Ölvisholti í Flóahreppi en bruggmeistarinn er áfram sá sami. Bragi Hinrik Magn- ússon rekstrarstjóri segir það vera í undirbúningi að setja upp betri að- stöðu til að taka á móti ferðamönn- um, enda komi oft beiðnir um kynn- ingar og móttöku. „Þetta er sveitabrugghús og við viljum halda í sveitastemninguna. Við ætlum okkur að gefa ferðamönnum og heima- mönnum færi á að kynna sér afurðir okkar,“ segir Bragi. Námskeið fyrir ferðamenn Bryggjan Brugghús við Granda- garð er jafnframt veitingahús. Þar innandyra er bruggaður bjór og seld- ur á staðnum. Elvar Ingimarsson rekstrarstjóri segir stefnt að því að tappa bjórnum á flöskur og koma í vínbúðirnar. „Við opnuðum fyrir þremur mánuðum og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Langflestir gestir eru Íslendingar en straumur erlendra ferðamanna er að aukast,“ segir Elvar en Bryggjan brugghús starfrækir einnig bjórskóla. Á mið- vikudögum kl. 18 er námskeið fyrir Íslendinga og kl. 20 fyrir útlendinga, þar sem kennt er á nokkrum tungu- málum. Elvar segir námskeiðin sæta auknum vinsældum, ekki síst meðal ferðamanna, sem bóka sig í gegnum ferðaskrifstofur og hótel. Bryggjan brugghús ætlar að halda upp á 27 ára afmæli bjórsins til 1. mars nk. með því að bjóða upp á bjór á sama verði og hann var árið 1989. Einnig verður sérstakur bjór brugg- aður og kynntur 1. mars, þar sem hægt verður að fylgjast með brugg- meistaranum að störfum. Bjórbað Bruggsmiðjan á Árskógs- sandi, sem framleiðir Kalda, hyggst opna bjór-spa líkt og þetta í haust. FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Bjóráhugamenn eru þegar farnir að fagna 27 ára af- mæli bjórsins á Íslandi, sem rennur upp 1. mars nk. Ár- leg bjórhátíð á vegum Kex Hostel er þegar hafin og stendur fram á laugardagskvöld. Íslenskum og erlend- um bruggurum hefur verið boðið til hátíðarinnar, sem fer fram á Kex Hostel, Mikkeller & Friends, veit- ingastaðnum Hverfisgötu 12 og Fiskislóð 73. Fjölbreytt dagskrá og bjórsmökkun fer fram á þessum stöðum á hverju kvöldi. Bjórbarir halda einnig upp á afmæli bjórsins, Bryggj- an Brugghús við Grandagarð og Microbar á Vesturgötu 2 (kjallaranum undir Restaurant Reykjavik) sem Gæð- ingur brugghús rekur. Þar verða í boði sérstakir bjórar, bruggaðir í tilefni 1. mars, og á Microbar verður mis- munandi Gæðingur á öllum 14 bjórdælunum. Dagskrá um alla borg 27 ÁRA BJÓRAFMÆLI 1. MARS Morgunblaðið/Björn Jóhann Bar Nóg er að gera hjá helstu bjórveitingahúsum í borginni, m.a. Microbar við Vesturgötu 2. KOMDUMEÐMÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKAÍFYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUMHEIMTIL ÞÍN, tökummál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚVELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15 Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir vélarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Baðherbergi Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ SANNKALLAÐ Vandaðar hirslur Þvottahúsinnréttingar ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). 20%AFSLÁTTURAF RAFTÆKJUM friform.is Viftur PÁS A ERÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 AFSLÁTTU R15% AFÖLLUM INNRÉTT INGUM TILPÁSKA VÖNDUÐRAFTÆKI ÁVÆGUVERÐI NÚÍAÐDRAGANDAPÁSKANNAHÖFUMVIÐÁKVEÐIÐ AÐBJÓÐAOKKARALBESTAVERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.