Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Lagersala 80% afsláttur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-54 Nú þegar kærkomið vetrarfríið í skól- um landsins býður fjölskyldum upp á að gera eitthvað saman, er ekki úr vegi að athuga hvað er í boði. Í höf- uðborginni bjóða frístundamið- stöðvar upp á fjölbreytta dagskrá í vetrarfríinu fyrir alla fjölskylduna, hægt er að fara frítt í allar sundlaug- arnar á ákveðnum tímum og boðið er upp á fjölskylduleiðsögn, skemmti- dagskrá og smiðjur í hinum ýmsu menningarstofnunum. Og ekki má gleyma útivistinni: Skíðasvæði í borgarlandinu verða opin. Í tilkynningu kemur fram að meðal þess sem í boði verður á vegum frí- stundamiðstöðvarinnar Ársels er karníval og smiðjur þar sem búa má til brjóstsykur, grímur og fleira. Í Frostaskjóli verður m.a. haldið upp á þrjátíu ára afmæli frístundamið- stöðvarinnar með afmæliskarókí, Gufunesbær býður m.a. upp á útield- un og klifur í turninum, Kampur verð- ur með veislu í fjölmenningareldhús- inu, Kringlumýri helgar vetrarfrísdagana góðgerðarstarfi fyr- ir Unicef og Miðberg í Breiðholti býð- ur upp á ratleik og skapandi smiðjur og margt fleira. Á heimsdegi barna á laugardaginn gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjöl- breyttum og skapandi listsmiðjum og njóta margskonar skemmtunar á veg- um safna Borgarbókasafnsins. Í Gerðubergi í Breiðholti verður vík- ingaþema, og þar verður hægt að læra bardagalist, víkingahefðir og skylmingar með Theódóri og öðrum vönum víkingum sem standa að vík- inganámskeiði hjá Klifinu. Einnig verður vopnasmiðja þar sem vanir víkingar kenna krökkum handtökin, í búningasmiðju lærar krakkarnir að gera víkingaklæði, hægt verður að búa til sína eigin skartgripi í vík- ingastíl með rúnum. Hægt verður að fá bardagagreiðslu, því nútíma val- kyrjur verða á staðnum og sjá um að flétta alla þá víkinga og valkyrjur sem þora. Að öllu þessu loknu verður svo hægt að láta sérstakan ljósmyndara taka mynd af sér í víkingaskrúðanum. Hljómsveitin Hrafnagaldur mun vekja stemninguna með mið- aldatónum, en rímur og vísur voru kveðnar á kvöldvökum víkinganna til forna. Hinn áttfætti hestur Sleipnir mun ekki láta sig vanta í Gerðubergi og taka börn með sér á hugarflug í smiðju, en Sleipnir sjálfur mætir á staðinn í sögustund klukkan 14. Dagskráin á hverjum stað er kynnt á heimasíðunni borgarbokasafn.is og á Facebook-síðum menningarhús- anna. Nefna má að Völva verður í spá- helli í Spönginni og ætlar að kíkja inn í framtíðina og þar verður líka vík- ingavinabandasmiðja. Hægt verður að læra rúnaritun og fá bardaga- greiðslu í Sólheimasafni, og sverða- smiðja og fleira verður í Kringlusafni. Dagskráin er birt á tíu tungumálum auk íslensku. Á enska, pólska, lithá- íska, filippseyska, taílenska, víet- namska, spænska, albanska, serb- neska og rússneska. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Ókeypis á söfn í fylgd barna Það er alltaf jafn gaman að skreppa á söfn með krakka og í vetr- arfríinu fá fullorðnir í fylgd með börn- um frítt inn á eftirfarandi söfn: Kjar- valsstaði, Ásmundarsafn, Hafnarhús, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti og Sjóminjasafnið. Á mörgum söfnum verður leiðsögn um þær sýningar sem settar hafa verið og boðið upp á leiki sem tengjast þeim. Má þar nefna vinnustofu fyrir fjölskyldur í samstarfi við Biophilia- menntaverkefnið í Hafnarhúsinu. Vinnustofan er ætluð börnum á aldr- inum 10 til 12 ára. Fjölskylduleiðsögn á pólsku er um sýningu Moniku Grzy- mala: Hugboð. Leiðsögnin er í hönd- um listakonunnar Wiola Ujazdowska. Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Geimþrá í Ásmundarsafni og fræðsla um himingeiminn í stjörnuverinu. Frí- mann Kjerúlf Björnsson, myndlistar- maður og eðlisfræðingur, fjallar um fyrirbæri geimsins. Örnámskeið fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Jóhannes S. Kjarval á Kjarvals- stöðum. Skráning í s. 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is Allskonar fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu Morgunblaðið/Eggert Víkingar Þórey Hrund Jónsdóttir, Brynhildur Fía Jónsdóttir, Þráinn Gíslason og Selma Rún Rúnarsdóttir æfðu sig fyrir víkingaskemmtunina. Brjóstsykursgerð, útieldun, klifur, karókí, vopna- smiðjur, rúnaritun og bardagahárgreiðslur Völva Ætlar að kíkja í framtíðina. Leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ hefur sett upp söng- leik á hverju ári frá árinu 1999, enda er þetta eini skólinn á landinu með leiklistarbraut til stúdentsprófs. Að þessu sinni var ákveðið að setja upp leikgerð af hinni geysivinsælu teikni- mynd South Park: bigger, longer and uncut eftir þá félaga Trey Parker og Matt Stone. Í tilkynningu frá skólanum segir að verkið fjalli um vinina Stan, Kyle, Cart- man og Kenny sem búa í South Park, fjallabæ í Colorado. Þegar þeir sjá hina bönnuðu kanadísku kvikmynd „Logandi rassar“ breytist líf þeirra til muna. Drengirnir læra blótsyrði og sorakjaft af myndinni sem breiðist út meðal barna í South Park. Mæður drengjanna taka málin í sínar hendur, stofna samtök gegn Kanada og fyrr en varir eru Bandaríkin komin í blóðugt stríð gegn nágrönnum sínum í norðri. Verkið á mjög vel við samtíma okk- ar í dag enda er það meinbeitt háðs- ádeila á útlendingahatur, málfrelsi, pólitíska rétthugsun og fleira. Söngleiknum er leikstýrt af Agnari Jóni Egilssyni og meira en hundrað nemendur taka þátt í uppsetningunni. Tónlistarstjóri er Örn Eldjárn. Aldurstakmark er 12 ára. Frumsýning var í gær en næstu sýn- ingar eru 28. febr., og 3., 6., 10., 11. og 15. mars. Miðasala: www.tix.is eða við innganginn fyrir sýningar. Facebbok-síðan: Verdandi Fjölbraut í Garðabæ sýnir söngleikinn South Park: stærra, lengra og óklippt Leikhópurinn Auk þeirra taka hundrað nemendur þátt í uppsetningunni. Meinbeitt og fyndin háðsádeila á útlendinga- hatur, málfrelsi og pólitíska rétthugsun Fyndið Persónurnar í söngleiknum eru nokkuð skondnar. „Við spiluðum aðallega blústónlist og gáfum út þrjár plötur. Síðan stofnaði ég ásamt góðum vinum hljómsveitina Íslandsvinir, sem gerði út á „swing- skotna“ gleðitónlist. Meðal laga okk- ar má nefna Gamalt og gott, sem flestir þekkja kannski undir nafninu Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt.