Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 83
MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Um áratugaskeið gekk fjár-hópur nokkur laus á fjall-inu Tálkna sem gengur ísjó fram þar sem Tálkna- fjörður og Patreksfjörður mætast fyrir opnu hafi. Tilraunir til að smala fénu fóru iðulega út um þúfur og varð hópurinn sífellt styggari – og ófrýnilegri. Ævintýralegar sögur fóru að ganga af þessum hreyst- irollum sem hristu af sér margverð- launaða skoska smalahunda jafnt sem reykvíska sérsveitarmenn í þyrlum. Heimamenn sáu að lokum við fénu eftir að hafa lagt líf og limi í hættu við smölun í snarbröttum fjallshlíðunum og hefur fjallið verið rollufrítt frá árinu 2010. Sitt sýndist hverjum um örlög þessa magnaða fjárhóps sem nú heyrir nú sögunni til. Sú saga varð kveikjan að list- rænni rannsókn myndlistarmann- anna Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons og sýningunni Feral Attraction: The Museum of Ghost Ruminants í Listasafni ASÍ. Þótt rannsóknarefnið sé ramm- íslenskt (og ramman rolluþef leggi að vitum safngesta) er yfirskriftin á ensku en mætti e.t.v. útleggja sem „Aðdráttarafl villifjár: Draugasafn jórturdýra“. Yfirbragð sýning- arinnar er vísindalegt og á neðri hæð safnins má í Arinstofu sjá ýmis gögn. Á vegg hangir röð ljósmynda af landfræðilegum heimkynnum fjárhópsins og inni í sýningarkassa varpast lifandi mynd, sem sýnir rún- ing, á landakort af Tálkna. Gamlar bækur um fjármörk og þjóðsögur hafa einnig verið lagðar í kassann og er í þeim fólgin skírskotun til gagn- virkra samskipta manns og náttúru og þeirra ævintýralegu mynda sem þau geta tekið á sig. Í öðrum kassa liggja vigtarseðlar frá Kaupfélagi Skagfirðinga ásamt kindabeinum, en þannig undirstrika listamennirnir atferli sem gengur út á að vigta, mæla og flokka náttúruna. Á gólfi Gryfjunnar liggja mikil og marglit ullarreifi og mynda eins konar þúfnalandslag, og á veggjum sjást ljósmyndir af fagurhyrndu fé og klettóttum fjallshlíðum – afdrepi þess á flótta undan menningunni, á endimörkum hins byggilega heims. Sýning Bryndísar og Marks er sjónrænt áhugaverð og hún felur jafnframt í sér athuganir á menning- arsögulegum og þekkingarfræðileg- um þáttum er varða samskipti manns og náttúru. Framsetningin er látlaus en hún dregur engu að síður fram annarleikann sem umlykur minninguna um Tálknaféð. Með þessu sérstæða dæmi – sem hefur sterka tengingu við íslenska sjálfs- mynd – tekst listamönnunum að kveikja áleitna og siðferðislega þanka um slík samskipti og um sjón- arhorn mannsins og afskiptasemi andspænis þeim sjálfstæða veru- leika sem náttúran er, og hann er reyndar sjálfur hluti af. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fé á flótta „Á gólfi Gryfjunnar liggja mikil og marglit ullarreifi og mynda eins konar þúfnalandslag, og á veggjum sjást ljósmyndir af fagurhyrndu fé og klettóttum fjallshlíðum – afdrepi þess á flótta undan menningunni.“ Óhemjur Listasafn ASÍ, Freyjugötu Til 28. feb. 2016. Opið þri.-su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Feral Attraction: The Museum of Ghost Ruminants – Bryndís Snæ- björnsdóttir og Mark Wilson bbbmn Ífyrra gaf Bjartur út glæpasög-una Gleymdu stúlkurnar eftirSöru Blædel og Dauðaslóðiner sjálfstætt framhald þeirrar sögu. Fyrri mál eru áréttuð og lausir endar hnýttir. Louise Rick, yfirmaður manns- hvarfadeildar lög- reglunnar í Kaup- mannahöfn, fær það verkefni að leita að 15 ára gömlum pilti á æskuslóðum sín- um á Sjálandi. Hvarfið tengist ákveðnum gjörðum, málið vindur upp á sig og fljótlega verður ljóst að ekki er allt sem sýnist, jafnt í rannsókninni sem og í einka- málum Louise Rick. Sara Blædel hefur sýnt að hún er góður höfundur og hér heldur hún áfram á þekktri braut. Sagan