Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 96
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Slys í Þjóðleikhúsinu 2. Barnaníðingur fær þyngstu … 3. Akureyri á kafi í snjó 4. Fá nóg og fara heim af … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Málverk“ nefnist sýning sem Guð- jón Ketilsson myndlistarmaður opnar í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu kl. 17 á morgun, föstudag. Hann sýnir tvær myndraðir, önnur er málningar- palettur sem hann hefur pússað nið- ur og í hinni vinnur hann úr eigin mál- verkum frá níunda áratugnum. Morgunblaðið/Einar Falur Guðjón fer sínar leið- ir að málverkunum  Í fyrra kom út bók um Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing sem var braut- ryðjandi á sínu sviði hér á landi. Í Bókasafni Sel- tjarnarness mun ritstjóri bók- arinnar, Halldóra Arnardóttir, fjalla í dag kl. 17.30 um líf og störf Kristínar í máli og myndum. Halldóra fjallar um líf og störf Kristínar  Ástríðukokkurinn og rithöfund- urinn Nanna Rögnvaldar heimsækir Suðurnesjamenn í kvöld og ræðir um bækur sínar í Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 20. Nanna hefur skrifað margar vinsælar matreiðslubækur og hefur undanfarið lagt áherslu á hollar, nær- ingarríkar og syk- urlausar uppskriftir. Nanna ræðir um mat við Suðurnesjamenn Á föstudag Austan og norðaustan 3-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið en snjókoma syðst í fyrstu og dálítil él með norð- austurströndinni síðdegis. Frost 0 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil él sunnan- og austantil en snýst í hæga vestlæga átt með snjókomu síðdegis. Hægari vindur og áfram léttskýjað á Norðurlandi. VEÐUR Sóknarleikur Fylkis er hraður og skemmtilegur. Stjörnulið- ið hefur hinsvegar fleiri reynda leikmenn innan sinna raða. Gróttuliðið býr yfir meiri reynslu en lið Hauka. Þetta segir Hrafnhildur Skúladóttir m.a. um undan- úrslitin í bikarkeppni kvenna í handbolta sem fram fara í dag og Guðlaugur Arn- arsson spáir í spilin fyrir undanúrslitin í bikar- keppni karla. »2-3 Vangaveltur um bikarleikina „Mér líður virkilega vel hérna. Borgin er fín, liðinu gengur vel og mér hefur gengið vel inni á vellinum. Ég hef aldrei verið jafnfljótur að komast inn í hlutina hjá neinu af þeim liðum sem ég hef spilað með. Ég hef spilað nán- ast alla leikina og hef fundið mig vel og ánægjulegt að vera búinn að skora níu mörk. Þetta er svo- lítið öðruvísi en að vera á Ítalíu og er svona meira líkt okkar kúltúr,“ seg- ir Birkir Bjarna- son, landsliðs- maður í knatt- spyrnu. » 4 Aldrei verið jafnfljótur að komast inn í hlutina „Okkur þykir við fá kaldar kveðjur frá Guðjóni L. Sigurðssyni, for- manni dómaranefndar, eftir að hafa dæmt í 34 ár,“ segir hand- knattleiksdómarinn Gísli H. Jó- hannsson en hann og Hafsteinn Ingibergsson, sem eru reyndasta dómarapar landsins í dag, dæma engan af bikarleikjunum sex sem fram fara næstu þrjá daga. »1 Kaldar kveðjur frá for- manni dómaranefndar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Mörgum finnst það líklega ærið afrek að ganga á jökul um hávetur á tveimur jafnfljótum. Lík- lega má þó fullyrða að afrekið sé enn meira þegar fjallgöngumaðurinn þarf að styðja sig við hækjur dagsdaglega, eins og írska fjallgöngu- og baráttukonan Nikki Bradley sem hyggst ganga á Sólheimajökul núna um helgina. Nikki er væntanleg hingað á morgun með fylgdarliði sínu, m.a. kvikmyndatökumönnum sem vinna að heimildarmynd um hana. Tilgang- urinn er annars vegar að ganga á jökulinn og njóta íslenskrar náttúrufegurðar. Hins vegar vill hún sýna fram á mikilvægi hreyfingar fyrir endurhæfingu sjúklinga. Þetta er síður en svo fyrsta fjallganga Nikki, t.d. kleif hún Errigal-fjall, hæsta fjall Írlands, fyrir skömmu og nýverið seig hún niður veggi Fanad-vita, sem er eitt helsta kennileiti Ír- lands. Árið 2002, þegar hún var 16 ára, var hún greind með sjaldgæft beinkrabbamein, Ewing’s sarkmein. Geislameðferðir hafa haft þær auka- verkanir að hún er með lausa mjaðmaliði og læknar hafa sagt að líklega þurfi að fjarlægja hægri fótlegg hennar innan tíðar vegna sjúk- dómsins. Þá er hún bæði með tauga- og vöðva- skemmdir vegna sjúkdómsins. Sérhannaðar hækjur með fjallgönguskóm Árið 2013 var Nikki sagt að hún yrði að ganga við hækjur það sem eftir væri. „Ég ákvað að finna jákvæðan flöt á því og hóf fljót- lega vitundarvakninguna Fighting Fit For Ew- ing’s þar sem ég legg áherslu á líkamsrækt og hreyfingu.“ Hækjurnar sem Nikki mun styðja sig við á leiðinni upp á jökulinn eru engar venjulegar hækjur. „Þær eru sérhannaðar fyrir fólk sem hreyfir sig mikið. Þær eru mjög léttar og þeim fylgja ýmsir aukahlutir eins og t.d. ísbroddar og nokkurs konar litlir fjallgönguskór sem eru festir neðan á hækjurnar,“ svarar Nikki, spurð hvernig farið sé upp á jökul á hækjum. Hvers vegna varð Ísland fyrir valinu? „Ég átti fund með ljósmyndara vegna myndatöku fyrir vefsíðuna mína, hann hafði nýlega verið á Íslandi og sagði mér frá landinu, sem hann átti ekki nægilega sterk orð til að lýsa. Í lok fund- arins var ég búin að ákveða Íslandsferð,“ segir Nikki. Í kjölfarið hafði hún og fylgdarlið henn- ar samband við íslenska leiðsögumenn og ferða- skipuleggjendur, sem munu verða þeim innan handar í göngunni. Vil verða öðrum hvatning Nikki segist meðvituð um að allra veðra sé von hér á landi á þessum árstíma og segist hafa raunhæfar væntingar. „Ég vil að þetta verði áskorun en á sama tíma geng ég á eins örugg- an hátt og mögulegt er. Ég verð að játa að ég er svolítið spennt og ef þetta tekst, þá hefur einn af draumum mínum ræst. Ég veit að ég mun geta litið stolt til baka. Ég vona líka að þetta verði öðrum hvatning; en ég held að það sé ekki hægt að hvetja fólk til að gera eitthvað ef maður er ekki tilbúinn til að gera það sjálf- ur.“ Ætlar á hækjum upp á jökul  Nikki ætlar að upplifa drauminn á Íslandi Ljósmynd/Paul Doherty Afrek Nikki Bradley á tindi Errigal-fjalls, hæsta fjalls Írlands. Hún hyggur nú á göngu á Sólheima- jökul ásamt föruneyti, þ.á m. eru kvikmyndatökumenn sem vinna að heimildarmynd um hana. Á fjalli Nikki gengur á sérhönnuðum hækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.