“ Óskalög Sniglabandsins Sumarið 1992 urðu þáttaskil þegar hann gekk til liðs við Snigla- bandið, hljómsveit sem fagnaði þrí- tugsafmæli sínu í fyrra og gaf af því tilefni út sína þrettándu breiðskífu sem var nýlega valin Plata vikunnar á Rás 2. Þeir eru enn að og hafa látið til sín taka á ýmsum sviðum, m.a. haldið úti útvarpsþætti þar sem hljóm- sveitin lék óskalög fyrir hlustendur sem hringdu í þáttinn. Sú regla var viðhöfð að neita aldrei að spila lag, þótt hljómsveitin kynni það ekki og jafnframt að bjóða síðasta hlustanda sem hringdi inn að velja sér uppskrift að lagi sem hún samdi síðan fyrir næsta þátt. Síðasti snigill sumarsins var sendur út með áheyrendur í sal frá Gamla bíói á Rás 2 í ágúst, en mið- að við vinsældir þáttanna í næstum aldarfjórðung er ekki loku fyrir það skotið að þeir verði aftur á dagskrá. Sumir segja að Sniglabandið sé svona hljómsveit sem leggi aldrei upp laupana af því þeir félagar séu ein- faldlega svo skemmtilegir og góðir spunameistarar hvort tveggja í tón- um og tali. Éttu úldinn hund, Selfoss er, Á nálum, Í góðu skapi, vestur, Á hraða snigilsins, Jól meiri jól, Korter í jól eru trúlega þekktustu lög Pálma með Sniglabandinu, en hann er líka textahöfundur þeirra og söngvari – og spilar vitaskuld á píanóið. Semur, syngur og spinnur Auk þess að semja lög fyrir Sniglabandið hefur Pálmi samið tón- list og sönglög fyrir leikhús og verið bæði flytjandi og tónlistarstjóri í fjölda leiksýninga, t.d. vann hann um nokkurra ára skeið með Vesturporti og spilaði undir með leikhópnum á sviði bæði hér heima, í London og víð- ar. Hann hefur tekið þátt í gerð meira 100 sjónvarps- og útvarpsþátta, sem margir hverjir hafa byggst á spuna, þeirra þekktastur er efalítið tónlistar- getraunaþátturinn Það var lagið í umsjón Hemma Gunn. „Leikurinn gekk út á að tvö lið, hvort með sinn píanóleikara og tvo söngvara, fluttu lög eftir pöntun svo ómögulegt var að æfa sig fyrirfram. Fólk átti svo að giska á hvað lögin hétu. Mjög skemmtilegt,“ segir Pálmi. Honum fannst ekki síður skemmtilegt að vinna með þeim Spaugstofumönnum og raunar finnst honum aldrei leiðinlegt í vinnunni. Meira að segja óreglulegur vinnutím- inn er ekkert sem hann setur fyrir sig, enda óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera sjálfstætt starfandi tón- listarmaður. „Fjölbreytnin heldur mér gang- andi. Ný tækifæri skjóta stöðugt upp kollinum og ég er alltaf að læra eitt- hvað nýtt af öllu því góða og skapandi fólki sem ég vinn með.“ Og samstarfsmennirnir eru býsna margir, enda hefur Pálmi kom- ið við sögu í mörgum stórum sem smáum tónlistarviðburðum á umliðn- um árum. Síðast sáu landsmenn glitta í hann við píanóið þegar rifjuð voru upp gömul íslensk Evrovision lög á úrslitakvöldi söngvakeppninnar á RÚV á laugardagskvöldið. „Alveg rétt,“ segir Pálmi. „Ég var einn af fulltrúum Íslands með Vinum Sjonna í Düsseldorf árið 2011. Eitt af síðustu lögunum sem Sigurjón Brink, hljóðritaði og söng áður en hann lést, var Love is you. Lagið sem er eftir mig og textinn sömuleiðis kom til mín í draumi og var hljóðritað og gefið út 9. október á 70 ára afmæl- isdegi John Lennons.“ Þessa dagana kennir hann nem- endum Tónheima að spila af fingrum fram á píanó eins og hann hefur gert undanfarin ár. Og svo er hann að vinna í sinni fyrstu sólóplötu Undir fossins djúpa nið. Píanómaðurinn lof- ar að mæta aftur á Rosenberg í næsta mánuði, ef vertinn leyfir. Well we’re all in the mood for a melody And you’ve got us feeling alright. La la la, di da da La la, di da da da dum...... Sumarið 1984 Pálmi hóf tónlistarferilinn aðeins átján ára á Pöbbnum við Hverfisgötu þar sem hann spilaði nánast á hverju kvöldi í tvö og hálft ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.