Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 76

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Gisting Hljóðfæri Húsgögn Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílar Glæsilegur SKODA OCTAVIA 4x4 árg. 2008 Beinskiptur Ekinn 161 þ. Ný tímareim og vatnsdæla í 130 þ. Km. Dráttarkúla, Cruse control, Loft- kæling, Spólvörn, Stöðugleikakerfi, Hiti í sætum, Sumar og vetrardekk Mjög sparneytinn rúmgóður og fallegur bíll Verð 1.950 þ. S : 699-3181 Smáauglýsingar 569 Rúm úr gegnheilli eik til sölu Til sölu sérsmíðað rúm úr gegnheilli eik. Rúmið er 163x82cm og svamp- dýna fylgir með. Verð: 15.000 kr. Nánari upplýsingar fást hjá Úlfhildi í síma 823 1650. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Í dag kveðum við mína ástkæru tengdamóður, Sigríði Williams- dóttur, eða Siggu eins og hún var alltaf kölluð. Ég var svo heppinn að kynnast þeirri góðu konu þegar ég kynnt- ist Andrési syni hennar. Það var alltaf yndislegt að heimsækja þau hjónin á sunnudögum í Hraun- tungunni, þá var nú oft mikið fjör enda systkinin mörg. Sigríður Williamsdóttir ✝ Sigríður Willi-amsdóttir fæddist 8. október 1927. Hún lést 5. febrúar 2016. Sigríður var jarðsungin 19. febrúar 2016. Sigga var yndisleg og hlý kona sem naut þess að vera um- kringd börnum og barnabörnum. Jólaboðin og laufa- brauðsgerðin í Hrauntungunni voru alltaf meðan Sigga hafði heilsu til. Þá mætti öll stórfjöl- skyldan, bæði ungir og gamlir, til að skera út laufabrauð og borða hangikjöt hjá þeim heiðurshjónum. Nú er komið að kveðjustund og loksins ertu búin að fá hvíldina þína. Þó að kveðjustundin sé sár og erfið fyrir okkur þá vona ég að þér líði vel núna og sért laus við þessi veikindi sem hafa hrjáð þig lengi. Blessuð sé minning hennar. Eiginmanni Siggu, Andrési, sendi ég dýpstu samúðarkveðjur svo og börnum þeirra, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Anna Guðmundsdóttir. ✝ Emilía GemmaVilhjálmsdóttir Húnfjörð fæddist í Reykjavík 16. jan- úar 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Mörk 4. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Ólafsdóttir Hún- fjörð úr Skógar- strandarhreppi á Snæfellsnesi og Vilhjálmur Ágúst Jósep Húnfjörð, blikksmíðameist- ari sem var fæddur í Þverár- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Emilía ólst upp í Reykjavík og bjó þar og starfaði alla tíð. Systkini hennar eru Ólöf, sem er látin, og Ásbjörg, sem býr í Bandaríkj- unum. Fyrsti eiginmaður Emilíu var Jósteinn Magnússon bílstjóri. Þau skildu. Annar eiginmaður Emilíu var Jón Ragnar Kjartansson bók- sali. Þau skildu einnig. Emilía og Geir Gunnarsson, ritstjóri og út- gefandi, voru einnig lengi í sam- búð. Emilía giftist árið 1977 Birni Jónssyni, heildsala og verslunareiganda. Hann lést árið 1984. Börn þeirra Jósteins og Emilíu voru Sigríð- ur, sem lést árið 1977, Jóna sem lést árið 1999, og Vilhjálmur Húnfjörð, sem lést ár- ið 1973, aðeins 29 ára gamall. Hann var kvæntur Sigurbjörgu Lárusdóttur úr Hafn- arfirði. Þau áttu fimm börn. Lár- us, sem er giftur Ragnhildi Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Vilhjálm, sem er giftur Elmu Diego og á hann fjögur börn og þrjú barnabörn. Kristján, sem er kvæntur Elínu Helgadóttur og eiga þau tvö börn. Emilíu, sem er gift Will Thornton og á hún þrjú börn og eitt barnabarn. Jósep, sem er kvæntur Hrafnhildi Pálsdóttur og eiga þau fjögur börn. Emilía starfaði lengst af sem blaðamaður, útgefandi og verslunarkona. Útför hennar hefur farið fram. Þegar maður kveður ömmu sína er margs að minnast. Emilía amma hefur verið mér og syst- kinum mínum fjórum fastur punktur í tilverunni um árabil og sérstaklega frá því að faðir okkar, Vilhjálmur Húnfjörð, lést sviplega árið 1973. Þetta voru erfiðir tímar fyrir kornunga móður okkar Sigur- björgu með fimm börn á framfæri. Amma var ekkert að tvínóna við hlutina. Hún flutti til okkar í Hafnarfjörð til að vera okkur stoð og stytta. Síðar flutti hún úr Reykjavík og keypti sér íbúð í Hafnarfirði og þangað vorum við krakkarnir alltaf velkomin til að fá okkur í gogginn eða lesa spenn- andi og fræðandi bækur sem hún átti nóg af. Amma elskaði bækur af öllum toga og kenndi mér að meta bæði íslenska höfunda eins Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson og þá amerísku, Stein- beck og Damon Runyon. Þótt hún væri orðin blind síðustu árin las hún gríðarlega mikið með hjálp Blindrabókasafnsins og var iðu- lega búinn að lesa jólabækurnar löngu á undan mér. Þegar hún síðar kynntist manni sínum, Birni Jónssyni, og flutti í Garðabæ vorum við elstu strák- arnir þar eins og gráir kettir og á tímabili bjuggum við Vilhjálmur og Kristján hjá henni. Enginn bjó til eins góðar fiskibollur og amma og Björn kenndi manni að búa til brauðsneiðar á danskan máta með allt muligt ofan á. Þetta var góður tími og það lifir í minningunni þeg- ar ég klæddist dúkkukjól til að di- mittera, þá sagði amma „Lalli minn, ég held að þú verðir aldrei nein dama, en reyndu samt að rétta úr bakinu og ganga með virðuleik,“ og svo hló hún því dim- ittendabúningurinn minn var eftirlíking af strádúkku. Amma var Reykjavíkurdama og hún var falleg og virðuleg fram á síðasta dag. Það hefur eflaust verið erfitt fyrir hana að missa börnin sín löngu fyrir aldur fram og manninn sinn, Björn, þegar hann var aðeins 58 ára gamall, en þrátt fyrir þessi áföll stóð hún allt- af keik og tignarleg. Frú Emilía, þú áttir gott og hressilegt líf þessi 94 ár sem þú lifðir. Þú hefur skilið eftir þig 26 afkomendur sem munu minnast þín með ást og virðingu. Við kveðj- um þig, amma mín, með söknuði en við vitum að þú þráðir hvíldina að lokum og ert komin í faðm ást- vina þinna sem eru farnir. Guð mun líka taka vel á móti þér. Kær- ar þakkir fyrir samfylgdina. Lárus Húnfjörð Vilhjálmsson. Emilía Vilhjálms- dóttir Húnfjörð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.