Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 44
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Nú styttist í ofurþriðjudaginn svo-
kallaða, 1. mars næstkomandi, þeg-
ar 26 forkosningar; 13 hjá demó-
krötum og jafnmargar hjá
repúblikönum, fyrir komandi for-
setakosningar verða haldnar í 13
ríkjum Bandaríkjanna, auk tvennra
utan landsins.
Þessi dagur hefur jafnan þótt
marka tímamót í kosningabarátt-
unni vestanhafs, hann hefur verið
haldinn frá 1988 og upphaflega hug-
myndin var að eftir niðurstöður
kosninga hans lægi fyrir hverjir
myndu halda áfram kapphlaupinu
að Hvíta húsinu.
Tímabil forkosninganna er 1.
febrúar til 14. júní og allur gangur
er á því hvort forkosningar flokk-
anna tveggja eru sama daginn í
hverju ríki. Þegar hafa verið for-
kosningar hjá báðum flokkum í
Iowa, New Hampshire og Nevada,
forkosning Repúblikanaflokksins í
Suður-Karólínu var um síðustu
helgi og núna um helgina verða þar
forkosningar hjá Demókrataflokkn-
um.
Mismargir kjörmenn flokkanna
Forkosningarnar eru óbeinar
kosningar, þar sem sá frambjóðandi
sem fær flest atkvæði í forkosn-
ingum síns flokks fær ýmist alla
kjörmenn viðkomandi ríkis eða til-
tekinn hluta þeirra. Flokkarnir eru
með mismarga kjörmenn og fjöldi
þeirra er breytilegur eftir ríkjum.
Kjörmenn Repúblikanaflokksins
eru alls 2.472 og til að hljóta útnefn-
ingu flokksins þarf frambjóðandi að
tryggja sér 1.237 kjörmenn. Nú er
Trump með 79 kjörmenn, Cruz með
16, Rubio er með 15, Kasich með 5
og Carson er með 3.
Kjörmenn demókrata eru alls
4.763 og frambjóðandi þarf að
tryggja sér stuðning 2.382 þeirra til
að fá útnefningu sem forseta-
frambjóðandi. Að auki þarf hann að
tryggja sér meirihluta meðal ofur-
kjörmanna (Super delegates) sem
eru t.d. þingmenn, ríkisstjórar og
ýmsir háttsettir flokksmenn. Nú
eru bæði Sanders og Clinton með
51 kjörmann, en að auki hefur Clin-
ton 451 ofurkjörmenn, Sanders er
með 19. Á þriðjudaginn verða 878
kjörmenn í pottinum hjá demókröt-
um og 661 hjá repúblikönum.
Super-Duper-Tuesday
Samkvæmt vefsíðunni RealClear
Politics sýna kannanir að Donald
Trump mælist með mest fylgi fram-
bjóðenda Repúblikanaflokksins á
landsvísu, 33,6%. Ted Cruz er með
næstmest, 20,4% og Marco Rubio
er með 16,4%. Aðrir eru með
minna. Af þeim tveimur, sem enn
eru í framboði fyrir Demókrata-
flokkinn mælist fylgi Hillary Clin-
ton 47,6% og Bernie Sanders er
með 42%
„Það er óvíst hversu mikið for-
spárgildi ofurþriðjudagurinn hefur,
sem nú er uppnefndur Super-
Duper-Tuesday vegna þess að það
eru svo margar forkosningar núna.
En myndin mun klárlega skýrast
eftir þriðjudaginn,“ segir Silja Bára
Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur.
„Hingað til er eingöngu búið að út-
hluta örfáum kjörmönnum en á
þriðjudaginn kemur inn verulegur
fjöldi kjörmanna úr nokkrum
stórum ríkjum. Það mun fara að
draga sundur með frambjóðendum
eftir þennan dag og þetta snýst
mikið um að ná stóru ríkjunum.
Línurnar munu svo halda áfram að
skýrast enn frekar fram til 15. mars
og frambjóðendur munu á þeim
tíma sjá hvar þeir standa í raun og
veru og hvort það borgi sig að
halda áfram,“ segir hún. „Það er
ekkert ólíklegt að Carson og Kasich
dragi sig í hlé eftir þriðjudaginn, ef
gengi þeirra verður áfram svipað.
Málin skýrast á ofurþriðjudaginn
26 forkosningar víðs vegar um Bandaríkin á þriðjudaginn Fimm repúblikanar og tveir demó-
kratar eru enn um hituna 878 kjörmenn í pottinum hjá demókrötum og 661 hjá repúblikönum
Marco Rubio
44 ára öldunga-
deildarþingm.
Hillary Clinton
68 ára fyrrverandi
utanríkisráðherra.
Donald Trump
69 ára kaupsýslu-
maður.
Bernie Sanders
74 ára öldunga-
deildarþingm.
Ted Cruz
45 ára öldunga-
deildarþingm.
Ben Carson
64 ára fyrrverandi
skurðlæknir.
John Kasich
63 ára ríkisstjóri
í Ohio.
Samanburður í
nokkrum könnunum
0 10% 20% 30% 40% 50%
Clinton
Trump
Clinton
Cruz
Sanders
Trump
Sanders
Cruz
45,3%
44,5%
41,5%
45,7%
42,5%
45,3%
47,5%
41%
Forkosningar á
ofurþriðjudaginn
» Kosið verður í þessum ríkj-
um: Alabama, Alaska (ein-
göngu repúblikanar), Ark-
ansas, Colorado, Georgía,
Massachusetts, Minnesota,
Oklahoma, Tennessee, Texas,
Vermont, Virginia og Wyoming
(eingöngu repúblikanar).
» Einnig hjá demókrötum á
Samóa-eyjum og demókrötum
sem búsettir eru erlendis.
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW 520D XDRIVE F10
nýskr. 04/2014, ekinn 31 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
lúxuspakki. TILBOÐSVERÐ AÐEINS 7.990.000 kr.
Raðnr.254156
BMW 520D XDRIVE M-PACK F10
nýskr. 04/2015, ekinn 5 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ AÐEINS 8.750.000 kr.
Raðnr.254416
M.BENZE200CDITBLUETECAVANTGARDE
nýskr. 11/2014, ekinn 28 Þ.km, dísel, sjálfskiptur
7 gíra.TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr.
Raðnr.254418
M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE
nýskr.10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra,
mjög vel búinn!
TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr. Raðnr.254705
M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE
nýskr. 11/2014, ekinn 25 Þ.km, dísel, sjálfskiptur
7 gíra. TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr.
Raðnr.254758
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is