er ekki aðeins vel skrifuð heldur er tekist á við ákveðið málefni og hulunni svipt af áratugalöngum leyndardómi. Það orkar gjarnan tvímælis að rifja upp atburði, sem greint hefur verið frá í fyrri bókum höfundar. Sara Blæ- del fetar svolítið þá braut en gerir það af fagmennsku og þessi endurtekning truflaði ekki lesturinn utan einu sinni. Afmarkaður heimur tiltekins hóps karlmanna er einkum til umfjöllunar og það verður að segjast eins og er að Sara Blædel lýsir sérlega vel þeim viðbjóði sem þar viðgengst. Hún gef- ur engan afslátt og lesandi getur ekki annað en staldrað við og hreinlega spurt: Ætli svona lagað viðgangist einhvers staðar? Að nokkru leyti er niðurstaðan fyr- irsjáanleg nokkuð snemma og fyrir bragðið er spennan ekki sem slík sög- una á enda en samt vill maður sjá hvernig hún endar og hættir ekki fyrr en hún er öll. Það hlýtur að vera einn helsti tilgangur höfundar og enn ein rósin í hnappagat Söru Blædel. Sara Blædel blandar skemmtilega saman fornri trú og nútímanum. Titill bókarinnar, Dauðaslóðin, gefur enda margt til kynna. En dauðinn tekur á sig ýmsar myndir og þessi átakasaga er ekki aðeins um djöfullega fram- göngu manna heldur einnig um fórn- ir, kærleika og ást. Uppgjör við fortíðina Glæpasaga Dauðaslóðin bbbbn Eftir Söru Blædel. Ingunn Snædal íslenskaði. Bjartur 2016. Kilja. 236 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Spennuhöfundur „Þessi átakasaga er ekki aðeins um djöfullega framgöngu manna heldur einnig um fórnir, kærleika og ást,“ segir um sögu Blædel. 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 14.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Þri 8/3 kl. 19:30 Aðalæf Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Fim 10/3 kl. 19:30 Frums. Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 10/4 kl. 19:30 22.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Sun 20/3 kl. 19:30 20.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Sun 20/3 kl. 13:00 9.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 13/3 kl. 13:00 8.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Þri 22/3 kl. 20:00 23.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 24.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 26/2 kl. 20:00 35.sýn Fim 3/3 kl. 20:00 39.sýn Lau 5/3 kl. 22:30 43.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 36.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 40.sýn Fim 10/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 37.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 41.sýn Lau 27/2 kl. 22:30 38.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 42.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 9.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 10.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 28/2 kl. 11:00 aukasýn Sun 28/2 kl. 16:00 aukasýn Síðustu sýningar! Kvika (Kassinn) Fim 3/3 kl. 21:00 Frums. Fös 11/3 kl. 21:00 3.sýn Þri 15/3 kl. 21:00 5.sýn Lau 5/3 kl. 21:00 2.sýn Lau 12/3 kl. 12:00 4.sýn Dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 15:00 aukas. Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim Njála (Stóra sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 síð sýn. Allra síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Sun 13/3 kl. 20:00 11.sýn Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Vegbúar (Litla sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn Fim 3/3 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn Fös 11/3 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Fim 17/3 kl. 20:00 Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Lau 27/2 kl. 13:00 Sun 28/2 kl. 13:00 Lokasýn. Sun 6/3 kl. 13:00 Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.